Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. mars, 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Þessi „fjórmenningaklika” hefur Williams, Roy Jenkins og David ' Afleiðingar klofningsins í Verka- manna- flokknum: össur Skarphéðins- son skrifar frá . Bredandi Vinstrí þróun í hættu Flótti hægri manna úr Verkamannaflokknum olli um tíma skjálfta í taugum flokksmanna, sem önduðu þó léttar, þegar endur- teknar skoðanakannanir sýndu að fylgi hins væntanlega flokks sósíal- demókrata yrði að mestu sótt í hendur íhalds- og Frjálslynda flokksins. Að sama skapi hefur aukist uggur í íhaldsbrjóstum og frjálslyndir bera höfuðið ekki hátt þessa dagana. Þó margir úr vinstra armi Verkamannaflokksins séu ekki beinlínis harmi slegn- ir yfir brotthlaupum hægri sinna, er þó Ijóst að þeir vanmeta alvarlega afleið- ingarnar sem klofningur- inn mun án efa hafa fyrir hina nýhöfnu vinstriþróun innan Verkamannaflokks- ins. Óvinsælt brotthlaupslið Á það ber að leggja áherslu að enn er klofningurinn ekki um garð genginn. Af þeim ellefu þingmönnum sem lýst hafa fylgi við hið nýstofnaða Ráð sósial- demókrata hefur enn engin gengið úr flokknum (Þannig stóðu málin þegar fréttabréfið var ritað, en nú i byrjun vik- unnar sögðu tólf þingmenn sig úr Verkamannaflokknum og stofnuðu sérstakan þingflokk, sem er nú þriðja stærsta afl á þingi þar eð hann er einum fjöl- mennari en Frjálslyndi flokkur- inn.). En eins og Shirley Williams, fyrrum menntamála- ráðherra og helsta segulmagn klofningsliðsins, hefur látið að liggja, mun af formlegri flokks- stofnun sósialdemókrata ekki verða fyrr en i endaðan mars. Ákvörðun ellefumenninganna hefur verið illa tekið i kjördæm- um þeirra, sem þó eru öll talin vel hægra megin við flokksmiðju. Ennfremur segja skoðanakann- anir, að færu kosningar^ fram i dag þá næði enginn þeirra kjöri, og gilti þá einu hvort þeir nytu stuðnings Frjálslyndra eða ekki. Brotthlaupsmennirnir hafa fengið fjölmargar áskoranir, sumir frá stjórnum flokksdeilda i kjördæmum sinum, um að segja af sér þingmennsku og efna þann- ig til aukakosninga um þingsætin ellefu. Þeir gætu siðan boðið sig fram gegn frambjóðendum Verkamannaflokksins og annarra flokka, annaðhvort sem óháðir eða fyrir sósialdemókrata. Ellefumenningarnir hyggjast þó ekki leggja i þann hasar, en sitja sem fastast. Gnægö f jár i boði Fyrir skömmu birti Ráð sósial- demókrata blaðaauglýsingar með nöfnum ,eitt hundrað stuðn- ingsmanna sinna, sem áttu að sýna viðfeðmi fylgisins. Flest til- heyrðu þau þekktum mennta- mönnum með hvers kyns stimpla og sögðu nú illkvittnir vinstri sinnar að þetta yrði að likindum fyrsti flokkurinn þar sem menn þyrftu háskólagráðu til að gerast meðlimir. Margt bendir til að hinn menntaði hluti millistéttar- innar sé fús liðveislu hinni kratisku von, meðan fjölmenn verkalýðsstéttin er sem fyrr tor- tryggin á nýjungar. Stuðningur hefur krötunum annars borist viða að, allt frá George Brown, fyrrum utanrikisráðherra og miklum hægri krata, til fyrrum formanns bresku stúdentasam- takanna, sem auk heldur var meðlimur i Kommúnistaflokkn- um áður en hún sá hina hvitu dúfu kratismans. Tæpast mun hinn tilvonandi flokk krata skorta fé, þegar i slaginn kemur. Fjársýslublaðið Financial Times lét þess nýlega getið, að ekki myndu fjárjöfrar tregir til útláta, gæti það mögu- lega stemmt stigu við áformum Verkamannaflokksins um stór- felldar þjóðnýtingar og úrsögn úr EBE. Almennir félagar i Verka- mannaflokknum liggja sósial- demókrötum á hálsi fyrir að gef- ast upp og hlaupa fyrir borð i fyrsta sinn sem þeir lenda i minnihluta. A það er bent, að um áratugaskeið beit vinstri armur- inn hið súra epli minnihlutans, en lét ekki hopa heldur barðist innan flokksins. Hvar er nú harkan og þolið? spyrja háttvirtu vinstri kjósendur. Jafnframt þykir hálf-hlálegt hvernig kratar stóðu að brott- hlaupinu. Um áratugaskeið hefur hægri armurinn setið að völdum i Verkamannaflokknum fyrir til- styrk verkalýðsfélaganna, sem eru sterkasta aflið i atkvæðum talið, á þingum flokksins. Nú hef- ur byr snúist, vinstri menn eru orðnir voldugir innan verkalýðs- félaganna og hafa með atfylgi þeirra náð fram sögulegumbreyt- ingum á stefnu og skipulagi flokksa. Þá bregður svo við að hægri armurinn hefur upp mikla kveinstafi útaf „ólýðræðislegu valdi verkalýðshreyfingarinnar”, og þegar aukajiing flokksins ákvað fyrir skömmu að láta félögunum eftir 40% af atkvæðum við kjör formanns þá tók steininn úr að mati hægra liðsins, og klofningurinn varð að