Þjóðviljinn - 13.03.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 13.03.1981, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. mars 1981. Föstudagur 13. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 RÆTT VIÐ SVÍANN BIRGIR HALDEN FRÁ ÞRÓUNARSKRIFSTOFU S.Þ. í KAUPMANNAHÖFN Fréttir um þurrka, uppblástur, flóð og hung- ursneyð í þriðja heiminum eru næstum því daglegt brauð. Árin líða, en þrátt fyrir miklar tæknifram- farir, mikinn auð iðnríkj- anna og umræður um þró- unaraðstoð, verður ekki annað séð en ástandið versni. Fátæku þjóðirnar verða fátækari, aðeins þar sem róttækar frelsishreyf ingar hafa brotist undan nýlendukúgun og erlendum auðhringum virðist alþýða manna vera að komast frá sultarmörkunum. Hvað á að gera, hvernig er hægt að koma snauðum þjóðum til hjálpar? Þeim spurningum er reynt að svara í ýmsum stofnunum og samtökum, verkefni til aðstoðar eru skipulögð, og lítt dugar. Menn hafa horft upp á stórar f járhæðir hverfa í vasa herforingja og innlendrar yfirstéttar, meðan hungrið sverfur að og vatn og matur eru forréttindi hinna ríku. Á Norðurlöndunum hefur mjög verið til umræðu hvernig iðnríki Vest- urlanda eigi að haga þróunaraðstoð sinni og hef.ur prófessor Gunnar Myrdal sett fram þær kenningar að einungis eigi að veita neyðarhjálp og aðstoða þau rfki sem hafa raunverulegan vilja (og stjórnarfar) til að breyta samfélaginu í átt til jafnréttis. 1 síöustu viku þinguðu fulltrúar frá Noröurlöndunum um þró- unaraöstoð hér i Reykjavik. Þar var rætt um þau verkefni sem unniö er aö og einnig þaö sem framundan ér. Meöal fulltrúa var Sviinn Birgir Haldén, sem vinnur viö skrifstofu þróunarhjálpar Sameinuöu þjóöanna i Kaup- mannahöfn. Blaöamaöur hitti hann aö máli og spuröi fyrst hvernig samvinnu Noröurlanda væri háttað. Upplýsingamiðlun Haldén sagði aö samvinnan beindist einkum að upplýsinga- miölun og sameiginlegum þró- unarverkefnum. Meöal annars er blaöartiönnum boöiö i kynnis- feröir til einstakra þróunarrikja og þeir fjalla siöan um feröina þegar heim kemur. Það er mikilvægt sagði Haldén aö fjölmiðlar aðstoöi viö að auka skilning manna á vandamálum fátækra og vanþróaðra þjóöa. Nú undir lok marsmánaðar verður farin ferö til Zimbabwe (Ródesiu) til aö kynnast þvi sem þar hefur veriö aö gerast eftir aö svarti meirihlutinn tók viö stjórn lands- ins. Mikið samstarf er haft við skóla, þvi i gegnum þá er hægt að koma á framfæri upplýsingum og auka þannig þekkingu sem kemur til góöa siöar meir. Kennarar hafa fariö i feröir til þróunar- landa, t.d. dvaldi hópur sænskra kennara i viku i þorpi á Shrilanka, siöan miöla þeir til nemenda sem vinna alls kyns verkefni. Þaö er gefiö út all nokk- uö af blööum, timaritum og bækl- ingum, t.d. er nýlega hafin útgáfa timaritsins Udvikling 1 Danmörku, sem fjallar um þriðja heiminn. A vegum Sameinuöu þjóöanna fer fram mikil aöstoö viö þriðja heiminn, en oft hefur veriö deilt um þaö aö hvaöa notum sú aöstoö komi. ,,I ágúst veröur ráöstefna á vegum S.Þ. um orkumál þriöja heimsins i Nairobi i Kenýa. Hér á Noröurlöndum er mikill áhu.gi á orkumálum”, sagði Haldén, „og ekki óliklegt aö viö getum oröiö þaraö liöi”. Sameinuöu þjóöirnar gefa út timaritið Development Forum, sem kemur út 10 sinnum á ári, einnig eru geröar kvikmyndir, plaköt og fléira til aö kynna vandamálin sem viö er aö glima og þaö sem S.