Þjóðviljinn - 13.03.1981, Side 1
UÚÐVIUINN
Hœstiréttur hnekkti úrskurði
sakadóms í Dagblaðsmálinu:
Ekki ástæða til
rannsóknarinnar
Föstudagur 13. mars 1981 —60. tbl. 46. árg.
að mati rikissaksóknara
Leikarar og aðstandendur Punktsins horfa glaðir á pakkana . með filmunum. Stundin er runnin upp,
verkinu endanlega lokið. Árangurinn sést I kvöld á frumsýningunni og áfram næstu vikur. Ljósm: eik.
Jafnréttisráð um Dalvíkurmálið:
Veiting lyfsölu-
leyfisins átalin
Frumsýning
í Háskólabíói
i kvöld
Punktur,
punktur,
komma,
strik
Það rikti spenna i Leikhúskjall-.
aranum siðdegis i gær. Þangað.
voru komnir leikarar, blaðamenn
og aðstandendur kvikmyndarinn-
ar Punktur, punktur, komma,
strik, og biðu þess i ofvæni að þeir
Þorsteinn Jónsson kvikmynda-
leikstjóri og Siguröur Sverrir
Pálsson kvikmyndatökumaður
birtust með filmurnar af Punktin-
um, glóðvolgar að utan.
Þeir félagar birtust á réttu
augnabliki og er ekkert þvi til
fyrirstöðu að Punkturinn verði
frumsýndur i kvöld kl. 9 i
Háskólabiói.
Kvikmyndin byggir sem
kunnugt er á metsölubókum
Péturs Gunnarssonar annarri
með sama heiti, hin ber nafnið Ég
um mig, frá mér til min. Þar er
stráknum Andra fylgt frá unga
aldri fram á unglingsárin, meö
öllum þeim tilbrigðum sem fylgja
þvi að uppgötva heiminn.
Að myndinni unnu um 300
manns ef allt er talið og ef öllum
er innanbrjósts eins og honum
Pétri Jónssyni sem leikur fitla
strákinn Andra, þá er ekki að efa
að eftirvæntingin verður mikil
þegar tjaldið veröur dregið frá.
Pétur sagðist vera spenntur, en
gaf litið út á það hvort hann ætti
eftir að verða heimsfrægur kvik-
myndaleikari.
Punkturinn veröur sýndur i
Háskólabiói og Laugarásbiói
næstu vikur, en aðstandendur
segja að 55000 áhorfendur þurfi að
sjá myndina til þess að hún standi
undir sér.
Þeir Þorsteinn Jónsson og
Sigurður Sverrir Pálsson sem eru
þeir einu hér sem hafa séð mynd-
ina fullgerða sögðust mjög
ánægðir með útkomuna; þetta
hefði alltaf átt að verða góð mynd
og það væri hún. —ká
30%
hækkun
næsta
haust?
Aætlað er að rikisútvarpið
þurfi 30% hækkun á afnota-
gjöldum þann 1. sept. n.k. til
þess að rekstur þess verði
hallalaus i ár, en niðurstöðu-
tölur fjárlaga miðuðust við
aðhækkunin 1. sept. yrði 6%.
Þá er talið að hækka þurfi af-
notagjöld aukalega um 10%
til að greiða niður halla
siðustu 2ja ára og kæmi slik
hækkun ofan á afnotagjöldin
næstu 5 ár.
Þessar upplýsingar komu
fram iumræðum um málefni
rikisútvarpsins utan dag-
skrár á Alþingi I gær. Þar
var þess ma. getið, að halli á
rekstri rikisútvarpsins i
fyrra hefði numið 12 miljón-
um króna og hefði
rikisstjórnin veitt útvarpinu
5,7 miljón króna lán vegna
þessa.
