Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 22
22. SUJA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 7.-8. febrúar 1981 Minning: Hákon Jónasson Fæddur 11. okt. 1912—Dáinn 29. jan. 1981 Hann unni háttum hugumstórra . byggða, var hetjan mikla djörf og sterk. Hann trúði á mátt og megin fornra dyggða, á miskunn guös og kraftaverk. (Davið Stefánsson) Hann Hákon er horfinn okkur hérna megin lifs. Hann mun þó lifa áfram i hjörtum okkar um ókomin ár, enda fylgdi honum ávallt birta og glaöværð, hvar sem hann var og hvert sem hann fór. Hann átti fáa sina lika. Vinnusamari mann er varla hægt að hugsa sér. Athafnasemi var honum i blóö borin og voru heiðarleiki og reglusemi hans aðalsmerki. Þessir eiginleikar hafa eflaust hjálpað honum mikið til að sjá fyrir stórri fjölskyldu. Við megum þó ekki gleyma eigin- konu hans, Sigurborgu Karls- dóttur, sem var hans styrkasta stoð. Komu þau upp niu börnum. Það var ekki hægt að hugsa sér léttari og ræðnari mann en hann Hákon. Við tölum nú ekki um, ef hann fékk tækifæri til að taka lagið i góðum hópi. Þá var hann svo sannarlega i essinu slnu. Eftirfarandi ljóðlinur voru hon- um einkar hugleiknar: ókviðnir skulum vér örlaga biða. öruggir horfa til komandi tiða. Ganga til hvildar með glófagran skjöld, glaðir og reifir hið siðasta kvöld. (Guðm. Guðmundss.) Þykir okkur þær lýsa vel hans innra manni. Alltaf var gott að koma á Skarphéðinsgötu 12. Voru oft fjörugar umræður yfir kaffibolla I borðstofunni. Avallt voru ein- hverjar framkvæmdir framundan sem þoldu enga biö, enda var ekki verið að tvinóna við hlutina eða slá þeim á frest. Nei, hann Hákon var ekki mikiö fyrir slikt. A sumrin átti sumarbústaðurinn Borg hug hans allan, þar sem hann undi sér vel með fjölskyld- unni. Hann hafði stundum orð á þvi, að hann hefði getaö hugsað séraðgerast bóndi, enda var hann fæddur og uppalinn i sveit, Borg i Reykhólasveit. Börnin, tengda- börnin og barnabörnin komu oft saman um helgar I „Sumó”, eins og bústaðurinn er oftast kallaður i daglegu tali. Þá var oft glatt á hjalla, sérstaklega hjá litlu afa- börnunum. En nú hefur Hákon blessaður kvatt þennan heim. Það er varla hægt að trúa þvi á þessari stundu. Við heyrum ekki lengur munn- hörpuhljóminn, sem kom öllum i gott skap. Megi minningin um glaðværð og gáska okkar elskulega tengda- föður vera fjölskyldunni huggun harmi gegn. Með innilegri þökk fyrir samveruna. ~ , ... Tengdaborn. Minning: Guðjón Páll Amarson — Dáinn 29. jan. 1981 Fœddur 9. des. 1967 „Dáinn, horfinn”! Harma-fregn'. Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.” 1 dag, laugardag 7. febrúar, verður til moldar borinn frá Hvammstangakirkju Guðjón Páll Arnarson, er lést af slysförum fimmtúdaginn 29.janúar aðeins 13 ára aö aldri. Ég kynntist Guðjóni fyrst sem og öðrum némendum minum er ég réðst að Grunnskóla Hvamms- tanga haustið 1979. Hann kom mér strax fyrir sjónir sem sviphreinn ungur sveinn, þó örlitið dulur og fámáll, en bros hans snart mann, frá þvi geislaði hið bjarta, fagra og barnslega sakleysi er yljaði um hjartarætur. Guðjón var prúður og háttvis nemandi i orðsins fyllstu merk- ingu. Minningar um góðan dreng leita fram i hugann á þessari sorgarstundu. Það er margs að minnast, fátt eitt skal upp talið hér, þær lifa. Ég minnist sam- verustundanna er við áttum saman i skólanum i starfi og leik, þennan stutta tima er við áttum saman hér á Hvammstanga. Ahugamál hans voru fjölmörg eins og annarra barna á mótunar- skeiöi. Mér er þó efst i huga, að hugur hans hafi leitað út á hið mikla haf. — Ég minnist þess hve augu hans urðu skær og leiftrandi er talið barst að sjó og sjósókn. Út á hafið horfði hann vonaraugum. Nú er hann farinn yfir „móðuna miklu” i þeim knerri er við öll ferðumst með fyrr eða siðar. „Einum of snemma, hinn alvitri kallar” NU er jarðvist hans lokið, —- Guðjón Páll Arnarson er horfinn sjónum okkar, ljósgeisli augna hans slokknaður. En megi það ljós, er þú tendraðir i brjóst- um foreldra þinna, bræðra, skóla- systkina, kennara, skyldmenna og vina, verða að gróðursprota fyrir betra mannlifi á þessari jörð. Frá þeirri jörð er þú hvarfst alltof fljótt, frá þeirri mold er allir eru sprottnir frá og hverfa til að lokum. „Sá ungur andast er ungur fullorðinn” Ég undirritaður, nemendur og starfsfólk skólans, vottum ást- vinum hans okkar dýpstu sarnúð, — Megi Guð styrkja þau i hinni þungbæru sorg þeirra. Hvfldu f friði Eyjólfur Magnússon skólastjóri ^ Hvammstanga. Hann Guðjón er dáinn!