Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. mars, 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Kitstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglvsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi
björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ujósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Sima varsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Vigdís — Snorri
• Margt hið besta í menningu okkar íslendinga á erindi
út fyrir landsteinana- erindi við heiminn. Ekki aðeins á
þetta við um stórvirki einstakra manna í vísindum eða
listum, heldur einnig um sitthvað úr búi okkar alþýðu-
menningar, sem hér hefur mótað þjóðlíf allt.
• Vopnleysi okkar um aldir og gamalgróin jafnréttis-
viðhorf hafa sett mót sitt á menningu okkar í margri
grein, — og það viðhorf að fyrirlíta kúgarann en taka
svari sérhvers þess sem órétti er beittur var lengi
almennara hér en víða annars staðar.
• Við erum gömul nýlenduþjóð.
• Það er því ekki af hégómadýrð einni saman, sem við
íslendingar fögnum því, þegar vel tekst til erlendis um
kynningu á því besta sem við höf um að bjóða í mannlegu
félagi.
•Augljós er okkar eigin nauðsyn, að draga margvis-
legan lærdóm af því sem hugsað er og starfað um víða
veröld, en okkur býður í grun að sú stóra veröld sem nú
nötrar af ótta við sjálfseyðingu kynni líka að geta
sitthvað lært af okkar smáa dæmi.
• Við höf um öll haft sóma af þeirri miklu landkynningu
sem forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, hefur vakið
að undanförnu, bæði með opinberri heimsókn til
Danmerkur nú og með viðtöium við ótrúlegan fjölda
hvers kyns f jölmiðla f rá mergð ríkja vítt um heim.
• Forseti islands er í hugum margra ekki aðeins hér
heima heldur líka utanlands tákn friðarvilja og þess
jafnréttis sem svo sárlega Skortir víða. Sú athygli sem
að okkur beinist vegna starfa Vigdísar gerir til okkar þá
kröfu að reynast menn til að lifa og starfa sem þjóð
friðar, þjóð jafnréttisog gróandi menningar.
• Þessi krafa er fagnaðarefni og vonandi eru þeir fáir
hér heima f yrir sem rífa vilja niður þá mynd af íslenskri
þjóð, sem forseti lýðveldis okkar bregður upp f yrir sjón-
um heimsins.
• Það er okkar allra að tryggja sameiginlega, að sú
mynd reynist sönn hið innra sem hið ytra, jafnt í bliðu
sem stríðu.
• En í hríðum þessa vetrar verður okkur f leira til gleði
en sigrar Vigdísar og þjóðarsómi.
• Við viljum vera bókmenntaþjóð. — Nýir tímar hafa
margt að bjóða, en þann dag sem alþýða landsins hættir
að sækja styrk til góðra bóka, þá hefur hún týnt sjálfri
sér í gjörningum aldarinnar.
• Nú i vikunni tók Snorri Hjartarson skáld við bók-
menntaverðlaunum Norðurlandaráðs.
• Snorri Hjartarson hefur gefið sínu fólki mikið og þær
gjaf ir þverra ekki, þótt þeim sé deilt út til heimsins alls.
• Snorri Hjartarson hef ur í verkum sinum fært okkur til
landsins og landið til okkar í sannri eining dýrra orða.
Þau heit skulu standa.
• Veröldin er grá fyrir járnum, váboðar i hverri gátt, en
við trúum enn á mátt orðsins, og vonin blaktir við hún.
Það sem heimurinn þarfnast er virðing fyrir manninum
og öllu náttúrlegu lífi, samlíðan með manninum á
jörðinni i kröm sinni og reisn.
• Snorri Hjartarson á lágmælt erindi viðhöfðingja þessa
heims, en þaðerindi varðar miklu. Hann á líka erindi við
okkur hin sem ekki ráðum fyrir löndum. Oll berum við
ábyrgð, öll eigum við líf að verja.
• I ræðu sinni við móttöku bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs minnir Snorri Hjartarson á þann
aðskilnað sem víðast er orðinn milli skáldskapar og svo-
kallaðra stjórnmála, og er ekki nema satt.
• En gleymum ekki því að enn geta tíu orð skálds haft
djúptækari og meiri áhrif á pólitíska framvindu heldur
en miljón orð frá einhverjum þeim sem kallar sig
stjórnmálamann.— Stundum búa skáldin til stjórnmála-
menn, og þá er vel.
k.
klrippt
Menningarrit-
stjóri á ferð
t Norðurlandaráöi hefur lengi
verið rætt um norrænan sjón-
varpsgervihnött. Meðan þær
umræður hafa staðið hefur fjöl-
miðlatækni fleygt fram. Hans
Frederik Dahl, menningarrit-
stjóri Norska Dagblaðsins,
fræddi nokkra áhugamenn um
þessi efni um fjölmiðlaástandið
á Norðurlöndum i Norræna
húsinu i fyrrakvöld. Margt kom
þar fróðlegt fram og sumt lét
nýstárlega i eyrum.
