Þjóðviljinn - 13.03.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJiNN Föstudagur 13. mars 1981.
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Utgáíulélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: E öur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergntann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþor Hlööversson
Blaöamenn: Allheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
Iþróttafréttamaöur: Ingoltur Hannesson.
Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon.
útlit og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðaríon.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Utkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6,
Keykjavik, sinti 8 13 33.
Prcntun: Blaöaprent hf..
Túlkunarstríö
um
El Salvador
• Grimmdarlegt stéttastríð geysar í Miðameríkurík-
inu El Salvador. Og við hlið þeirra ótiðinda berast stöð-
ugt fréttir af öðru stríði, sem háð er í f jölmiðlum og á
diplómatískum vettvangi og snýst um túlkun þessara at-
burða. Bandaríkjamenn beita um þessar mundir öllum
fortölumætti sem þeir hafa yfir að ráða til að fá ríkis-
stjórnir, sósialdemókrataf lokka, almenningsálitið til að
fallast á sín viðhorf til borgarastríðs í El Salvador. AAeð
það fyrir augum að tryggja sér samþykki fyrir vaxandi
íhlutun í því landi með vopnasendingum, hernaðarráð-
gjöfum og að líkindum beinni hernaðaríhlutun ef þeim
þurfa þykir.
• Ein helsta kenning bandarískra stjórnvalda er sú, að
stjórnin í El Salvador eigi í höggi við hægri öfgamenn
annarsvegar en vinstri öfgamenn hinsvegar. AAargir
hafa orðið til að hrekja þessa kenningu: í gær var hér í
blaðinu vitnað til hins heimskunna kólumbíska rithöf-
undar Gabriels Garcia AAarpuez, um þetta atriði. Hann
sagði sem svo: hin félagslega stærðfræði í El Salvador
er sýnu einfaldari: þar fer f ramstyrjöldmilliþess tíunda
hluta þjóðarinnar sem á landið og gæði þess, og hinna níu
tíundu, sem eru blásnauðir og hafa loks eignast öf lugan
málsvara i skæruliðasamtökum og víðtækri pólitískri
vinstri fylkingu. Það hefur heldur aldrei farið neinum
sögum af því, að stjórnarherinn og morðsveitir hægri-
manna haf i nokkru sinni átt í útistöðum sín í milli. Þvert
á móti: milli þeirra er blátt áf ram verkaskipting, sem er
að verða hefð í illræmdustu ríkjum Rómönsku Ameríku.
Hinn opinberi her og lögregla halda uppi ,,lögum og
reglu", en morðsveitirnar, sem einatt eru skipaðar sér-
þjálfuðum mönnum úr her og lögreglu, sem hafa
skroppið úr einkennisbúningnum, annast þau myrkra-
verk, sem enginn vill taka ábyrgð á.
• Annar liður hinnar bandarísku kenningar er sá, að
borgarastríðið í El Salvador sé einn angi af sovéskri út-
þenslustefnu, sem Kúbumenn handlangi til vesturálfu.
