Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 32
DIOÐVIUINN Helgin 7.— 8. febrúar 1981 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Seðlabankinn hrœrir sumun hávaxta- og verdtryggingarstefnu: Stjórnin á móti Gott ár og stórgróði í bankakerfinu nafn* iSl@ g1 & 3 m Nafn vikunnar að þessu sinni er Freyja Frisbæk Kristensen yf irlyf jaf ræðingur Kópavogsapóteks. Annar maður var tek- inn fram yfir hana er veitt var apótekara- staða á Dalvík þó að tveir umsagnaraðilar hefðu mælt með henni i stöðuna. Hún hefur kært málið til jafn- réttisráðs, Kvenrétt- indafélag Islands hef- ur gert ályktun um málið og einnig kom það til umræðu á Alþingi. Við slógum á þráðinn til hennar. i — Hvað vilt þú segja um skýringar ráðherra á veit- ingunni? — Hann ber þvi við að Óli Þ. Ragnarsson hafi lengri starfsreynslu í apóteki en ég en ég tel i raun og veru að hann sé ekki dómbær um það að leggja faglegt mat á starfsferil okkar og með þessu er hann óbeint að segja sinum faglegu ráðunautum fyrir verkum. — A hvaða grundvelli kær- ir þti málið til jafnréttisráðs? — Ég sneri mér til ráðsins og bað það um að komast til botns i þvi hvort jafnréttis- lögin hafa verið brotin. Það hefur heimild til að afla sér allra upplýsinga og það legg- ur sinn dóm á málið eftir að það hefur fengið öll gögn i hendur. Ef lög hafa ekki ver- ið brotin kemur það fram en annars held ég að þetta verði til þess að svona mál verði ekki endurtekið og ráðherra hugsi sig a.m.k. svolitið bet- ur um. — Hefur þessi veiting vald- ið röskun á persónuhögum þfnum ? — Ég var búin að fá upp- lýsingar frá báðum umsagn- araðilum að ég væri talin hæfust og það væri næstum gefið mál að ég hlyti stöðuna. Þess vegna var ég ansi örugg með mig. Mest kom mér á óvart að ég skyldi heyra það úti i bæ að búið væri að veita stöðuna án þess að ég fengi það beint frá ráðherra. —■ Nú ert þú yfirlyfjafræð- ingur i Kópavogsapóteki. Verðurðu þar áfram? — Já, það mun ég gera. Aðalatriðið i þessu máli er að fá það skýrt fram hvort brot- in hafa verið jafnréttislögin. —GFr Rikisstjórnin ákvað fyrir sitt leyti á fundi sinum i fyrradag að vextir á vertryggðum sparireikn- ingum tilsex mánaða skyldu vera 1%, og vonast til að bankakerfið komi þeim á hið fyrsta. Þá gerir rikisstjórnin ágreining við Seðla- bankann um lengd verðtryggðra lána og telur að stjórn bankans sé að „hræra saman verðtrygg- ingar- og hávaxtastefnu” mcð þvi að stytta lánstimann á verð- tryggðum lánum alit niður í eitt ár, cins og einn stjórnarliða orð- aði það i gær. Akvörðun um útlánsvexti að öðru leyti biður enn, en hún á að koma til fram- kvæmda 1. mars. Ráðherrar telja aö með þvi að -stytta lánstimann á verðtryggð- um lánum sé verið að opna mögu- leika til þess að bankarnir breyttu Þjóðviljanum barst i gær endurrit úr gerðabók Félags sambands fiskframleiðenda, þar sem fram kemur hörð gagnrýni á. Þjóðhagsstofnun fyrir að hafa leyft birtingu i fjölmiðlum á út- reikningum þeim sem stofnunin Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrr I þessari viku bárust kvart- anir til Járniðnaðarmannaféiags Reykja vikur vegna slæmrar vinnuaðstöðu og sóðaskapar á Vélaverkstæði J. Hinrikssonar I Reykjavik. Nú hefur þetta mál fengið nokkurn eftirmála. Eigandi fyrirtækisins, Jósafat Hinriksson, neitaði einum starfs- manni fyrirtækisins um kaupið i gær, föstudag, og ásakaði hann vaxtaaukalánum i skammtima verðtryggð lán, og visitölubinding kæmi þvi út sem hávextir i stað þess að dreifast á lengri lánstima og létta mönnum vaxta- og af- borgunarbyrði við upphaf lán- töku. I janúarhefti Hagtalna mánað- arins sem Seðlabankinn kemur fram að i árslok voru inni á verð- tryggðum sparireikningum til eins árs aðeins 2 1/2 miljarður gamalla króna, en verðtryggð út- lán námu á siðasta ári yfir 19 miljörðum gamalla króna. Þann- ig stórgræddi bankakerfið á verðtryggingakerfinu. Rikis- stjórnin telur að örva megi innlán i bönkunum með styttri bindis- tima á-verðtryggðum sparireikn- ingum, og telur að auka megi verðtryggð Utlán með lengri láns- gerði á afkomu fiskvinnslunnar, og segir FSF þá útreikninga ranga. I endurriti þessu segir orðrétt m.a.: ,,Er skemmst frá þvi að segja að þær tölur eru allar marklausar. Þær gefa enga raun- fyrir að hafa kvartað. Þessi starfsmaður sagði upp hjá fyrir- tækinu sl. mánudag. Þegar hann svo ætlaði að ná i kaupið