Þjóðviljinn - 13.03.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mars 1981.
Þörir Steingrimsson og Herdís Þorvaldsdóttir i hlutverkum sin-
um i „Dags hriðar spor".
Síðasta sýning á
Dags hríðar sporum
N.k. miðvikudag 18. mars
verður siðasta tækifærið til þess
að sjá uppsetningu Þjóðleikhúss-
ins á DAGS HRÍÐAR SPORUM
eftir Valgarð Egilsson. Uppfærsla
Brynju Benediktsdóttur og Erl-
ings Gislasonar á þessu leikriti
hefur vakið athygli og þykir
nýstárleg og skemmtileg.
DAGS HRÍÐAR SPOR var
frumsynt á Litla sviðinu I Þjóð-
leikhúskjallaranum snemma i
nóvember s.l., en sýningin var
siðar flutt á stóra sviðið vegna
mikillar aðsóknar.
DAGS HRIÐAR SPOR er mein-
hæðin ádeila á fslenskt samfélag
og koma fulltrúa hinna ýmsu
þjóðfélagshópa, við sögu, en i
aðalhlutverkunum eru að sjálf-
sögðu þeir sem öllu ráða. Og und-
ir gamansemi og háði má greina
alvöruna, ugg um framtið
Islensku þjóðarinnar.
Með hlutverk i leiknum fara
Herdis Þorvaldsdóttir, Rúrik
Haraldsson, Þórir Steingrimsson,
Flosi Olafsson, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Arni Blandon,
Helgi Skúlason, Helga Bach-
mann, Sigurður Sigurjónsson,
Leifur Hauksson, Benedikt Arna-
son, Erlingur Gislason, Benedikt
Arnason, Guðjón Ingi Sigurðsson
og JUlius Brjánsson.
Leikmyndin i DAGS HRIÐAR
SPORUM er eftir Sigurjón Jó-
hannsson og Ingvar Björnsson sér
um lýsinguna.
Háskólakórinn
á Vestfförðum
Iláskólakórinn heimsækir Vest-
firði um þessa helgi og heldiur
tónleika á Flateyri i kvöld, föstu-
dag kl. 21, á ísafirði á morgun kl.
17 og i Bolungarvik á sunnudag-
inn kl. 17. Auk þess syngur kórinn
við messu á isafirði á sunnudag.
Háskólakórinn er blandaður
kór og hefur starfað óslitið frá
1973. Lengstaf hefur Rut Magnús-
son stjórnaö og leiðbeint kór-
félögum, en núverandi söngstjóri
er Hjálmar H. Ragnarsson. Kór-
inn hefur ekki heimsótt Vestfirði
áður, en fyrir réttu ári ferðaðist
hann um Austurland, og einnig
hefur hann farið i söngferðir til
útlanda.
Á efnisskrá kórsins eru
stúdenta- og gleðisöngvar, þjóð-
lög og ný verk, m.a. eftir fimm
vestfirsk tónskáld: Jónas Tómas-
son eldri og yngri, Jakob Hall-
grimsson, Jón Asgeirsson og
Hjálmar H. Ragnarsson.
Hljómplata með
Gretti
Næstu daga er væntanleg ný
hljómplata með lögunum úr
gamansöngleiknum Gretti, sem
Leikfélag Reykjavikur hefur sýnt
við afbragðs viðtökur frá því I
haust. SG-hljómplötur gefa plöt-
una dt.
Aðeins fáar sýningar eru nú
eftir á Gretti, sem nú er farið að
sýna kl. 9 i Austurbæjarbiói i stað
miðnætursýninga. Næsta sýning
er i kvöld og síðan á miðviku-
dagskvöld, en uppselt hefur verið
á undanfarnar miðvikudagssýn-
ingar.
Þessi grinleikur þeirra Þórar-
ins Eldjarns, Egils Olafssonar og
Ólafs Hauks Simonarsonar hlaut
góðar umsagnir á sinum tima.
Alls koma fram 16 leikarar
söngvarar og dansarar i Gretti. í
stærstu hlutverkum eru Kjartan
Ragnarsson, Jón Sigurbjörnsson,
Harald G. Haraldsson, Ragn-
heiður Steindórsdóttir, Hanna
Sigurveig Jónsdóttir og Jón
Sigurbjörnsson i hlutverkum for-
eldra Grettis.
