Þjóðviljinn - 05.03.1981, Blaðsíða 15
Hringiö i sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
Allt í grænum sjó
Gisli Jóhannsson, sölumaöur
Danfoss-umboösins, skrifar
vegna pistils Hafsteins Blandon
vélaverkfræöings i Þjóöviljan-
um, Morgunblaöinu og Visi i
siöustu viku:
Nauösynlegter aö þeir áhuga-
menn um fróöleik á tengingu
hitakerfis, sem verkfræöingur-
inn vill höföa til, samkvæmt
ummælum hans, viti aö hann
ber fyrir brjósti smá fyrirtæki,
sem selur þrystiminnkara og er
þvi einn af okkar sölumönnum,
en óskar sýnilega aö þaö komi
ekki fram.
Telja veröur mjög ánægjulegt
og athyglisvert aö stungiö skuli
niöur penna um mál eins og
tengingu hitakerfa, en heföi
mátt vera með öðru hugarfari
en pistill höfundar, eins veiga-
mikið mál og um er aö ræöa fyr-
ir alla þá fjölmörgu, er tengja
hiís sin hitaveitum.
Haldin hafa veriö sjö nám-
skeiði'stillingu hitakerfa, þar af
fjögur i Reykjavik og einnig á
Isafiröi, Egilsstööum og Akur-
eyri. Hefur Byggingarþjónustan
og iðnaðarráöuneytiö staðiö aö
þessum námskeiöum, en þau
hafa i' alla staði tekist vel og
fjöldi þátttakenda oröinn á
fjórða hundrað. Leiðbeinendur
voru verkfræðingar, pipulagn-
ingameistarar og sölumenn
undir stjórn Ólafs Jenssonar,
framkvæmdastjóra Byggingar-
þjónustunnar.
Rétt er hjá vélaverkfræðingn-
um að nauösynlegt er aö halda
mismunarþrystingi yfir hita-
kerfi innan hæfilegra marka,
þegar notaðir eru sjálfvirkir
ofnlokar. Vilég þó benda honum
á, að ef nást á góöur árangur á
stillingu hitakerfis án uppblönd-
unar, er ávallt nauðsynlegt aö
jafna mismunarþrýsting yfir
hitakerfið, hvort sem um er að
ræöa sjálfvirka ofnahitastilla
eða handstillta ofnloka^t pistlin
um er réttilega lýst mismun á
svokölluðum einföldum og tvö-
földum fjarvarmaveitum, en
foröast að nefna hvaö sé mis-
munarþrýstingur innan hæfi-
legra marka, eins og hann orðar
það. Þetta hefði ég ekki taliö aö
þyrfti að fræöa hann um, en
honum heföi ef til vill verið
gagnlegt að taka þátt i nám-
skeiöinu og þá veröa einhvers
vísari m.a. um mat hlutlausra
aðila. Nokkrir verkfræðingar og
tæknifræöingar hafa veriö þátt-
takendur á umræddum nám-
skeiöum án þess aö sjá ástæðu
til að mótmæla fullyröingum
fyrirlesara um mismunarþrýst-
ing yfir kerfi eöa einstaka loka.
Þess má þó geta aö fyrirlesari
varö nokkuö fróöari aö nám-
skeiöi loknu um álit pipulagn-
ingamanna o.fl. á þrýstiminnk-
urum.
Innan hæfilegra marka telst
minnsti mögulegi mismunar-
þrýstingur yfir hitakerfiö viö
mesta álag þess, þ.e.a.s. i kald-
asta veöri. 1 venjulegu miö-
stöðvarkerfi meö dælu er al-
gengast aö mismunarþrýstingur
yfir kerfi geti oröiö mest 1—2
metra vatnssiila viö minnsta
álag, en fellur viö vaxandi álag.
Veröa þvi hönnuöir hitakerfa aö
ganga Ut frá þessum forsendum
m.a. og hefur þaö væntanlega
veriö gert viö hönnun eldri hUsa
sem nýrra, er tengjast fjar-
varmaveitum. Fjöldi eldri kerfa
eru þó hönnuð sem eigin-
þyngdarkerfi og I þeim kerfum
getur verið þörf á enn nákvæm-
ari stillingu á mismunarþrýst-
ingi.
Samkvæmt ofanrituöu er rétt
stilling þrýstijafnara, mismun-
arþrýstingur minni en 1—2
metra vatnssUla yfir hitakerfið.
Þessi stærö er stillanleg meö
membrustýröum þrýstijöfnur-
um, sem framleiddir eru og
seldir af fjölda fyrirtækja. Rétt
er, að þrýstijafnarar eru dýrari
en þrýstiminnkarar, en sá
þrýstijafnari, sem er mest seld-
ur og notaöur hér á landi, er sá
ódýrasti á markaðnum, miöað
við kröfur, sem gerðar eru um
nákvæmni. A fyrsta námskeiö-
inu, þar sem rætt var um still-
ingu hitakerfa og öllunrseljend-
um loka og stillitækja var boðiö
að kynna vöru sina, mætti véla-
verkfræðingurinn og félagi
hans, einnig voru fyrir Danfoss-
sölumenn, en aörir seljendur
sýndu ekki áhuga á málinu.