Þ. eru aö fást viö, og er þá fátt eitt nefnt. Hvað er nauðsynlegt? — Ef viö vikjum aö einstökum ! verkefnum sem Noröurlöndin vinna aö, á hvaöa sviöum getum viö einna helst oröið aö liöi? Ég er ekki svo vel kunnugur einstökum verkefnum og hvernig þau hafa gengiö, en ég get nefnt sem dæmi aö Sviar eru aö reisa stóra pappirsverksmiöju i Viet Nam, og þeir hafa veriö meö i landbúnaöarverkefnum Tansaniu og Kenýa. Sviar hafa stutt frelsis- baráttu ýmissa þjóða, t.d. i Angóla, Mozambique, Guinea Bissau og viðar, en eftir aö þessi riki fengu sjálfstæöi breyttist aöstoðin yfir i einstök verkefni sem taka miö af framtiöarþörfum viökomandi lands. Danir hafa verið meö stórt verkefni i gangi i Bangla Desh, meöal hinna fátækustu, hiö svokallaöa Nova Kali sem beinist að umbótum i landbúnaöi. Finnar hafa unnið aö borunum eftir vatni i Afriku og Islendingar kenna fiskveiöar á Grænhöföaeyjum. — Hvaöa sjónarmiö eru rikj- andi þegar verkefnin eru valin? Hér áöur var oft miöaö viö þá offramleiöslu sem var i iðnrikj- unum og þá er ég aö tala um þró- unaraöstoöina almennt. Þaö var hugsaö um aö skapa nýja markaði i þróunarrikjunum og horft á iðnvæðingu sem aðalatriö- iö, en þaö sjónarmiö er mjög aö vikja. Nú er spurt hvaö hverju riki þyki nauðsynlegast. Þaö veröur aö vera til staöar vilji til þróunar og kraftar til aö framkvæma áformin. Matur og vatn — Hvaöa vandamál eru stærst i rikjum þriöja heimsins? Þaö eru þau grundvallaratriöi ÞRÓUN OG ÞRIÐJI HEIMURINN Sjónum er nú mjög beint aö landbúnaöinum. Hverjum á að 1 • f 1 hjaipa og sem snerta lifiö sjálft. Matur og vatn. Siöan heilsugæslan, mennt- un og fleira og fleira. Þaö var lengi skoöun hinna riku Vestur- landaþjóöa aö iðnþróun myndi leysa vandann, en meðan ekki er einu sinni til matur handa þjóöinni þá er tómt mál aö tala um iönþróun. Iönaöur kallar á borgir, i borgunum koma upp fátækrahverfi og ef ekki er framleidd nægilegfæða þá leggst hungurvofan yfir allt. A undan- förnum árum hefur sjónum mjög veriö beint að landbúnaöinum, en þaö veröur að vinna samtimis á fleiri sviöum. Meö þvi t.d. aö finna ný vatnsból og leiða vatn til þorpanna má breyta miklu, þvi mikiö af vinnu kvenna fer i það að bera vatn, sem er svo bæöi vont og mengað. Afleiöingin verður sjúkdómar og mikil vinna sem mætti nýta til matvælafram- leiðslu. Vatnsmálin eru eitt stærsta vandamáliö sem viö er aö glima. Uppblástur og eyðing — Hvað um orkumál þriöja heimsins? Á þvi sviöi eru ýmsir möguleik- ar sem enn hafa ekki verið nýttir. Viða er olia, en þess má geta aö riki þriöja heimsins hafa farið mun verr út úr oliukreppunni en Vesturlönd. Þróunarrikin mörg hver selja óunna oliu úr landi og kaupa hana svo fullunna til baka á margföldu veröi. Fátækt þeirra þolir ekki miklar verðhækkanir. En til hvers þurfa vanþróuðu rik- in orku? Ekki til húshitunar, viö- ast er nægilegur hiti, heldur fyrst og fremst til þess iönaöar sem þegar er risinn upp. Þaö þarf auð- vitaö orku til að elda mat og þar komum viö aö enn einu vanda- málinu. öldum saman hefur brenni veriö sótt út i skóg og eftir þvi sem ibúum hefur f jölgaö hef- ur veriö gengiö á skógana og jafn- vægi náttúrunnar raskaö. 