Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 1
DJÚOVIIIINN
Fimmtudagur 5. mars 1981 — 53 tbl. 46. árg.
Diselstöövakeyslan í vetur:
Kostar RARIK
12 miljónir kr.
Landsvirkjun hefur dregið úr raf
-------------magnsskömm tun
**«**»í
Samkvæmt fréttatil-
kynningu frá Lands-
virkjun hefur nú verið
heimilað að stöðva
keyrslu diselstöðva til
raforkuframleiðslu að
mestu, eða sem nemur
24 MW. Hefur þvi að
mestu verið hætt raf-
magnsskömmtun til
RARIK, eftir standa þó 4
MW i diselkeyrslu.
SU rafmagnsskömmtun, sem
RARIK hefur oröið fyrir i vetur,
hefur kostað 12 miljónir kr. eða
1,2 miljarða gkr. i hreinan
viöbótarkostnað, að þvi er
Kristján Jónsson forstjóri
RARIKs sagði i gær. Hann tók
fram, að endanlegt uppgjör lægi
ekki fyrir, en áætlað hefði verið
að skömmtunin stæði i 2 1/2
mánuð og inni þessar tólf miljónir
króna kæmi diselkeyrsla og sú
skerðing sem Járnblendiverk-
smiðjan varð fyrir og almenn-
ingsveitumar verða að greiða
skaðabætur vegna.
Að sögn Halldórs Jónatans-
sonar hjá Landsvirkjun liggur
ekki fyrir enn sem komið er hvert
tekjutap Landsvirkjunar verður
vegna rafmagnsskömmtunar i
vetur. Hann sagði, að gerð hefði
verið áætlun þar um, en þá hefði
verið reiknað með að skömmtun-
in yrði Utmars-mánuð, en nú væri
ljóst að svo yrði ekki, nema veður
versnaði aftur.
— S.dór
Margt skrýtið fólk var á ferð um götur borgarinnar f gær, á öskudag inn. Þessi hópur var á leiðinni niður Bankastrætið og reyndist koma af
skóladagheimilunum. — Ljósm. — eik —.
Bandarísk flotaumsvif stóraukin í Norður-Atlantshafi:
Hafinu verði lokað
Búa sig í stakk til árása á Kolaskaga, segir Aftenposten
Frá Ingólfí Margeirs-
syni í Osló:
Norska blaðið Aftenposten sló
upp á forsiðu kvöldútgáfu sinnar
i gærkvöld að Reagan-stjórnin
hygðist auka mjög flotaumsvif
sin á Norður-Atlantshafi og búa
sig I stakk til þess að geta ráðist á
Kolaskaga, þar sem Sovétmenn
hafa helstu flotastöð sina.
Per Egil Hegge fréttaritari
Aftenposten í Washington greinir
frá umræðum i varnarmálanefnd
fulltrUadeildar Bandarikjaþings i
fyrradag, þar sem flotamálaráð-
herra Bandarikjanna John
Lehman fjallaði m.a. um þessi
mál.
í frétt Aftenposten kemur
fram að Bandarikjastjórn hyggst
auka flotaumsvif sin mjög i
norðurhöfum í þvi skyni að loka
Norður-Atlantshafi fyrir sovéska
flotanum. En markmið upp-
byggingarinnar á einnig að vera
að búa svo um hnútana að Banda-
rikjamenn séu þess megnugir að
ráðst á Kolaskaga ef þurfa þykir.
Aukin flotaumsvif á norður-
Tíföldun verðmætis
Hér fyrr á árum voru hertir
þorskhausar gjarnan notaðir sem
gjaldmiðill i vöruskiptaverslun
landsmanna. Létu þá bændur
fjórðung af smjöri fyrir ákveðið
magn þorskhausa, en hve
marga þorskhausa þurfti að
greiða fyrir smjörfjórðunginn
þorum við ekki að fullyrða./Siðan
leið þessi vöruskiptaverslun
undir lok og uppúr þvi var að
mestu hætt að herða þorskhausa,
en þeir i' staðinn settir i beina-
mjölsframleiðslu fyrir tiltölulega
litið fé.
