Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 7
Helgin 7.— 8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Hinn glæsi- legi togari BÚR skírður eftir fyrsta forseta ASÍ: Ottó N. Þorláksson, hinn nýi og glæsilegi togari Bæjarútgerðar Reykjavikur var skirður við hátiðlega athöfn i skipasmiða- stöðinni Stálvik i gær að við- stöddu miklu fjölmenni. Margrét dóttir Ottós heitins ÞorláksSonar, fyrsta forseta Alþvðusambands fslands, gaf skipinu náfn. Hún mælti við það tækifæri: Megi gæfa og gengi fylgja hinu nýja skipi. Athöfnin hófst með þvi að Jón Sveinsson, forstjóri Stálvikur bauð gesti velkomna og lýsti siðan hinu nýja skipi. Nýtt skrokklag Togarinn er alfarið hannaður af islenskum tæknifræðingum undir stjórn Siguröar Ingvasonar, skipatæknifræðings. Bæjarstjórn Garðabæjar færði Margréti Ottósdóttur blóm eftir að hún hafði skýrt togarann eftir föður sinum, fyrsta forseta ASÍ. Frá vinstri, Gunnar Thoroddsen, Sigurjón Pétursson, Margrét Ottósdóttir. Þvi miður þekkjum við ekki ungu stúlkuna sem afhendir blómin. Ljósm. —gel. ARFELLSSKILRÚM úr Ijósri furu og bæsaðri eik. Sérhörwuð fyrir yður — gerum verðtilboð. Eflum atvinnulifið i Reykjavik Siðar i ræðunni sagði Björgvin: ,,A undanförnum áratugum hefur sjávarútvegi hnignað mjög i Reykjavik. Borgarstjórn Reykjavikur hefur unnið að þvi undanfarin ár að reyna að snúa þessari þróun við. Skipakaup Bæjarutgerðar Reykjavikur eru liður i þeim aðgerðum að efla at- vinnulifið i Reykjavik, þær eru þáttur i þvi að efla sjávarútveg i Reykjavik á ný.” Það kom ennfremur fram hjá Björgvini að gert er ráð fyrir að skipið kosti um 50 miljónir nýkr. og vonast er til að það geti hafið veiðar i næsta mánuði. Athöfnin endaði með þvi að Jón Sveinsson færði Margréti Ottós- dóttur gullnælu að gjöf til stað- festingar þvi að hún hefði gefið skipinu nafn. bó Það sem einkum einkennir hann er að skrokkur skipsins er með nýju lagi, sem er hannað af þeim Stálvikurmönnum. Við það höfðu þeir sérstaklega i huga búr- hveli, sem syndir allra hvala hraðast. Þetta byggingarlag hefur vakið mikla athygli hér heima og erlendis og byggja for- ráðamenn Stálvikur miklar vonir við það. Hafa þeir skýrt það Búr- lagið. Það sem haft var i huga við skipsbygginguna voru eftirtalin þrjú aðalmarkmið: 1. Vandað skip sem henti til fisk- veiða við island. 2. Betra skipslag sem leiði til oliusparnaðar. 3. Öruggara skip, en togvirar þess eru ekki á aðalþilfari. íslensk smiði Togarinn Ottó N. Þorláksson RE-203 er ca. 499 brúttó rúmlestir, 57 metra langur, 10,3 metra breiður og 7,3 metra djúpur. Lestarrými er 660 rúm- metrar og er hægt að kæla lest niður i 0 gráður á C. Skipið er skuttogari með búnaði fyrir veiðar með botn- og flot- vörpu, og er búið öllum fullkomn- ustu siglinga og fiskileitar- tækjum. Stálvik annaðist alla stál- og ál- vinnu, svo og niðursetningu véla og tækja. Rafboði hf., Garðabæ sér um raflagnir, Nökkvi hf. Garðabæ annast innréttingar og Börkur hf. Hafnarfirði einangraði fiskilestar. Togarinn er þvi algerlega islensk smiði. Jón Sveinsson þakkaði i lok ræðu sinnar