Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. mars, 1981
Qlafur Jónsson formaður stjórnar Húsnæðismálastofnunar:
Ýkjur og pólitískur áróður
Byggingarsjóður ríkisins á að geta sinnt
sínum verkefnum með líkum hætti og
verið hefur, og tekið upp nýja lánaflokka
Húsnæðismálastjórn hefur að
undanförnu unnið mikið starf að
þvi að móta framkvæmd hinna
nýju laga um Húsnæðisstofnun
rikisins, sem sett voru á siðasta
ári. Einkum hefur reynst mikið
verk í þvi að móta framkvæmd
nýrra lánaflokka til orkusparandi
endurbóta á ibúðarhúsnæði og til
sérhannaðra ibúða fyrir aldrað
fólk og öryrkja og til hjúkrunar-
heimila. Á sama tima hafa ýmsir
fjölmiðlar tekið sér það verkefni
að vega hart að lánakerfi hús-
næðismálastjórnar og allri skipan
þeirra mála sem lögin ákveða.
Tveir þættir i rikisútvarpinu
hafa sérstaklega verið teknir
undir þessar árásir og svo hafa
dagblöð stjórnarandstöðunnar i
landinu reynt að magna upp ótta
meðal almennings um að hreinn
voði væri framundan i húsnæöis-
málum.
Mjög neikvæð og svartsýn
fréttatilkynning frá stjórn Lands-
sambands iðnaðarmanna var
notuð af þessum fjölmiðlum til
árása á nýja lánakerfið og stór-
yrði og fullyrðingar ekki spar-
aðar. Fullyrðingar um stórfellt
atvinnuleysi i byggingariðnaði
koma flestum á óvart og ekki sist
iðnaðarmönnum i þessum
greinum sem telja að atvinna i
vetur hafi verið jafnari en oftast
áður, þrátt fyrir slæmt tiðarfar.
Aðeins múrarar eru þar undan-
skildir en hjá þeim hefur orðið
vart viö atvinnuleysi
Viðunandi
hlutfall
bað er vissulega ekki nýtt að
upp komi kurr og óánægja yfir
ófullnægjandi lánafyrirgreiðslu
húsnæðismálastjórnar, það er
árlegur viðburður og þarf ekki ný
lög til, en það eru ýkjur og póli-
tiskur áróður að ástand og horfur
i þeim málum séu verri nú en oft
áður. Með samþykkt fjárlaga i
desember var ákveðið að auka
fjármagn byggingarsjóðanna sem
þeir hafa til útlána um 74% frá
siðasta ári úr 23 miljörðum i 40
miljarða gamalla króna. bó að
megin hlutinn af aukningunni fari
til Byggingarsjóðs verkamanna
þá á Byggingarsjóður rikisins aö
geta sinnt sinum verkefnum með
Iikum hætti og hann hefur gert og
tekið upp nýja lánaflokka eins og
áður eru um getið. Að visu er
sjóðnum ætlað að taka stærri
hluta en áður að láni hjá lifeyris-
sjóðunum, en þó er eigið fjár-
magn sjóðsins á þessu ári 40% af
þvi fjármagni sem áætlað er að
hann hafi til ráðstöfunar. Fyrir
lánasjóð er það hlutfall viðunandi
en hitt er miklu alvarlegra að
sjóðurinn þarf að sæta óhagstæð-
um vaxtakjörum hjá lifeyris-
sjóöunum miðað viö útlánsvexti á
lánum til hússbyggjenda.
Fráleitar
fullyrðingar
Allt tal um yfirvofandi gjald-
þrot sjóðsins er að sjálfsögðu frá-
leitar fullyrðingar. bað er vissu-
lega athyglisvert að háværustu
óánægjuraddirnar með lánveit-
ingar húsnæðismálastjórnar
heyrast nú frá hópum verktaka
og annarra athafnamanna sem
nú viröast eiga ötula málsvara i
stjórn Landssambands iðnaöar-
manna. beir aðilar gera kröfu til
þess að fá mikið og ódýrt fjár-
magn til þess að fjárfesta i stein-
steypu án tillits til hagkvæmni
samfélagsins eða þarfar i hús-
næðismálum.
Lán frá Húsnæðisstofnun rikis-
ins hafa ekki verið hátt hlutfall af
byggingarkostnaði nýrra ibúða á
undanförnum árum, en þau hafa
þó um allmörg ár hækkað til sam-
ræmis við hækkaðan byggingar-
kostnað. bað er mikil einföldun á
staðreyndum og villandi þegar
talað er um þau lán sem einu
fyrirgreiðsluna sem húsbyggj-
endur fái hér á lánamarkaðnum.
