Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.— 8. febrúar 1981 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjódfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. úmsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Vaiþór Hlööversson Klaðamenn: Alíheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaöur: lngólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. _ :fstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgrcio»;.': Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöf Haildórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33, Prentun: Blaöaprent hf.. Meðan byr blæs • Nú um þessa helgi er eitt ár liðið f rá því ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tók við lyklavöldum í stjórnarráðinu þann 8. febrúar 1980. • Hvort sem stjórnin lif ir langa eða skamma hríð enn, og hvortsem hún vinnur mörg afrek og stór, eða fer hall- oka í þeim vanda sem við er að glíma, þá mun ekki hjá því fara að myndun þessarar ríkisstjórnar verður jaf nan talin til merkari atburða í stjórnmálasögu íslendinga á siðari hluta 20. aldar. — Svo óvænt og með sérstökum hætti bar þessa stjórnarmyndun að. 0 Sjálfsagt hafa þeir sem allra mestar vonir gerðu sér um skjótan og mikinn árangur af stjórnarsamstarfinu orðið fyrir nokkrum vonbrigðum, en hinir virðast þó langtum f leiri, sem fúslega vilja gefa þessari ríkisstjórn tækifæri til að spreyta sig út kjörtímabilið og dæma hana síðan af þeim verkum, sem þá liggja fyrir. • Þessi afstaða mikils f jölda manna byggist ekki síst á því að menn sjá ekki í bráð annan og hagstæðari kost hvað varðar flokkasamstarf um stjórn landsins. • Þetta gildir um þá kjósendur, sem leggja mest upp úr varðstöðu gegn erlendri ásælni. Þetta gildir um þá kjós- endur sem leggja mest upp úr varðveislu kaupmáttar al- mennra launatekna. Og þetta gildir líka um þá kjósendur sem leggja þyngsta áherslu á stöðvun verðbólgunnar og sæmilegan frið hér innanlands með samstarfi ólíkra pólitískra afla. • En þótt margt bendi til þess, að stjórn Gunnars Thoroddsen njóti nú meiri lýðhylli og velvilja hjá þjóð- inni en nokkur önnur ríkisstjórn sem hér hef ur setið síð- ustu 30 ár a.m.k., þá dugar ekki til lengdar það eitt að skara fram úr duglausum keppinautum. • Nú á ársafmæli stjórnarinnar geta stuðningsmenn hennar því alls ekki látið nægja að gleðjast yf ir því sem unnist hefur. Þvert á móti þarf að gera mun betur, eigi stjórninni að auðnast að ganga fyrir kjósendur með fullum sóma að loknu kjörtímabili. í þessum efnum er þó rétt að menn setji sér aðeins raunsæ markmið, sem hægt er að standa við. • Varðandi það sem f ramundan er á næstu mánuðum til loka þessa árs, þá skiptir mestu máli að stjórninni takist í samræmi við fyrirheit að tryggja óbreyttan kaupmátt almennra launa, yfir árið sem heild, eða a.m.k. kaupmátt ráðstöfunartekna hjá fólki með miðlungstekjur og lægri. Þetta verður erfitt verkefni vegna þess, að siðustu tvö árin 1979 og 1980 hef ur kaup- máttur launa og ráðstöfunartekna almennings verið hærri hér á landi en nokkru sinni fyrr, sé tekið mið af viðskiptakjörum þjóðarinnar út á við, og kaupmátturinn mældur í hlutf alli við þau. — Til skýringar má t.d. minna á að samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar voru viðskiptakjörin út á við lakari á síðasta ári heldur en þau voru að jaf naði á árunum 1975 og 1976, en hins vegar var kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna samkvæmt sömu heimild nær 20% hærri árið 1980 heldur en hann var þessi umræddu ár í ríkisstjórnartíð Geirs Hallgríms- sonar, 1975 og 1976. • Þetta að tryggja kaupmáttinn verður líka erfitt verkefni vegna þess að