Þjóðviljinn - 19.03.1981, Síða 6

Þjóðviljinn - 19.03.1981, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Fimmtudagur 19. mars 1981. SVÆÐISFUNDUR Kaupfélögin á Suðurlandi halda svæðis- fund með stjómarformanni og forstjóra Sambandsins í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 21. mars 1981 kl. 13.00 — 20.00. Fundarefni: 1. Viðfangsefni Sambandsins. Frummælandi: Erlendur Einarsson, for- stjóri. 2. Samvinna kaupfélaganna og tengsl við Sambandið. Frummælandi: Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri. 3. Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar. Frummælandi: Valur Amþórsson, stjórnar- formaður Sambandsins. 4. Tengsl félagsmanna við kaupfélögin. Frummælandi: Einar Þorsteinsson ráðu- nautur. 5. Önnur mál — almennar umræður. Féiagsmenn kaupfélaganna eru hvattir til að koma á fundinn. Kaupfélag Ámesinga Kaupfélag Rangæinga Kaupfélag Skaftfellinga Kaupfélag Vestmannaeyja Samtök mígrensjúklinga halda aðalfund sinn að Hótel Heklu Rauðarárstig 18, miðvikudaginn 25. mars 1981 kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt um árlegan kökubazar. Almennar umræður. Kaffiveitingar. Mætum nú öll sem áhuga höfum fyrir fé- laginuog máleínum höfuðveikra. Ræðum málin yfir kaffibolla, að Hótel Heklu. Stjórnin. Árshátíð Alliance Francaise verður haldin i Lindarbæ föstudaginn 20. mars kl. 19.30. Franskur matur og skemmtiatriði. Miðasala verður i kvöld i. Franska bókasafninu ki. 17—19 og við inn- ganginn i Lindarbæ föstudaginn kl. 17—19. Allir velkomnir. Stjórnin Auglýsinga- og áskriftarsími 81333 DIOÐVIUINN Tillaga um skelfiskvinnslu í Flatey: Vantar þó vinnuafl, vatn og frystihús Nokkur umræöa varö í siðustu viku á Alþingi um tillögu þriggja þingmanna þess efnis aö íbúum Flateyjar á Breiöafiröi veröi veitt leyfi fyrir veiöum og vinnslu á skelfiski. Leyfiö verði veitt eigi siöar en aö hausti 1981. Flutnings- menn eru Gunnar Pétursson, Matthfas Bjarnason og Karvel Pálmason. 1 umræöum kom fram að flestskortir til veiöa pg vinnslu á skelfisk i Flatey. Þar er ekki frystihús, þar vantar vatn, þar vantar vinnukraft og báturinn þar er ekki nægilega stór til veiö- anna. Sighvatur Björgvinsson gerði grein fyrir tillögunni, þvi fyrsti flutningsmaöur er sat um skeið á þingi fyrir Sighvat er nú horfinn af þinginu. Guömundur J. Guðmundsson tók næstur til máls. Sagöist Guðmundur telja tillöguna illa Igrundaða og ekki heppilegustu leiðina til aö styrkja atvinnulifið á Breiöafjarðareyjum. Guðmundur benti á að íbúar i Flatey væru um 16 og þar af væru vist 3 eða 4 menn er hefðu möguleika þarna á vinnslu. Þá væri þarna 12 tonna bátur i eigu þriggja manna og ekki gætu þeir bæði veitt og stundað vinnslu. Ef þessi bátur veiddi2tonnafskelfiskiþá myndi þurfa 20—30 manns til að hand- vinna fiskinn. Guömundur J. minnti á að ekkert frystihús væri i Flatey i vinnsluhæfu ástandi og myndi það kosta stórfé að koma þvi i gagnið. bá væri ekkert vatn i Flatey til þessarar vinnslu, en skelfiskvinnsla er ákaflega vatnsfrek. Það vantaði þvi fólk, vatn og frystihús á staðnum. Guðmundur J. sagðist einnig telja hæpið að skerða skelfisk- kvóta Stykkishólms meiren orðið hefði, enda væri skelfiskvinnsla undirstaða atvinnulifs þess staðar og atvinnuástandið ekki of gott. 1 Stykkishólmi væri auk þess búið að koma á fót einni fullkomnustu vinnslustöð i heimi á þessu sviöi. Eiður Guönasontók i svipaðan streng og Guðmundur J. og taldi þingsjá tillöguna ekki þrauthugsaða. I Flatey væri nánast engin aðstaða tilþess aðvinnaskelfisk.þar væri ekki frystihús, þar vantaði vatn og rafmagn auk vinnuafls. Sagðist hann telja að vænlegra hefði verið að leita einhverra annarra ráða til að leysa atvinnu- yinða eyjarinnar. / Matthias Bjarnason einn /flutningsmanna sagðist ekki telja það breyta miklu þó að sá eini bátur er væri i Flatey fengi leyfi til skelfiskveiða, enda þyrfti hann ekki endilega að veiða hörpudisk, það væru til fleiri skelfiskar en hörpudiskur. Þá sagði hann aö lika væri mögulegt að bora fyrir vatni iFlatey og á meginlandinu. Matthias sagði aö skelfisk- veiðar og vinnsla væri aö visu ekki eina leiðin til að efla byggð ogstyrkja atvinnulífið iFlatey og ef til vill mætti finna aðrar leiðir er menn gætu orðið ásáttir um. Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráöherra sagði að hann teldi aö smákvóti til skel- fiskveiða myndi styrkja byggð i Flatey, en hins vegar lægi ljóst fyrir að ekki væru forsendur fyrir sliku. 