1 kjöl- fariö fylgir uppblástur landsins og fólkið þarf aö fara æ lengra til þessaöná I eldiviö. I sumum rikj- um minnka skógarnir ört, bæöi vegna þess aö unniö er úr trján- um og vegna þess aö veriö er aö ryðja land. Eyöing skóganna bæöi i Brasiliu og Indónesiu getur haft i för meö sér aukinn uppblástur og ekki siöur alvarleg áhrif á súr- efnisforöa heimsins, Trén fram- leiða súrefni eins og viö vitum. Orkuvandamáliö er mikiö og paö má nefna hér aö bráölega veröur haldin ráöstefna i Paris um orkumál 30 fátækustu rikja heims, þar sem reynt veröur aö finna nýjar leiðir tii aö vinna orku. Þaö er vitaö aö töluvert vatnsafl er óvirkjaö og i einum 30 löndum er jarövarmi sem hægt er að virkja. Þar gætu íslendingar komiö til aöstoöar. Það er mikiö rætt um sólarorkuna sem einmitt er tilvalið aö nota, og reyndar hefur sólskermum verið komiö upp viða, en sú orka sem þannig fæst nægir ekki til iðnaöar enn sem komiö er. 80% ólæsir — Hvað um menntun I þriöja heiminum, hún hlýtur aö vera undirstaöa þess aö þessar þjóöir geti náö tökum á sinum eigin vandamálum? Menntunin er vissulega mikil- væg. Viöa i löndum þriðja heims- ins eru allt að 80% ibúanna ólæsir og óskrifandi. Þar vantar tilfinn- anlega menntaða kennara, allt er þetta hvað öðru tengt, til þess að geta sigrast á fátæktinni þarf þekkingu, en til að öölast hana þarf peninga og þeir eru ekki til. — Nú er pólitiskt ástand i þriöja hciminum mjög mismunandi og viöast eru rikjandi herforingja- stjórnir, einræöisherrar eöa gjör- spilltar yfirstéttir, meö örfáum undantekningum, aö ekki sé minnst á pólitiskar sviptingar, striö og skæruhernað; veldur þetta ekki erfiðleikum i þróunar- aðstoöinni? Jú, vissulega. Viö erum komin aö spurningunni sem mikiö hefur veriö rædd, hverjum á áð hjálpa? Fátækustu þjóöunum, eöa þeim sem raunverulega vilja þróun og beita henni þannig aö hún komi öllum til góöa? Þess eru mörg dæmi aö þróunaraðstoðin hafi eingöngu komið hinum riku til góða. Þar má nefna grænu bylt- inguna svo kölluðu sem átti aö gjörbreyta landbúnaöinum I þriöja heiminum. Þangaö var flutt útsæði og áburöur, en þegar til kom voru þaö aöeins þeir sem áttu land, hinir riku, sem höföu not af þessari tilraun. Prófessor Gunnar Myrdal sem er mjög virtur hagfræöingur hef- ur sett fram þá kenningu aö riki þriðja heimsins komist ekkert áfram nema þar verði stórfelldar þjóöfélagsbreytingar. Skoöanir hans hafa verið mjög til umræöu að undanförnu. Þær stofnanir sem vinna að þróunaraðstoð eru aö reyna sig áfram og meta hvernig best er hægt að koma til aöstoöar. Þróun eflir friðinn — Við höfum minnst á Afríku- og Asiuriki, hafa Noröurlöndin ekkert sinnt S-Ameriku? Norðurlöndin hafa ekki tekiö þátt i neinum þróunarverkefnum i S-Ameriku. Þaö hefur verið rætt um að koma á framfæri upplýs- ingum um ástand mála þar, þaö er i undirbúningi-blaðamannaferð til Nicaragua á næsta ári og vissulega hefur verið rætt um aö- stoö, við riki eins og Jamaika, E1 Salvador og Nicaragua, þar sem raunverulegar breytingar og frelsisbarátta eiga sér stað, en ástandiö er ótryggt og óvist hvað úr verður. (Eftir stjórnarskiptin á Jamaika hefur aftur syrt i álinn og óvist nema aö auövaldið ameriska nái undirtökum á ný. —- ká) — Rikir skilningur á Norður- löndunum fyrir nauðsyn þróunar- aðstoðar? 011 Noröurlöndin eiga viö efna- hagsvandamál að striöa, þar er veriö að spara i útgjöldum rikis- ins og skera niöur framkvæmdir. Viö slikar aöstæöur er erfitt að rökstyöja aö riki eigi aö veita þró- unaraöstoö.Sameinuöu þjóöirnar settu þaö markmiö aö allar þjóöir legöu fram 0.7% af brúttófram- leiöslu sinni til þróunaraðstoöar og þvi marki hafa Noregur, Dan- mörk og Sviþjóö náö og hefur ekki komið til tals aö skera fjárhæöina niður. Fólki er ljóst aö þaö veröur að hjálpa þegar neyöin kallar, og flestum er lika ljóst