Þjóðviljinn - 06.02.1981, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 06.02.1981, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. febrúar 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Þegar þú notar klósettið amma mín, skaltu muna að ýta handfanginu upp svo það hætti að renna. „Maöur og blóm" heitlr þessí bótasaumur eftir Haildóru Thorodd- sen, sem mynd er af i ritinu „Hugur og hönd”. Framúrstefnu- handverk og hefdbundid vidtalið Rætt við Arnar Björnsson Húsavík „Reynum ad þreyja þorrann” Það mun hafa verið á önd- verðu ári 1979 sem það kom til tals hjá fjörum ungum mönnum norður á Húsavik að hefja þar blaðaútgáfu. Til þess hefur áreiðanlega þurft talsverða bjartsýni þegar mið er tekið af þeirri rcynslu, sem lands- byggðarmenn ýmsir hafa af til- raunum með blaðaútgáfu. En hvað um það, Vikurblaðið hóf göngu sfna og hefur enn ekki látið staðar numið. Okkur lék forvitni á að frétta eitthvað af þessari útgáfustarf- semi þarna við Skjálfandafló- ann og hringdum þvi i Arnar Björnsson, ritstjóra, sem tók hið besta hnýsni okkar og leysti greiðlega Ur öllu þvf, sem við inntum hann eftir. — Segðu mér, Arnar, hvenær hófuð þið útgáfu Vikurblaðsins? — Það var nú um mitt ár 1979. Þá vorum við ungir menn að koma úr skóla og fullir bjartsýni á lifið og tilveruna og vildum náttúrlega endilega láta eitt- hvað gott af okkur leiða fyrir samfélagið. Og þvi þá ekki bara að vinda sér i að gefa út blað? — Er það einhver félags- skapur, sem að útgáfunni stendur? —- Jú, þetta er nú að vísu félagsskapur, við vorum upp- haflega fjórir. En á þá tölu hefur nú verið að saxast. Raun- verulega erum við bara tveir eftir, en að sönnu höfum við ábyrgðarmann, eins og lög gera ráð fyrir, en hann er nú úti i Lundi i námi svo aö i rauninni erum við ábyrgöarlausir menn. Eftir erum við Jóhannes Sigur- jónsson. — Er blaðið prentað þarna heima? — Ónei.ekki aldeilis. Það er prentað frammi á Laugum, þannig að þangað þurfum við að senda frá okkur allt efni 40 km. leið, til þess að fá það prentað. — Og hvernig fer um próf- akalesturinn? — Það er nú þannig að á Laugum höfum við ágætis hjón, Runólf Elentinusson og Grétu Guðmundsdóttur, þau reka þarna prentsmiðju, — ætli það sé ekki eina sveitaprentsmiðja landsins, — prenta fyrir okkur blaðið, lesa prófarkir og gera hvorttveggja með mikilli prýði. Við erum stoltir af þvi að skipta við þetta fyrirtæki. — Hvað kemur blaðið oft út? — Yfir vetrarmánuðina kemur það út annan hvern föstudag en yfir sumarmánuð- ina höfum við verið með það i vikublaðsformi. Þetta er kannski öfugt við það, sem ætla mætti þvi oft koma svona blöð sjaldnar út að sumrinu en vetr- inum. En skýringin er sú, að á sumrin vinnum við báðir við blaðið. Annars erum við með einn mann á launum árið um krine. — Og þið hafið alltaf getað komið blaðinu út reglulega? — Já, það hefur tekist. Aöeins einu sinni kom fyrir bilun i tölvu hjá Runólfi þannig að útkomu- dagur breyttist en Runólfur var fljótur að kippa þvi i lag. — Hvað kemur blaðið út i mörgum eintökum? — Þau losa svona þúsundið og seljast alltaf að mestu. Við er- um með 900 fasta áskrifendur og svo fer afgangurinn i lausasölu I bæ og héraði. Blaðið fékk mjög góöar undirtektir strax I upp- hafi og það hefur ekki breyst. Eiginlega fóru þær langt fram úr því, sem við gerðum okkur vonir um. — Og þið fjallið aöallega um málefni, sem snerta heima- slóðir, eöa