jafnhliða ríður á miklu að stjórn- inni takist að þoka verðbólgunni nokkuð niður, helst ekki um minna en tiu prósent á þessu ári. Eigi þetta tvíþætta markmið að nást, þá verður stjórnin að hafa þrótt til að leggja byrðar á ýmsa þá sem betur mega á landi hér. • Við frábiðjum alla leiftursókn í verðbólgumálum, því við kærum okkur ekki um tíu þúsund atvinnuleys- ingja, en sú tala atvinnulausra samsvarar á íslandi fjölda atvinnulausra í Bretlandi nú, þar sem breska járnfrúin stjórnar samkvæmt nýjustu vísindum ,,frjáls- hyggjunnar". — En við gerum þá kröfu til ríkisstjórnar íslands að hún hrindi verðbólgunni á undanhald með öruggum skrefum. Tiu stig á ári þýðir 40 stig á heilu kjörtímabili og mætti kallast mjög góður árangur. Þetta á að vera markið og að því á að keppa af fyllstu alvöru, en þessu marki tókst hins vegar ekki að ná á síðasta ári og veldur það vonbrigðum. • Hér mætti margt telja sem ríkisstjórnin hef ur vel gert á þessu eina starf sári, ekki síst hvað varðar ýmis f élags- leg réttindamál, örugga stjórn á f jármálum ríkisins og umbætur í atvinnumálum. En sú þula verður ekki flutt hér, enda er það f ramtíðin sem mestu máli skiptir. • Stjórnin hefur byr, þann byr þarf að nýta vel landi og þjóð til heilla. # úr aimanakínu A siöastliönu hausti kom út bók sem heföi átt aö vekja gifur- legar umræöur og jafnvcl meiö- yröamál. Ef allt heföi veriö meö fellduheföi þessi litla bók lileypt af staö rannsóknum og könnun- um og oröið tilefni stórra yfir- lýsinga. En ekkert slíkt gerðist. Nokkur lesendabréf i dagbiöö- unum voru ailt og sumt, nokkrir kurteisiegir ritdómar — og búiö. Bókin sem ég er að tala um heitir Stattu þig drengur, þættir af Sævari Ciesielski, eftir Stefán Unnsteinsson. 1 henni koma fram harðar ásakanir á hendur þeim sem með dómsmál fara i þessu landi, og þær ásakanir eru studdar ýmsum gögnum sem fyrir hendi eru og fram voru lögð i sambandi viö rannsóknina á Guðmundar-og Geirfinnsmál- unum svonefndu, mestu saka- málum sem upp hafa komið hér um langa hrið. Heföi mátt ætla að viðkom- andi yfirvöld sæju sóma sinn i að bera þessar ásakanir til baka. Það hafa þau ekki gert og verður aðeins ein ályktun dregin af þvi viðbragðaleysi: ásakanirnar hljóta aö hafa við rök að styðjast. Það hlýtur að vera satt að harðræöi hafi verið beitt i meðferð áðurnefndra sakamála. Það hlýtur að vera satt að islenskir fangaverðir beiti andlegum og likamlegum pyntingum við fanga sem þeim er faliö að gæta. Hvaða önnur ástæða gæti legið fyrir þessu samsæri þagnar- innar? Spyr sá sem ekki veit. Meðan ekki fást svör við þeim spurningum sem fram eru bornar i bókinni verðum við að álita sem svo, að islensk dóms- yfirvöld telji það eðlilegt og sjálfsagt aö halda mönnum i einangrun i 25 mánuði, láta ljós loga i klefum þeirra á nóttu sem degi og niðurlægja þá á allan mögulegan máta. Þegar fangi kvartar undan illri meðferö er lögreglan látin „rannsaka” eigin vinnubrögð og sannast þá enn sem fyrr að „sameinaðir stöndum vér” — niðurstaða rannsóknarinnar er auðvitaö sú aö allt sé i besta lagi. Sævar Ciesielski er ekki stór bógur i þessu þjóðfélagi og á sér formælendur fáa. Stefán Unn- steinsson hefur ekki tekið að sér aö verja hann, og þvi siður að gera úr honum einhvern dýrl- ing. En hann á þakkir skildar fyrir að sýna okkur, svart á hvitu, hvernig þetta marglofaða velferðarþjóðfélag fer að þvi að koma sér upp afbrotamönnum. Lesendur bókarinnar eiga það við sjálfa sig hvort þeir trúa frá- sögn Sævars af uppvexti sinum og ferli. En jafnvel þótt einhver kunni að gera ráö fyrir að frá- sögn þessi sé upplogin að mestu leyti verður ekki framhjá þvi gengið að þarna er mikil saga sögð, ekki