Þjóðviljinn - 13.03.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. mars 1981. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Úrskurður Jafnréttisráðs um Dalvíkurmálið: „Tæpast annað en mismunun” ,,Hvort sem hún er vegna kynferðis eða af öðrum ástæðum” Jafnréttisráð hcfur einróma átaiið veitingu lyfsöluleyfisins á Dalvik og það að ráðherra skvldi ekki leita álits ráðsins áður en hann veitti levfið. Þó segir i greinargerð ráðsins að erfitt gæti reynst að sanna að jafnréttislögin hafi verið brotin og telur ráðið nauðsynlegt að endurskoða þau og leita leiða til að gera þau virk- ari. t greinargerðinni er rakinn aðdragandi þess að Freyja V.M. Frisbæk Kristensen, óskaði eftir þvi' að Jafnréttisráð kannaði málið, þar sem brotinn hefði ver- ið á henni réttur af kynferðisleg- um ástæðum, þegar heilbrigðis- ráðherra veitti Óla Þ. Ragnars- syni lyfsöluleyfi á Dalvik, þrátt fyrir að lögskipaðir umsagnarað- ilar hafi báðir talið hana hæfari. Þessir aðilar eru tveggja manna nefnd kjörin af Lyfjafræðinga- félagi Islands og Apótekarafélagi tslands og landlækni. Hafi ráðherra gengið framhjá samdóma áliti þeirra þrátt fyrir að ráðherrar hafi almennt talið eðlilegt að fara eftir faglegri umsögn umsagnarnefndar og landlæknis. Jafnréttisráð vill vekja sér- staklega athygli á eftirfarandi staðreyndum vegna þessa máls: 1. Afþeim23lyfsöluleyfum sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur veitt, hefur aðeins i einu tilviki þeim verið veitt lyfsölu- leyfi sem hvorki umsagnarnefnd né landlæknir skipuðu i fyrsta sæti. 2. Samfelldur starfstimi Freyju V.M. Frisbæk er þrem árum lengri en óla Þ. Ragnarssonar, en bæði hafa starfað allan timann á sérsviði mentunar sinnar. 3. Bæði umsagnarnefnd og álitsaðili skipuðu Freyju i fyrsta sæti meðal umsækjenda. 4. óumdeilanlegt er að Freyja hlaut verulega hærri einkunn en Óli á kandidatsprófi. 5. Megin röksemd ráðherra fyr- ir að ganga fram hjá áliti umsagnarnefndar og landlæknis er su að Óli hafi lengri reynslu i lyfjabdð. „Þegar allt þettaer virt verður tæpast annað séð en að um mis- munun sé að ræða hvort sem hún er vegna kynferðis eða af öðrum ástæðum”, segir i greinargerð ráðsins. „Vegna strangra sönnunar- reglna gæti þó reynst erfitt að sanna að um hafi verið að ræða brot á jafnréttislögunum, en Freyja hefur ekki óskað eftir að málið verði borið undir dómstóla. Jafnréttisráð átelur þvi þessa veitingu ráðherra og að hann skyldi ekki leita álits ráðsins áður en hann veitti lyfsöluleyfið, en eins og fram hefur komið er það m.a. hlutverk Jafnréttisráðs að vera ráðgefandi gagnvart stjórn- völdum við stöðuveitingar. Jafnréttisráð telur að stjórn- völdum beri að ganga á undan með góðu fordæmi i þessu sem öðru og væntir ráðið þess að stjórnvöld gæti jafnréttissjónar- miða kynjanna. Þá vill Jafnréttisráð benda á að þessi veiting verður sist til að hvetja konur til að sækja um ábyrgðarstöður. Við umfjöllun þessa máls hefur Jafnréttisráði orðið enn ljósara en áður, hve mikið vantar á að jafnréttislögin tryggi nægilega að jafnréttissé gætt. Ráðið telur þvi nauðsynlegt að endurskoða lögin og leita leiða til þess að gera þau virkari.” Einróma