hvað? — Jú, það má eiginlega segja að blaðið sé bundið við héraðið, bæinn og sýsluna. Við höfum mjög litið gert að þvi að teygja okkur lengra og pólitisk málefni látum við liggja milli hluta. — Nú er svona útgáfa kostn- aöarsöm jafnvel þótt ekki sé stærri i' sniðum en þetta. Verðið J)ið ekki að leggja fram veru- lega sjálfboðavinnu? — O-jú, það gerum við nú. Til dæmis tökum við töluvert af myndum og framköllum þær sjálfir. Við reynum að vinna blaðið eins mikið sjálfir og við mögulega getum en samt má segja, að það sé á landamærum lifs og dauða og eiginlega rekiö frá degi til dags. Við höfum svo sem oftar en einu sinni verið i andarslitrunum en alltaf fengið byr í seglin frá fólki hér i bæn- um, sem hefur stutt við bakið á okkur þegarfastast hefur sorfið að. Og þú mátt gjarnan geta þess t.d. að i sumar kom til okkar verkakona, sem dró upp úr launaumslaginu sinu 50 þús. kr. og afhenti okkur. Slikt er ekki einasta f járhagslegur stuðningur heldur og ,,mór- alskur” og svona fólki eigum við mikið að þakka. — Hefur áður verið reynd blaðaútgáfa á Húsavik? — Já, um eitt skeið var gefið hér út blað, sem hét Þingey. Það voru þeir Valdimar Hólm Hall- stað og Páll heitinn Kristjáns- son, sem að þvi stóðu. Svo var fitjað hér upp á blaðaútgáfu 1967 en varð skammlif, komu út þrjú tbl. — Fáið þið dálitið af auglýs- ingum? — Það hefur nú gengið alveg bærilega. Fyrirtæki hér eru fús á að auglýsa hjá okkur en aftur á móti fáum við ekki einn staf- krók frá blessuðu rikisvaldinu. — Og þið eruð ákveðnir i þvi að þrauka enn um sinn? — Ætli við reynum ekki að þreyja þorrann a.m.k.;svo sjá- um viö til með góuna. — mhg Heimilisiðnaðarfélag islands gefur út arsritið //Hugur og hönd"/ þar sem birtar eru greinar og myndir um og af hand- verki af ýmsu tagi. Ritið 1980 kom út skömmu fyrir áramót. Aö sögn Hólmfriðar Arna- dóttur, ritnefndarmanns, er markmið ritsins að ,,viðhalda ýmsu gömlu, sem er að deyja út, og jafnframt að kynna nýj- ungar i handverki”. Þarna eru prjónauppskriftir, myndir af gömlum og nýjum munum, unn- um úr ýmsum efnum, grein um starfsemi Blindrafélagsins, leiðbeiningar um varöveislu Mér skilst á þessum myndum í sjónvarpinu að i raun og veru hafi allir staðið röngu megin í þessari svokölluðu seinni heimstyrjöld Nema náttúrlega Þjóðverjar, sem töpuðu. gamalla hannyrða (forvörslu textila), sagt er frá norrænu heimilisiðnaöarþingi, Heimilis- iðnaðarskólanum ofl. Þá eru einnig i ritinu myndir af „framúrstefnuhandverki” ýmiskonar, og má t.d. nefna forsiöuna, sem er af veggmynd Hólmfriðar Arnadóttur „Ljósa- skipti við jökulröndina”. Ritinu fylgir efnisyfirlit yfir árin 1966—1980.. — ih Tekið eftir Enda leikritin hætt „Það er frelsi að losna við þaö sem er óheilbrigt og óhreint. Vindrykkja og tóbaksnotkun geta ekki talist hreinir hlutir og draga menn ekki nær Guði. Kvikmyndirog leikhús eru oftar með óhreina hluti en hreina. Leikritin i Rikisútvarpinu á fimmtudögum eru oft með stór blótsyrði og jafnvel klúrt tal. Slíkt stenst ekki i Guðsrfki”. (Svar ritstjóra Aftureldingar til lesanda) < P o PLh Ef þú lærir ekki skilurðu aldrei ' neitt. Hvenær? Ég þarf að hugsa um heimj| ilið, og svo kemui^ pólitikí þokkabóflj © Bvlls Þú hugsar um heimilið engefur skit i hvern ig landinu er stjórnað Nei, en ég þarf að hreinsa, þvo, strauja, elda mat.... sniff!. MATURINN!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.