Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. janúar 1981 þjöÐVILJINN — SIDA 11 S iþr6ttlrf7j íþröttir / ■ » ■t'msjén: Ingölfur Hannesson. íþróttir Rut æfir í Kaliforníu Hin efnilega hlaupakona Rut Ólafsdöttir hefur að undanförnu dvalist í San Jose i Kaliforníu við æfingar og keppni. t San Jose hafa einmitt fjölmargir tslend- ingar dvalist á undanförnum árum. Rut tilkynnti fyrir nokkru félagaskipti Ur FH yfir i KR og mun þvi keppa með Vesturbæjar- liðinu i sumar. — IngH Skólamót og firmakeppni Akveðið er að halda skólamót á framhaldsskólastigi og firma- keppni i handknattleik i febrúar n.k. Þátttaka tilkynnist til Hand- knattleikssambandsins fyrir 31. jan. n.k. Þáttökugjald I skólamót- inu er kr. 650.00 fyrir hvert lið og i firmakeppninni kr. 1000.00 fyrir hvert lið. Óskaðer eftir að þátttökuaðilar tilnefni forsvarsmann fyrir hvert lið. Körfubolti og pólitík t gær og I fyrrakvöld fóru fram 2 leikir á milli israelska liðsins Macabi og TSKA frá Sovétríkjun- um og voru þeir liður i Evrópu- keppninni i körfuknattleik. Það var æði erfitt að finna keppnisstað fyrir þessa leiki þvi Sovétrlkin og Israel hafa hvorki með sér stjórnmálalegt né iþróttalegt samband. Þrauta- lendingin varð þvi sú, að leikimir fóru fram i Belgiu og var þar ansi heitt i kolunum, þvi meðal áhorf- enda voru margir landflótta Sovétmenn... -IngH Franska handboltalandsliðið leikur sin» annan leik hér á landi að sinni I kvöld i hinu nýja og glæsilega iþróttahúsi I Keflavik. Hefst slagur Frakkans og landans kl. 20. Forleikur á milli 3. deildar liös tBK og unglingalandsliðsins hefst kl. 18.45. Frakkarnir sigruðu landann i fyrsta leiknum, sem fram fór i Laugardalshöllinni i fyrrakvöld, með 22 mörkum gegn 21. Er næsta vist að islensku strákarnir ætla að ná fram hefndum... Þess skal getið, að leikurinn i kvöld er fyrsti handboltalands- leikurinn, sem fram hefur farið i Keflavik. [Þorbergur Aðalsteinsson er galdramanni Ifkastur þar sem hannj læðir knettinum inn á linuna I leiknum i fyrrakvöld. Ekki ættu islensku strákarnir að þurfa að beita fyrir sig svartagaldri til þess að sigra i kvöld: yfirvegaður leikur og baráttugleði er allt. sem þarf. — Mynd: — gel. / Island og F rakkland leika kl. 20 í kvöld Fyrirliði Hauka í herbúðir Daniel Gunnarsson, fyrrum fyrirliði knattspyrnuliðs Hauka, sem lék i l.deild sl. sumar, hefur tilkynnt félagaskipti úr Haukum i Þrótt, Reykjavík. Þróttar Daniel var einn af máttar- stólpum Haukaliðsins og kemur þvi til með að styrkja Þrótt veru- lega. Hreinn og Óskar á EM innanhúss Kúluvarpararnir sterku, Hreinn og óskar, munu keppa á EM inn- anhúss. Akveöið hefur verið að Hreinn Halldórsson og óskar Jakobsson, taki þátt I Evrópumótinu i frjáls- um iþróttum, sem fram fer I Grenoble i Fakklandi 21. og 22. febrúar nk. Þeir Óskar og Hreinn munu keppa I kúluvarpi og hafa þeir undirbúið sig af kappi fyrir keppnina. Þess má geta, að Hreinn varð Evrópumeistari I kúluvarpi innanhúss árið 1977, en þá fór keppnin fram I San Se- bastian á Spáni. Þá er stjórn Frjálsiþróttasam- bandsins að athuga þann möguleika, að millivegalengda- hlaupararnir Jón Diðriksson og Ragnheiður ólafsdóttir keppi i Grenoble, en ekkert hefur enn verið afráðið i þvi efni. Jón og Ragnheiður dveljasti Köln i Vest- ur-Þýskalandi við nám og æfingar og hafa náð mjög góðum árangri á innanhússmótum und anfarið. — IngH Beniflca-leikmenn í nær öllum stööum