samþykkt á fundi Jafnréttisráðs 12. mars, 1981. F.h. Jafnréttisráðs Guðríður Þorstcinsdóttir, form. Bergþóra Sigmundsdóttir, frantkv.stj. Fátt um kennara í norsku og sænsku / A annað hundrað nemendur læra þessi tungumál i Námsflokkum Á yfirstandandi skólaári stunda 85 nemendur á skóiaskvldualdri nám i norsku og 100 stunda nám i sænsku, þar af eru 58 við nám i norsku i Námsflokkum Reykjavíkur og 94 nema sænsku i Námsflokkunum. Hins vegar eru þessi tungumál ekki kennd i nein- um grunnskóla. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi í svari Ingvars Gisla - sonar menntamálaráðherra við fyrirspurn frá Arna Gunnarssyni um norsku- og sænskunám i grunnskólum. Ráðherra sagði að þó grunnskólalögin tækju ekki af- stöðu til þess hvaða norður- landamál skyldu kennd þá hefði farið svo að engin kennsla væri i sænsku og norsku og væri ástæðan liklega einkum sU að fátt væri um kennara i þessum grein- um sem og að nemendur sem lýst hefðu áhuga á að nema þessi mál hefðu verið frekar fáir. Nokkrir nemendur hefðu þó sótt árlega um að taka próf i þessum málum og væru það þeir sem dvalið hefðu eitthvað i viðkomandi löndum. Skólarnir hefðu ætið orðið við beiðni um slik próf, þó þeir héldu ekki uppi sjálfir neinni kennslu. Ráðherra sagði að allar kennslubækur sem notaðar væru við sænsku- og norskunám væru fengnar erlendis frá og hefðu kennarar við Námsflokka Reykjavikur séð um að Utvega þær. Jafnframt kom fram að ráðuneytið greiðir hálf laun kennara bæði i norsku og sænsku við Námsflokkana. Menntamálaráðherra sagði að hann hefði nýlega skipað nefnd til að gera tillögu um kennslu i norsku og sænsku fyrir þá nemendur sem dvalið hefðu i Noregi eða Sviþjóð og óskuðu að halda áfram námi i þessum tungumálum. Sagðist hann telja að stefna bæri að þvi að kenna sænsku og norsku á grunnskóla- stigi, en fyrst væri heppilegt að greiða götu þeirra sem sérstak- lega óskuðu eftir námi i þessum tungumálum og tæki ofangreind nefndaskipun mið af þvi. — Þ Norskir kennaranemar i heimsókn: Þrennir tónleikar Á morgun, er væntanlegur til Revkjavíkur hópur 120 kennara og kennaranema frá Kennara- háskólanum i Notodden á Þela- mörk í Noregi. Hópurinn verður hérá landi i viku, og munu Norð- mennirnir m.a. Iialda þrenna tón- leika, enda eru i*hópnum söngkór, 40 manna þjóðdansaflokkur, lúðrasveit, þekkt söngkona og tveir orgelleikarar. Kennaraháskólinn i Notodden er þekktur um öll Norðurlönd, og hafa m.a. margir Islendingar stundað þar nám. Upphaflega Ut- skrifaði skólinn eingöngu mynd- listar- og handavinnukennara, en á siðari árum hefur hann verið al- mennur kennaraháskóli og jafn- framt fósturskóli. Norðmennirnir hyggjast nota timann vel meðan á dvölinni hér stendur og fara i heimsóknir i ýmsa skóla, fyrirtæki og stofn- anir, auk þess sem þeir leggja áherslu á að kynnastsem flestum islenskum kennaranemum. Fyrstu tónleikar hópsins verða á mánudagskvöldið i Menntaskól- anum við Hamrahlið. Siöan verða kirkjutónleikar i BUstaðakirkju á miðvikudagskvöldið og tónleikar og þjóðdansasýning i Norræna hUsinu á fimmtudagskvöldið. Söngkonan Sigrun Fluge Samuel- sen, mezzosópran, er tónlistar- kennari við skólann og talin til