Þjóðviljinn - 13.03.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mars 1981.
Sveinn Jónsson um næstu stórvirkjun:
Fljótsdalsvirkjun kemur
Kn X rtr nin m i f ♦ Kn r onm
virkilega til álita
Við umræðu s.l. þriðjudag utan
dagskrár um næstu stórvirkjun
flutti Sveinn Jónsson sem setið
hefur á Alþingi fyrir Hjörleif
Guttormsson eftirfarandi ræðu:
„Akvæði stjórnarsáttmálans
um það, að næst skuli virkja utan
eldvirkra svæða er sem litil þúfa,
sem veltir þungu hlassi. Og það er
mér ánægjuefni, að hér i dag hafa
menn einmitt talað þannig, að
það eru virkjanirnar, Blöndu-
virkjunog Fljótsdalsvirkjun, sem
að dæmið snýst um. Sultartangi
virðist vera þar fyrir utan.
Oryggissjónarmiðin hafa hér
fyrst og fremst ráðið feröinni og
þar er miklum áfanga náð, þvi að
auövitað er það ekki réttlætan-
legt, hvernig haldið hefur veriö á
þingsjá
þessum málum lengi vel. Allar
helstu virkjanir landsins hafa
verið byggðar upp hér á Suður-
landi og stofnlinur þaðan liggja
um eldvirk svæði og ekkert
öryggi er fyrir þvi, að þær geti
ekki dottið út hvenær sem er. Það
ástand sem hefur verið núna
undanfarin ár, og þá sérstaklega
nú s.l. ár, hefur kallað á það, að
tekið verði á þessum málum af
festu. Það er rétt, að það hefur
verið vakið máls á þvi, að eini
valkosturinn þar, það sé Sultar-
tangavirkjun. Hún þurfi að koma
inn 1985. Sem betur fer, segi ég,
þá höfum við ákvæði i stjórnar-
sáttmálanum og ég geri mér
vonir um að rikisstjórnin standi
saman um það að framlengja þvi
ákvæði, sem þar er sett fram og
að Sultartangavirkjun sé ekki
þarna inni i dæminu. Við þurfum
að tryggja það út um land allt, að
við fáum örugga orku. Og við
þurfum aö taka á á þessu sviði og
það er einmitt þar sem Fljóts-
dalsvirkjun kemur virkilega til
álita. Fljótsdalsvirkjun er stærsti
virkjanavalkostur okkar i dag.
Hún verður sennilega upp á 328
megavött og framleiðir á' árs-
grundvelli 1470 GWh á móti 800 i
Blönduvirkjun.
Annað, sem verður að leggja
þunga áherslu á er miðlunargeta
virkjunarinnar og þeir miklu
kostir, sem hún hefur umfram
Blönduvirkjun, hvað það varðar.
En það, sem einmitt hefur verið
að fara með orkukerfið hjá okkur
á siðasta ári, það er það hversu
miðlunargeta virkjananna, sem
við höfum byggt er litil. Þvi hefur
verið haldið fram, að við værum
að virkja á Austurlandi vatns-
lausar ár, en hvað hefur reynslan
sýnt? Þær virkjanir, sem þar eru,
þær mala i dag gull. Og þær koma
til með að gera það áfram og ekki
síður, þegar Fljótsdalsvirkjun
Tillaga Helga Seljans og
Sveins Jónssonar:
Innlent fóður
fyrir búpening
Helgi Seljan og Sveinn
Jónsson hafa lagt fram á
Alþingi tillögu um fram-
leiðslu innlends fóðurs.
Tillaga þessi var upphaf-
lega f lutt í fyrra og var þá
Guðrún Hallgrímsdóttir
fyrsti flutningsmaður, en
hún sat þá á þingi sem
varamaður. Tillagan og
greinargerðin nú er að
meginefni til eins og Guð-
rún gekk frá henni. Til-
lagan hljóðar svo:
,,Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að láta kanna að hve
miklu leyti unnt sé að framleiða
með hagkvæmum hætti úr inn-
lendum hráefnum og orku það
fóður sem búpeningur lands-
manna þarfnast.
Kannað verði annars vegar, að
hve miklu leyti unnt sé að fram-
leiða með hagkvæmum hætti úr
innlendum hráefnum og orku það
fóður, sem búpeningur lands-
manna þarfnast, og hins vegar að
hve miklu leyti með aukinni
framleiðslu kjarnfóðurs úr inn-
lendum hráefnum. Einnig verði
kannað annars vegar, að hve
miklu leyti þetta verði gert með
bættri verkun súrheys og þurr-
heys og hins vegar aö hve miklu
leyti með aukinni framleiðslu
kjarnfóðurs úr innlendum hrá-
efnum. Sýnist slikt hagkvæmt
verði gerð langtimaáætlun um
eflingu innlends fóðuriðnaðar og
bætta heyverkun, þ.á m. um
nauðsynlegar rannsóknir til aö
kanna gæði og endurbæta innlend
fóðurefni, svo og til að þróa verk-
unar-og framleiðsluaðferðir fyrir
þau”.