Næstum allir húsbyggjendur eiga
kost á lifeyrissjóðsláni og oft
koma 2 lifeyrissjóðslán á hverja
ibúö. Auk þess lána viðskipta-
bankarnir og sparisjóðir veru-
legar fjárhæðir til nýrra ibúða.
rBæjarstjórn Neskaupstaðar: ~J
\Óviðunandi ástand\
í ftugsamgöngum
Frá þvi að vetraráætlun F.l. tók gildi s.l. haust hafa flugsam-
göngur við Neskaupstað verið afar strjálar og mun lakari en um
langt skeið. 1 umræðum bæjarstjórnar Neskaupstaðar um flugið
kom fram að ekki verði áfram unað við þetta ástand og var sam-
þykkt að leita allra úrræða til að bæta og auka þessa sjálfsögðu
nauðsynlegu þjónustu viö ibúana.
1 ályktun bæjarstjórnar um málið segir, að höfuðáherslu skuli
leggja á eftirfarandi:
„Ferðum milli Neskaupstaðar og Reykjavikur verði aftur
fjölgað i þrjár á viku enda hefur sýnt sig að færri ferðir duga
ekki.
Aftur verði tekin upp sú sjálfsagöa regla, að falli niður ferð
vegna veðurs eða annarra ástæðna, skuli flogið næsta færan dag.
bá daga, sem ekki eru beinar ferðir til Neskaupstaöar, verði
haldiðuppi flugferðum milli Neskaupstaðar og Egilsstaða i sám-
vinnu við Flugfélag Austurlands.
Jafnframt þessu verði kannað, hvaða þjónustu Arnarflug h.f.
getur boðið upp á á leiöinni Nesk.—Rvik.”
Öllum konum ber jafn
réttur til fæðingarorlofs
Búnaðarþing ályktaði aö stefna
bæri að þvi, að allar konur hefðu
jafnan rétt til fæðingarorlofs,
burtséö frá búsetu og störfum, og
beinir þvl til Stéttarsambands
bænda, að gæta I þessum efnum
hagsmuna bændakvenna svo sem
unnt er.
A meðan framkvæmd
núgildandi laga um fæðingarorlof
er enn ekki fullmótuö telur Bún-
aðarþing ,,að lágmarks meðal-
talsréttindi bændakvenna til
fæðingarorlofs séu tveir mánuðir
og fullt orlof eða þrir mánuðir til
þeirra kvenna, sem sannað geta
vinnuframlag viö búrekstur sem
nægir til fullrar orlofsgreiðslu”.
Samkvæmt niðurstöðum
búreikninga var vinnuframlag
bændakvenna 1978 955,5 klst. og
1979 974,9 klst. Innifalið iþessum
tölum eru kaffitimar og orlof. En
búreikningar segja ekki alla
sögu. Vinna konu við matseld og
þjónustu þeirra, sem að búinu
starfa og framkvæmdum við það,
kemur ekki fram i búreikningum.
Raunverulegt vinnuframlag er
þvi mun meira en þar kemur
fram. bví verður ,,að telja þær
kröfur, sem þessi ályktun felur i
sér, lágmarkskröfur um rétt
bæandákvenna til fæðingar-
orlofs”, segir Búnaðarþing.
— mhg
Eflum
framfarir
fatlaðra
Gíróreikningur 506000-1
Ólafur Jónsson: Lánin hækka til
samræmis við veröbólguna.
Allt tal um að hækka lán hús-
næðismálastjórnar i 80% af
byggingarkostnaði og láta eins og
aðrir lánamöguleikar séu ekki til
er óraunsær og villandi málflutn-
ingur.
Reynt að ófrægja
uppbyggingar-
starfið
Ég hef lengi verið talsmaður
þess að veita fjármagni til ibúða-
byggingar i einn farveg á vegumi
húsnæðismálastjórnar. Sú stefna
hefur ekki átt hljómgrunn hjá lif-
eyrissjóðunum eða i bankakerf-
inu til þessa en það kann að
breytast á næstu árum. Með þeim
hætti væri auðveldara að stýra
fjármagninu inn á þær brautir
sem hagkvæmastar eru fyrir
þjóðfélagið, svo sem I að endur-
byggja ibúðir i gömlum bæjar-
hverfum i Reykjavik, Stykkis-
hólmi, Isafirði og Oddeyrinni á
Akureyri svo nokkur dæmi séu
tekin.
Sú áróðurslota sem nú stendur
yfir i málgögnum þeirra flokks-
brota sem nú eru i stjórnarand-
stöðu er til þess gerð að ófrægja
það uppbyggingarstarf sem unnið
er að i húsnæðismálum með setn-
ingu nýrra laga og fjölmargra
nyjunga i lánamálum vegna
ibúða.