sam starfið við forráðamenn BOR, sem hefði verið einstaklega gott. Hann sagðist stoltur af hönnuðum skipsins og einnig þeim sem að smíði þess hefðu unnið. Hann taldi að senn kæmi að þvi að hægt yrði að selja skip af þessu tagi til annarra landa og flytja út is- lenska tækniþekkingu i fiski- skipasmiði. Heiðrum minningu látins verkalýðsleiðtoga Björgvin Guðmundsson formaður Utgerðarráðs BGR, tók þessu næst til máls. Hann sagði m.a.: Hér hefur i dag gerst ánægju- legur atburður. Hinum nýja, myndarlega skuttogara Bæjarút- gerðar Reykjavikur, sem smiðaður er hjá Stálvik, hefur verið gefið nafn. Togarinn hefur hlotið nafnið Ottó N. Þorláksson. Þar fer vel á þvi,að þessi fyrsti togari sem Bæjarútgerð Reykja- vikur lætur smiða innanlands skuli bera nafn fyrsta forseta Alþýðusambands Islands. A s.l. ári bættist Bæjarútgerð Reykja- vikur nýr, glæsilegur skuttogari, sem smiðaður var i Portúgal. Sá togari hlaut nafnið Jón Bald- vinsson, þ.e. nafn þess manns, er var annar forseti Alþýðusam- bands Islands. Ég tel við hæfi, að BæjarUtgerðin skuli heiðra minn- ingu látinna verkalýðsleiðtoga með þvi að láta ný skip útgerðar- innarbera nöfn þeirra. Bæjarút- gerðin er eign Reykvikinga allra og þar á meðal eign reykviskra verkamanna og sjómanna. Eins og ég sagði áðan, þá er hið nýja skip sem við höfum skýrt hér i dag hið fyrsta, er Bæjarútgerð Reykjavikur lætur smiða hér innanlands. Áöur hefur Bæjarút- gerðin látið smiða 13 skip erlendis. Það má þvi segja, að með smiði þessa nýja, glæsilega skips, sem við höfum skoðað hér i dag og gefið nafn, séu þáttaskil i stefnu Bæjarútgerðar Reykja- vikur i togarasmiöi. Með þvi að láta smiða þetta skip innanlands vildi Bæjarútgerð Reykjavikur efla innlenda skipasmiði. Súðarvogi 28 — Sími 84630 Jón Sveinsson, forstjóri Stálvíkur Bindum miklar vonir við BÚR- lagið ,,Við erum núna að hefja smiði nýs togara fyrir Hólmavik og Drangsnes, með sama skrokklagi og þetta nýja skip BOR”, sagði Jón Sveinsson, forstjóri Stál- vikur. ,,Við höfum enn- fremur hannað fiskibáta sem við viljum seriusmiða og væntum mikils af þeirri smiði. Við höfum fengið mjög góðan stuðning við það frá iðnaðarráðherra. Ég vil benda á það að mikið af bátum sem er i notkun nú eru orðnir gamlir og úr sér gengnir. Nú eru yfir 400 bátar i rekstri, sem eru um eða yfir 20 ára gamlir. Við bindum alveg sér- stakar vonir við þetta nýja Búr-lag bátanna. Hin virta rannsóknarstöð sem annast hefur prófun telur þetta besta lag á skipi sem stöðin hefur mælt af þessum stærðarflokki”, sagði Jón. Magnús Jósefsson, vara- trúnaðarmaður i Stálvik, er einn þeirra smiða sem unnu við smiði Ottós. N. Þorláks- sonar. Hann lýsti þessu nýja BÚR-lagi svo að byrðingur skipsins væri til muna þykkari en bönd aftur á móti færri. Hann kvaðst viss um að það væri mjög traust- byggt. Aðstöðu smiðanna sagði hann hafa verið erfiða, þar sem skipið væri alveg i það stærsta sem hægt væri að smiða i þessu húsi. —BÓ Ottó N. Þorláksson sjósettur í dag Merk nýjung í skrokksmíði hjá Stálvík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.