María Karlsdóttir, Sigurveig
Jónsddttir og Egill ólafsson.
Afmæli
Svavar Arnason varð sjötugur
11. mars sl. Svavar er fæddur á
Borgarfirði eystra árið 1911 en
fluttist þaöan 17 ára gamall til
Seyðisfjarðar. Þar hóf hann sjó-
mennsku, sem hann stundaði allt
frá árinu 1924 til 1979, oftast sem
vélstjóri. Til Reykjavikur fluttist
hann árið 1940 og hefur átt þar
heima siðan.
Sjötugur
Jónas Sigurðsson
skólastjóri
Navigare necesse est vivere
non est necesse: Nauðsynlegt er
að sigla, ekki er nauðsynlegt að
lifa, eða meö öðrum orðum: Það
er lífsnauðsyn að sigla. Svo mælti
rómverski stjórnmálamaðurinn
Pompejus þegar hann beitti mál-
snilld sinni til að hafa uppi áróður
fyrir eflingu rómverska flotans.
Svipað geta Islendingar með
sanni sagt. Fáum þjóðum er eins
mikil nauðsyn og þeim að eiga
örugga og góða skipstjórnar-
menn. Sá er þó munurinn að
Rómverjar notuðu flota sinn til að
herja á nágranna sina, einkum
Púnverja eða Karþagómenn, en
íslendingar nota skipaflota sinn
til að afla sér lifsviðurværis úr
hafinu og sækja sér varning til
annarra landa um óravegu hafs-
ins jafnframt þvi sem þeir fiytja
öörum þjóðum hinar hollu og
næringarriku sjávarafuröir sem
þeim eru svo nauðsynlegar.
Islendingar hafa aðeins háð eina
sjóorrustu — að undanskildu
þorskastriðinu — Flóabardaga
1244. Þá börðust ófriðaraöilar
meö grjóti og komu lemstraðir að
landi með engan árangur. Þannig
fer jafnan fyrir þeim sem hyggj-
ast skera úr deilumálum sinum
með vopnum, hvort sem þau eru
öflug eöa vanburðug, göfug eða
ógöfug. Þannig fór og fyrir Róm-
verjum þrátt fyrir þann flota,
sem Pompejus vildi efla. Riki
þeirra leið undir lok.
En lslendingum er lifsnauösyn
að sigla og þeir hafa á tima þeirr-
ar kynslóðar, sem senn hefur lok-
ið ævistarfi sinu, náð ótrúlegum
árangri við að efla skipastól sinn,
bæöi fiskiskipa- og farskipaflota.
En þaö er ekki nóg að eiga öflug-
an skipastól búinn fullkomnum
siglinga- og öryggistækjum. Þaö
þarf einnig færa og vel menntaöa
skipstjórnarmenn til að sigla
skipunum af öryggi i þoku og
dimmviðri um veðrasöm fiskimið
við strendur landsins og yfir
stormi ýfð úthöf milli landa. Og
þá kem ég að hlut þess sem þess-
ar linur eru tileinkaðar: Jónasi
Sigurðssyni skólastjóra Stýri-
mannaskólans i Reykjavik, en
Jónas er sjötugur I dag.
Jónas fæddist að Asi i Garða-
hreppi sunnan Hafnarfjarðar 13.
mars 1911. Foreldrar hans voru
Guðrún Arnadóttir og Sigurður
Jónasson bóndi að Asi og sjómað-
ur. Hann fórst með togaranum
Geir 1912 þegar Jónas var aðeins
eins árs. Og fleiri af ættingjum
Jónasar hlutu hinstu hvilu hjá
Ægi.Bróðir hans, Asmundur, fórst
þegar Þjóðverjar skutu Reykja-
borgina i kaf 1941, i heimsstyrj-
öldinni siöari. En þrátt fyrir örð-
ugan fjárhag braust Jónas áfram
til framhaldsnáms. Hann lauk
stúdentsprófi 1930 og hóf þá verk-
fræðinám við Technsche Hoch-
schule i Darmstadt i Þýskalandi.
