Þjóðviljinn - 13.03.1981, Page 15

Þjóðviljinn - 13.03.1981, Page 15
Föstudagur 13. mars 1981. ÞJóÐVlLJÍNN — SÍÐA 15 Verðskuldað hrós Viöskiptavinur Alþýöuba nkans skrifar: Það er alltaf verið að kvarta yfir hinu og þessu i þessum les- endadálkum blaðanna, en sjaldnar að þess sé getiö sem vel er gert. Þessvegna langar mig að fá að senda þakkir til af- greiðslukvenna Alþýðubankans fyrir hve vel þær taka á móti öllu þvi gamla fólki, sem þar tekur út ellilifeyrinn sinn. Ég kem sjálf i þennan banka ööru hverju og ákveöna daga i mánuðinum er þar ævinlega fullt af gömlu fólki og finnst mér aödáunarvert hve þolinmóöar stúlkurnar eru viö að hjálpa til að fylla út úttektarseölana, leið- beina um nýja verðgildið, sem vill svolitiö snúast fyrir ýmsum og fleiri en gamla fólk- inu, og aðstoða á alla lund. Vona, að verðskuldað hrós fái inni i blaðinu, ekki siður en allar skammirnar. Hugmynd um spamað Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Nú er mikið talað og skrifað um sparnaðinn hjá Sjónvarpinu, og margar hugmyndir hafa komiö fram og verða sjálfsagt framkvæmdar. Mér datt i hug eitt sem mætti gera og ekki hefur verið talað um, svo ég viti. Það mætti að skaðlausu leggja þulurnar niöur. Ég hef séö sjónvarp erlendis þar sem engar þulur voru, og kom ekki að sök. Dag- skráin er birt á skreminum og fyrir þá sem eru sjóndaprir má lesa hana samtimis, og það geta fréttaþulirnir hæglega gert. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti þulunum persónu- lega, þetta eru indælar stúlkur upp til hópa. En ég gæti best trúað að fyrir þá peninga sem spara mætti með þessu móti væri hægt að taka upp svosem eitt islenskt leikrit á ári. Pennavinur Bréf hefur okkur borist frá Stokkhólmi, þar sem ungur maður, búsettur þar i borg, óskar eftir bréfaskiptum við islenskar stúlkur ,,upp að 23 ára aldri". Hann skrifar ensku, frönsku, sænsku og þýsku. Utanáskriftin er: Mohammad Adib E1 Falou Larsbergsv. 7/104 181 38 Lidingö Sverige Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Að velta eldspýtna- stokki Eruð þið dugleg í leik- fimi? Þið ættuð að spreyta ykkur á þessum leik, en til þess að geta gert þetta þurfið þið að vera ansi liðug og hafa gott jafnvægi. Fyrst krjúpið þið á kné og setjið eldspýtnastokk á gólfið fyrir framan ykk- ur, svosem einsog eina armslengd frá ykkur. Nú setjið þið báðar hendur aftur fyrir bak og hreyfið þær ekki þaðan. Beygið ykkur svofram —án þess að hreyfa hnén! — og reynið að velta eld- spýtnastokkinum um koll með nefinu. Góða skemmtun! Barnahornid HVAÐ VANTAR? Þessar myndir virðast vera alveg eins — en ef betur er að gáð kemur í Ijós að á neðri myndina vantar fimm atriði, sem eru á þeirri efri. Getið þið fundið þau? Svo getið þið litað myndina á eftir, takið eftir því! Bandariskt kjarnorkuver Bilun í kjamorkuveri Kjarnorkuver spretta upp einsog gorkúlur útum allar jarðir og vekja ugg margra, ekki sist vegna þess aö iitii trygging viröi'st vera fyrir þvi að þau bili ekki og þá er voöinn vis, einsog dæmin sanna. I Bandarikjunum hafa þegar verið gerðar margar kvikmyndir um þetta efni. Sumar eru dæmigerðar æsi- myndir, stórslysamyndir, til þess gerðar að hræða áhorf- endur. Aðrar eru alvarlegt inn- legg i umræðu: hvað er hægt ýLJk Sjónvarp O kl. 22.35 aö gera til þess að slik slys veröi ekki? Við fáum að sjá bandariska sjónvarpsmynd i kvöld sem fjallar um þetta efni: Hættu- merkilRed Alert). Myndin er byggð á sögu eftir Harold King. —ih Loksins Harold Lloyd! ■sLJi. Sjónvarp TF kl. 20.50 t kvöld fáum viö loksins aö sjá fyrsta þáttinn af 26 með ilarold Lloyd. Þessi þáttur varð aö víkja af dagskránni fyrir hálfum mánuði, og svo ósveigjanleg er dagskrá sjón- varpsins að þar hefur ekki fundist smuga fyrir Harold Lloyd í hálfan mánuö. En vonandi kemur ekkert i veg fyrir að þessi frábæri grinisti heimsæki okkur i kvöld og við fáum að fylgjast meö ævintýralegum ferða- lögum hans upp eftir veggjum skýjakljúfanna i New York og sjá hann lenda i ótrúlegustu lifshættum án þess að honum sjáist bregöa. —ih Harold Lloyd i einni frægustu mynd sinni: Safety at Last. Frá Blönduósi. Blanda og kjamorkan Fréttaspegill er a skjánum i kvöld, i umsjá fréttamann- anna Ingva llrafns Jónssonar og Ögmunfiar Jónassonar. Ingvi Hrafn fjallar um Blöndumáliö svokallaða. Sjónvarpsmenn fóru norður og flugu yfir hugsanlegt virkj- unarsvæði, auk þess sem þeir tóku ýmsa menn tali á Blöndu- ósi og I grenndinni. Auk þess ræöir Ingvi Hrafn við Jakob Björnsson, orkumálastjóra, Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóra, og ráðherrana Hjörleif Guttormsson og Pálma Jónsson. ögmundur hefur erlendu málin á sinni könnu að venju. Sagðist hann ætla að koma með örstuttar hugleiðingar um fjárlög Breta og Banda- rikjamanna, sem lögð voru l;, Sjónvarp TTkl. 21.15 fram i vikunni. — Loks verða svo umræöur um þær hugmyndir sem fram hafa komið um kjarnorku- vopnalaust svæöi á Noröur- löndum o g Norður-Atlants- hafi, — sagði ögmundur. — og þá einkum um þá hlið þess máls sem snýr að okkur ts- lendingum. Þeir sem taka þátt i um- ræöunum með ögmundi eru Einar Karl Haraldsson rit- stjóri, Ari Trausti Guðmunds- son stjörnufræðingur og Kjartan Gunnarsson hernaðarsérfræðingur. —ih

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.