Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 31
Iielgin 7.— 8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 Þessa leiö fór Steingrlmur meöan hann var aö upphugsa efnahags- tillögur Framsóknarflokksins. Steingrímur til vinstri en Jean-Claude Killy til hægri. Framsóknar- menn eru fæddir svigmenn. Blaöamaöur Notaös og nýs náöi tali af Steingrlmi I hótelherbergi I fjallaþorpinu Castello Miracula og lagöi hann áherslu á aö nú þyrftu allir landsmenn aö heröa sultarólina. Efnahagstillögur frá Píreneafjöllum Smávegis Baskaóeiröir uröu á Spáni meöan Steingrimur dvaldi þar og baröist hann einn viö ellefu eins og Egill foröum og haföi sigur. Þar sem flestir ráöherrarnir voru erlendis um þessar mundir var ákveöiö aö efna til ríkisstjórnarfundar I smárikinu Andorra og er myndin einmitt tekin þá.Innfæddir fylgjast meö. Eins og forsætisráðherra tilkynnti í ávarpi sínu s.l. gamlárskvöld náðist samkomulag innan ríkis- stjórnarinnar um samræmdar efnahagsað- gerðir. Þetta gerðist þó ekki þrautalaust og mæddi starfið ekki síst á Steingrími Hermannssyni sjávarútvegsráðherra og formanni Framsóknar- flokksins* en hann var einmitt þær vikurnar staddur i smábænum Castello Miracula í Píreneaf jöllum á Spáni við skíðaiðkanir. Var hann í beinu sambandi við Tómas Árnason allan tímann og hringdu þeir hvor í annan á klukkutíma fresti. Blaðamaður Notaðs og nýs var einmitt staddur á sólarstönd á Spáni um þær mundir og brá sér upp í fjöllin og fylgdist með hvernig efnahagstillögur Steingríms og þar með alls Framsóknarflokksins mót- uðust. Tómas Arnason brást strax viö eftir aö tilmæli bárust frá Castello Miracula og herti sultarólina. Ekki þarf aö óttast aö Framsóknarflokkurinn fari úr böndum þó aö Steingrlmur bregöi sér úr iandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.