Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Fimmtudagur 5. mars, 1981 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 , 7V>> götunöfn: ! j Viltu ! j búa á ! í Ána- ! í landi 3? j i dag kemur til kasta borg- I arstjórnar að staðfesta ný | götuheiti í Fossvogi, sem ■ samþykkt hafa verið í bygg- I inganefnd. Hér er um ný- I skipulagt svæði að ræða, | austan Borgarspitaia, sem ■ úthlutað verður innan ■ skamms. Nöfnin byrja öll á A eða A, og koma misjafn- | lega fyrir sjónir en þau eru: ■ Aðalland, Akraland, Aland, I Alftaland og Analand. Gunnar Sigurðsson, bygg- I ingafulltriíi var að þvi spurð- ■ ur i gær hvort hann vildi búa I á Analandi 3 og hann svar- I aði, Já, — af hverju ekki rétt I eins og i Ánanaustum? • Annars sagði Gunnar að fskýringin á þessum nafngift- um væri sú að samkvæmt þvi ■ nafnakerfi sem stuðst hefur Iverið við i Fossvogi hefðu nýju götuheitin orðið að vera á undan Arlandi i stafröinu. ■ Það var þvi ekki um auðugan Igarð að gresja en samkvæmt kerfinu byrjar stafrófið vest- ast og endar að austanverðu. 1 Þá er götum við hverja Idreifigötu niður frá Bústaða- vegi raðað innbyrðis i staf- rófsröð sem byrjar efst ■ hægra megin þegar farið er Íniður i dal. Dæmi um þetta er Gautland, Geitland, Gilja- land, Goðaland, og Grundar- ■ land og siöan neðst vinstra Imegin: Haðaland, Hellu- land, Hjallaland, og Hörða- land efst vinstra megin frá • BUstaðavegi séð. IGunnar sagði að mönnum hefði þótt óþarfi að vera að brjóta þetta kerfi upp. ■ Ánaland Væri það nafn sem Ihelst kæmi óþægilega fyrir en með tilliti til Ananausta sem hverjum manni væri ■ tamt i munni væri það ekki Ióeðlilegt. Gunnar sagði að næst lægi fyrir að nefna göt- ur i Nýja-miðbænum og • sagöist hann trúlega myndu Igera tillögu um að komið yrði upp nafnanefnd hjá borginni innan tfðar. Það • hefur hingaö til verið bygg- Iingafulltrúi og starfsmenn hans sem gert hafa tillögur um götunöfn til bygginga- * nefndar en fyrr á árum mun Iborgarlögmaður sem þá var formaður bygginganefndar hafa haft veg og vanda af • skírninni. —ÁI i Tölur Morgunblaðsins um kostnað á Eiðsgranda: Fráleitt að borga 30 mUjónir g.kr. fyrir grunnana segir lóðarhafi sem borgar tæpar 6 1 Morgunblaðinu s.l. þriðjudag er þvi slegið upp á baksiðu og miðopnu að grunnar fyrir ein- býlishús þar sem dýpst er niður á fast á Eiðsgranda kosti allt að 25—30 miljónum gamalla króna en það jafngildir verði 3ja her- bergja ibúðar i borginni. Er látið að þvi' liggja að þessi kostnaður sé ástæðan fyrirþvi að 32 lóðarhafar hafa fallið frá umsóknum sinum. Þjóðviljinn ræddi i gær við einn lóðarhafa á þvi svæði sem jarð- vegsdýpið er mest, rúmlega 6 metrar og hafði hann ólika sögu að segja. Bjarni Jónsson, sagðist vera að byggja raðhús á svæði nr. 5 og sér þættu menn láta fara heldur illa með sig ef þeir borguðu 250—300% hærra verð fyrir grunnana en hann sjálfur. Ég er hér með tilboð i grunninn, sagði Bjarni, sem er baktryggt hjá tryggingafélagi i borginni og það hljóðar upp á 5 miljónir 825 þúsund gamalla króna. Þetta þýðir að einbýlis- húsagrunnur á 6 metra dýpinu er i kringum 10 miljónir gamalla króna ef fyllt er i kjallara en helmingi minna ef kjallari er undir húsinu. Bjarni sagðist árangurslaust hafa reynt að koma þessum upplýsingum á framfæri i Morg- unblaðinu þvi tölur blaðsins gæfu alranga mynd af þvi sem þarna væri að gerast og menn væru að láta pretta sig illilega ef þeir greiddu það sem þar er gefið upp fýrir grunnana. Það vita allir, sagði Bjarni aö á þessum árstima bjóðast betri kjör á jarðvinnu en yfir sumartimann og það á sinn hlut aö þessu máli en það gengur jafnt yfir alla ef þeir bara leita fyrir sér. 83033 Fjolmargir ha lla vifl l>ott margir kvarti yfir snjó og kulda i vetur, þá eru þeir lika margir, sem fagna snjónum og skiöafær- inu. i gær var fri i öilum skólum, en ófært var i Bláfjöll, og krakkarnir úr Reykjavik notfærðu sér skiða- brekkuna i Brciðholti i staðinn. — (Ljósm. — eik — ) Elli- og örorkulífeyrísþegar í Reykjavík: F