Hans Dahl vék fyrst að stöðu
blaðanna sem eiga i vök aö verj-
ast vegna þess að útvarp og
sjónvarp eru að eyða þeim fjar-
lægðum og landfræðilegu
afmörkunum sem voru grund-
völlur dagblaða á lands- og
staðarvisu. En blöðin hafa
vissulega tekið breytingum
hvað varðar tæknilega fram-
leiðslu þeirra. Rafeindatæknin
fækka prenturum, hversu fal-
legt sem það getur nú talist af
verkalýðsblöðum.
Mikill opinber
styrkur
I Noregi koma nú út 160 dag-
blöð. Norska þjóðþingið hefur
tekið þá ákvðrðun að viðhalda
þessum fjölda nánast hvað sem
það kostar til þess aö tryggja
alhliöa skoðanaskipti og þjón-
ustu i hinum dreifðu byggðum
landsins. Það er ekki litill
peningur sem til þessa mark-
miðs er varið eða samtals meira
en 260 miljónir norskra króna.
Það gerir um 312 miljónir
islenskra nýkróna eða 31,2 milj-
arða gamalla króna. Þetta er
meira fé en varið er samanlagt
til tónlistar, myndlistar og bók-
mennta af opinberu fé i Noregi,
og skiptist þannig að 100 miljón-
ir norskra króna eru beinir
styrkir, 60 miljónir opinberar
auglýsingar og 100 miljónir
skattaivilnanir.
Staðatútvarp
Hans Dahl ræddi og um þróun
/
L
verðuræ stærri þáttur i blaðaút-
gáfu. Fyrir utan nýja prent-
tækni eru til að mynda blöð eins
og Ekspressen i Sviþjóö farin að
senda geisla um gervihnött til
prentsmiðjuútibúa sinna, og
opnast þvi möguleikar á að
prenta blaðið á mörgum stöðum
samtimis og spara dreifingar-
kostnað. Þannig er Wall Street
Journal prentað á 7 stöðum i
Bandarikjunum i einu og veröur
senn á 17, og þar hefur verið
reiknað út að það kostar aðeins
3% af þeim kostnaði sem af þvi
hlytist að senda „blaðið”
gegnum simakerfið.
Blaðadauðinn
Framtiðarstaða blaðanna er
ákaflega óviss, enda þótt ekki
væri um það rætt i Norræna
húsinu. Menn sjá fyrir sér þann
möguleika að hefðbundin blöð
verði óþörf i framtiðinni þar
sem hægt verði að kalla þau
eða það efni sem þau flytja fram
á sjónvarpsskerm i heima-
húsum og spara sér þannig
pappir og útburð.
BÍaðadauðinn hefur m.a.
verið afleiðing minnkandi fjar-
lægða, og þar hafa i rikum mæli
gilt lögmálin um fram-
haldslif hinna sterku. Það er
fyrst og fremst vinstri pressan
og blöð verkalýðshreyfingar-
innarsem á Norðurlöndum hafa
orðið blaðadauðanum að bráð. I
Danmörk hefur verkalýðspress-
an nær þurrkast út, og i Sviþjóð
eru aöeins nokkur dagblöð, sem
enn tengjast verkalýðshreyf-
ingunni og kratafíokknum
sterkum böndum. Annað er upp
á teningnum i Noregi, þar sem
Verkalýðspressan bast snemma
samtökum um útgáfuna og
hefur bjargast vei meö náinni
tækni- og rekstrarsamvinnu.
Enn eru 42 A-pressublöð i
Noregi eða riflega fjórðungur af
blaðaflórunni þar. Og það eru
einmitt fjárhagslega veik blöð
úr þessum hópi sem lengst hafa
gengið i aö hagnýta sér hina
nýju tækni til reksturssparn-
aðar, og hafa i þvi sambandi
gengið á undan öðrum i aö
■■■
útvarpsins. Það hefði frá byrjun
orðið helsti alþjóðamiðillinn, og
framanaf þótti finast að hafa
sem flesta takka og stöðvar-
merki og hlusta á útvarps-,
stöðvar viða um heim. En brátt
fjölgaði sterkum stöðvum svo
mjög að litið heyrðist nema
truflanir i tækjunum, og siðan
hefur örbylgjuútvarpið gert það
að verkum að útvarpstæki eru
ekki lengur framleidd með
langbylgju og stuttbylgju til
alþjóðlegrar hlustunar, heldur
fyrst og fremst til staðbundinna
nota. Nú þykir það vera róttæk-
ust afstaða i úrvarpspólitik i
Noregi að gera móttökusvæði
útvarpssendinga sem allra
minnst, enda er „lokalradio”
þar orð dagsins.