1 greinargerð með tillögunni
segir m.a.:
,,A undanförnum árum hafa
fjölmargar ályktanir verið
gerðar um þörf þess að efla inn-
lendan fóðuriðnað, þ.e. að auka
Svavar Gestsson félagsmála-
ráðherra lýsti þvi yfir á AÍþingi á
þriðjudag að hann teldi að
útrcikningur á verðtryggðum
skyIduspa rnaði ungs fólks ætti að
miðast viðsetningu laga um þetta
efni s.l. vor. Sú reglugerö sem nú
væri verið að vinna að um
útreikning og framkvæmd á
ávöxtun skyldusparnaðar hlyti
þvi að vcrða afturvirk.
Tilefni þessarar yfirlýsingar
Guðrún Ilallgrimsdóttir
graskögglaframleiöslu og bæta
hana með iblöndun annarra
fóðurefna, sem til falla. A siðari
árum hefur i þessu sambandi
stöðugt verið lögð meiri áhersla
á að þessi kjarnfóöurframleiðsla
byggði á innlendri orku, raforku,
jarðvarma svo og öðrum hugsan-
iegum innlendum orkugjöfum,
eftir þvi sem við á.
A árinu 1979 fluttu íslendingar
ráðherra var fyrirspurn frá
Guðmundi G. Þórarinssyni um
hvað liði setningu áðurgreindrar
reglugerðar. Ráðherra sagði að
hann væri nýbúinn að fá drög að
reglugerðinni frá þeirri nefnd er
fjallaði um málið og jafnframt
væri stjórn Húsnæðismálastjórn-
ar að fjalla um þessi reglu-
gerðardrög. Astæða þess að
dregist hefði að setja reglu-
gerðina væri sú að málið hefði
Helgi Seljan
inn um 85 þús. tn. af kjarnfóðri að
verðmæti um 8,7 milljarðar á
verðlagi i árslok.
Með bættri heyöflun og auknum
innlendum fóðuriðnaði yrði
innflutningur á fóðurbæti handa
sauðfé og nautgripum hverfandi
og draga mætti stórlega úr notk-
un innflutts kjarnfóðurs handa
svinum og alifuglum, sem er um
20% heildarinnflutningsins”,-þm
reynst flóknara en talið var i
fyrstu.
t máli ráðherra kom jafnframt
fram að skyldusparnaður ungs
fólks verður nú hagstæðasta
sparnaðarformið á landinu og er
ástæðan tvenns konar. 1 fyrsta
lagi er um að ræða fulla
verðtryggingu og ofan á það
reiknast 2% vextir mánaðarlega.
Þá er þessi sparnaður skattfrjáls.
— Þ
Verðtryggöur skyldusparnaður ungs fólks:
Reglur um útreikning
eru í undirbúningi
Sveinn Jónsson.
bætist þar i hópinn. En á siðasta
ári, þá var framleiðsla Sigöldu-
virkjunar t.d. á þessu ári vatns-
skortsins 516 GWh, sem svarar til
3725 nýtingartima eða aðeins
42,5% nýtni. Þetta er ekki neitt til
þess að hrópa húrra fyrir. Og þess
vegna þurfum við að velja
virkjun núna, sem er þeim kost-
um búin að taka á sig það ástand,
sem getur skapast hvenær sem er
og við vitum aldrei fyrir. Og það
er Fljótsdalsvirkjun, sem það
gerir, þvi hún hefur i sinum miðl-
unarlónum vatnsforða, sem sam-
svarar 1000 GWh, en Blöndu-
virkjun aðeins 283 eða rétt rúm-
lega 1/4 á við Fljótsdalsvirkjun.
Við vitum hvaða vandamál
hafa skapast á Þjórsárvirkjunar-
svæðinu vegna iss nú á vetrum,
og hvað það varðar hefur Fljóts-
dalsvirkjun lika stóra kosti um-
fram Blönduvirkjun.
Blönduvirkjun hefur i miðl-
unarlónum sinum aðeins sem
svarar 13,45 GWh, sem svarar til
rúmlega þriggja daga forða á
fullu afli. Fljótsdalsvirkjun hefur
i sinu inntakslóni 160 GWh forða,
sem svarar til 20 daga á fuilu afli,
en það afl er þó nálega helmingi
meira en uppsett afl Blönduvirkj-
unar. Þetta þýðir, að sú orka, sem
þarna er íyrir hendi og óháð er
isreki og aðsteðjandi vanda af
þeim sökum, hún er 12 sinnum
meiri heldur en sú orka, sem
Blönduvirkjun hefur til ráðstöf-
unar. Þetta eru atriði, sem skipta
miklu máli, þegar við erum að
lita til öryggissjónarmiða i þessu
sambandi.