1 Flatey væri ekki nægi- legt vatn, frystihúsið úr sér gengið og fátt væri þar um fólk. Jafnvel þótt hann myndi veita leyfið þá myndi staðurinn ekki fá heimild vegna hollustuhátta. Staðurinn fullnægði ekki þeim ströngu kröfum sem settar væru i dag um vinnslu á skelfisk. Steingrimur gat þess að Fram- kvæmdastofnun væri að vinna að byggöaáætlun fyrir Breiða- fjarðareyjar og væri hún langt komin. Sagðist hann hafa hreyft þvi við starfsmenn stofnunar- innar að þeir gerðu Uttekt á þvi hvað gera þurfi i Flatey til þess að þar megi vinna hörpudisk. Karvel Páimason einn flutn- ingsmanna ásakaði Guðmund J. Guðmundsson fyrir að vera með árásir á ibúa Flateyjar. Sagðist hann telja það skyldu rikisvalds- ins aö leggja það af mörkum sem til þarf til að á Flatey verði blómleg byggð. Tillaga súer hann væri meöflutningsmaður að væri ef til vill ekki eina leiðin til að rétta hlut fólks þarna og sjálfsagt væri að athuga með aðra mögu- leika. Vegna oröa Karvels tók Guömundur J. aftur til máls og sagðist hann vilja leggja áherslu á að hann hefði alls ekki verið með neinar árásir á ibúa i Flatey. Hann væri hlynntur öllum skyn- samlegum aðgerðum til að efla byggö I Flatey. Væri eðlilegt að gerð væri úttekt á þeim mögu- leikum sem fyrir hendi væru likt og Framkvæmdastofnun væri nú að vinna að. —Þ Þingmenn allra flokka: Relst verði viðbótar- bygging fyrir Alþingi Lögö hefur veriö fram á Aiþingi tiilaga þess efnis aö heimkynni þingsins veröi áfram I hinu aldar- gamla þinghúsi og byggingum I næsta nágrenni þess. t tiiiögunni er ennfremur lagt til aö látin veröi fara fram samkeppni meöal islenskra húsameistara um megingerö og skipulag nýrrar byggingar á svæöinu sunnan og vestan viö gamla Alþingishúsiö. Þá er að lokum lagt til aö for- setum Alþingis veröi falinn undir- búningur þessarar samkeppni, þar með talin skipun manna i dómnefnd ásamt þeim. Flutningsmenn þessarar tillögu eru forsetar Alþingis, þeir Jón Helgason, Sverrir Hermannsson og Helgi Seljan.en auk þeirra er Benedikt Gröndalflutningsmaður tillögunnar. 1 greinargerð með tillögunni kemur fram að núver- andi Alþingishús sem reist var 1881 er fyrir löngu orðið of litið fyrir starfsemi þingsins. Úr þvi hafi að visu verið bætt með kaupum á húsum i næsta nágrenni, og starfi nú Alþingi i fjórum húsum öðrum en þing- húsjnu, þ.e. Þórshamri, Vonar- stræti 8 og 12 og Kirkjustræti 8. Það svæði sem lagt er til að við- bótarbygging risi á, markast af Templarasundi, Kirkjustræti, Tjarnargötu og Tjörninni. I greinargerðinni segir að ýmist megiflytja eða rifa þau hús, sem á þessu svæöi standa nú. Alþingi eigi þegar flest þessi hús og lóðirnar, nema Oddfellowhúsið. Það hús sé rammgerð stein- bygging, sem girði fyrir þann kost, að nýbygging fyrir Alþingi snúiútaðTjörninni. Niðurrif þess á sfðara stigi gæti þó haft megin- áhrif á skipulagshugmyndir segir i greinargerðinni. / Skóverksmiðja SIS hyggst loka vegna rekstrarerfiðleika: Stjómvöld koml tíl aðstoðar Segja þingmenn kjördæmisins Lögð hefur veriö fram tillaga á Alþingi þar sem rikisstjórnin er hvött til aö láta nú þegar fara fram könnun á meö hvaöa hætti hægt sé að efla og styrkja rekstrargrundvöll skóiðnaðar og' stuöla aö áframhaldandi rekstri skógerðar i landinu. Flutnings- menneru Guömundur Bjarnason, Stefán Jónsson, Lárus Jónsson, Árni Gunnarsson og Stefán Val- geirsson. I greinargerð kemur fram að nú er aðeins ein skóverksmiöja starfandi i iandinu það er Iðunn erhóf starfsemi sina 1936. Þegar starfsemin stóð með mestum blóma unnu hjá fyrirtækinu um 120 manns, en vegna mikilla erfiðleika i rekstri og samdráttar iframleiðslu og sölu er starfsfólk nú um 50 manns. Verksmiðjan hefur verið rekin með rekstrar- halla undanfarin ár og hefur þvi stjórn SIS ákveðið að hætta rekstri verksmiðjunnar á næst- unni. Flutaingsmenn benda á að mik- ið af þvi' fólki er vinnur við verk- smiðjuna er fullorðið fólk sem unnið hefur á sama vinnustað um árabilog eigi þvi án efa erfitt með að fá vinnu við sitt hæfi ef starf- seminni’verði nú hætt. Telja þeir að hér sé um að ræða verulegt vandamál, bæði i atvinnulegu og félagslegu tilliti, sem stjórnvöld verði að taka tíl athugunar, og leita beri allra hugsanlegra leiða til að koma i veg fyrir að iðngrein þessi verði lögð niður. —Þ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.