Afturhvatf til
þráðarins
Sjónvarpið hefur hinsvegar
tekið við sem miðill alþjóðlegur.
Fjarskiptahnettirnir eru sifellt
að opna nýja möguleika i
þessum efnum. En önnur þróun
er þar einnig á ferð og stefnir
burt frá hinu þráðlausa sam-
bandi i átt til þráðarins að nýju.
Þráðarsjónvarps-kabel-TV-
Pay-TV- er nú að ná verulegri
útbreiðslu viða um heim skipu-
lagslaust og fyrir utan lög og
einkarétt opinberrar einokunar
,á útvarps- og sjónvarpssending-
um.
Sjónvarpsþróun er ekki hægt
að stjórna, svo hraðfleyg er hún
að mati Hans Dahl. Dæmi um
það er sú staðreynd að meðan
umræður hafa staðið um nor-
rænan sjónvarpshnött sem
menningarlegt andsvar viö
frönskum og norskum hnöttum,
sem senn verður skotiö á loft og
ráðast munu inn i norræna sjón-
varpshelgi, þá er þorri sjón-
varpsáhorfenda i suðaustur-
hluta Noregs og Danmerkur
þegarbúinn að koma þvi þannig
fyrir að þeir geta náð sjón-
varpssendingum frá grann-
löndunum.
Loftnetsfyrir-
tæki
Hér koma við sögu svokölluð
loftnetsfyrirtæki. Þau setja upp
móttökustöðvar á f jöllum i nág-
renni bæja og bjóðast til þess að
leggja þaðan þráð i götur og
hús. Með þessum hætti geta
menn gegn greiðslu náð i
sænskar, vestur-þýskar og
enskar sjónvarpssendingar án
þess að greiða annað afnota-
gjald en til loftnetseigandans.
Það er ekki óheimilt samkvæmt
lögum að koma á fót slikum loft-
netsfyrirtækjum, en auðvitaö
lifa þær snikjulifi á sjónvarps-
stöðvum grannlandanna og
grafa undan einkarétti rikisút-
varpa á sendingum.
Þegar slikt þráðarsjónvarp
hefur náð útbreiðslu i bæjar-
félögum er skammt i það að
augu manna opnist fyrir mögu-
leikum að staðbundnum sjón-
varpsstöðvum sem geti hafið
sendingar gegnum þráðarkerfið
af heimavigstöðvum með litlum
tilkostnaði.
Byggðastefna
og Nordsat
Hans Dahl lagði áherslu á þaö
að um einkarétt til sjónvarps-
og útvarpssendinga væru deilur
i Noregi. Borgaraflokkarnir
vildu að meira eða minna leiti
afnema einokunina, en sósial-
demókratar og sósialistar
viðhalda henni. Hinsvegar
kæmi það á daginn að þegar um
væri að ræða staðbundnar send-
ingar væru öll stjórnmálaöfl á
einu máli um ágæti þeirra, enda
slikt flokkað undir byggða-
stefnu. Þaðerþvi verið að grafa
undan einokuninni á grasrótar-
planinu eins og Norðmenn kalla
það.
75% Dana geta notað sænskt
og vestur-Þýskt sjónvarp i dag.
Flestir Norðmenn sem búa i
syðri hluta landsins horfa á
sænskt sjónvarp eftir að norska
sjónvarpið er hætt sendingum,
eða eitthvað er meira spennandi
þar á dagskrá en i Noregi. Það
er þvi ljóst að norrænn sjón-
varpshnöttur er býsna seint á
ferðinni og menn munu svala
sjónvarpsþörf sinni með öörum
hætti komi hann ekki i hvelli.
Norðmenn munu koma sér
upp sjónvarpshnetti hvað sem
verður um Nord-sat. Þeir geta
ekki leyst dreifingarvanda sinn
i löngu og fjöllóttu landi með
öðrum hætti. Sviar voru fallnir
frá Nordsat-hugmyndinni, en
geimtækniiðnaður þrýstir fast á
um að sænskir aðilar skjóti á
loft sjónvarpshnetti og bjóði
Norðmönnum aðild að honum til
þess að ákveða fyrir árslok um
afdrif norræns sjónvarps-
hnattar.
Hvað verður
um bókina
og börnin?
Erindi Hans Dahls i Norræna
húsinu sannfærði menn hins-
vegar um að hvað sem verður
um þessar áætlanir, þá er
margvisleg og misvisandi þróun
i gangi i sjónvarpsmálum, og
það bæði spennandi og skelf-
andi. Og hefur þá ekkert veriö
rætt um videotæknina, mynd-
segulböndin, glertrefjaþráðinn,
sjónvarpsplöturnar sem senn
munu koma á markaðinn, og
sjónvarpið sem leiktæki og upp-
lýsingabanka. Hvað verður um
bókina, blöðin og börnin, þegar
sjónvarpið tekur endanlega öll
völdogtima? —ekh
og skorriö