Fyrir nokkru sigraði Portugal tsrael i riðlakeppni HM i knatt- spyrnu 3-0. Þessi sigur er þó einungis merkilegur fyrir þá sök, að 9 leikmenn portugalska liðsins eru frá Benfica. Þetta minnir okkur á sovéska landsliðið fyrir nokkrum árum, hvað eingöngu skipuöu leikmenn frá hinu fræga liði Dynamo Kiev. Oddur Sigurðsson og Aðalsteinn Bernharðsson eru meðal þeirra sem hafa sagt skilið við KA að undanförnu. Oddur mun keppa fyrir KR og Aðalsteinn fyrir UMSE. Meginuppistaðan úr karlaliði KA farin Hætt er viö þvi, aö KA muni eiga i erfiðleikum með að smala saman karlaliði til þess að keppa fyrirhönd félagsins i Bikarkeppni Frjálsiþróttasambandsins næsta sumar þvi 6 helstu keppnismenn KA frá siðasta sumri eru horfnir á braut. Hér er um að ræöa þá Aöalstein Bernharðsson, Véstein Hafsteinsson, Odd Sigurðsson, Hjört Gislason, Egil Eiðsson og Jón Oddsson. Hjörtur, Jón og Oddur ákváöu fyrir nokkru að keppa fyrir hönd KR og hitta þeir þar fyrir geysi- öflugan flokk afreksmanna, sem hefur gengið til liðs við Vesturbæjarstórveldið að undan- förnu. Vésteinn tilkynnti félaga- skipti yfir i sitt gamla félag, HSK, fyrir áramót og verður hann þvi gjaldgengur á Landsmóti UMFÍ i sumar. Sama hugmyndin lá að baki félagaskiptum Aðalsteins, sem fór yfir i UMSE og Egils, sem mun keppa fyrir UtA. Þeir ætla sér að vera með á Lands- mótinu á Akureyri. Eftir situr KA með sárt ennið og nær enga keppnismenn i frjáls- iþró.ttaliðinu. Þess skal getið, að einungis Hjörtur og Aðalsteinn eru frá Eyjafiröi, hinir voru aðkomumenn. — IngH Fótboltavalkyrjurnar tóku sig til og stofnuðu Knattspyrnusamband kvenna á Englandi Ariö 1921 sá enska knatt- spyrnusambandið (FA) ástæðu til þess að senda frá sér ályktun þess efnis, að knattspyrnuiðkun væri alls ekki við hæfi kvenna og að ekki ætti að hvetja þær til þess að leika knattspyrnu... Konur hafa leikið fótbolta á Bretlandseyjum i rúm 100 ár, en þær hafa ávallt mætt miklu and- streymi hjá karlþjóðinni, sem er vist ekki þekkt fyrir frjálslyndi i þessum efnum. A árunum milli 1960 og 1970 jókst sá f jöldi kvenna sem lagði stund á knattspyrnu i Englandi hröðum skrefum og þær reyndu allt hvað þær gátu til þess að fá viðurkenningu Knatt- spy-rnusambandsins, en komu ávallt að lokuðum dyrum. Þrautalendingin varð þvi sú að árið 1969 var stofnað Knatt- spyrnusamband kvenna i Eng- landi (WFA) og voru fulltrúar 51 félags á stofnfundinum. Vöxtur WFA á þeim 11 árum Knattspyrnusamband Englands lét þau boð út ganga að fótboiti væri • einungis ætlaður karlmönnum... sem siðan eru liðin hefur verið ævintýri likastur. Nú eru 280 félög innan sambandsins með 6 til 7 þús. meðlimi. Þá hefur England leikið 31 landsleik. Landsliðs- konurnar lögðu hinar skosku stöllur sinar að velli i fyrsta leiknum, 3-1, og voru þá rétt 100 ár frá þvi að sömu þjóðir léku sinn fyrsta karlalandsleik. Munurinn var einungis sá, að nú sigraði England. Þetta sveið mörgum karlinum sárt... — IngH Badmintonmenn með fyrírtækja- keppni til styrktar unglmgastarfinu t byrjun febrúar veröur haldin svokölluð „fyrirtækja- og stofna nakeppni” á vegum Badmintonsambands tslands. Hér er um að ræða útsláttar- keppni i tviliða- og tvenndarleik. öllum ágóða verður varið til þess að styrkja islenska unglinga vegna þátttöku þeirra á NM ung- linga, sem fram fer i Finnlandi. Þátttökugjald er 300 nýkr. á liö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.