Sölumaður spuröi hann viö
þetta tækifæri, hver væri
nákvæmni stillingar þrýsti-
minnkara þeirra, er hann
kynnti, og var svariö 5 m vatns-
súla, eins og fjöldi manns varð
vitni að, en þetta er hliöstætt viö
upplýsingar um aðra
þrýstiminnkara. Reyndin er
hinsvegar sú að erfitt mun vera
að stilla þá þrystiminnkara,
sem á markaðnum eru hér á
landi, á þá nákvæmirn sem upp
er gefin. Er undirrituöum
kunnugt um, aö nákvæmari
þrýstiminnkarar finnast, en þá
á hærra veröi.
Ókostir óþarflega mikils mis-
munarþrýstings yfir kerfi eru
verulegir, þó þrýstingur sé inn-
an þeirra hámarksmarka, er
framleiöendur handstilli- og
hitastilliloka tilgreina sem
mesta þrýsting yfir lokana.
Getur þetta m.a. komið fram i
rennslissuöi i lokum og kerfinu
sjálfu, sveiflukenndri starfsemi
sjálfvirkra ofnhitastilla, þ.e.a.s.
snöggheitum eöa köldum ofnum
á vixl meö þar af leiöandi meiri
vatnsnotkun og óþægindum.
Dæmi: fáist 100% rennsli viö
þrýstihlutfall 1 og þrýstihlut-
fallið sé fjórfaldaö t.d. úr 1
metra vatnssúlu i 4 metra yfir
kerfi, eykst rennslium 100% eða
tvöfaldast. Af þessu dæmi sjá
þeir, sem áhuga hafa, aö ekki
aðeins þarf aö stilla þrýstijafn-
ara af kunnáttu, heldur einnig
þaö, að þrýstiminnkarar henta
illa til þessarar notkunar, hvort
sem um er að ræöa einfalda eöa
tvöfalda fjarvarmaveitu.
Þaö getur oröiö i mörgum til-
fellum dýr eftirleikur húsráö-
enda, ef illa teksttil um stillingu
kerfis og ekki má vænta aö
vinnan sé gefin, ef skipta þarf
um tæki.
Orðasambandiö „allt i græn-
um sjó”, var fengið aö láni hjá
öðrum leiðbeinanda á umræddu
námskeiði, þá notað um kerfi i
slæmu ásigkomulagi og á þvi
einnig viö um kerfi með þrýsti-
minnkara. Að lokum vill undir-
ritaður taka undir lokaorð véla-
verkfræðings, að miklum fjár-
mununum er varið i uppbygg-
ingu fjarvarmaveitna og þvi sé
full ástæða til aö hvetja húseig-
endur og aöra, er fyrirhuga
tengingar viö hitaveitu, að
kynna sér vel hvers eðlis hita-
kerfið er, svo velja megi hag-
kvæmustu stjórntæki i hverju
tilfelli.
Einnig þetta, tilgangur aö-
standenda margræddra nám-
skeiða hefur væntanlega verið
sá aö fá leiöbeinendur, er best
gætu miölaö upplýsingum, og þá
sérstaklega til þeirra, sem
vinna i nánu sambandi við neyt-
endur, um mikilvægi þess, aö
hitakerfi þeirra væru rétt stillt.
Við skuium vona aö þaö hafi
borið árangur.
Barnahornid
Hvað dettur
þér í hug?
Stundum dettur manni
eitthvað sniðugt í hug.
Eitthvað sem er alveg
fáránlegt og getur aldrei
gerst í raunveruleik-
anum, en er samt sniðugt.
Sumir sem fá slíkar hug-
dettur skrifa þær niður
eða teikna mynd af þeim.
Kannski getur orðið úr
þessu svolítil saga með
mynd.
Dettur ykkur ekki oft
eitthvað sniðugt í hug?
Langar ykkur ekki til að
senda okkur sögur og
myndir svoviðgetum birt
þær í Barnahorninu? Þá
geta aðrir krakkar séð
þetta sniðuga og hlegið
að því, og kannski muna
þeir þá eftir einhverju
sem þeim finnst sniðugt.
Munið þið eftir sögunni
um drekann með rauðu
augun, sem var hér í
Barnahorninu fyrir
stuttu? Sú saga birtist í
sænsku blaði, og ein
af sænsku stelpunum sem
lásu hana þar fékk þá
hugmynd að hún hefði
fundið pínulítinn dreka í
ryksugunni. Hún skrifaði
sögu um þennan
ryksugudreka, og sagan
kom í blaðinu.
Stelpan var semsé að
ryksuga f herberginu
sínu og heyrði þá allt í
einu eitthvert skrölt í ryk-
sugunni. Hún opnaði
hana og káfaði með hönd-
ina niður í allt rykið, og
rakst þá allt í einu á eitt-
hvað hart. Hún dró hönd-
ina út úr rykinu, og viti
menn! Hún hélt á pinulitl-
um og skel li hlæjandi
dreka, sem kunni að tala.
