Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 7
Frá Búnaöar-
þingi
Hvernig
má auka
beitar-
þol?
Biínaðarsamband Suðurlands
mæltist til þess við Búnaðarþing
að það beitti sér fyrir athugun á
þvi hvernig vænlegast væri að
stórauka beitarþol afrétta og
heimahaga einkum ,,þar sem bit-
haginn er fullsetinn og jafnvel of-
setinn þegar kalt er i ári og gras-
leysi til fjalla”.
Ennfremur hvernig best er að
haga beitarskiptum i heimahög-
um og þá sérstaklega á ræktuðu
landi. Verði við þessa athugun
„jöfnum höndum stuðst við inn-
lendar rannsóknir á beitarþoli
landsins og nýjar aðferðir grann-
þjóðanna við hagnýtingu gróður-
lendis til beitar”. Telja Sunn-
lendingar timabært að marka
ákveðna stefnu i þessum málum
þar sem lokið sé þeim beitartil-
raunum sem yfir hafa staðið sl. 5
ár og gróðurkortagerð af hálend-
inu langt komið.
t tilefni þessa erindis mælist
Búnaðarþing til þess við stjórn
Rala að hún geri i samvinnu við
sérfræðinga stofnunarinnar
„sundurliðað yfirlit um beitarþol
hinna ýmsu beitarsvæða lands-
ins, i samræmi við niðurstöður
rannsókna”. Lögð verði áhersla á
framhald tilrauna til að auka
beitarþol og bæta nýtingu lands
m.a. með beitarskiptum jafn-
framt þvi sem áfram verði könn-
uð hagkvæmni áburðardreifingar
á heimalönd og afréttir.
— mhg
Merking
sveita-
býla og
örnefna
Þeir, sem ferðast um
landið, — og það gera
flestir íslendingar, meira
og minna, — vilja gjarnan
vita skil á ýmsu því, sem
fyriraugu ber. Hvað heitir
þessi bær, þessi á, þetta
vatn o.s.frv.?
Víða er merking sveita-
bæja komin í allgott horf,
þótt talsvert vanti enn á að
hún sé nógu algeng. Nokk-
uð hefur og á því borið að
skiltin fái ekki að vera í
friði fyrir byssukúlum og
grjótkasti. Það hljóta að
vera skrítnir menn, sem
ánægju hafa af slíkum
skemmdarverkum.
Og m.a. i von um að þessu
orrustuglaða fólki fari fækkandi
beindu þeir Jón ólafsson i Eystra-
Geldingaholti og Stefán Halldórs-
son á Hlöðum þvi til stjórnar Bún-
aðarfélags Islands, að hún hlutist
til um að sem fyrst verði lokið
„merkingu sveitabæja, sveita,
áa, vatna o.fl.”, þeim til ánægju
og fróðleiks „er ferðast og fræð-
ast vilja um landið”.
Búnaðarþing fól stjórn Bún-
aðarfélagsins að mælast til þess
við búnaðarfélögin að þau hlutist
Ul um þessa merkingu hvert á
sinu félagssvæði.
— mhg
Fimmtudagur 5. mars, 1981 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 7
Ingibjörg Haraldsdóttir
skrifar um kvikmyndir:
Sænski kvikmyndastjórinn
Stefan Jarl er væntanlegur
hingaö til lands i dag og mun i
kvöld flytja fyrirlestur i
Norræna húsinu og sýna stutta
mynd sem hann kallar
„Förvandla Sverige”. t
tengslum við heimsóknina
verða sýndar fleiri myndir eftir
Jarl, m.a. tvær þekktustu
myndir hans: ,,Dom kallar oss
mods” og „Ett anstSndigt liv”.
Fjálakötturinn, sænska sendi-
peninga með ýmsum hætti,
drukku, reyktu hass og náðu sér
i stelpur. Hverjum degi var
látin nægja sin þjáning.
Stefan Jarl og samstarfs-
maður hans Jan Lindqvist
kynntust Kenta og Stoffe og
kunningjum þeirra nógu vel til
þess að öðlast traust þeirra, og
fengu að gera kvikmynd um lif
þeirra. Myndin Þeir kalla okkur
skril er þvi heimildarmynd i
þess orðs bestu merkingu, þótt
Kenta Gustavsson i „Þeir kalla okkur skríl”.
Skuggahliðar sænsku
velferðarinnar
ráðið og Norræna húsið standa
að heimsókninni.
Stefan Jarl sem nú er um fer-
tugt, var meðal hinna fyrstu
sem útskrifuðust frá Sænska
kvikmyndaskólanum 1967. Arið
eftirfrumsýndi hann sina fyrstu
kvikmynd af fullri lengd: Dom
kallar oss mods.sem á islensku
gæti e.t.v. heitið: „Þeir kalla
okkur skril”. Næstu árin gerði
hann nokkrar kvikmyndir, t.d.
Den magiska cirkeln (1970),
Förvandla Sverige (1974) og
Bojkott (1976), auk þess sem
hann vann með ýmsum þekkt-
um leikstjórum sem
framleiðandi.
1979 kom svo Ett anstandigt
liv, eða Mannsæmandi lif, sem
er framhald af Dom kallar oss
mods. Nýjasta kvikmynd hans
er stutt heimildarmynd,
Memento mori, sem fjallar um
krabbamein. Sú mynd var sýnd
á nýafstaðinni kvikmyndahátið
i Berlin, og verður sýnd hér i
tengslum við heimsókn Stefans.