Þessi harmþrungnu orð, þó þau séu ekki mörg, lama mann gjörsam- lega og draga úr manni allan mátt; ljósið hefur verið slökkt, maður getur ekki mælt orð og finnst sem lifið hafi tapað tilgangi sinum, aðeins myrkur frám- undan. En við verðum að vera styrk og horfa fram á veginn, biðja þann sem öllu ræður hér á jörðu um styrk til að mæta þessu áfalli sem kom svo skyndilega. Guðjón var fæddur á Hvamms- tanga 9. desember 1967 sonur hjónanna Arnar Guðjónssonar málarameistara og Siguróskar Garðarsdóttur, var elstur af þrem sonum þeirra. Mánaðar gamall fluttist hann með foreldr- um sinum til Bolungarvikur þar sem þau voru vetrarlangt og faðir hans stundaði sjómennsku en fluttust siðan til Blönduóss og bjuggu þar i nokkur ár. Fluttust siðan til Reykjavikur þar sem þau keyptu ibúð að Bergstaða- stræti 64 þar sem fööurforeldrar Guðjóns bjuggu þá, þau Kristin ólafsdóttir og Guöbjartur Odds- son málari. 1 Reykjavik áttu þau siðan heima til 1973 er þau fluttu til Hvammstanga og þar byggðu Oddi og Sigga sér einbýlishús og Oddi stofnaði sitt málningarfyrir- tæki ásamt Vilhelm bróður sinum og hefur starfað við það slðan. Það sækja að mér ljúfar minn- ingar um Guðjón, þennan mynd- arlega dreng sem ég er búinn að fylgjast með allt frá þvi er ég flutti hann nýfæddan af sjúkra- húsinu á Hvammstanga þegar hann fæddist, i vondri færð út i Hliö á Vatnsnesi þar sem móður- foreldrar hans bjuggu þá. Ég sótti lika þennan litla hnokka til Reykjavfkur þegar foreldrar hans komu frá Bolungarvik og fluttu á Blönduós, og siðan 1975 hefur hann átt heima i næsta húsi viö mig og verið daglega inni á minu heimili. Oft kom hann til aö spjalla eða fá eitthvað i hjólið sitt, hann var börnunum minum sannur vinur eins og öllum er hann kyntist. Hann las mikið og fékk ofthjá mér bækur til að lesa, hann stundaöi iþróttir og vann til verðlauna i hlaupum á siðasta ári. Hann var rólegur en ávallt kátur og brosandi, eyddi oft mikl- um tima i að grúska ýmislegt eins og titt er um unga drengi. Sjórinn heillaði hann og fylgdist hann mikið með útgerð hér á staðnum. Oft fór hann með mér i vörubilnum minum út um sveit- irnar til Akraness eða þávestur i Dali, hafði gaman af að sitja i bilnum og ferðast og oft var hann bUinn að rétta mér hjálaparhönd við þessi störf eða þá við húsið meðan ég var að byggjajvar alltaf svo ljúfur og tilbúin að hjálpa. Það er mikill harmur að okkur kveðinn sem þekktum Guðjón, afi og amma á Asbrautinni hafa misst mikið, hann var svo mikið hjá þeim, fór með þeim i ferðalög i sumarfriunum þeirra eða þá i fjárhúsin með afa þar sem hann átti sina kind. Einnig amma og stjUpafi sem hann var svo lengi samvistum við á Blönduósi og i Bergstaðastrætinu og þá ekki siður Guðjón afi hans og nafni i Gnoðarvoginumsem hann hélt svo mikið upp á og allt hans fólk. Ég bið guð að gefa foreldrum hans og bræðrum styrk til að mæta þessum harmi svo og öllum aðstandendum og vinum, en ver- um þakklát fyrir að hafa fengið að vera með honum þó svo árin yrðu aöeins þrettán. Nú skilja leiðir um stundarsakir og eftir lif- ir minning um góðan og elsku- legan dreng. Hvil þU i guðsfriði. Eggert Garðarsson. Áskrift kynning vió bjódum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánadamóta. Kynnist bladinu af eigin raun, látió ekki aóra segja ykkur hvaó stendur í Þjóóviljanum. sími 81333 DJOOVIUINN Lækningastofa Hef opnað lækningastofu i Domus Medica, Egilsgötu 3, 5.hæð. Viðtalspantanir i sima 15477. Gunnar Valtýsson læknir Sérgrein: Aljnennar lyflækningar, inn- kirtla- og efnaskiptasjúkdómar (sykur- sýki). Miðsvetrargleði Til fjáröflunar fyrir Hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi held- ur Kirkjufélag Digranesprestakalls miðsvetrargleði i Félags- heimili Kópavogs (biósal) sunnudaginn 8. febrúar n.k. kl. 15.30. Þeir sem halda uppi gleðinni eru: Guðmundur Guðjónsson ásamt Sigfúsi Halldórssyni. Sigriður Hannesdóttir ásamt Aage Lorange. Grettir Björnsson. Stefania Pálsdóttir. Sigriður Magnúsdóttir. Barnakór. Unglingakór. Kvartett. Kynnir verður: Sigurður Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðar verða seldir i Félagsheimilinu: Laugardag kl. 14.00—19.00 og Sunnudag frá kl. 14.00. Sýnum samstöðu og mætum öll til styrktar góðu málefni. NEFNDIN. Blaðberar Þjóðvlljans! Vegna Kvikmyndahátiðar verður þvi mið- ur ekki hægt að sýna Blaðberabió um þessa helgi. Vonandi verður hægt að bæta ykkur upp missinn siðar ! DlOmiUINN Siðumúla 6 s. 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.