En nú er hertur þorskhaus aftur
hafinn til vegs og virðingar og það
voru Nfgeri'umenn sem lyftu hon-
um á stall. Á siðasta ári voru flutt
til Nigeri'u tæp 3900 tonn af hert-
um hausum og fengust fyrir þau
um 3,6 miljarðar gkr.. Ef þetta
sama magn heföi verið sett i
beinamjöl, eins og gert var hér
árum saman, hefðu fengist fyrir
það um 300 milj. gkr..
Þessar upplýsingar fékk
Þjóðviljinn i gær hjá Samlagi
skreiðarframleiðenda og Sildar-
og fiskimjölsverksmiðjunni að
Kletti. Skal tekið fram, að inni
þeim 3,6 miljörðum, sem talað er
um, var örlitið magn af hertri
loðnu og kolmunna, en það er
óverulegt og breytir sára litlu.
Sem sagt, með þvi að herða
þorskhausana og selja þá til
Nigeriu eru þeir tifalt verðmætari
en ef þeir færu i beinamjöl.
Að lokum má geta þess, að i
fyrra voru flutt til Nigeriu 12.600
tonn af skreið að verðmæti 33,5
miljarðar gkr..
S.dór
slóðum eru að mati Reagan-
stjórnarinnar einnig nauðsynleg
til þess að draga úr likum á þvi að
Sovétmenn ráðist á Mið-Evrópu.
Aætlanir munu vera uppi i
Bandarikjunum aðfjölga skipum,
kafbátum og öðrum „grunnein-
ingum” i bandariska flotanum á
Norður-Atlantshafi úr 456 i 600
fram til ársins 1989. 1 þessum
áætlunum er gert ráð fyrir að
flugvélamóðurskipum fjölgi úr 12
i 15, en það hefur verið gagnrýnt
að meðan mestur hiti var i Persa-
flóanum sendi Carter forseti
móðurskip úr Atlantshafsflot-
anum á vettvang og var talinn
hafa veikt aðstöðu NATO á
Norður-Atlantshafi með þvi
háttarlagi að mati hernaðarsér-
fræðinga I Washington.
•
Per Egil Hegge segir einnig i
frétt sinni að John Lehman flota-
málaráðherra hafi látið i ljós þá
skoðun að Bandarikjamenn ættu
að segja upp SALT 1 samkomu-
laginu formlega vegna þess að
það hafi i för með sér hernaðar-
lega yfirburði Sovétmanna. Þá
þefur Hegge það eftir varnar-
málasérfræðingum i Washington
að hin nýja Bandarikjastjórn ætli
að fara þess á leit við Bandarikja-
þing að andvirði 130 miljón
islenskra nýkróna verði varið til
þess að framleiða nýtt taugagas-
vopn.
! krata-
flokkur
j í Bret-
landi
Klofningurinn i Verka-
mannaflokknum breska er
nú staðreynd: tólf þingmenn
hafa sagt sig úr lögum við
flokkinn og stofnaö nýjan,
sem þeir kenna við sósial-
demókratisma. Hinn nýi
flokkur hefur einu sæti fram
yfir Frjálslynda flokkinn og
hefur þegar byrjað viðræður
við hann um kosningabanda-
lag.
Krataflokkur þessi á eftir
að gera það upp við sig i
ýmsum greinum hve langt
frá miðju stjórnmálanna
hann stendur en höfuðpaurar
hans vilja sumir heita sisial-
istar en aðrir ekki.
A fimmtusiðu i dag skrifar
össur Skarphéðinsson frá
Bretlandi um þau áhrif sem
klofningurinn hefur þegar
haft bæði á Verkamanna-
flokkinn og Ihaldsflokkinn.
Sjá 5. síöu
■