Þjóðviljinn - 07.03.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Qupperneq 5
Helgin 7,-8-. mars, >1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 r TILP^ÖBh Pabbar ganga i sokkum svo að ekki sé hægt að sjá að þeir eru loðnir á fótleggjunum. Sara Pabba minum finnst best að ganga í gömlum peysum með olnbogana út úr. Hann segir að olnbogarnir geti ekki dregið andann ef götin væru ekki Rebekka 11 ára Pabbi minn er með hárkollu til þess að fela mánann sinn. A hverju kvöldi fer pabbi út til þess að fá sér nokkur bjórglös með kunningjunum. Svo verður mamma alveg vitlaus. Billinn hans er ljósblár Renault 12. Ég held að hann hafi ekki áhuga á neinu öðru en bilum og bjór. Sandra 11 ára Ef eitthvað er horfið þá veit ég að pabbi er heima. Og ef þú held- ur að maður geti haft eitthvað i friði fyrirhonum þá þekkir þú sko ekki pabba minn. Lisa 10 ára Það er merkilegt sem pabba finnst mest gaman að. Það er að keyra bfl. James 8 ára Pabbi er alltaf rólegur. Hann yrði ekki einu sinni hissa þó að himininn dytti niður. Lorena 11 ára Það væri mjög sorglegt ef ég missti hann pabba minn. Hann hjálpar mér alltaf að reikna heima. Jaines 11 ára Pabbi elskar mig meira en allt annað i heiminum. Claire 9 ára Pabbi minn er latur af þvi að hann liggur alltaf á sófanum. Billie 6 ára Hérna i húsinu veröa allir að hafa sinar skyldur og hjálpast að, segir pabbi minn. Og meðan við sláum blettinn liggur hann á sóf- anum og horfir á sjónvarpið. Julie 11 ára Ef við hefðum ekki pabba væri enginn agi á heimilinu. Og það væri slæmt. Tony Matrin 12 ára MANNFAGNAÐUR FERMING Kalda boróiö frú Hlíöarenda cr öóruvísi. Viö scndum þaö hcitn á fötiun og í skálum hönnuöum af Hauki Dór. ^ Vcrö kr. 96.— ^LlÐAR€NDl ÞARFT ÞÚAÐ HALDA: stjórnarfund, kokkteil- partí, blaðamannafund, aðalfund, brúðkaup, fermingu? Þá skaltu halda hann á HLÍÐARENDA í hádegi. Við leigjum út salinn frá kl. 10.00f.h.—17.00. Munið: Hjá okkur eru allar veitingar. HLÍÐARENDI OPNARKL. 18.00 ÖLL KVÖLD. BORÐAPANTANIR FRÁKL. 14.00 t SÍMA 11690. BRAUTARHOLTI 22. Sean 8 ára Pabbi minn er næstum 2 metrar. Hann er mörgum sinnum staarri en þú. David Pabbarnir passa bilana sina vel. Þeir halda alltaf að mömmurnar skemmi þá. Emma 10 ára Pabbi minn er alltáf að skamma mömmu þegar hún keyrir. Beygðu til vinstri núna. Beygðu til hægri. Þú keyrir of hart. Þú keyrir of hægt. En þegar hann sjálfur er að keyra gerir hann nákvæmlega það sama og hún. Farhad 8 ára Pabbarnir eru ágætir i að rótast i bilnum og svina svo allt út þegar þeir koma inn. Joanne 11 ára Pabbi vill vera i þægilegum föt- um, t.d. gömlum flauelisbuxum og frottéskyrtu. En hann verður hálf druslulegur — svo að við sjá- um um að hann klæði sig al- mennilega. Emma 10 ára Pabbi minn er alltaf réttlátur. Ef eitthvað kemur fyrir er það mér að kenna. Michael 12 ára Pabbi minn er svo góður og fal- legur. Þegar hann kemur þreytt- ur heim frá vinnunni lifnar hann allur við þegar hann sér okkur. Nadia 12 ára Ég þakka þér fyrir kæri Guð fyrir að finna upp pabba. C. Matthews Þegar ég á fri úr skólanum og hann á fri úr vinnunni tölum við mikið saman. Þó að hann sé dauðþreyttur er hann tilbúinn til að hlusta á vandamálin min. Og alltaf getur hann gefið mér góð ráð. Barbara 11 ára 1891-1981 Málefni aldraðra Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur borgarafund um málefni aldraðra að Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 7. marz klukkan 14.00. Fundurinn er öllum opinn. Þeirra hlutskipti í dag, verður okkar á morgun. Hvernig búum við að þeim sem arfleiddu okkur að velferðarþjóðfélaginu? Eru kjör þeirra í samræmi við hugmyndir æskunnar um eigið ævikvöld? Frummælendur verða: Skúli Johnsen borgarlæknir. Adda Bára Sigfúsdóttir, formaöur heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Albert Guðmundsson alþingismaður. Ásthildur Pétursdóttir húsmóðir. Pétur Sigurðsson aiþingismaður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.