Þjóðviljinn - 07.03.1981, Page 22

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Page 22
-22 SÍÐA —*ÞJJÖD5riCjlNN Helgin 7..A-8. fnars', 1981. erlendar bækur Goethe: Wilhelm Meist- ers Lehrjahre. Herausgegeben von Erich Schmidt. Mit sechs Kup- ferstichen von Catel. Sieben Musikbeispielen und Anmerk- ungen. Insel Verlag 1980. Þessi skáldsaga er fyrsti raun- verulegi „Bildungsromaninn”, i þýskri bókmenntasögu. Upp- byggileg og þroskandi bók, ætluð uppvaxandi borgarastétt. Sagan var gerð fyrir frönsku byitinguna ogsögusviðið er frá þeim timum, áður en hvirfilvindar byltingar- innar skullu á, timum sem ein- kenndust af logni fyrir storm. Til- finningastefnunnar er tekið aö gæta, réttur einstaklingsins og ábyrgð, leitin að kölluninni, manndómsþroskinn o.s.frv. eru áberandi i sögunni af áðalpersón- unni, sem stefnir að þvi i fyrstu að verða leikritaskáld en sættir sig við annað hlutskipti i sögulok. Hann endar reyndar með þvi að finna köllun sina i læknisstarfa i siðari hluta sögunnar sem kom út 1829. Þessi saga kom fyrst út á ár- unum 1795—96. Wilhelm Meister er einn þáttur- inn i skáldferli Goethes. Fjöl- breytileiki verka hans er einstak- ur og leiðin l'rá „Sturm und Drang”, rómantikinni og til þeirrar heiðrikju sem einkenndi siðari verk hans og ljóð gerir hann einstakan meðal skálda. Insel útgáfa ýmissa verka hans er einkar smekkleg. Hemito von Doderer: Die Erzahlungen. llerausgegeben mit einem Nach- wort versehen von Wendelin Schm idt-I)engler. Deutscher Taschenbuch Verlag 1980. Hemito von Doderer var meðal merkustu rithöfunda i Austurriki um miðja þessa öld. Hann varð fyrst verulega kunnur eftir að „Die Strudlhofstiege” kom út 1951 og „Die D'dmonen” 1956. I þessari bók er safnað saman smærri sögum, smásögum og frá- sögnum Doderers, sem hafa áður birst i smærri söfnum hans. Doderer varð fyrir miklum áhrif- um af Robert Musil, einkum þykjast menn geta greint áhrifin frá höfuðverki Musils: Der Mann ohne Eigenschaften á stil Doder- ers. Þvi fer þó fjarri að hér sé um eftiröpun eða eitthvað slikt að ræða. Hann iærði af Musil, enda liggur það fyrir flestum sem lesa verk hans. Doderer ólst upp i Vin?i-borg, tók þátt i fyrri heimsstyrjóldinni og var tekinn höndum af Rússum og var strfðsfangi i Rússlandi frá 1916—20. Hann stundaði sögunám og birti fyrstu skáldsögu sina 1930. Charles de Coster: Thyl Ulenspiegel. Die Legende und die helden- haften, frölichen und ruhmreichen Abenteuer von Ulenspiegel und Lamme Goedzak im flandrischen Lande und anderswo. Deutscher Taschen- buch Verlag 1977. Fyrst er Ugluspegill kunnur um 1478, fyrstu sögurnar af honum eru prentaðar i Strassburg 1515. Frá þeim tima hafa margir fjall- að um þetta fyrirbirgði, aukið viö og breytt sögunum. Sú gerð sem kunnust varö, var unnin af Charles de Cester, belgiskum höfundi á 19. öld og þar er sú gerö sem hér er prentuð. 1 þessari gerö gerist sagan á dögum Fillippusar II. Á dögum frelsisbaráttu Hol- lendinga gegn Spánverjum og Rannsóknarréttarins. Þetta er veröldin i spéspegli, en myndin i þeim spegli verður bæöi kátleg og tragisk. Tréskurðarmyndir Masereels eru i texta og Roman Rolland skrifar hugleiöingar um verkið i bókarlok. Walter Widmes þýddi bókina af frönsku. VERÐLAUNAKROSSGATA Nr. 261 / T~ ~3 ? i> Ip T 1 T~ 52 <7 10 1/ ? 3 U 13 l¥ S2 // AT 17T~ 13 52 W~~ W 10 52 1S 3 52 7 1S 20, » M "c1 21 / 0 2/ /5' T~ ii d 20 12 13 V 3 22 21 1<7 2Ð T~ w V ? 2V 2S ¥ 23 13 52 l 22 7 17 23 12 5? 52 7 20 >s~ 52 8 1 T~ 52 22 1 8 7 17- 5? W 13 W ? U 3 3 52 /3 T~ 7 23 l(p 52 K /s- 17 8 52 1 20 23 3 V 5/ T~ !(, 2¥ 52 & 2$ T~ 17 22 52 9 2 2? 7 23 13 ¥ lb 52 22 / 52 22 23 13 s 23 52 2¥ W ld g /3 52 3o Up (p ? /7 13 T~ 'é> 17 8 U 31 V !b 23 2¥ 23 52 3 2? 1(P 23 13 7 8 )¥ zo é /6 / g 52 lb ll W~ 8 3 23 S2 20 13 T~ í B D Ð E É F G H I í J K L M N 0 Ó P R S T U u V X í Þ Æ Ö s 8 3 29 10 3 23 /9 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gef iðog á því að vera næg h jálp, því að með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa staf i hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Setjið rétta stafi í reitina hér til hliðar. Þeir mynda þá nafn á kvæði eftir Einar Benediktsson. Sendið þetta nafn sem lausn á kross- gátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: ,,Krossgáta nr. 261". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. Verðlaun að þessu sinni eru bókin Auðnuleysingi og Tötruhypja eftir Málfríði Einarsdóttur sem bókaút- gáfan Ljóðhús gefur út Verðlaun fyrir krossgátu 257 hlaut Guðmundur Ólafsson Laugalæk 3, Reykjavík. Verðlaunin eru bókin Vitnið sem hvarf. Lausnarorðið er Hjalteyri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.