Þaöan lauk hann fyrrihlutaprófi I
vélaverkfræði 1933. Bræður hans
munu hafa styrkt hann að nokkru
til náms. En nú var heimskrepp-
an i algleymingi og i stað þess að
halda áfram verkfræðinámi lá
leið Jónasar á sjóinn, máski i
þeirri von að afla sér fjár til
framhaldsnáms. En hann varð
áfram vandabundinn sjónum.
Hann hóf nám i Stýrimannaskól-
anum, lauk þar fiskimannaprófi
1940 og farmannaprófi 1941. Um
áramótin 1942 og ’43 varð hann
fastur kennari við Stýrimanna-
skólann. Um eins árs skeið stund-
aði hann framhaldsnám við Uni-
versity of California til aö búa sig
undir að taka við kennslu við
Stýrimannaskólann. Heims-
styrjöldin iokaði námsleiðinni til
austurs. Þannig má segja að
kreppan og heimsstyrjöldin hafi
hvor um sig i sameiningu orðið
þess valdandi að Jónas lauk ekki
verkfræöiprófi en hóf störf I Stýri-
mannaskólanum, fyrst sem
kennari i 20 ár og siöar skólastjóri
i hartnær önnur 20 ár, eða frá
1962. Hvort Jónas harmar nú á
þessari stundu að mál skipuðust
þannig, veit ég ekki — ég efa ekki
að hann hefði orðiö góður verk-
fræðingur, sá reikningshaus sem
hann er — en hitt veit ég, aö það
var happ islenskri sjómannastétt
að fá hann til fræðslustarfa.
Þannig sannast hið fornkveðna að
fátt er svo með öllu illt að eigi
boði nokkuð gott úr þvi aö heims-
kreppan, sá lifsins bölvaldur, gat
þó fært islensku sjómannastétt-
inni þennan ávinning.
Það er vandasamt verk að
stjórna skóla svo vel fari. Það
starf er ofið mörgum þáttum.
Einn er sá að sjá um ytri búnað,
húsnæði og tæki, og stjórna fjár-
reiðum. Jónas hóf kennslu i
gamla skólanum við öldugötu en
hélt svo áfram i nýja skólanum
við Skipholt og þar tók hann við
skólastjórn 1962. Hús þetta var
reist á striðsárunum og eins og
titt er um hús frá þeim tima er
það ekki að öllu leyti vandað þó að
það sé glæsilegt aö ytra útliti, t.d.
varum timatöluverð ágjöf inn um
glugga. Sjómenn eru sliku ekki
með öllu óvanir, en með þeirri
ýtni og rósemd sem Jónasi er lag-
in hefur honum tekist að koma
viðhaldi hússins 1 viðunandi horf
bæði hið ytra og innra.
Þó að húsið sé ekki eldra en
raun ber vitni er það ekki hannað
fyrir öll þau siglingatæki sem
komið hafa fram á sjónarsviðið
siðustu áratugina. Þess vegna
reyndist nauðsynlegt að byggja
nýtt tækjahús. Það er i senn fyrir
Stýrimannaskólann og Véiskól-
ann, eins og reyndar hitt húsið er.
1 skólahúsinu við Skiphoit, sem
kallað hefur verið Sjómannaskól-
inn, hafa verið 3 skólar: Stýri-
mannaskólinn i Reykjavik, Vél-
skóli tslands og að nokkru leyti
Hótel- og veitingaskóli Islands. Þó
aö aðrir geti að sjálfsögðu betur
dæmt um það hygg ég að milli
stjórnenda þeirra skóla hafi
ávallt verið góð samvinna. Og af
þvi að ég þekki skapgerð Jónasar
get ég fullyrt að hlutur hans i þvi
samstarfi hafi ekki verið hvað
sistur.
A liðnum árum hefur Jónas oft
farið tii annarra landa að kynna
sér starf hliðstæðra skóla og nú á
seinni árum nær árlega setið ráð-
stefnur stjórnenda sjómanna-
skóla á Norðurlöndum. Hann hef-
ar þvi fylgst vel með nýjungum i
kennslu og stjórn hliðstæðra
skóla, enda eru próf frá Stýri-
mannaskólanum i Reykjavik
viðurkennd meðal allra annarra
þjóða.