asteignaska ttamir verða felldir niður hjá þeim sem aðeins hafa tekjutryggingu Akveðin hafa verið þau tekju- mörk scm stuðst vcrður við i niðurfellingu fasteignaskatta elli- og örorkulifeyrisþega i Reykja- vfk. I fyrsta sinn verður allur skatturinn lagður niður hjá þeim sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun rikisins, en einnig verður fcllt niður 80% og 50% skattsins eftir tekjum á s.l. ári. A hverju vori fer sérstök fram- talsnefnd yfir öll skattframtöl elli- og örorkulifeyrisþega og reiknar út afslátt á fasteigna- skatti eftir tekjum siðasta árs. Ekki þarf að sækja um þetta sér- staklega en þeim sem fengu niðurfellingu i fyrra hefur verið sent bréf þar sem bent er á að niðurfellingin komist i fram- kvæmd i' april. Gjalddagar fast- eignaskattanna eru hins vegar 15. janúar, februar og mars, þannig að þá verður að greiða til að forð- ast dráttarvexti, en siðan mega menn búast við endurgreiðslu. Tekjumörkin sem borgarráð staðfesti fyrir skemmstu eru sem hér segir: Einstaklingar og hjón sem einungis höföu á siðasta ári elli- og örorkulifeyri, heimilis- uppbót og fulla tekjutryggingu (samtals 2.5 miljónir gamalla króna og 3.7 fyrir hjón) fá allan fasteignaskattinn felldan niöur. 80% afslátt fá þeir einstaklingar sem höfðu tekjur upp að 3.2 miljónum g.kr. og hjón með allt aö 5 miljónum. 50% afslátt fá ein- staklingar sem höfðu tekjur á bil- inu 3.2—4 miljónir og hjón sem höfðu 5—6.3 miljónir g.kr. —AI Vetur konungur gefur ekkert eftir: Kaldara en í meðalári Snjó hefur ekki tekið upp siðan fyrir jól! SU von manna, sem kviknaði við undanfarna góðviðrisdagana, varð að engu, þegar komið var á fætur i' gærmorgun. Aftur komið frost og snjór. Svo sannarlega er hann búinn að vera kaldur og leiðinlegur þessi vetur og muna menn vart jafn langan sjóakafla, og verið hefur i vetur hér sunnan- og vestanlands, þvi að snjó hefur ekki tekið upp siðan fyrir jól. Hjá Þór Sigurðssyni á Veður- stofunni fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar í gær, að mánuðirnir desember, janúar og febrúar hefðu allir verið kaldari en i með- al ári bæði í Reykjavik og á Akur- eyri. 1 Reykjavik var hiti i nóvember sl. 1.8 gráður undir meðallagi, en meðalhiti i nóvember er 0.8 gr. hiti. 1 desember var hitinn 2.2 gr. undir meðalhita sem er minus 1.3 gr. 1 janUar var hitinn 1.7 gr. und- ir meðalhita, sem er minus 2.1 gr., og I febrUar var hitinn 1.0 gr. undir meðalhita, sem er minus 1.1 gr. A Akureyri var hitinn I nóvem- ber 0.3 gr. sem er 1.6 gr. undir meðalhita. 1 desember var hitinn minus 4.2 gr. sem er 3.7 gr. undir meðalhita, i janúar var hitinn minus 3.6 gr. sem er 2.1 gr. undir meðal hita og i febrúar var hitinn minus 3:0 gr. sem er 1.4 gr. undir oeðalhita. —Sdór. Slæm færö á vegum — á Suöur- og Vesturlandi Enn hefur færð spillst á Suður- og Vesturlandi eftir að snjóa tók á ný i fyrrinótt. í gær var mjög viða þungfært i þessum landshlutum, að sögn eftirlitsmanna Vegagerð- ar rikisins. Allmikill snjóþæfing- ur var á veguin i gær og sumir þeirra þá við það að lokast. Helhsheiði lokaðist um kvöld- matarleytið og Þrengslavegur var þá orðinn þungfær. 1 Ragnár- vallasýslu var færð tekin að þyngjast og sömu sögu var að segja frá Vik i Mýrdal og ná- grenni og Mýrdalssandur var orðinn ófær nema torfærubifreið- um. Þótt fært væri fyrir Hvalfjörð i gær var þar mikill snjóþæfingur og sömu sögu var að segja úr Borgarfirði. A Snæfellsnesi voru vegir sæmilega greiðfærir, nema Kerlingaskarð var ófært. Holta- vörðurheiðin var i gær ófær fólks- bilum, en þegar norður af kemur eru allir vegir færir, allt austur á Vopnafjörð. Astandið er einnig gott á Aust- fjörðum, nema hvað vegurinn til Borgarfjarðar eystri er ófær, svo og Fjarðarheiði. A Vestfjörðum var fært frá Patreksfirði til Bildudals fyrir stóra bila og sömuleiðis út á Barðaströnd. Þá var fært milli Flateyrar og Þingeyrar og einnig frá Bol- ungarvik til Súðavikur, en vegur- inn inn Djúp var ófær. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.