Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 11
Helgin 7.-8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Þeir ungtyrkir ihaldsins, sem sjálfir kenna sig viö frjáls- hyggju en aörir tengja viö leifturstíkn, hafa veriö iönir viö ýmislega útgáfustarfsemi aö undanförnu til boöunar á sinu fagnaöarerindi markaöshyggj- unnar. Eitt slikt rit heitir hvorki meira ntí minna en Frelsi. Fyrsta hefti þess var övart nokkuöspaugilegt. Þaö er byggt upp á erindi postulans Hayeks, spurningum til Hayeks og svörum hans og myndum af þessum sama lærifööur (átta talsins). Annar stærsti þátt- urinn heitir „Fréttir af hug- myndabaráttunni”. Þaö er, eins og menn vita, algengt, að sér- hæfö tímarit veröa dagblöðum tilefni til frásagna og útlegginga — en htír er farið öfugt að. Upptalning og endursögn á dag- blaöagreinum er oröinn mikil uppistaða i timariti. Þessi bálk- ur hefur annars þann tilgang, aö sýna að „frjálshyggjumenn” séu vel á verði og setji jafnt og þtítt ofan i viö „samhyggju- menn” (eins og sösialistar hverskonar heita i þessum her- búðum), og hafa jafnan fræki- legan sigur. Mætti þessi þáttur vel hafa að yfirskrift frægt til- svar Jöns sterka I Skugga-- Sveini: „Sáuö þið, hvernig ég tók hann, piltar?” Miðjumenn skammaðir í Hayekkafla þessa rits og reyndar i fleiri boðunarritum ber nokkuð á þvi, að markaös- trúarmenn þykist nú hafa af- greitt sösialista fyrir fullt og allt og næst sé að snúa sér að þeim sem eru linir og hálfvolgir i trúnni á kapitalismann. Með öðrum orðum: að þeim sem eru flæktir i „miðjumoðið” eins og erindi Hayeks reyndar heitir. Þetta eru þeir menn sem sætta sig við „blandað hagkerfi” með verulegum rikisafskiptum, þeir sem eru svo „óvisindalegir” að taka mið af kröfum um félags- legt rtíttlæti, þeir sem „láta berast með straumnum, sem stjörna honum ekki, hætta að kanna ókunn lönd hugans, heldur feta hina troðnu slóð, sætta sigvið veruleikann eins og hann er, en reyna ekki að breyta honum” („Að vera miðju- maður”, grein i' Stefni 4—5, 1980 eftir Hannes Gissurarson). Að þvi er best verður séð kemur út úr þessu öllu svofelld heimsmynd: öðrum megin standa sósialistar (samhyggju- menn; byltingarsinnaðir eða umbótasinnaðir) sem vilja sannarlega breyta heiminum: þeir eru manna hættulegastir, af þvi að skoðanir þeirra eru „rangar”. Hinum megin eru hinir góðu heimssmiðir, sem vilja breyta heiminum i anda sinnar „frjálshyggju” og hafa með sér skinandi vopn hins visindalega sannleika (þeir eru stundum undarlega likir ýmsum kommúnistum fjórða áratugarins, sem einnig voru menn alvitrir I trausti visinda). En á milli þeirra er heilmiki) miðja, þar eigra um henti- stefnufuglar, Húsavkur-Jónar, sem eru hvorki hráir né soðnir, og hafa skarpa skömm fyrir. Úrelt John Kenneth Galbraith heitir hagfræðingur, sem hinir nýju og vigreifu hægrimenn hafa gjarna milli tannanna fyrir „miðju- moð”. Hann er kallaður frjáls- lyndur vestur i Ameríku, en gæti vel komið við sögu hjá sósialdemókrötum i Evrópu. Galbraith er ööru hvoru að svara fyrir sig og gerir það skemmtilega. Til dæmis kom fyrir skemmstu grein eftir hann i Spiegel sem hét „Tilrauna- kaninur Friedmans”, en Fried- man er einn af helstu átrúnaðargoðum ihaldsflokka, m.a. þess sem Margaret Thatcher stjórnar. Hann segir sem svo, að vel gæti Friedman veriö mesti spámaður þegar hann vill leysa verðbólgu og annan vanda með aöhaldi i peningamálum og frjálsu spili markaðsafla. Ef, segir Galbraith, ef að