Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. mars, 1981 Ég er kannski ekkert gáfnaljós, en ég er heldur engin klöguskjóöa! KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið Götuauglýsing i gömlu, góöu Köben. Kannski ekki akkúrat það allra hollasta samkvæmt Jóni óttari og Valdimari Örnólfs, en... , maður þarf nú ekki alltaf að vera grafalvarleg- ur, eða hvað? Á skiltinu stendur: „Hreyfing er holl. Byrjaðu á að beygja þig varlega eftir flösku af Fattig- mands snaps”. I Á ég aö svara? Allt i lagi kennari 0 Það ætti að gera meira af þessu — Ég skal segja þér, að þetta er meö þakklátustu störfum sem ég hef unniö. Fólkiö hefur svo mikla ánægju af þessu og leggur sigfram affremstamegni aö framkvæma þaö sem ég segi þvi aö gera, sagði Ernst Back- man iþróttakennari, en hann hefur siöan i haust verið meö sundnámskeið i Sundhöll Reykjavikur fyrir aldraö fólk. Ernst sagði, aö það væri fátt hollara fullorönu fólki en að hreyfa sig i volgu vatni. Og fyrir utan þá hollustu, sem fólkið hefði af þessu þá hefði hann líka orðið var viö að það mæti fé- lagsskap hvers annars mikils, enda byggi margt af þvi eitt og sér. Það sem er verst viö að hafa þennan sima er að það getur hver sem er hringt í mann og hvenær sem er! Veist þú... — Að röntgenlýsing á Monu Lisu hefur sýnt, að Leonardo da Vinci málaði þrjár gjörólikar útgáfur af módelinu áður en hann valdi það sem efst er á léreftinu i dag. — Að það það þarf 120 vatnsdropa til að fylla teskeið. — Að koma mætti Empire State byggingunni i New York átta sinnum niður i dýpstu námu heims, sem er 3.840 metra djúp. — Að ef þú reykir 20 sigarettur á dag dregurðu að þér hálfan bolla af tjöru á ári. © Bull's Rætt við Ernst Backman íþróttakennara, sem kennir öldruðu fólki að synda ur þaö verið vatnshræðsla. Mér þykir það alveg hreint ótrúlegt hve margir eru vatnshræddir. Ég verö ævinlega að byrja á að kenna fólki að blása frá sér I vatninu og dýfa andlitinu i kaf. Fyrir suma er þetta heljar- mikið átak til að byrja með, en flestir eru fljdtir að ná þessu, enda leggja sig allir fram af fremsta megni, sagði Ernst. Aöspurður hvort fólkið, sem var á námskeiðinu hjá honum i haust, hafi slðan haldiö áfram sundiðkun, sagði Ernst, að i flestum tilfellum væri svo. Fólkið fyndi strax hve velliöan- in væri mikil i volgu vatninu og aö það heföi mjög gott af hreyf- ingunni. Hann sagðist lika hvet ja fólk óspart til að halda á- fram sundiðkun eftir að nám- skeiðinu lyki. Hóparnir sem Ernst er með hverju sinni eru tveir og kemur hvor þeirra i 15 tima alls, sem nægir i' flestum tilfellum til að koma fólki á flot, eins og sagt er. — S.dór. Nú, Jóna komin! Þá sagði hann ennfremur, aö margir sem komið heföu á sundnámskeiöin hefðu aldrei lært að synda, sumir heföu lært þaö i æsku, en slðan ekki haldiö sundkunnáttunni við. Og ástæö- an? — JU, i flestum tilfellum hef- Geturöu nefnt einn af moröingjum Sesars? En ég bað ömmu ekki að gefa mér kökuna sina. Hún átti hugmyndina. Ernst Backman með nemanda, en sjálfur veröur hann að vera ofan i lauginni og segja fólki og sýna hvernig framkvæma skal hlutina. — (Ljósm.: Ella). Hreyfing er holl! Jafnvel prestar fá ekki nema jarðneskan geislabaug hérna megin... MOTION ERSUNDT Begynd med en^ bojning rved efter en flaske ?jampumí»f 6iwi» Of spenn- andi fyrir Hitchcock Um meistara allra tima i spenningi, kvikmyndaleikstjór- ann Alfred Hitchcock er sagt, að hann hafi haft mikinn áhuga á matargerð — konu sinnar, nota bene, — ekki fer sögum af hans eigin. Eitt sinn ætlaði hún að gera franska eggjaköku, sufflé, sem er býsna vandmeðfarin, einsog áhugakokkar vita, og harðbannaði hún eigin- manninum að opna ofninn til að kíkja. Hitchcock gekk um gólf út og inn um eldhúsdyrnar, þar , til hann settist við eldavélina og sagði: — Þetta gengur ekki lengur. Við verðum að fá eldavél með glugga á ofnhurðinni. Annars spring ég af spenningi. / \ Málshátturinn: Það er hverjum kunnast er hann kaupir dýrast. Molar Listin að vera hamingjusam- ur i iifinu er undir einu komin: Að hugsa „verra gæti það verið”! Le Liweng • • Aöeins með hjartanu sér maöur vel. Það sem mikilvægast er verður ekki greint með augun- um. Antoine de Saint-Exupéry • • Gleði er alvörumál! Seneca

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.