fremstu einsöngvara Noregs um þessar mundir. Skólakórnum stjórnar Trygve Moe, sem einnig er kennari við skólann. Kórinn flytur fjölbreytta tónlist, allt frá kirkjutónlist til léttrar danstón- listar. Nemendur og kennarar skólans i Notodden eru vanir að fara stuttar kynnisferðir til annarra landa á hverju ári, pg er þetta i fyrsta sinn sem Island verður fyrir valinu. Þátttakendur kosta ferðina sjálfir og verða hér á eigin vegum. A föstudaginn heldur forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, þeim boð að Bessastöðum. — ih Olíugróöinn æ mikil- vægari Nordmönnum Oliuvinnslan hefur sívax- andiáhrif á norskan þjóðarbú- skap. Til að mynda jók hún ráðstöfunartekjur lands- manna um fimmtung á siðast- liðnum tveim árum. Það er oliuvinnslan sem fyrst og fremst stendur undir þvi, að Norðmenn höfðu hagstæðan greiðslujöfnuð við útlönd, sem nam i fyrra 4.700 miljónum króna. Þjóöartekjur jukust i Noregi um 3,6%. En ef að oliutekjur væru frá dregnar yrðu aöeins 1,5% eftir — þá hefði þjóðar- framleiðslan beinlínis cfregist saman miðað við Wíðstæbar stærðir 1979. Atvinnuleysi fór nokkuö i vöxt þegar á leið áriö, en um leið er skortur á sérhæföu starfsfólki i vissum greinum, (norinform). Riddara lyft úr hnakki eft- ir 1700 ár llér er búið að lyfta riddara af hesti sinum, en þar hafði hann setið i 1700 ár. Kiddarinn er Markús Arelius, sem var keisari i Kómahorg á árunum 161—180 e.Kr. og var að þvi leyti ólikur flestum þeim scm þann starfa höfðu að hann var umtalsverður heimspekingur. Ástæðan til þess, að MarkUs yfirgefur hest sinn er mengun i Rómaborg, sem hefur leikið grátt rUstir, sUlur og mynda- styttur fornaldar. Það er ekki hvaðsist Utblástur mikils bila- fjölda sem tærir forna steina og brons svo að til mikilla vandræða horfir. Um þetta vandræðaástand hefur lengi veriö rætt og margt hefur spillst sökum vanrækslu undanfarinna þrjátiu ára. En Rómverjar hugsa sér nU til hreyfings fyrir alvöru. Ariö 1976 varð Giulio Carlo Argan borgarstjóri Rómar — hann er fyrsti kommUnistinn sem með það embætti fer og um leið vill svo vel til að hann er listfræðingur. Undir hans stjórn hefur verið gerð mikil áætlun um björgun fornminja i Róm. Bæði á að taka ein- staka dýrgripi eins og styttuna af MarkUsi Areliusi og gera við hana i sérstakri stofnun og svo á einnig að skera sem mest niöur umferð i námunda við Kapitólhæð og allt til Via Appia, meðal annars loka mikilli umferöaræö þar. Eða eins og Argan borgarstjóri segir: Annaðhvort bila eöa fornminjar... — áb. Bilar höfðu með útblæstri nartað helst til mikið i heimspeki- keisarann. Endurreisnarstarf í Róm: Menntaskólakór í Bústaðakirkju Kór Menntaskólans við Sund efnir til sinna árlegu tónleika i BUstaðakirkju á morgun, laugar- daginn 14. mars kl. 17.00. Mun þá starf þeirra 70 nemenda er i kórn- um hafa starfað i vetur koma i ljós. Stjórnandi kórsins i vetur hefur veriö Vilhjálmur Guðjóns- son eins og tvo undanfarna vetur. Einnig efna kórfélagar til köku- bazars i anddyri skólans sunnu- daginn 15. mars kl. 14.00. Er hann haldinn vegna fyrirhugaörar Austf jarðaferðar kórsins 19. —22. mars.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.