að ef þróunin heldur áfram þá eru meiri likur á friöi og aö smám saman dragi úr þeim miklu andstæöum sem rikja innanrikja annars vegar og milli heimshluta hins vegar. §00 miljarðar í hergögn — Hvernig metiö þið gapiö milli rikra og fátækra þjóöa, vex það stöðugt? A jörðinni búa nú um fjórir miljaröar manna. Ibúafjöldinn vex og vex, sem þýöir þaö aö æ fleiri eiga að lifa á gæöum jarðar. Þaö er erfitt aö breyta samfélög- um þar sem óréttlætiö rikir, þaö tekur langan tima. Viö spyrjuirt okkur: tekst það áöur en hungur- bylgjan skellur yfir? Viö vitum aö auölindir jarðar eru illa nýttar og það fer allt of mikið fjármagn i hergögn. A siðasta ári var varið 500 miljörðum dollara i hergögn meðan 25—30 miljaröar fóru til þróunaraöstoðar. Ef vilji væri fyrir hendi þá væri hægt að leysa vandamál hins fátæka hluta heims, en hvernig er hægt aö skapa þann vilja? 1 fátækustu löndunum versnar ástandiö. Þar eru mikil vandamál á feröinni, uppblástur, loftmeng- un, sem flyst með loftstraumum frá iðnaðarsvæðum. Það hefur verið horft fram hjá mengunar- vandamálum þriöja heimsins. Athygli hefur öll beinst að þvi hvernig hægt væri að auka hag- vöxtinn, en þaö gengur ekki leng- ur. Vatn og skógar eru aö eyöi- leggjast, meö öllu þvi sem fylgir i kjölfariö. Sú aöstoö sem nú er veitt er sem dropi i hafið, þar þarf miklu meira að koma til, bæöi þaö aö hvert riki taki málin i sinar hendur og stuöli aö þróun á sinum eigin forsendum og einnig að viö sem bæði höfum þekkingu og auð leggjum okkar af mörkum. Þaö er um hagsmuni okkar allra aö tefla, við byggjum þessa jörö og viö getum ekki fariö neitt annaö, ef hún veröur eyöilögö. —ká á dagskrá Eina ódýra og fljótlega leiöin til ad bæta úr þessu er auðvitað aö opna skólana fyrir unglingunum, ekki eitt og eitt kvöld i miðri viku, heldur takmarka- laust eftir þvi sem eftirspurn er eftir Vígið þið nú ekki meira, b or gar stj ór nar menn I Þjóöviljanum minum i dag (laugardag 7. mars) er litil frétt um að borgarstjórn hafi ákveöiö aö taka rekstrarleyfi af leik- tækjasalnum Vegas viö Laugaveg 92. Þar segir að 10—11 ára börn hafi sótt staöinn, unglingar hafi verið þar við drykkju, selt sprútt og fikniefni, skipulagt þjófnaöar- leiöangra og selt þýfiö á staönum. Og eftir lokun var völdum gestum boöiö i parti. Unglingar, 13—15 ára, stýröu staönum af hálfu eig-- enda. Ég hef enga ástæöu til aö efa neitt I þessari ljótu sögu. En hverju halda borgarstjórnar- menn aö þeir bjargi meö þvi aö loka einum leiktækjasal? Halda þeir aö unglingarnir fari heim ab lesa tslendingasögurnar? Eöa halda þeir að fólk sé eitthvað sið- prúðara i kuldanum niðri á Hall- ærisplani? Jú, borgaryfirvöld veröa viö kvörtunum út af þess- um tiltekna staö, þau þvo hendur sinar af framferði unglinganna þar. En þau mættu minnast þess sem séra Hallgrimur sagöi: „Viltu þig þvo, þá þvoöu hreint...” Hreinþvotturinn er enn eftir, og þið sem nú ráöiö borginni eigið kannski ekki nema rúmt ár eftir til aö ljúka honum. Enginn veit hve miklir þrifnaðarmenn þá taka viö. Viö komumst ekki framhjá þvi að unglingar hafa sterka hóp- hvöt, enda er slikt algengt með ungviði milli bernsku og full- orðinsaldurs, bæði hjá öörum spendýrum og fuglum. Þaö er mikill misskilningur aö halda aö unglingar komi eingöngu saman til þess aö drekka áfengi, reykja hass, stela og eðla sig. Þeir sækja aöeins i aö halda sig i allstórum hópum jafnaldra, og þaö er varla ástæöa til að ætlast til að hegöun