sitt i gær var fyrst verið með útúrsnúninga við hann: „Hvaða kaup”, o.s.frv. Loks var sagt, aðhann fengi ekki útborgað vegna þess, að fyrirtæk- ið ætlaði að- athuga hvort hann skuldaði ekki hjá Gjaldheimt- unni. Auðvitað hefði átt að vera búið að þvi og kaupið að liggja tima. Óþarfi sé að óttast það að bankakerfið fari flatt á verð- tryggðum innlánum, þvi það hafi ekki staðið við skuldbindingar sinar um öflun innlends lánsfjár til lánsfjáráætlunar á sl. ári, og rikið geti stóraukið innlendar verðtryggðar lántökur sinar og losnað þannig við erlendar lán- tökur. Arið i fyrra var gott ár hjá bankakerfinu. Talið er að Lands- bankinn einn hafi grætt 7 miljarða gamalla króna og jafn- vel þeir bankar, sem héldu að þeir væru á hausnum, eru með mjög góða útkomu. Vaxtamunur var um áramótin kominn i 11 til 12% og samkvæmt tillögum Seðlabankans hefði hann væntan- afkomu hæfa mynd af afkomu fiskvinnsl- unnar, hvorki yfir lengri eða skemmri tima, hvorki fyrr né sið- ar.” Með þessu er FSF að þræta fyrir að afkoma fiskvinnslunnar sé jafn góð og komið hefur i ljós við útreikninga Þjóðhagsstofnun- ar, og má i þessu sambandi segja, að það sé búmannslegt að barma sér. — S.dór fyrir á útborgunardegi i gær. Að sjálfsögðu var viðkomandi starfsmaður óánægður með þetta en þá voru, að hans sögn, lagðar á hann hendur og reynt að kasta honum á dyr. Hann hefur kært til Járniðnaðarfélagsins og eins hugðist hann kæra til lögreglunn- ar að lagðar voru á hann hendur. Þjóðviljinn mun fylgjast með hvernig þessu máli lyktar. —S.dór Freyja Frisbæk Kristensen lega farið i 14 til 15%. —ekl (Nytja)Iist I Djúpinu. Þessi mynd er af kumpánunum Einari Þorsteini og Hauki Halldórssyni, sem opna idagsýningu á verkum sinum I Djúpinu. Þarna eru þeir við eitt verka sinna — Sóltjaldið, sem hefur það m.a. sér til góðs, að vera eiiifðaruppspretta klósettpappirs, sem nota má til nytsamlegra hluta. Ljósm. —eik. Félag sambands fiskframleiðenda: Þrætir fyrir góða og ávítar Þjóðhagsstofnun fyrir þær tölur sem birtar hafa verið þar um J, Hinriksson meö hefndaraögeröir: Neitar aö borga einum starfsmanni kaupiö Segir hann hafa kvartað um lélega vinnuaðstöðu Guðmundur Steinsson ráöinn til Þjóöleik- hússins t fjárlögum fyrir árið 1981 er i fyrsta skipti veitt i samræmi Við ákvæði laga um Þjóðleikhús frá 1976 um heimild leikhússins til þess að ráða lcikritahöfund eða aðra höfunda tónlistar eða dansa. Hefur Guðmundur Steinsson rit- höfundur nú verið ráðinn til Þjóð- leikhússins i minnst sex mánuði en Guðmundur vinnur að nýju leikriti fyrir húsið, — Paradisar- heimt. Guðmundur Steinsson hefur á seinni árum skipað sér i fremstu röð islenskra leikritahöfunda og hefur hróður hans borist út fyrir landsteinana. Siðasta leikrit Guðmundar, Stundarfriður, sem Stefán Baldursson leikstýröi við Þjóðleikhúsið heíur nú verið sýnt um 80 sinnum i fjórum löndum, m.a. á leiklistarhátiðinni Bitef i Belgrad. Á Bitef var sýningin valin meðal hinna 10 bestu og streyma tilboð um hana nú að. Þjóðleikhús Svia, Dramaten, hefur keypt leikritið og látið i ljós áhuga á að sýna það á næstunni. Af eldri verkum Guðmundar má nefna Forsetaefnið (Þjóðleik- húsið 1964, leikstjóri Benedikt Árnason), Fosturmold og Sælu- rikið (Grima) Lúkas (Þjóðleik- húsið 1975, leikstjóri Stefán Baldursson, leikför til Færeyja, fært upp i London 1977 undir leik- stjórn Hovhannesar Plikian) og Sólarferð (1976) sem i leikstjórn Brynju Benediktsdóttur varö mikil sigurganga meö um 50 sýningar á stóra sviðinu i Þióð- leikhúsinu. —AI Strætó í heim- sókn! Nemendur i 7. bekk Hóla- brekkuskóla fengu óvenjulega heimsókn i gærdag, — heilan strætisvagn og hann splunkunýj- an! Tilefni þessarar heimsóknar er, að nýi vagninn á að hefja akstur á leið 13 eftir helgina og ákvað stjórn SVR að sýna krökkunum vagninn og bjóða þeim I ökuferð en sú ánægjulega þróun hefur orðið upp á siðkastið, að skemmdarverk á vögnum SVR hafa minnkað stórlega. Eirikur Asgeirsson forstjóri SVR sýndi krökkunum vagninn og einnig módel af fyrsta strætisvagninum i Reykjavik en SVR á 50 ára af- mæli á þessu ári. Að sögn Sigur- jóns Fjeldsted skólastjóra Hóla- brekkuskóla tóku krakkarnir af- skaplega vel I þessa heimsókn og ekki var það verra að bilstjórinn gaf hverjum og einum súkkulaði- bollu i upphafi ökuferðarinnar!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.