veruleika. Sáttagjörð í vændum 1 kjölfar úrsagnar hægj-a arms- ins mun vinstriþróunin innan Verkamannaflokksins ugglaust hljóta áföll stór og þung. Þó ýmsir vinstri sinna hlakki og telji brott- hvarf helstu liðspjóta hægri manna auðvelda sveifluna til vinstri, er slikt hæpin von. í flokknum rikir mikill ótti við að klofningurinn kunni að breiðast út, ef striðandi armar sættast ekki von bráðar. örvæntingar- fullir leiðtogar hafa þvi komið mikilli sáttfýsisöldu af stað. Vinstri kanturinn hefur þegar slegið af ýmsum áformum sinum um breytingar i lýðræðisátt og fer ekki hátt með róttækustu hug- myndir sinar um þessar mundir. Öttinn sem klofningsmenn hafa vakið hefur með öðrum orðum knúið vinstri arminn til mikil- Framhald á bls. 13 Ihaldið verst sósíaldemókrötum: Stefnubreyting í undirbúningi? Þessi teikning sýnir að Margaret Thatcher er orðin reikul i ráði. A efri myndnni dregur hún borða sem á stendur: „Þessari kolanámu á að loka” — en á hinni neðrisegir: „Afsakið, ég skal lesa þetta aftur...” Upphaflega glöddust íhaldsmenn mjög yfir klofningnum i liði Verkamannaflokksins, en sú Þórðargleði varð skammvinn. Skoðana- kannanir sýndu að fylgi nýs flokks sósialdemó- krata yrði að miklu leyti reytt af íhaldinu. Ráða- menn þess biðu ekki boðanna en settu i gang mikla áróðursherferð sem á að telja breskum almúga trú um, að það sé ekkert rúm fyrir nýjan miðjuflokk, miðjuna i breskum stjórnmálum sé nefni- lega nú sem endranær að finna innan íhalds- flokksins!! Thatcher afneitað Bent er á, að efnahagur Breta sé i þvilikum ólestri, að sjálfir ráðherrar Járnfrúarinnar eru farnir að bila. Efnahagsbatinn er ókominn, og hans tæpast að vænta fyrir næstu kosningar. íhaldsforystan er búin að viður- kenna, að kreppan á enn eftir að herðast, og atvinnuleysið að stór- aukast, áður en um hægist. Tveir fyrrverandi formenn Ihaldsflokksins og forsætisráð- herrar hafa mælt i mót Thatcher: Edward Heath hefur stigið fram úr hárri elli að andæfa henni. Þeim hópi ihaldsþingmanna fjölgarsem hafa ekki trú á pólitik Thatcher , og jafnvel ráðherrar hafa andmælt stefnunni, og mátt taka pokann sinn fyrir vikið. I sliku andrúmslofti reynist erfitt að selja þá vöru, að thalds- flokkurinn sé miðja breskra stjórnmála, flokkur allra stétta. Brugðið frá fátækrastefnu Ihaldsflokkurinn þarf að bregða meir en litið frá fátækra- stefnu sinni til að slik staðhæfing sé trúverðug. Nú eru á lofti teikn sem benda einmitt til að breyting sé i vændum. Tveir af leiðtogum flokksins, Thorneycroft lávarður flokksformaður og Francis Pym leiðtogi þingsins, héldu ræður á dögunum og lögðu rika áherslu á, að thaldsflokkurinn hefði ævin- lega getað „lagað stefnu sina að breyttum aðstæðum”, sem um- svifalaust var túlkað sem fyrir- boði stefnubreytingar. Varla höfðu þeir sleppt orðinu, þegar stjórnin tilkynnti að hún ætlaði að dæla 400 miljónum punda aukreitis i kolaiðnaðinn, og láta þannig i einu og öllu undan kröfum námumanna, sem höfðu farið i ólöglegt verkfall til að and- æfa fyrirhuguðum samdrætti i kolavinnslu, á sama tima og inn- flutningur af kolum var i vexti. Hvað er að gerast, spurðu menn — og töldu ýmsir að flokk- urinn væri að búa sig undir meiri- háttar andlitslyftingu, áður en haldið væri i atkvæðaslaginn við hinn nýja flokk sósialdemókrata. Fýkur Margrét? Hins vegar er talið, að sjálf persóna Margrétar Thatcher kunniaðreynastflokknum ódrjúg i átökum framtiðarinnar. Fólki er orðið ljóst, að það er fyrst og fremst hún, ásamt hinum feyki óvinsæla ráðherra og hægri hönd hennar, Keith Joseph,sem stendur fyrir helstu þáttum niðurskurðarstefnunnar. Þvi er spurt; kann svo að fara að íhalds- flokkurinn ekki einasta taki upp nýjaog mildari stjórn, heldur losi sig lika við Margréti Thatcher fyrir næstu kosningar? ,,Ja,”, segir Harold Wilson fyrrum formaður Verkamanna- flokksins og forsætisráðherra. Hann telur að sagan greini frá, að Ihaldsflokkurinn sé flokka grimmastur við vonda leiðtoga, og hiki ekki við að skera þá ef henta þykir. Wilson telur, að svo kunni að fara, að þegar kemur að næstu kosningum þá séu menn búnir að gleyma Margréti Thatcher, stjórnmálamanni gær- dagsins. „Nei”, segir Mikjáll Foot, formaður Verkamanna- flokksins, „þrjár miljónir at- vinnuleusra fjölskylna munu aldrei gleyma Thatcher”. ös. RISA BINGO Risa bingó verður í Sigtúni í kvöld, 5. mars, og hefst kl. 20.30. Enginn aðgangseyrir. Húsið opnað kl. 19.30. Stjórnandi Ragnar Bjarnason, <& ■ Fjáröflunarnefnd Áskirkju

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.