Engin rök fyrir
kreppusöngnum
A fundi sinum s.l. þriðjudag
samþykkti húsnæðismálastjórn
tillögu til félagsmálaráðherra um
skiptingu á fjármagni Bygg-
ingarsjóðs rikisins á milli lána-
flokka á þessu ári.
Er þar gert ráð fyrir að
lán til nýrra ibúða og til kaupa á
eldri ibúðum hækki til samræmis
við verðbólguna og fjármagn
aukið verulega til útrýmingar á
heilsuspillandi ibúðumog tilorku-
sparandi endurbóta á húsnæði
þeirra sem hita hús sin með oliu.
Húsnæöisstjórn vinnur nú að
fleiri nýjungum i lánastarfsemi
til húsnæðismála og mótun á nýj-
um lánaflokkum. bó að fjármagn
til húsnæðismála sé enn ófull-
nægjandi eru engin rök fyrir þeim
kreppusöng, sem nú er hafður
uppi i umræðum um lánamál hús-
byggjenda.
I
Safnað fyrir Kanadaferð
Kór Langholtskirkju mun i ágúst n.k. fara i söngferð til
Kanada. Kórinn heiinsækir slóðir Vestur-tslendinga i Winnipeg
og flytur þar islenska tónlist frá ýmsum timum. Kórfélagar I
vinna ötullega aðþvi um þessar mundir að afla fjár til ferðarinn-
ar. Um næstu helgi verður haldinn kökubasar og bingó i fjáröfl-
unarskyni.
Kökubasarinn verður laugardaginn 7. mars i Safnaðarheimili
Langholtskirkju og hefst kl. 15.00. Verða þar til sölu gómsætar
kökur á góðu verði.
Á sunnudag verður spilað bingó i Félagsheimili Fóstbræðra
við Langholtsveg. Meðal vinninga er vöruúttekt, hljómplötur og
bækur. i hléi verða seldar veitingar, kaffi og vöfflur. Bingóið
hefst kl. 15.30.
Um páskana mun kórinn ásamt einsöngvurum og hljómsveit
flytja hið stórbrotna tónverk Messias eftir Há'ndel. Er það I
stærsta verkefni sem kórinn hefur ráðist i til þessa.
Fyrstu tónleikarnir eru fyrirhugaðir laugardaginn 11. april.
Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er Jón Stefánsson.
Rauði krossinn heiðrar félaga
Tveir félagsmenn Rauða kross fslands, þau Pála Pálsdóttir,
J Hofsósi, og Torfi Bjarnason læknir, voru sérstaklega heiðruð sl.
Ilaugardag, fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Olafur Mixa, læknir, formaður RKI afhenti þeim við athöfn á
skrifstofu RKl grafikmynd, sem Sigrid Valtingojer hefur gert
, sérstaklega fyrir Rauða kross íslands.
IPála Pálsdóttir var formaður Skagafjarðardeildar Rauða
krossins þar til fyrir skömmu að hún lét af embætti að eigin ósk . I
og hefur um árabil verið i forystusveit Rauða krossins i Skaga-
, firði oglátið mannúöarmál mjög til sin taka. Hún var kennari á
IHofsósi um áratugaskeið.
Torfi Bjarnason var formaður Sauðárkróksdeildar Rauða
kross lslands frá 1940—1955, hann var formaður deildarinnar á
, Akranesi frá 1957—1968 og hann átti sæti i stjórn RKI á árunum
1 1960—1971. Torfi helur þvi veriö einn af orystumönnum Rauða
krossins hátt á fjórða áratug og jafnan látið sig varða málefni
félagsins siðustu ár.
L
Árnesingar skemmta sér saman
Árnesingamótið 1981 verður haldið i Fóstbræðraheimilinu við
Langholtsveglaugardaginn 14. mars n.k. og hefst með borðhaldi •
kl. 19.00. Heiðursgestir mótsins að þessu sinni verða hjónin Guð- I
rún Loftsdóttirog Pálmar b. Eyjólfsson organisti og tónskáld á
Stokkseyri en Arnesingafélagið hefur nýlega gefið út söngvasafn
hans. ■
Árnesingafélagið var stofnað árið 1934. Arið 1942 var tekinn I
upp sá siður að bjóða merkum árnesingi búsettum i sýslunni sem I
heiðursgesti og var sá fyrsti frú Valgerður bórðardóttir á Kol- |
viðarhóli. Formaður félagsins er Arinbjörn Kolbeinsson. ■
Árnesingakórinn hefur starfað af krafti i vetur undir stjórn
Guðmundar Ömars Óskarssonar og hyggur á tónleika meö
Samkór Selíöss austur á Selfossi i vor. Einnig er fyrirhuguð I
kaffisala með söngdagskra i Fáksheimilinu 29. mars. Formaður ■
kórsins er Hjördis Geirsdóttir I