við lifðum i heimi frjálsra markaða. Það gerum við hinsvegar ekki. Dæmi Friedmans ganga ekki upp — meðal annars vegna þess að sú stjórn er ekki finnanleg, sem ekki verndi sérstaklega afkomu bænda sinna, vegna þess að verkalýðsfélög hafa vald og vegna þess að OPEC- rikin ráða orkuverðinu. Alveldi aðstæðna En Galbraith er ekki aðeins að minna á að ihaldið nýja vill ganga út frá nitjándualdarfor- sendum sem ekki eru lengur til. Hann skrifar nýlega grein um ihaldssama og kappsama ráð- gjafa Reagans forseta i efna- hagsmálum (Guardian 25. jan.). Þar leggur hann höfuð- áherslu á að hinir herskáu ihaldsmenn geri miklu meira úr hugmyndafræði en efni standa til. 1 raun gildi það bæði um frjálslynda („miðjumoðs- menn”) og fhaldið eða nýfrjáls- hyggjumenn, að þeir séu fyrst og siðast að laga sig aC aðstæðum, en ekki framkvæma kenningu. Munurinn sé þá sá helstur, að frjálslyndir geri sér þessa aðlögun að dyggð, en ihaldsmenn séu ekki sáttir við þessa Utkomu, vegna þess að þeir hafa kastað sinum akkerum i fortiðinni og vilja tosa samfélögin aftur þangað. Galbraith telur upp ýmisleg dæmi um það sem hann kallar sigur aðstæðna yfir hugmynda- fræði. Eitt hið furöulegasta telur hann vera flótta stórfyrir- tækja á náðir rikisins. (Viö höfum i þessum pistlum minnst á þetta f sambandi við yfirtöku breska rikisins á skipasmiðum i tið Verkamannaflokksstjórnar og flugvélasmiðum I tið Ihalds- stjórnar). Galbraith segir á þessa leið: Fyrirtækjasam- steypur eru orðnar mjög stórar. Þegar þeim mistekst veröur áfallið mjög mikið. Of mikið. Og þvi gerist það, að I Bretlandi, Frakklandi, á Italiu og nú i Bandarikjunum fer stækkandi opinber geiri sem byggður er upp af fyrirtækjum sem hafa leitað hælis hjá stjórninni. Chrysler, Amtrak, Conrail, kannski Ford — öll eru þau hluti af breiðum straumi i heimi sem er enn kallaður kapitaliskur. Þessi „sósialismi”, hvernig sem hann er klæddur I róman- tiskan dularbúning, er ekki til orðinn að fyrirmælum frjáls- lyndra heldur ihaldsmanna. Það eru þeir sem fara fyrir sendinefndunum til Wash- ington, þegar rikið er beðið ásjár! Varnarráðstafanir Galbraith vikur einnig að félagsmálastefnu i stórborgum. Hann minnir á að almanna- tryggingar, barnabætur, læknisaðstoð til fátækra og gamalla hafi allt til komið að frumkvæði frjálslyndra. Hann minnir á aö ýmsir ihaldsmenn hafi tilhneigingu til að telja allar þessar ráðstafanir veikja samfélagiö og þá liklega sjálfs- bjargarhvötina frægu (Fried- mansvinirnir eru öðru hvoru að velta upp hugmyndum um að færa sem mestaf heilsugæslu og skólahaldi yfir I markaðskerfi). En Galbraith er reiðubúinn til að taka heiðurinn af frjáls- lyndum fyrir umbæturnar: þetta var, segir hann, allt saman aðlögun að aðstæðum. 1 bændasamftílögum fyrri tima annaðist fjölskyldan aldraöa og sjúka, atvinnuleysi var ekki til í sama skilningi og I iðnvæddum þjóðfélögum, I borgarbáknum nútimans, þar sem allar nauðsynjar verður að kaupa og þar sem fjölskyldan er allt annað en hún var hafa allir orðið aö taka upp þær „verndar- ráðstafanir” sem félagsmála- pólitik velferðarrikisins fela i sér. Ekki sjálfkrafa Nú er rtítt að taka það fram, að þegar Galbraith er að striða ihaldinu gerir hann fullmikið úr því, að þessi „aðlögun að aðstæðum” gerist eins og af sjálfu stír. Það er vitaskuld ekki rétt. Saga hinna félagslegu umbóta og trygginga er fólgin I þvi (hér er einkum miðað við Evrópu, Bandarikin komu yfir- leitt á eftir), að verkalýðs- flokkar („samhyggjumenn”) báru fram kröfur i nafni hins „visindalega” félagslega rétt- lætis, sem fyrst þykja fárán- legar en veröa svo nauðsyn og þar með sjálfsagðar. íhaldsöflin andæfa fyrst I stað: i Atóm- stöðinni Halldórs Laxness eru dagvistunarmál kommúnismi og tilræði við kristilega fjöl- skyldu og það væri hægur vandi að rifja upp dæmi i þeim anda úr raunverulegri umræðu þeirra tima og síðar. Sjálfur man ég svo langt, að Sjálf- stæðismenn i minu plássi voru sumir hverjir enn rétt eftir strið að amast við þeirri „frelsis- skerðingu” að vera i sjúkra- samlagi. Þetta er saga sem gerist um allan heim — það er ekki að ófyrirsynju, að Gal- braith kallar félagslegu umbæt- urnar „verndarráðstafanir” — þær eru undanhald markaðs- hyggjunnar, til þess að koma i veg fyrir, að fátækir menn fyllist þeirri örvæntingu að þeim finnist sá kostur eðlilegur, að afnemaþann eignarrétt sem dæmir börn þeirra til allsleysis og vonleysis. Og gleymum þvi ekki heldur, að meðal hægri- sinna verða alltaf til menn, sem hafa t.a.m. tilhneigingu til aö taka sinn kristindom alvarlega, en Kristur er} eins og menn vita, með öllu „óvísindalegur” að þvi er varðar félagslegt réttlæti og svo andstyggilegur við þá sem græða á markaðslögmálunum að mörgum þykir vart eftir haf- andi i kurteisri umræðu. (Þið munið: ræningjabæli, riki maðurinn og Lazarus, eða þá úlfaldinn og nálaraugað). Fagra nýja veröld Ihaldsbylgjan nýja hefur hlotið nokkrar vinsældir, meöal annars vegna duglegra áróðurs- manna, vegna þess lika, að þar sýndist eitthvað nýtt á ferð sem ekki hafði verið prófað um stund. Hitt er svo liklegt að „aðstæður” þær sem Galbraith talar um kæfi hana fyrr en varir. Annaðhvort þora ihalds- flokkar ekki út i þá atlögu við velferðarrikið sem þeir hafa boðað, eða þá að dæmið gengur ekki upp. Margaret Thatcher sker niður útgjöld rikisins um miljarðpunda (m.a. á opinberri þjónustu). En hún þarf að bæta öðrum miljarði við útgjöldin annarsstaðar: til að kosta uppi- hald þeirra atvinnuleysingja sem bætast við vegna niður- skurðarráðstafana hennar! Astandið er að þvi leyti miklu verra en áður, að mun færri eru við nytsamleg störf I landinu. Og ef skorið væri á atvinnu- leysisbætur, þá mundi jafnvel hin breska tilraunakanina láta sér vaxa klær og tennur til upp- reisnar. En enn eru þeir nýfrjálsu haldnir eldmóði og boöskapar- áráttu og verða af þvi ýmisleg dæmi spaugileg. Henri Lapage heitir höfundur úr þessum hópi sem hefur skrifað fagnaðarrit sem heitir „A morgun kapital- ismi”. Þar segir hann meðal annars: „Bæði hinn andlegi og hinn efnislegi heimur er einn stór markaður, og þegar allt kemur til alls er manneskjan efnahagsleg vera, sem likist vtílmenni” (robot). 1 þessum anda fjallar Lapage um öll mannleg samskipti, til dæmis fjallar hann á þennan hrifandi frjálshyggjuhátt um hjúskap sem byggir á formúlunni „hvaö elskar stír likt”: „Þetta gerist vegna þess aö hjúskapur tveggja persóna, sem bæði hafa svipaða arfgenga eiginleika, dregur úr óvissu- þættinum, m.ð.o. áhættu- kostnaði að þvi er varðar gæði afkomendanna, en eins má svo að orði kveða, að arfgengir eiginleikar auki framleiðni hjónabandsins og bæti hver annan upp með þvi að draga úr áhættukostnaði”. Það er nú eitthvað annað að hafa svona góð visindi að byggja á en fordómaröfl „sam- hyggjusinna” allra alda um réttlæti, jöfnuð og aðra vitleysu. AB ttsunnudags pístiH Eftir Árna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.