sist milli linanna. Þetta er saga af barni sem getur ekki aðlagast umhverfi.nu og sem umhverfið þarafleiðandi afneitar. Er það barninu eða umhverfinu að kenna? Trúir nokkur lengur á þá kenningu að sumir menn séu fæddir vondir? Persónulega finnst mér þaö vond kenning. Ég held hinsvegar aö það sé lit- ill vandi að gera menn vonda, ekki sist ef margir leggjast á Það hlýtur að vera satt eitt. Og sannleikurinn er sá, aö það umhverfi sem islensk börn fæðast inn i er að mörgu leyti af- skaplega mannskemmandi og fjandsamlegt. Þeim sem ekki eru sammála þessu ráðlegg ég að lesa bókina Stattu þig drengur, og þá sér- staklega þriðja og siðasta hluta hennar, sem er einskonar úttekt Stefáns Unnsteinssonar á þvi umhverfi sem mótaði afbrota- manninn Sævar Ciesielski. Ef þeir eru jafnsannfærðir um aö allt sé i lagi aö þeim lestri lokn- um skal ég „éta hausinn á mér” einsog hr. Grinvig i Oliver Twist. Við getum látið Sævar Ciesi- elski liggja milli hluta, leitt hann hjá okkur og hugsað sem svo: hann er úr sögunni. Þjóð- félagið hefur komið honum kyrfilega fyrir bak viö lás og slá og getur varpað öndinni léttar. En hvað svo? Ætlum viö að biða þangað til næsti Sævar kemur fram á sjónarsviðiö? Ætlum við Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar þá að rjúka upp til handa og fóta, velta okkur upp úr ógæfu hans og láta það viðgangast að honum veröi misþyrmt af „lag- anna vörðum”? Það hefur komið greinilega i ljós, ekki sist nú i vetur, að i þessu þjóðfélagi er enginn hörg- ull á ofstækisfullum viðhorfum, sem koma upp á yfirborðið, venjulega i lesendadálkum dag- blaöanna, þegar einhver sá at- burður veröur sem ögrar smá- borgaranum og kemur honum úr jafnvægi. Sum blöð ganga rösklegar fram en önnur i þvi að koma þessum viðhorfum á framfæri og kynda undir ofs- tækið. Til eru þeir sem réttlæta þessi skrif með skirskotunum til „prentfrelsis” og „málfrelsis”. En maður hlýtur að fara að ef- astum ágæti „frelsisins” þegar blöðin eru vikum og mánuðum saman gegnsýrð af fasiskum hugsunarhætti, kynþáttahatri og mannvonsku. I bókinni sem hér hefur verið gerð, að umf jöllunarefni er sögð ljót saga af þætti siödegisblað- anna i meðferð Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. önnur blöð koma þar lika við sögu, m.a.s. Þjóðviljinn, en skrif Dagblaðs- ins voru þó svivirðilegust. Gróðafikn og misskilin „rann- sóknarblaðamennska” urðu þess beinlinis valdandi að málið varð ennþá flóknara og vitlaus- ara en ástæður voru til, og var óliklegasta fólk dregið inn i það. Menn voru umsvifalaust sak- felldir á siðum blaðsins og þar með var skapað „almennings- álit” sem ekki reyndist á nein- um rökum reist. Við sáum þetta gerast aftur i sambandi við Gervasoni-málið, þótt það væri auðvitað af allt öðrum toga spunnið. Dag eftir dag var hamrað á sömu rang- túlkununum, oftast i lesenda- bréfum, en einnig i öðrum skrif- um blaðanna. Þetta átti ekki lit- inn þátt i að skapa almennings- álit, sem byggðist heldur ekki á neinum rökum. Þarna er vissulega á ferðinni fyrirbæri sem við verðum að vera á varðbergi gegn. Nú er i uppsiglingu kaldara strið en við höfum áður kynnst, ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum stórveldanna. Köldu striði fylgja hatrammar ofsóknir með tilheyrandi landráðastimplum, kommúnistahatri osfrv. Við höfum þegar fengið smjörþefinn af þessu i Morgunblaðinu og Visi, og þessi æsingatónn á áreiðanlega eftir að magnast. Og við vitum af reynslunni að ofstækisfullur málflutningur á sér talsverðan hljómgrunn meðal þess hluta þjóðarinnar sem telur sér best borgið i náðarfaðmi nifteindarsprengju- framleiðendanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.