Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 24
I
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.- 8. febrúar 1981
ZZZZm 3
erlendar
bækur
Heinrich Heine:
Buch der Lieder —
Nachlese zu den Gedichten
1812—1827. Herausgegeben und
kommentiert von Klaus Briegleb.
Diinndruck-Ausgabe dtv-biblio-
thek. Deutscher Taschenbuch
Verlag 1978.
1 þessu riti eru ljóðum Heines i
Buch der Lieder gerð full skil.
tJtgefandinn skrifar mjög
greinargóðan eftirmála um verk-
iðmeðýtarlegum athugasemdum
og birtir varianta kvæðanna og
ljóð þeim tengd. Þetta er mikil
fyrirmyndar útgáfa. Heine er það
þýskra skálda, sem hefur haft
hvað mest áhrif á ljóðagerð
Evrópu á 19. öld. Áhrifa hans
gætir jafnt i Mið-Evrópu og i
jaðarlöndum álfunnar.
William Wordsworth:
The Prelude.
A Parallel Text. Edited by J.C.
Maxwell. Penguin English Poets-
Ricks. Penguin Books 1979.
Báöar gerðir The Prelude eru
prentaðar hér, siða á móti siðu.
Fyrri gerðin er frá 1805—06, siöan
vann skáidiö að breytingum, jók
við, og úr þvi varð önnur gerð,
sem kom siðan út skömmu eftir
andlát skáldsins 1850. Maxwell
ritar inngang, þar sem segir
nánar frá tilorðningu verksins.
Frumdrög að bálknum eru visast
frá þvi fyrir aldamótin og loka-
gerðin ekki fyrr en á efri árum
skáldsins. Kvæðið er um þróunar-
feril skáldsins, viðbrögð hans við
atburðarásinni, játningar og
ihugunarrit i ljóðum. Meöal
ljóðanna eru þau, sem margir
telja ná hæst i skáldskap hans og
jafnframt i enskum skáldskap.
The Rise and Fall of
Prussia.
Sebastian Haffner. Translated
by Ewald Osers. Weidenfeld and
Nicolson 1980.
Haffner vann sem blaðamaður
á Englandi frá 1938—1954 en á þvi
ári hvarf hann aftur til Þýska-
lands og hefur stundað blaða-
mennsku og önnur ritstörf þar
siöan. Meðal rita hans eru: Win-
ston Churchill og The Meaning of
Hitler, sú siðast nefnda var mjög
lofuð og varð metsölubók á
Þýskalandi.
Þessi bók um Prússland er ein
meðal fjölda bóka, sem út hefur
komið á siðustu misserum og
koma munu út nú i ár, um Prúss-
land. Ahuginn á sögu Prússlands
virðist ekki vera minni i Austur-
Þýskalandi en i Vestur-Þýska-
landi. Margar þessar bækur eru
skrifaðar, að þvi er viröist með
eftirsjá og söknuði. Margir höf-
undanna eru fullir aðdáunar á
þessu horfna riki, sem Haffner
segir að hafi verið pólitisk sköp-
un, snjallrar landstjórnarættar.
Haffnir lýsir hér tilorðningu
Prússlands, hinu rigskorðaða
embættismannakerfi, skyldu-
kendinni, sem var öllu ööru æðra
og hollustunni við rikisvaldið.
Prússland var fyrirmyndarriki
um skipulag og nýtingu auðlinda
og vinnukrafts, Herinn var fast
mótaðasti her Evrópu þegar
kemur fram á 18. öld. Atvinnu-
vegir stóðu með blóma og það var
aldrei spurt um uppruna eða
trúarbrögð þegar flóttamenn
knúöu þar dyra. Húgenottarnir
fóru i.hópum til Prússland á 17.
öldinni og var tekið opnum örm-
um af þá verandi kjörfursta. Og
svo var þetta riki ekki þjóöriki,
þjóðir Prússiands voru bæöi af
germönskum og slafneskum upp-
runa, mállýskurnar voru fjöl-
margar og engin ráðandi, þjóðar-
vitund var ekki til staðar, en aftur
á móti rikisvitund þegar frá leið.
Bók Haffners er mjög
skemmtileg aflestrar, höfundur-
inn er hugkvæmur og næmur á
ýmis atriöi, sem skipta sköpum i
sögu Prússlands, en sem hafa
mörg hver farið framhjá öðrum.
Þetta er með betri bókum um efn-
ið og jafnframt ágæt lesning.
VERÐLAUN AKROSSGAT A Nr. 257
3 H 13 10 10 21 * n
Stafirnir mynda íslenskt orð
eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lárétt eða lóð-
rétt.
Hver stafur .hefur sitt númer
og galdurinn við lausn gátunnar
er sá að finna staflykilinn. Eitt
orð er gef ið og á því að vera næg
hjálp, þvi að með þvi eru gefnir
stafir í allmörgum orðum. Það
eru því eðlilegustu vinnubrögðin
að setja þessa stafi hvern í sinn
reit eftir því sem tölurnar segja
til um. Einnig er rétt að taka
fram, að í þessari krossgátu er
gerður skýr greinarmunur á
grönnum sérhljóða og breiðum,
t.d. getur a aldrei komið í stað á
og öfugt.
Setjið rétta stafi í reitina hér til
hliðar. Þeir mynda þá nafn á þorpi hér
á landi. Sendið þetta nafn sem lausn á
krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla
6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr.
257". Skilafrestur er þrjár vikur. Verð-
launin verða send til vinningshafa.
Verðlaunin að þessu sinni er íslensk
sakamálasaga, Vitnið sem hvarf, eftir
Jón Birgi Sigurðsson sem Orn og
örlygur gefa út.
Verðlaun fyrir krossgátu 254 hlaut
Magnús Sörenssen, Laugarásvegi 5, 104
Reykjavík, Verðlaunin eru bókin I
veiðhug.
Lausnarorðið er Vigfús.
Ég dáieiddi hann, og nú get ég ekki komið honum I eðlilegt ástand
aftur.
<
Q
-1
O
Ll.
Hefurðu heyrt annað
eins? Bióhátið með
þessum asnalega
PlútólEngum getur
dottið svona I hug
nema ösnum!
Bjánalegra hef ég
aldrei vitað...