Einn vandasamasti þáttur i
stjórn skóla er hið innra starf,
samstarf skólastjóra, kennara og
nemenda. Ég hygg að ég geti
mælt fyrir munn allra kennara
sem starfað hafa við Stýrimanna-
skólann I skólstjóratið Jónasar að
viðskipti hans viö kennara hafi
verið með ágætum. Og næst þvi
að eiga góða konu er það manni
kannski mest gæfa á lifsleiðinni
aö eiga góða samstarfsmenn,
góða vinnufélaga. Þaö hefur að
minnsta kosti veriö mér ómetan-
iegt að eiga þennan trausta bak-
hjarl, mæta daglega hans ljúfa
viðmóti og lipurð. Ég hef þvi mið-
ur aldrei setið i kennslustund hjá
Jónasi svo að ég get ekki af eigin
raun dæmt um kennsluhæfileika
hans, en ég efa ekki að þar hafa
bestu hæfileikar hans notið sin
vel: gáfur, skýrleiki og lipurð.
Hitt get ég dæmt um af eigin raun
að Jónas hefur alltaf látiö sér á-
kaflega annt um hag nemenda
sinna. Sumum hefur stundum
þótt hann óþarflega eftirlátur við
nemendur ef þeir vildu fá fri um
tima til að fara á sjó að afla sér
fjár. Astæðan fyrir þessu hygg ég
að sé sú að Jónasi var kreppan
alltaf ofarlega i huga og féleysi
sitt á unga aldri. Þó að Jónas sé
mikill talnameistari gleymir
hann aldrei hinum mannlega
þætti. Slikt er þeim hollt að Ihuga
sem halda að lifinu verði stjórnaö
með talnaspeki einni saman. Ég
hygg að hægt sé að segja um Jón-
as eins og Snorri Sturluson sagði
forðum um Erling Skjálgsson:
„öllum kom hann til nokkurs
þroska.”
Ég gat þess i upphafi að Jónas
hefði ársgamall misst föður sinn i
sjóinn og bróöur sinn uppkominn.
Hann átti þannig sjónum grátt að
gjalda eins og Egill Skalla-
Grimsson forðum. Ekki gat hann
fremur en Egill farið andvigur
gegn Ægis mani með sverð i hendi
oghefntharma sinna. Hefnd hans
var sú að verja ævi sinni i að
mennta skipstjórnarmenn, kenna
þeim aö reikna út rétta stefnu i
þoku og dimmviöri yfir sollin höf,
kenna þeim að fara rétt með sigl-
inga- og öryggistæki. Þannig
tókst honum að minnka veldi Æg-
is og draga úr mannfórnum. Það
var hans föður- og bróöurtorrek,
og það er sú sanna hefnd aö gefa
öðrum lif i stað þess sem tekið er.
Ég sendi Jónasi hugheilar ham-
ingjuóskir á sjötugsafmælinu. Ég
þakka honum ágæta samvinnu á
liðnum árum. Ég óska honum til
hamingju með Pálinu og Pállnu
meö hann. Þetta er engin minn-
ingargrein en samt verð ég að
geta þess að það var bæði mér og
öörum kennurum fagnaöarefni
þegar Pálina kom til starfa viö
skólann. En af þvi að ég er maöur
jafnréttis ætla ég ekkert að segja
aö hann hafi komið með sinn betri
helming, en hann kom óneitan-
lega meö sinn góöa helming.
Börnum Jónasar óska ég til ham-
ingjuí tilefnidagsins.Kannski hef'
ur sonum Jónasar tekist að hefna
hans á kreppunni og verða það
sem hann ætlaði sér á unga aldri.
Báðir hafa þeir lokið prófi i verk-
fræði, annar byggingarverkfræði
og hinn i vélaverkfræði. En
kannski er það ekki alltaf hiö eina
rétta sem við ætlum okkur I upp-
hafi. Og hvað sem öðru liður varð
það Islenskri sjómannastétt — og!
raunar þjóðinni allri — til happs
aö Jónas varð það sem hann varö.
Helgi J. Halldórsson.
Aðalfundur
Samvlnnubankans
Aóalfundur Samvinnubanka íslands hf.
verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal,
Reykjavík, laugardaginn 14. mars
1981 oghefstkl. 13.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður
lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til
fundarins verða afhentir íaðalbankanum,
Bankastræti 7, dagana 11.-13. mars,
svo og á fundarstað.
Bankaráö Samvinnubanka íslands hf.