Annað, sem ég vil vekja máls á
er staösetning virkjunarinnar.
Hún er austur á landi, hún er á
öðru úrkomusvæði, heldur en
virkjanir hér syðra. Hún er á öðru
úrkomusvæði heldur en Blöndu-
virkjun, sem mér er sagt að sé
með þurrviðrasamari svæðum
landsins. Það skyldi aldrei vera,
að það hafi gleymst að rannsaka
þann hátt þegar margnefndar og
viðtækar rannsóknir fóru fram á
Blöndusvæðinu. Við þurfum ekki
að fara i grafgötur um þann
mikla forða, sem við eigum i úr-
komu á Austurlandi og einmitt
hvað mestan þegar hann er
minnstur hér Sunnanlands.
Fljótsdalsvirkjun er virkjunar-
kostur, sem kemur okkur lands-
mönnum öllum til góða. Hún léttir
af notkuninni Austanlands, hún
gerir Austurland sjálfu sér nógt
um raforku og við verðum færir
úm að flytja allt að 950 GWh út úr
fjórðungnum með hagkvæmu
móti. Af framleiðslugetu virkj-
unarinnar verður eftir um 1/3 og
hann skulum við nota til atvinnu-
uppbyggingar á Austurlandi. Það
er alveg eins mikið hagsmunamál
þar aö taka á þeim málum eins og
i Norðurlandi vestra, það skulum
við muna”. — Þ
Steingríms Pálssonar
minnst á Alþingi
Við upphaf þingfundar i gær
minntist Jón Helgason forseti
Sameinaðs Alþingis Steingrims
Pálssonar, fyrrverandi alþing-
ismanns. Hér á eftir fara orð
þingforseta:
,,Áður en gengið verður tíl
dagskrár vil ég minnast nokkr-
um orðum Steingrims
Pálssonar, fyrrverandi sim-
stjóra og alþingismanns, sem
andaðist I fyrradag, þriðju-
daginn 10. mars, á sextugasta
og þriðja aldursári.
Steingrimur Pálsson var
fæddur 29. mai 1981 vestur i
Bandarikjum Norður-Ameriku.
Faðir hans, Páll Sigurösson, var
þá prestur i Islendingabyggð
þar, Garöabyggð i Norður-
Dakota. Móöir Steingrims var
Þorbjörg Steingrimsdóttir,
trésmiðs frá Brúsastööum í
Vatnsdal Guðmundssonar.
Steingrimur átti æskustöðvar
vestan hafs til átta ára aidurs,
er hann fluttist til Bolungar-
viskur með foreldrum sinum og
faðir hans varð prestur þar.
Steingrimur Pálsson lauk
gagnfræðaprófi i Reykjavik árið
1938 og loftskeyta- og simrit-
unarprófi 1941 Ævistarf sitt vanr
hann fyrst og fremst hjá
Landsima Islands, hóf störf þar
sem sendisveinn árið 1930. Hann
var simritari 1941—1952, lengst
af i Reykjavik. Jafnframt var
hann starfsmaður i skrifstofu
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja 1945—1946 og kennari við
simritunarskólann i Reykjavik
1947—1948. Hann var siðan
umdæmisstjóri Pósts og sima
að Brú i Hrútafirði á árunum
Steingrimur Pálsson.
1952—1974. Fluttist hann þá aft-
ur til Reykjavikur og var siðast
skrifstofustjóri i umdæmisskrif-
stofu rekstrarmála Lands-
simans, uns hann let af störfum
þar sökum vanheilsu um
áramótin 1978—1979.
Steingrimur Pálsson var
áhugasamur félagi i samtökum
simamanna, sat i stjórn Félags
isl. simamanna, var formaður
þess, og nokkur ár var hann i
stjórn Bandalags starfsmanna
rikis og bæja. Hann var
varaþingmaður i Vestfjarða-
kjördæmi 1963—1967 og tók þá
þrisvar sæti um skeið á Alþingi.
Siðan var hann landskjörinn
þingmaður 1967—1971, átti sæti
á sjö þingum alls.
Steingrimur Pálsson var i
þjónustu Landssimans nærri
hálfa öld. Þar var meginvett-
vangur starfa hans. Áhugi hans
og störf að félagsmálum og
þjóömálum ieiddu til setu hans
á Alþingi nokkur ár. Hann var
háttvis drengskaparmaður og
vann störf sfn hér sem annars
staðar af skyldurækni og
prúðmennsku.
Ég vil biðja háttvirta
alþingismenn að minnast
Steingrims Pálssonar, með þvi
að risa úr sætum”.