Þjóðviljinn - 04.04.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. apríl 1981. DAIJ rÁST i ÖLLLM VCRSLLNLM. ÚTBOÐ Byggingarnefnd ibúða fyrir aldraða i Nes- kaupstað óskar eftir tilboðum í að gera fokhelt ibúðarhús og ganga frá þvi að ut- an. Húsið er tvær hæðir, 464 ferm. að grunn- fleti, alls 929 ferm og 3117 rúmm. f þvi eru 12 ibúðir auk sameiginlegs rýmis. Verkinu skal lokið 1. júni 1982. Útboðsgagna má vitja gegn 800 kr. skila- íryggingu frá og með mánudeginum 6. april á bæjarskrifstofúnni i Neskaupstað eða hjá undirrituðum. Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofuna i Neskaupstað þar sem þau verða opnuð föstudaginn 24. april kl. 11.00. ARKITEKTASTOFAN S.F. Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall Ármúli 11 Reykjavik Logi Kristjánsson bæjarstjóri Tónlistarskóla Kópavogs Fyrri vortónleikar verða haldnir laugar- daginn 4. april kl. 2 e. hádegi i sal skólans. Skólastjóri. Hart er lagt aö Alberti Guðmundssyni um þessar mundir að stofna nýj- an borgarmálaflokk ef ekki landsmálaflokk og er ætlunin að reynsluakstur fari fram i borgar- stjórnarkosningum að ári. Þeir sem eru að vinna i þessu eru þeir sem vilja losna bæði við Geir Hallgrimsson og Gunnar Thor- oddsen úr forystu Skjálfstæðis- flokksins og umfram allt Davið Oddsson úr borgarmálum. Ef af verður mun Albert Guðmundsson skipa efsta sæti listans og Björn Þórhallsson, varaforseti ASI, annað sæti. Stórtap varð á rekstri Eimskipafélags Is- lands á s.l. ári en það nam 2.7 mil- jörðum gamalla króna. Velta fyrirtækisins var um 36 miljarðar króna. Þetta gerist þrátt fyrir nokkra hlutabréfaaukningu. For- vigismenn félagsins munu á aðal- fundinum n.k. fimmtudag gefa þær skýringar að tapið stafi af verðbólgu, gengissigi og tregðu á heimildum til hækkana á flutn- ingsgjöldum. Og úr þvi að minnst er á gengissig má nefna þaö að fréttir herma að Hafskip h.f., keppinautur Eim- skipafélagsins,hafi tapað 250 mil- jónum króna eina nótt i desem- bermánuði vegna gengissigs. NÚ hafa Flugleiöir fengið 10.2 mil- jaröa króna af þeim 12 sem rikis- valdið heimilaði ábyrgð fyrir. Hitt er svo annað mál að fyrir- tækið virðist ætla að komast upp með að standa viö fæst af þeim skilyrðum sem rikisstjórnin setti. Þannig er nú útlit fyrir að rikið fái aðeins einn mann i stjórn og nú er hafinn mikill peningaleikur með Arnarflug sem á skv. skilyrðun- um að selja starfsmönnum. Þannig er nú reynt að margfalda verðgildi allra eigna Arnarflugs til þess að Flugleiðir beri sem állra mest úr býtum þegar þeirra hlutur verður seldur — ef hann verður þá seldur. Þeir Arnarflugsmenn eru nú hins veg- ar á bólakafi i áætlunum um nýj- ar, spennandi og skemmtilegar flugleiðir og eru að afla sér heim- ilda fyrir nýjum millilendingar- og endastöðvum viða um Evrópu. Talið er að þetta hafi i för með sér að tslendingar geti flogið um all- an heim á hagstæðari kjörum en hingað til hafa fengist. Næstu daga er væntanlegt fyrra bindi af bók úlfars Þormóðssonar um Frimúrararegluna en hann hefur setið i Dublin i vetur við lokafrá- gang hennar. Auglýsingastofa nokkur hér i borg var um daginn að gera sjónvarpsauglýsingu um bókina og var kvikmyndað fyrir utan Frimúrarahöllina og tók sú taka um 40 minútur. Það vakti at- hygli kvikmyndatökumanna að allan timann sat maður i bil skammtfrá og fylgdist með. Bill- inn var svartur SAAB með númerinu R 174. Eigandinn, sem sat þarna i bil sinum, reyndist vera Ragnar Júliusson skóla- stjóri og stórfrimúrari. Sam- kvæmt heimildum skráargatsins er Ragnar nýkjörinn i styrktar- ráð (áður góðgerðarráð) Frimúr- arareglunnar til ársins ‘1984. Taugatitrings hefur viða orðið vart vegna bókar Úlfars sem er gefin út á kostnað höfundar. Þannig mun hann hafa farið fram á það við lnnkaupa- samband bóksala að þaö dreifði bókinni. Stjórn sambandsins er nú með málið til athugunar en allar likur benda til þess að farið verði fram á ritskoðun á bókinni áður en stjórnin fellst á dreifingu. Samt situr enginn frimúrari i stjórninni. Viss hefð er oröin á kappræðufundum milli Heimdallar og æskulýös- nefndar Alþýðubandalagsins og verður einn slikur i næsta mán- uði. Æskulýðsnefndin stakk upp á þvi að umræðuefnið yrði stjórnar- samstarfið en Heimdallur lagði ekki i það og hafnaði hugmynd- inni. Þeim þykir stjórnin liklega standa of föstum fótum til þess að hætta sér út i slikar umræður. Samningaviðræður standa nú yfir um hvað skuli rætt. Þegar nýr ritstjóri tók til starfa á Tim- anum um daginn sagði Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri i samtali við Timann að Jón Helga- son ritstjóri mundi hætta á þessu ári. Jóni sjálfum hefur hins vegar ekki verið tilkynnt neitt um upp- sögn og ekki hefur hann sjálfur sagt upp. Þykktist hann mjög við sem vonlegt var. Margra grasa kennir i smáauglýsingum siðdegisblaðanna. Eftirfarandi sáum við i gær i öðru þeirra og er ekki gott að segja hvort hún ætti heldur heima i bilaauglýsinga- eða einkamáladálki: „Ég hef ákveðið að láta gull- kálfinn, sem er þýskur alþýðu- vagn af gerðinni VW 1300 árg. 1971. Upphaflega smiðaöur að undirlagi foringjans. Gullkálfur- inn er með 1500 vél, sem er ekin 45 þús. km á sléttlendi. Sanngjarnt verð er talið 9 þús. kr. en um slikt má vist alltaf deila. Frekari uppl. verða veittar að kostnaðarlausu i sima 43... eftir fréttir á tákn- máli.” v-^^GIaený breiðskífa Höfundur tónlistar: Valgeir Guðjónsson Þeir sem voru með: Ásgeir Óskarsson, Egill Ólafsson, F. Bachmann, Hanna Steina Hjálmtýsdóttir, Jónas R. Jónsson, Mike Pollock, Reynir Sigurðsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurbjörn Einarsson, Sigurður Rúnar Jónsson,. Tómas Einarsson, Tómas Tómasson, Valgeir Guðjónsson, Valva Gísladóttir, Þorkell Jóelsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Þórður Árnason. Útgáfa og dreifing: SVART Á HVÍTU Vesturgötu 3, R. sími 13339

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.