Þessu fylgja staðhæf ingar um að þau gömlu bandarísku
vopn, sem fundist hafa hjá vinstrisinnum í El Salvador,
séu komin frá Vietnam eða Eþíópíu. AAargt er með ólík-
indum í þeim fræðum. En í sjálfu sér ætti það ekki að
vera fráleitt, að menn sem eiga líf sitt að verja fyrir
þeim morðsveitum, sem hafa svarið að koma á sínum
,,friði" í landinu, þótt það kosti hundrað þúsund lík, þeir
leiti stuðnings hvar sem þeir geta fengið hann. Vitaskuld
hafa Kúbumenn samúð með skæruliðum í El Salvador:
þeir hafa orðið að hrinda af sér innrás málaliða sem
Bandaríkin sendu á þá og rennur blóðið til skyldunnar þó
ekki væri nema af þeim sökum. En því skal heldur ekki
gleymt, að vinstrifylkingin i El Salvador fær siðferði-
legan og pólitískan stuðning úr fleiri áttum. Forsetar
AAexíkó og Equador vara Bandaríkin við áf ramhaldandi
vopnasendingum og íhlutun í El Salvador, og það er
alveg víst, að það gera þessir nágrannar atburða ekki
vegna þess að þeir vilji efla kúbönsk áhrif í AAið-
Ameríku. Alþjóðasamtök sólialdemokrata og einstakir
f lokkar innan þeirra hafa stuttu dyggilega vinstrifylking-
una í El Salvador, sem reyndar er undir forsæti sósíal-
demókartans Ungo. Og að sjálfsögðu vísa allir þessir
aðilar á bug hinni bandarísku einföldun atburða, þar
sem dregið er úr mikilvægi andstæðna ríkisdæmis ör-
birgðar í El Salvador, en sem mest gert úr því, að hvað
sem gerist i heiminum þá hljóti risaveldin svonefnd að
verða aðallfígúrur á vettvangi.
Mippt
Vinnuvernd
Nýlega er komiö út timaritiö
Málmur, 3. tölublað 1980 gefið út
af Málm og skipasmiðasam-
bandi Islands. 1 þessu hefti ritar
Guðjón Jónsson formaður
Málm- og skipasmiðasam-
bandsins grein þar sem hann
fjallar um hina nýju löggjöf um
aðbúnað,hollustuhætti og öryggi
á vinnustöðum.
I greininni vekur Guöjón at-
hygli á nokkrum nýmælum i
þessum lögum og breytingum á
eldri ákvæðum. Um þetta segir
Guðjón:
5. Gert er ráð fyrir að aðilar
vinnumarkaðarins komi á fót
öryggisnefndum fyrir hinar
ýmsu atvinnugreinar, sem fjalli
um nýjár reglugerðir sem
settar verða eða geri tillögur
um breytingar á eldri reglum.
6.1 lögunum er sérstakur kafli
um heilsuvernd, læknisskoðanir
og rannsóknir sem miði að þvi
að koma i veg fyrir atvinnusjúk-
dóma.
7. Vinnueftirlit rikisins skal
veita, i samstarfi við aðila
vinnumarkaðarins og öryggis-
nefndir, fræðslu og upplýsingar
varðandi hættur á vinnustöðum
og varnir gegn þeim, svo og um
nýja tækni og þekkingu, sem
aðlögnr. 46/1980 um aðbúnað, J
hollustuhætti og öryggi á !
vinnustöðum verði kynnt I
ýtarlega fyrir félagsmönnum I
aðildarfélaga A.S.l.
að verkafólk velji sem fyrst !
eftir að lögin taka gildi, I
öryggistrúnaðarmenn, full- I
trúa i öryggisnefndir vinnu- 1 2 3 4
staða og öryggisnefndir !
starfsgreina.
að hið fyrsta verði samdar og
staðfestar reglugerðir varð- '
andi framkvæmd laganna og !
fyrir hinar ýmsu starfs- I
greinar.
að samtök verkafólks leiti '
eftir samstarfi við vinnueftir- !
lit ríkisins varðandi fræðslu
Nefndin sem vann að samningu lagafrumvarpsins um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stöðum kannaði m.a. ástand i þessum efnum hjá 24 fyrirtækjum i málmiðnaði, þar sem fjöldi starfs-
manna var samtals 543. Niðurstöður þeirrar könnunar voru eins og fram kemur i meðfylgjandi
súluriti, — en súluritið fylgdi þeirri grein Guðjóns Jónssonar, sem hér er vitnað til.
1. Leitast er við, aö skapa
starfsvettvang milli verkafólks,
verkstjóra og atvinnurekenda,
til að stuðla að bættum aðbún-
aði, hollustuháttum og öryggi. I
þvi skyni skal verkaíólk tilnefna
sérstakan öryggistrúnaðar-
mann, og atvinnurekandi
öryggisvörð. Á vinnustöðum
með 20 starísmönnum eða fleiri
skal stofnuð öryggisnefnd, sem
vinni að endurbótum á aðbún-
aði, heilbrigðismálum og
öryggi.
