Þjóðviljinn - 13.03.1981, Page 5

Þjóðviljinn - 13.03.1981, Page 5
Föstudagur 13. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Forseta- kosningar i Frakklandi: Fyrir nokkrum mánuð- um þót+ust menn vissir um að Giscard D'Estaing yrði endurkjörinn forseti Frakklands með miklum yfirburðum nú í vor. Vinstrabandalagið/ sem hafði næstum þvi komið Francois Mitterand sósíalistaforingja að árið 1974,hef ur verið svo ræki- Giscard messar yfir blaöamönnum — vift lifum viödulbiiift konungdæmi, sagöi Ikeppinauturinn. Giscard er alls ekki viss um sigur núna lega sundrað, að enginn bjóst við því að unnt væri að sauma það saman. Sigur Giscards átti að vera auðveldur. En ný- legar skoðanakannanir benda til þess, að úrslitin geti orðið næsta tvísýn. Frambjóðendafargan. Fyrri umferð kosninganna verður 26. april og það verður úr nógu að velja. Hægramegin stikar forsetinn fram og tveir Gaullistar, Michel Debré og Jacques Chirac, fyrrum borgar- stjóri i Paris. Vinstramegin eru þeir Mitterand og Marchais, formaður Kommúnistaflokksins — og ekki má heldur gleyma trúðnum Coluche, sem hefur búið til einskonar „framboðs- flokk” og hefur að helsta vig- orði: Þrekkur veriyöar bekkur. Seinni umferð, þegar kosið er milli tveggja sterkustu fram- bjóðendanna, sem verða vafa- laust Giscard og Mitterand, fer svo fram 10. mai. Hallar undan fæti. Ýmislegt hefur orðið til þess að draga úr vinsældum Giscards. Hann hefur flækst i hneykslismál i sambandi við demanta sem sá argi blóð- hundur Bokassa, fyrrum Mið- afrikukeisari, gaf honum — nú segist Giscard vera búinn að selja þessa dýrgripi og verja andvirðinu til gottgjörelsis. Efnahagsástandið er með lak- ara móti, atvinnuleysingjar eru orðnir 1600 þúsund og hafa aldrei verið fleiri (nær 7% vinn- andi manna). Verðbólgan er 13,6%, sem þykir mikið i Frakk- landi. Hagvöxtur er svo gott sem enginn. Giscard byrjaði feril sinn á þvi að halda á lofti alþýðlegum stil i framgöngu, en eftir þvi sem á liður gerist hann konung- legri: kannski mannkertið láti krýna sig ef við kjósum hann aftur! segja gárungar. Eða eins og helsti keppinautur forsetans, Mitterand segir: Við búum ekki við einræði, en heldur ekki lengur alveg við lýðveldi. Við FRÉTTA- SKÝRING búum við einskonar dulbúið konungdæmi. Erfiðleikar Mitterands. Mitterand sýnist njóta meira fylgis en talið var þegar hann skaut sjálfum sér fram yfir þann 'sósialista sem gerði sig liklegan til að taka við af hon- um, Rocard. En hann stendur um margt erfiðlega að vigi. Hann verður að fá atkvæði kommúnista og um leið verður hann að gæta sin á þvi að miðju- menn hlaupi ekki i baklás ein- mitt vegna þess að Mitterand þarf á kommúnistum að halda. Marchais, formaður kommún- istaflokksins, hefur ekki gert Mitterand lifið létt. Hann hefur haft hátt um að kommúnistar verði að fá nokkra ráðherra i stjórn Mitterands. Þetta er að flestra dómi gert beinlinis til þess að spilla fyrir atkvæða- veiðum Mitterands i miðju, en kommúnistar sýnast i reynd heldur vilja áframhaldandi ihaldsstjórn en sósialista i for- setastóli: þeir telja að slik uppákoma muni gefa sósialist- um alltof mikið forskot sem forystuafl á vinstri væng franskra stjórnmála. áb tók saman. Menningarmálin séu undir einum hatti? Við erum oft að kvarta yfir því, að opinber fram- lög til menningarmála seú ekki aðeins við nögl skorin heldur verði minna úr þeim en skyldi vegna skipulagsleysis. Oft er þá um það talað að best væri að koma öllum þeim málum undir einn hatt, en reyna um leið að dreifa úrskurðarvaldi sem mest til þeirra sem að skapandi menningu vinna. t Sviþjóð hefur i sex ár verið til stofnun sem starfar eitthvað i þessum anda og heitir Menningarráð rikisins. Sósialdemókratar voru við stjórn og þeir lögðu árið 1974 fram tillögur um sameiginlegt átak og samræmingu á frumkvæði opin- berra aðila i menningarmálum. Umræðan næstu ár á undan hafði veruleg áhrif á þá stefnu sem var tekin. Það átti ma. að taka tillit til áhugamennsku, sómi skyldi sýndur sköpunarkrafti hvers og eins, vinna átti gegn ofurvaldi markaðslögmálanna yfir menn- ingunni, það átti einnig að dreifa valdi sem mest. Og svo var búin til embættis- mannastofnun til að annast allt þetta. Hún situr uppi