Þeir kalla okkur skríl
Arið 1967 var Kenta
Gustavsson 18 ára og Stoffe
Svenson 17 ára. Þeir voru vinir
og áttu það sameiginlegt að fyr-
irlita „meðaljóninn”, þennan
venjulega sænska Svenson sem
vaknar snemma á morgnana og
puðar allan daginn til að geta
keypt sér bil og hús og annan
óþarfa. Kenta og Stoffe vildu
lifa lifinu, vera frjálsir og gefa
skít i borgaralegt siðgæði. Þeir
voru hættir i skóla, unnu hvergi,
áttu hvergi heima, en flæktust
um Stokkhólm, urðu sér úti um
tlr myndinni „Mannsæmandi lif”.
segja megi að hún sé leikin.
Leikararnir leika sjálfa sig og
handritið er byggt á raunveru-
legum atburðum úr lifi þeirra.
Kenta og Stoffe eru báðir
komnir frá „erfiðum” heim-
ilum, þarsem drykkjuskapur og
ofbeldi voru daglegt brauiL
Kenta fékk einnig viðtæka
reynslu af stofnunum, upptöku-
heimilum og fósturheimilum.
Þetta uppeldi hefur gert þá að
„töffurum”, kennt þeim að
svara i sömu mynt og treysta
engum. Þeir ögra umhverfinu
með þvi að láta hár sitt vaxa,
senda smáborgurunum tóninn
og láta öllum illum látum á
almannafæri.
Það sem vekur mesta aðdáun
i meðferð Stefans Jarls á þessu
viðfangsefni er samúð hans með
strákunum, sem verður þó
aldrei til þess að hann fari að
gera þá að einhverjum
rómantiskum hetjum, eða lýsa
lifi þeirra sem „frjálsu og
skemmtilegn”. Hann setur þá i
samhengi við umhverfið sem
hefur mótað þá og gagnrýnir
það harðlega. Hann dregur
fram skuggahliðar hinnar
sænsku velferðar á skýran og
afdráttarlausan hátt, sem
vægast sagt er ekki algengt að
sjá i kvikmyndum.
Mannsæmandi lif
Tiu árum seinna eru Kenta og
Stoffe að mestu hættir að um-
gangast hvor annan, en Stefan
Jarl fær þá til að taka þátt i gerð
annarrar myndar,
Mannsæmandi lif. Þeir hafa
báðir haldið áfram að vera
utangarðsmenn i þjóðfélaginu,
hvor á sinn hátt. Steffe er
forfallinn heróin-neytandi og
deyr reyndar af of stórum
skammti meðan d töku myndar-
innar stendur. Kenta hefur tek-
ist að halda sig frá heróini, en
hann drekkur stift og notar ýmis
„meinlausari” efni. Báðir eru
þeir orðnir feður og eru i
sambúð, þótt það gangi
skrykkjótt, einkum hjá Stoffe.
Mannsæmandi lif er einhver
áhrifamesta heimildarmynd
sem undirrituð hefur séð. Hún
var sýnd i Regnboganum i vet-
ur, og einnig hjá Fjalakettinum,
og nú á laugardaginn gefst enn
tækifæri til að sjá hana i
Regnboganum. Þá verður
reyndar hægt að sjá báðar
myndirnar um Kenta og Stoffe,
og ættu sem flestir að nota sér
það tækifæri.
Heimsókn Jarls
Sem fyrr segir heldur Stefan
Jarl fyrirlestur i Norræna
húsinu i kvöld og sýnir myndina
Förvandla Sverige, sem fjallar
um lifsskilyrði i Sviþjóð. A
morgun leggur Jarl land undir
fót og fer til Egilsstaða og Akur-
eyrar. Á báðum stöðunum mun
hann halda fyrirlestra og sýna
stuttu myndirnar tvær
Förvandla Sverigeog Memento
Mori.
A laugardaginn verða svo
sýningar i Regnboganum, sem
fyrr segir, og verður Þeir kalla
okkur skril sýnd kl. 13, og
Mannsæmandi lif kl. 15. Á
sunnudaginn kl. 14 heldur Jarl
fyrirlestur i A-sal Regnbogans
og sýnir þá stuttu myndirnar
tvær, Forvandla Sverige og
Memento mori.
„Litla
Ljot”
á svið í
Eyjum
Leikfélag Vestmannaeyja
frumsýnirá morgun 6. mars, nýtt
barnaleikrit. Það er hið sivinsæla
ævintýri „Litla Ljót” i leikgerð
Eddu Antonsdóttur og Halldóru
Magnúsdóttur og sjá þær jafn-
framt um leikstjórn og hönnun
búninga.
Leikmynd hannaði Magnús
Magnússon, Eirikur Guðnason
samdi söngtexta, Þorvaldur Hall-
dórsson æfði söng og Ólöf Heiða
Eliasdóttir aðstoðaði við dans-
atriði. Leikendur eru 18 talsins,
meirihlutinn börn og unglingar,
og hafa mörg þeirra sótt leiklist-
arnámskeið á vegum L.V.
Onnur sýning verður laugar-
daginn 7. mars og þriðja sýning
sunnudaginn 8. mars.
Flestir lcikenda i Litlu Ljót eru ungir að árum
>?&•! Ihoo: : ? « >**£' i q®, «'V jBir i
1'1 'wjft f « ||
■ 1 I J --;W i