2. Eftirlit með aðbúnaöi, holl-
ustuháttum og öryggi á vinnu-
stöðum verður hjá einni stofn-
un, Vinnueftirliti rikisins, sem
kemur i staö þeirra stolnana,
sem til þessa hafa fylgst með
vinnuumhverfi verkafólks.
Aðilar vinnumarkaðarins skulu
tilnefna i stjórn Vinnueltirlits-
ins 6 af 7 stjórnarmönnum, en
ekki stjórnmálaflokkarnir.
3. Stjórn Vinnueftirlitsins
hefur vald til aðgerða og ráð-
staíana til verndar verkaíólki
við vinnu og getur m.a. látið
stöðva vinnu og hætta starf-
semi, ef heilbrigði og öryggi
starfsfólksins er i hættu.
4. Oryggistrúnaðarmönnum
verkafólks og öryggisvörðum
atvinnurekenda er skylt að hlut-
ast til um að vinna verði stöðvuð
strax, ef skapast heíur bráð
hætta á heilsutjóni eða slysum.
stuðlað getur að umbótum á að-
búnáði, hollustuháttum og
öryggi á vinnustöðum. Litil sem
engin fræðsla hefur veriö veitt i
þessum efnum hérlendis á
undanförnum árum.
8. 1 lagafrum varpinu er
ákvæði um lágmark hvildar-
tima og fridaga, svo og um tak-
markanir á vinnu barna og ung-
linga. Samíelldur lágmarks
hviidartimi, sem nú er 8 klst., er
lengdur i 10 klst. á sólarhring.
9. 1 bráðabirgöa-ákvæði meö
lagafrumvarpinu er Seðlabanka
tslands gert skylt aö útvega á
næstu l'imm árum, fjármagn,
300 milljónir króna á ári, miöað
við verölag 1. janúar 1979, til
lánveitinga til fyrirtækja, sem
þurfaað framkvæmda umbætur
á aðbúnaði, hollustuháttum og
öryggi við vinnu.
Verkalýösfélögin
fylgist meö
1 grein sinni i Málmi minnir
Guðjón Jónsson siðan á sam-
þykkt siðasta Alþýðusambands-
þingsum þessi efnþ en þingið
beindi eftirfarandi til mið-
stjórnar A.S.I., M.E.A., verka-
lýðsfélaga og sambanda og til
Vinnueftirlits rikisins:
og upplýsingar um hættur á
vinnustöðum og varnir gegn
þeim, svo og um nýja tækni og
þekkingu, sem stuðlað geti að
umbótum á aðbúnaði á vinnu-
stöðum.
að stjórnvöld tryggi nægt
fjármagn til framkvæmdar á
lögunum og að Alþingi breyti
til hækkunar tillögu i fjár-
lagafrumvarpi um fjárfram-
lag til Vinnueftirlits rikisins
til samræmis við fjárhags-
áætlun Vinnueftirlits fyrir
árið 1981.
að A.S.l. og aðrir aðilar
vinnumarkaðarins gangi eftir
þvi að fyrirheit i 4. bráða-
birgðaákvæði laganna, um
útvegun fjármagns til lán-
veitinga til fyrirtækja sem
þurfa að framkvæma endur-
bætur á starfsaðstöðu verka-
fólks eða til þess að bæta aö-
búnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum, komi
til framkvæmda strax og
lögin taka gildi 1. janúar 1981.
að A.S.Í. og verkalýðsfélög og
sambönd innan þess lylgist
vel með þvi og gæti þess að
réttindi verkafólks og verka-
lýðssamtaka sem tryggð eru i
lögunum nr. 46/1980 um að-
búnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustööum verði
ekki skert.
og skorrid
—áb.