þeirra þar sé upp og ofan siölegri en hegöun fullorðins fólks (þó hún sé þaö liklega oftast raunar). En þaö er svo skrýtiö meö okkur Reykvikinga, jafnmikil húsdýr og við erum að miklu leyti, að við viðurkennum ekki að þaö þurfi húsnæði til að fullnægja þessari þörf. Nú búa Reykvikingar flestir svo rúmt að það mætti sennilega komast langt að fullnægja sam- komuþörf unglinga á heimilum. Og kannski væri þaö oft besti kosturinn fyrir alla. En stað- reyndin er sú að heimili hér i Reykjavik eru flest lokuð hóp- samkomum þeirra. Og þó svo aö einhverjir einstaklingar vilji opna glufu i þennan varnarmúr fullorðinna húsráðenda er þaö erlendar bækur The Vanished Words of Jewry Raphael Patai. Picture research hy Eugene Rosow with Vivian Kleiman. Weifenfeld and Nicol- son 1981. Furðurlegasta einkenni gyðinga-þjóðarinnar er dreifing hennar um allan heim, hún er einstök meöal þjóða um þetta. Þjóðin tók snemma að dreifast skammgóöur vermir. Meöan allir aörir hafa lokað er ásóknin svo mikil að stakt heimili sem er opið unglingum hlýtur að leggjast i rúst. Þaö fer eins og segir i Atóm- stööinni: „...húsið er ekki lengur hús, heldur torg. Fyrst koma vinir barnanna opinberir sem leynilegir, siðan vinir vina barna hússins, loks þeirra vinir; og þar- meö Hafnarstræti”. — Kannski er þetta nú fulldjúpt tekið i árinni. En þaö er sama, hér er verkefni sem borgaryfirvöld veröa aö fást viö, ef þau vilja ekki láta pen- ingaplokkurum þaö eftir, enda hafa þau svosem reynt þaö. Ég hef ekki á hraöbergi ná- kvæma sögu af samkomumálum unglinga i borginni. (M.ö.o. ég hef ekki mikið vit á þessu, en nóg af skoöunum.) En það þarf ekki nema miðlungs duglegan blaða- lesanda til að vita aö þaö er mesta raunasaga. Um nokkurra ára bil rak borgin Tónabæ sem myndar- legan samkomustaö unglinga. En svo fóru gestirnir aö drekka I hús- inu og utan viö þaö (sem er enn verra af þvi aö þaö truflar ná- grannana), og öllu var lokað. Kannski var álagiö á þetta hús umfram allt of mikiö af þvi aö ekki var haldiö áfram og komið upp fleiri húsum af sama tagi. Um svipað leýti gafst hver skól- inn af öörum upp viö aö leyfa nemendum að dansa i skóla- húsinu. Sagan var alls staöar svipuö; drykkjuskapurinn varö svo mikill að skólayfirvöld þótt- ust ekki geta verið þekkt fyrir aö halda dansleikjunum áfram. Þau þvoöu hendur sinar og lokuöu. Þannig hafa yfirvöld borgar og skóla fariö um og hreinsað hús sin og stökkt þaðan i burt þessu ill- þýöi uppvaxandi kynslóöar sem hefur sest þar aö. Jafnvel strætis- vagnaskýliö á Hlemmi, sem er liklega meö vistlegri samkomu- stööum unglinga (þótt það sé furðulega illa gert til aö biöa þar eftir strætisvögnum), þaö er ekki einu sinni opið svo lengi sem vagnarnir ganga. Mann fer aö langa til að segja eins og tröllið i Heiönabergi viö Guömund biskup góða: „Vigðu nú ekki meira Gvendur biskup; einhvers staöar verba vondir aö vera”. Þaö er hart aö manni skuli detta þetta i hug jafnvel þegar lokað er ekki geöugri samkomustað en þessum illræmda leiktækjasal. En ástandið er bara svona bágt. Eina ódýra og fljóllega leiöin til að bæta úr þessu er auövitað aö opna skólana fyrir unglingum, ekki eitt og eitt kvöld i miðri viku, um löndin, sem lágu að Miðjarðarhafi, fyrir daga Rómverja. Arið 70 var Jerúsalem eydd og þá áttu gyðingar ekki lengur neina þjóðlega staðfestu i heimalandi sinu. Dreifing þeirra um allar jarðir hófst þá og siðan hafa þeir búið meðal annarra þjóða oft