á sextándu hæð i húsi einu við Hötorget, við hana starfa 58 manns og þykir lit- ið á sænskan mælikvarða. Skipting peninga Menningarráðið fær til meðferðar umsóknir um rikis- styrk frá næstum þvi öllum stofn- unum á menningarsviði. Langsamlega mest gleypa þrir miklir drekar — Dramaten (Þjóðleikhúsið), Stokkhólms- óperan og það tónleikahald sem einu nafni nefnist Rikiskonsertar. Drekarnir gleypa 840 miljónir króna, en það er um 80% af þeim peningum sem Menningarráðið hefur til umráöa. Þar fyrir utan er peningum Sex ára reynsla af starfi Menningar- málaráðs sænska rikisins úthlutað til bókaútgáfu og timarita, til bókasafna og frjálsra leikhópa — milli þeirra er nú skipt alls 246 miljónum króna. Meirihlutinn af þessum pen- ingum, eða um 150 miljónir, fer til að styrkja leikhúsferðir og tónleikaferðir og til héraðsleik- húsa. (I þeirri greinargerð, sem hér er stuðst við, kemur ýmislegt ekki fram um það sem t.d. borg- irnar leggja fram til leikhúsa sinna eða bókasafna). Þrjár nefndir deila út fé þessu (Leikhús-, dans- og tónlistar- nefnd, Bókmennta- og bókasafna- nefnd og Myndlistar- og sýningarnefnd). í þeim nefndum sitja fulltrúar listamanna, alls um 100 „leikmenn”. Nefndar- menn og nefndarformenn eru skipaðir af stjórninni (ekki kem- ur fram hver er réttur lista- mannasamtaka i þeim efnum). Menningarráðið er taliö fremur ódýrt i rekstri: skriffinnska þess og stjórnsýsla kostar um 1% af öllum útgjöldum þess. Sem fyrr segir fer mjög stór hluti peninganna til leikhúsa. Þegar allt er saman komið verða 90 miljónir sænskra króna eftir til stuðnings við timarit, bókmenntir og frjálsa leikhópa. (Samsvarar rösklega hálfri fimmtu miljón islenskra króna, miðað við fólks- f jölda). GÆÐAEFTIRLIT Stuðningur ráðsins við bókmenntir á að „auka gæði og margbreytni”. Hann er veittur til útgáfu tiltekinna bóka samkvæmt umsóknum og er höfð hliðsjón af vissu gæðamati. Sá sem bókina gefur út skuldbindur sig i staðinn til að selja hana á nokkuð lægra verði en ella og prenta ljóðabók i amk. 1000 eintökum og bók i óbundnu máli i 2000 eint. Styrk- irnir geta einnig komið fram i lánafyrirgreiðslum sem sagðar eru hafa skipt miklu fyrir litil forlög. Grein sú (i DB) sem hér er stuðst við, fjallar ekki hvað sist um þær niutiu miljónir sem fyrr voru nefndar. Sá hluti menn- ingarúthlutunar sem fer til bóka- útgáfu og timarita sætir þar sér- stakri gagnrýni, og ýmislegt af henni könnumst við ofurvel við. Peningarnir eru of litlir til að hægt sé að veita það sem kalla mætti „almennan stuðning” — þess i stað er reynt að halda uppi gæðamati, sem aðeins dugi fáum höfundum eða fáum timaritum (sem þegar hafa kom- ið undir sig fótum). Þvi er og spáð að óánægjan með „úrvalskerfið” eigi eftir að magnast vegna þess, að nú eru niðurskurðartimar, fjárveitingar halda ekki i við verðbólguna og gildi þeirra rýrnar. Greinarhöfundur minnir á það, að almennur styrkur sé að þvi leyti auðveldari, að hægt sé að hlajipa yfir skriffinnskuna, en hann mundilika kosta rikið miklu meir. Bókmenntastyrkurinn kostar rikið núna 20 miljónir, en rikið hefur 200 miljónir sænskra króna á ári i söluskatt (virðis- aukaskatt) af bókum. Þarna er enn komið að þvi gamalkunna: að menningin borgar fyrir sig sjálf, þegar allt kemur til alls. Ef lagtyrði niður? Gagnrýnin á Menningarráðið lýtur, eins og vænta mátti, fyrst og fremst að þvi hve naumlega séu skammtaðir peningar. Rikið ráðstafar alls 1,4 miljarði i menn- inguna (og þar af fær þjóðleikhúsið, óperan og héraðsleikhúsin 70%) og það er nefnt til dæmis, að kjötniður- greiðslur rikisins nema 1,2 miljarði á ári. (Þau hlutföll eru vissulega allt önnur á Islandi). En Carina Waern, sem gerir grein fyrir Menningarráðinu i DN, mælir mjög gegn hug- myndum sem fram hafa komið um að ráðið skuli lagt niður. Þrátt fyrir allt ráði peningar þess einatt úrslitum um það hvort þeir leik- hópar og timarit sem ganga fyrir hugsjónum mestan part lifi eða deyi. Það er mælt með þvi að barist sé gegn þeim viðhorfum sem eru mjög treg til að viður- kenna að menning megi kosta nokkurn skapaðan hlut og hafa heldur sótt á með borgaralegri stjórn i Sviþjóð. — áb endursagöi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.