Jafnréttisráð f jallaöi i gær um
veitingu lyfsöluleyfisins á Dalvik
og i einróma niðurstöðu ráösins
er leyfisveitingin átalin og segir
að af gögnum málsins „verði tæp-
ast annaö séð en að um mismun-
un sé að ræða hvort sem hún er
vegna kynferöis eða af öðrum
ástæðum”. Þó telur ráöiö aö
„vegna strangra sönnunarreglna
gæti reynst erfitt aö sanna að um
hafi verið að ræða brot á jafn-
réttislögunum”. Þá áminnir ráðið
stjórnvöld um að ganga á undan
með góðu fordæmi í þessum efn-
um og telur að leyfisveiting þcssi
hvetji konur ekki til þess að sækja
um ábyrgðarstöður.
Guðriður Þorstcinsdóttir, lög-
fræðingur og formaður Jafn-
réttisráðs sagði i gær að ráðið
væri sammála umsagnaraðilun-
um um að Freyju hefði borið
leyfið og af þvi að hún hafi ekki
fengið það hlyti ráðið að draga þá
ályktun að um mismunun væri að
ræða. Hins vegar vildi ráðið ekki
fullyrða neitt um ástæður þess.
„Það mætti ýmislegt að þessari
niðurstöðu finna, einkum það að
ráðiö tekur ekkert tillit til þess
meginatriðis lyfsölulaganna að
störf að lyfjagerö og lyfjaverslun
skulihafa forgang þegar metin er
hæfni manna við veitingu lyfsölu-
leyfis og að aðeins megi veita
slikt leyfi vegna reynslu á öðrum
sviðum i undantekningatilfell-
um”, sagði Svavar Gestsson,
Hvetur konur
ekki til að sækja
um ábyrgðar-
stöður
Guðriður sagði að aðalgallinn á
jafnréttislögunum væri sá hversu
erfitt væri að sanna brot á þeim. t
lögunum er kveðið á um að
óheimilt sé að mismuna starfs-
mönnum eftir kynferði og á það
við laun, ráðningu o.fl. Sagði
Guðriður að mjög erfitt væri að
sanna að um kynferðismismunun
væri að ræða þvi menn bæru yfir-
leitt eitthvað annað fyrir sig.
Minnti hún á dóm Hæstaréttar frá
1978 i Alþingismálinu svonefnda
þar sem ekki var talið sannað
að um brot á lögum um launa-
jöfnuð karla og kvenna væri að
ræða.
1 greinargerð Jafnréttisráðs
segir að nauðsynlegt sé að endur-
heilbrigöisráðhcrra eftir að hann
fékk greinargerð Jafnréttisráðs i
hendur.
„Ég taldi þvi og tel enn að ég
hafi ekki áttneinna annarra kosta
völ en að veita lyfsöluleyfið eins
og ég gerði og hefði þó sjálfsagt
margur freistast til þess að losna
undan þvi stappi og striði sem
fylgt hefur þessu máli með þvi aö
velja annan kost,” sagði hann.
„Jafnréttisráð gagnrýnir fyrst
og fremst jafnréttislögin og telur
að ekki sé hægt að sanna brot á
þeim. Samt átelur ráðið leyfis-
skoða jafnréttislögin og sagði
Guðriður að aðalgallinn á þeim
væri einmitt þessi erfiða sönn-
unarbyrði. Hins vegar sagði hún
að Jafnréttisráð væri ekki tilbúið
með neinar tillögur um breyt-
ingar á lögunum, en margt hefði
verið rætt, m.a. hvort setja eigi
lög um aö leita beri umsagnar
Jafnréttisráðs þegar um opin-
berar stöðuveitingar er aö ræða
og bæöi karl og kona sækja. Þá
hefur einnig verið rætt um tima-
bundin forréttindi kvenna eða
jákvæða mismunun eins og það
hefur einnig verið kallaö og sagð-
ist Guðriður telja jákvætt ef menn
færu að ræða þau mál og velta
þeim fyrir sér, en hvorki hún sjálf
né Jafnréttisráð hefði gert upp
hug sinn i þvi efni.