i eigin samfélögum, þar til með stofnun tsraelsrikis 1948. Atburðirnir árið 70 voru örlaga- rikir, gyðingaofsóknir fyrri tima voru taldar blettur á allri siðmenningu þegar á 18. öld, en hrikalegustu aðfarirnar hófust þó ekki fyrr en á 20. öld. Fyrir siðari heimsstyrjöld var talið að gyðingar teldust um 16.600.000, en eftir styrjöldina var talan komin niður i 11.500.000. Sex miljónir gyðinga voru myrtar af nazistum. Með þeim aðgerðum blikna ofsóknir hálfsiöaöra þjóða á hendur gyðingum, herleiðingar heldur takmarkalaust eftir þvi sem eftirspurn er um. Auövitað er ástæöulaust aö leggja eftirlit meö þvi starfi sem aukavinnu á skólastjóra og kennara. Þetta yröi eins og hvert annaö starf sem borgin þarf aö sjá um aö veröi unnið og greiöa fólki fyrir. (Og segiöekki aö þaö vanti peninga til þess. Þaö eru nógir peningar til i Reykjavik.) Raunar væri kannski allra best aö rábast á vandann meö náinni samvinnu borgaryfir- valda og skóla — og nú ætla ég aö leyfa mér svolitla draumóra. Til er uppeldiskenning sem segir aö þaö eigi ekki aö banna börnum að gera rangt eöa refsa þeim fyrir. Það eigi bara aö láta þau kynnast afleiöingunum af gerðum sinum. Ef þessari kenningu væri beitt á kvöldvistun unglinga I skólunum væri eftirlit meö henni haft sem minnst, rétt nóg til þess aö þau færu sér ekki aö voöa eöa yllu stórtjóni. — Ef einhverjum finnst þetta svakalegt má benda á aö eftirlitið meö kvöldvistun á Hall- ærisplaninu er varla meira. — Siöan yröi upphaf næsta morguns tekið i aö gera skólann hæfan til kennslu. Þaö yröi sjálfsagt litiö um fræöslu i fyrstu timum stundum. En i staö- inn ynnu skólarnir þaö aö veröa heildarumhverfi unglinga, viö hlið heimilanna vonandi, staöir þar sem þeir fengju fleira en oft ólystuga fræðslu og bæru nokkra ábyrgö á. Hér er ekkert rúm til að útfæra þessa hugmynd I einstökum at- riðum. Þaö yrði býsna flókið og er engan veginn aöalatriöi málsins. Aöalatriöiö er að unglingar hafa, liklega fremur en annaö fólk, heilbrigða og náttúrulega þörf fyrir að koma saman. 1 köldu landi er engin ástæöa til aö van- rækja að hafa til húsnæöi til aö fullnægja þessari þörf fremur en öðrum. Ég er ekkert sérstaklega hræddur um aö unglingar verði verra fólk á þvi aö koma saman úti á viöavangi eða i hálfbyggðum húsum. Það er bara óþægilegt og i allsnægtaþjóðfélagi hafa ung- lingai rétt á öðru betra, eins og aðrir. Ég hef siður en svo nokkurn áhuga á að leiktækjaeigendur fái tækifæri til að reyta peninga af unglingum fyrir ómerkilega skemmtun. En það er svolitiö hallærislegt hjá borgaryfir- völdum aö berjast viö leiktækja- eigendur með löngum skýrslum og álitsgerðum sérfræðinga, meðan þau sjálf gera svosem ekkert til að leysa vandann. fyrri tima verða i rauninni smá- vægilegar miðað við „lokalausn” tæknivæddra glæpamanna 20. aldar. I þessari bók er leitast við að lýsa mannlifi i 18 gyðingasam- félögum sem nú eru svo til eða alveg horfin, vegna aðgerða naz- ista og flutnings þeirra til annarra svæða. Þessi samfélög sem hér er fjallað um voru i blóma á fyrstu árum þessarar aldar, svo sem i Austur-Evrópu, Mið-Evrópu, Suður og Vestur- Evrópu, Norður Afriku, Aust- urlöndum nær og Indlandi. útgef- endurnir hafa safnað þeim mynd- um, sem vitað var af og hafa reynt að lýsa þessum fjölbreyti- legu samfélögum i sem stysstu máli. Saga hvers samfélags er rakin frá upphafi, þar sem heim- ildir eru tiltækar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.