Hann sagðist eiga heima í
rykinu og heita Frits.
Stelpan vildi endilega
hafa hann í herberginu
hjá sér, og Frits
samþykkti það, en eftir
nokkra daga var hann
orðinn fölur og fár af því
að hann gat ekki án ryks-
ins verið. Stelpan setti'
hann þá aftur inn í
ryksuguna, en alltaf
þegar henni leiddist
opnaði hún ryksuguna og
náði í Frits og þau töluðu
saman og hlógu mikið.
Upp f rá þessu var stelpan
aldrei í vondu skapi.
Látið ykkur nú detta
eitthvað sniðugt í hug,
krakkar, og sendið okkur
sögur og myndir! Þið
vitið hvert utanáskriftin
e r : Þj ó ð v i I j i n n ,
Barnahornið, Síðumúla 6,
Reykjavík.
Fimmtudagur 5. mars, 1981 -ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Kór Menntaskólans viö Hamrahlfö.
Tónlist 1 kvöld
A kvölddagskránni skiptast
á tónar og talaö mál. Fjögur
tónlistaratriöi eru á dag-
skránni eftir kvöldmat.
Fyrst leikur Hólmfriöur Sig-
uröaödóttir á pianó i útvarps-
sal nokkur stutt verk eftir
Bach, Mozart og Brahms. Þá
kemur samleikur i útvarps-
sal: David Johnson og Debra
Gold leika saman á viólu og
pianó Sónötunr. 2 i Es-dúr eft-
ir Johannes Brahms.
Þriöja atriðið er söngur
Hamrahliöarkórsins undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur. Einhversstaðar las ég um
Þorgerði aö hún heföi lyft is-
lenskum skólakórsöng á æöra
tilverustig, og þaö hlýtur aö
vera hverju oröi sannara.
Kórinn syngur islensk og er-
lend lög aö þessu sinni, og tek-
ur þetta dagskráratriöi hálf-
tima.
Rúsinan I pylsuendanum er
svo Kvöídstund meö Sveini
Einarssyni. Sveinn hefur ein-
stakt lag á aö halda manni
vakandi en senda menn svo
beina leiö I ljúfan svefn um
leiö og siöustu tónarnir deyjá
út.
— ih.
Hjartað
söguvísa
Karl Agúst (Jlfsson les i
kvöld þýöingu sina á smásögu
eftir Edgar Allan Poe, „Hjart-
að söguvisa” (The Tell-Tale
Heart).
Edgar Allan Poe (1809-1849)
er liklega einn viðlesnasti
bandariki rithöfundurinn.
Þekktastur er hann fyrir
hrollvekjur sinar, sem enn i
dag koma mönnum til að
svitna og skjálfa. Hann hóf
feril sinn sem ljóðskáld, byrj-
aði mjög ungur aö yrkja og gaf
út margar ljóöabækur. Fræg-
asta kvæöi hans heitir „Hrafn-
inn”. Þaö verk hans sem flest-
ir munu telja meistarastykk-
iö er sagan „The Fall of the
House of Usher”.
Poe fékkst einnig viö bók-
menntagagnrýni og ritstýröi
nokkrum timaritum. Hann
átti viö sjúkdóm aö striöa og
Edgar Allan Poe
• Útvarp
kl. 20.30
var af mörgum álitinn
geggjaður, en traustar heim-
ildir segja sögurnar um hann
séu flestar tilbúningur, oft frá
honum sjálfum kominn.
—ih
Úr garði Hegningarhússins viö Skóla vöroustig.
Úr fangelsi
í fangahjálp
Jóhann heitir maöur og er
■Viglundsson. Á árabiiinu
1957—75 var hann aöallega
þekktur fyrir aö strjúka úr
fangclsum. Nú hefur hann
hinsvegar snúiö blaöinu viö og
hafið nýtt og betra lif.
Helgi Pétursson frétta-
maður hefur viöað aö sér
ýmiskonar efni um feril
Jóhanns, gömlum viötölum og
fréttaklausum, og sett saman
þátt sem sendur veröur út i
kvöld undir nafninu Hvað svo?
— Jóhann var hér áður fyrr
hálfgeröur „Billy the Kid”
okkar Islendinga, — sagði
Helgi. — Hann hóf feril sinn
sautján ára, þá var hann fyrst
dæmdur i fangavist, árið 1957.
Hann var alltaf öðru hverju.i
fréttum allt fram til 1975 og
•Útvarp•
ikl. 21,10
jafnvel lengur. I fyrra afplán-
aöi hann sinn síðasta dóm, og
stakk þá viö fótpm.
Hann starfar nú sem
húsvöröur og starfsmaöur
fangahjálparinnar Verndar,
og vinnur ötullega aö málefn-
um hennar. I þættinum ræði
ég viö Jóhann um lifshlaup
hans, bæöi meðan hann var
„hinum megin” viö lögin og
núna eftir að hann venti sinu
kvæði i kross. Jóhann segir
skemmtilega frá og ég held að
ýmislegt fróðlegt komi fram i
þessuni þætti, — sagöi Helgi.
— ih