— A1
Sjá síðu 3
veitinguna og færir engin lagaleg
rök að þvi. Það er ekki við mig aö
sakast heldur Alþingi um það
hvernig jafnréttislögin eru úr
garöi gerð. Ég hef látið það koma
fram áöur og það löngu áöur en til
jjessa kom að ég tel nauðsynlegt
að endurskoöa jafnréttislögin og
gera þau virkari. Ég fagna þvi að
Jafnréttisráð er mér sammála
um þetta meginatriði og niður-
staða þess er að minu mati enn
ein visbendingin um nauðsyn
slikrar endurskoðunar.”
— AI.
Hæstiréttur felldi i gær úr gildi
úrskurð sakadóms Keykjavíkur
um aö tveimur blaðamönnum
Dagblaðsins væri gert skylt að
segja til heimildamanna sinna og
dæmdi þeim þúsund krónur hvor-
um i kærumálskostnaö. Þessi
niðurstaöa Hæstaréttar tekur
ekki til þess meginatriöis hvort
blaöamönnum sé skylt að segja til
heimildarmanna sinna, heldur
byggist hún á þvi að rikissak-
sóknari teiur ekki ástæöu til að
halda rannsókn málsins áfram.
1 greinargerð rikissaksóknara
sem rakin er i dómi Hæstaréttar
kemur fram að embætti hans
haföi engin afskipti af framvindu
þessarar rannsóknar og var
embættinu ókunnugt um hana.
Segir þar ennfremur að megin-
efni fréttar Dagblaðsins hafi
beinlinis verið rangt og þvi hafi
rannsóknin ekki miðað að þvi að
upplýsa hver hafi brotið trúnað
heldur hver hafi gefið
blaðamönnunum rangar upplýs-
ingar. Tilgangur hennar sé þvi
hæpinn, auk þess sem ekki hefur
verið leitt i ljós eða þvi haldiö
fram að fréttin hafi tálmað
rannsókn Keilufellsmálsins. Vægi
opinberra hagsmuna við úrlausn
þessa ágreiningsefnis sé þvi
nokkuö á huldu. Kemst rikissak-
sóknari að þeirri niöurstöðu að
ekki sé ástæða til að fara fram á
að blaðamennirnir beri vitni.
Hvorki Þórður Björnsson,
rikissaksóknari né
ilallvarður Einvarðsson,
rannsóknarlögreglustjóri, sem
fór fram á rannsóknina, vildu tjá
sig um dóminn i gær. Þó vildi
Halivarður láta þess getið að þó
fréttDagblaðsins hefði verið röng
efnislega, þá hafi umrætt samtal
hinnar grunuðu og safnaðarfor-
mannsins átt sér stað og þaö hefði
veriö trúnaðarmál.
— AI.
Frestur er á illu
bestur?
Sjáif-
stæðis-
menn
fresta
lands-
fundi
A fundi miðstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins i gær var
ákveðið að fresta landsfundi
flokksins sem átti að vera i
vor, til haustsins. Verður
fundurinn haldinn dagana 29.
okt. til 1. nóv.
Höfuðástæðan fyrir
þessari frestun er bersýni-
lega sú, að miðstjórnarmenn
leysa fyrir þá þau
forystuvandamál, sem
flokkurinn stendur frammi
fyrir.
Haft er eftir Geir
Hallgrimssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins, að ein
ástæðan fyrir frestun sé sú,
að stjórnmálaviöhorfiö sé nú
mjög óljóst, en muni þaö
væntanlega skýrast þegar á
árið liður. I annan stað telur
Geir, að þar eð reynt væri nú
að sameina flokkinn, þá væri
frestun að þvi leyti hagkvæm
aö ef til vill muni ágreinings-
efni eyðast áður en að haust-
fundi kæmi.
Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra
Ráðið sniðgengur megin-
atriðið í lyfsölulögunum
Þar er gert ráð fyrir að störf að lyfjagerð og lyfjaverslun
skuli hafa forgang