Þjóðviljinn - 04.04.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4,— 5. apríl 1981. st jórnmál á sunnudegi Lög um Húsnæðisstofn- un ríkisins tóku gildi 1. júlí i fyrrasumar og hafa því verið í gildi i 9 mánuði. Hörð átök voru um setn- ingu laganna á Alþingi þegar þau voru þar til um- ræðu og allmikið hefur verið um þau deilt síðan þau komu til fram- kvæmda. Þó tel ég fulla ástæðu til þess að taka þau til umfjöllunar á sunnu- degi hér i blaðinu þar sem hinir ýmsu þættir stjórn- málanna eru að jafnaði til umræðu. Með því er það undirstrikað að húsnæðis- málin eru einn þáttur stjórnmálanna og snar þáttur i lifskjörum al- mennings i landinu. byggingu ibúöarhúsnæöis sem leysa brýnasla vandann á hverjum tima. Þaö er stefna nýju hiisnæöislaganna. Húsnæðisstofnun rikisins Með vaxandi afskiptum og fyrirgreiðslu rikisins og sveitar- félaga i húsnæðismálum hefur hlutverk húsnæðisstofnunarinnar orðið mikilvægara. Hin nýju lög staðfesta þessa þróun og treysta mjög skipulag stofnunarinnar. Er henni nú skipt i þrjár deildir og verksvið þeirra skýrt og af- markað. Sérstök áhersla er f lögunum lögð á þjónustuhlutverk stofnunarinnar við lántakendur og reynt að tryggja aö stofnunin séaðgengileg þjónustustofnun viö almcnning en ekki kerfisstofnun sem allir þurfa aö leita til og hlýða hennar dutlungum. Minna er nú af boðum og bönnum i lögunum og við fram- Samkvæmt lögunum um Húsnæðisstofnun rikisins er gert ráð fyrir þvi að útlán Bygginga- sjóðs skiptist i 9 lánaflokka eftir tegund framkvæmda. Samkvæmt útlánaáætlun sjóðsins er fyrir- hugað að opna alla lánaflokkana á þessu ári til þess að móta fram- kvæmd þeirra en vegna skorts á fjámagni er ljóst að þörfinni fyrir lansfé verður hvergi nærri fullnægt. Skipting á f jármagni Bygginga- sjóðs á milli lánaflokka er áætluð sem hér segir: Ólafur Jónsson skrifar ibúða og til kaupa á eldra húsnæði. Mikilvægasta breyt- ingin ersú, að nú er fjárhæð lána miðuð við f jölskyldustærð umsækjanda og á að vera sama hlutfall af byggingarkostnaði þeirrar ibúðar sem hver fjöl- skylda er talin þurfa til afnota og nefnd er staðalibúð. önnur mikilvæg breyting, sem nú er komin til framkvæmda, er 1. Lán tQ kaupa eða bygginga á nýjum Ibúöum 145 milj. 2. Til kaupa á eldri Ibúðum 70 milj. 3. tbúðir og stofnanir fyrir aldraða og dagvistarstofnanir 10 milj. 4. Viðbyggingar og endurnýjun á eldra húsnæði 5 milj. 5. Lán til að útrýma heilsuspillandi húsnæöi 5 milj. 6. Lán til einstaklinga með sérþarfir 2 milj. 7. Til orkusparandi breytinga á íbúöum 12 milj. 8. Tækninýj ungar og rannsóknir 2 milj. 9. Framkvæmdalán 14 milj. var vissulega full þörf á þvi. Hlutur einstaklinga liggur eftir eins og oft vill verða. Astæða væri til þess að skrifa ýtarlegar skýringar um aðra lánaflokka og skýra rétt manna og möguleika til að fá lán samkvæmt þeim. Fullnægjandi skýringar tækju meira pláss en rúm er fyrir i einum sunnudags- pistli og verður þvi að bæta úr þeirri þörf með öðrum hætti. V erkamannabústaðir Byggingar verkamanna- bústaða hófust hér á landi fyrir 50 árum og þá af mikilli reisn. Siðan hefur oft verið dauft yfir þeim framkvæmdum og þeim litill sómi sýndur af stjórnvöldum. Eins og áður er sagt er það megin stefnumið hinna nýju laga að hefja byggingar verkamanna- bústaða um allt land. Stjórnum verkamannabústaða i hveriu Grundvöllur heimilanna Á siðustu árum hafa þær að- stæður skapast hér á landi að fátt veldur meiri mismun á lifs- kjörum launafólks en aðstaðan i húsnæðismálum. Þeir sem búnir voru að byggja fyrir 5 til 10 árum hiia nú við allt önnur lifskjör en þeir sem siðar byggöu eða búa viö öryggisleysi i leiguhúsnæði. Mis- munandi launaflokkar skapa miklu minni mun á lifskjörum fólks en staðan i húsnæðismálum. Leiguibúðir eru allt of fáar til og meirihluti þeirra i eigu einstak- linga sem eru að verðtryggja fjármagn sitt og fást þvi aðeins leigðar um skamman tima. Það er þvi, við þær aðstæður sem hér rikja, grundvallaratriði fyrir hverja fjölskyldu að eignast eigin ibúð. Þó að Alþýðubandalagið hafi lagt mikla áherslu á skyldu sveitarfélaganna til þess að byggja leiguibúöir, þá er það ótviræð stefna flokksins að að- stoða sem flesta við að eignast eigin ibúð með viðráðanlegum kjörum .Sú stefna miðar að þvi að eyða þeim mikla mismun á lifs- kjörum fólks sem leiðir af aðstöðu fjölskyldunnar i húsnæðismálum. Það er þvi i fullu samræmi við stefnu flokksins þegar rikis- stjórnin ákvað að setja strax á þinginu i fyrra nýja löggjöf um húsnæðismál. Nýju húsnæðislögin Þegar rikisstjórnin var mynduð þá lá fyrir Alþingi frumvarp til laga um Húsnæðisstofnun rikis- ins. Það frumvarp var búið að veltast i nefndum hjá fyrrverandi rikisstjórnum. en að stofni til var það samið af nefnd sem Alþýðu- samband tslands átti aðild að. Frumvarpið var tekið til ræki- legrar endurskoðunar i þing- nefndum og breytt i nokkrum grundvallaratriðum. Mikilvægasta breytingin var sú að höfuðáhersla laganna beindist nú að þvi að byggja upp verka- mannabústaðakerfið, sem hafði verið lamað og næstum óvirkt um langan tima. Annað meginatriði laganna er nú að nýta eldri hús og bæjarhverfi með þvi að auka lán- veitingar til kaupa og endurbygg- inga á eldri ibúðum og útrýma á skömmum tima þeim ibúðum sem talist geta heilsuspillandi og enn eru i notkun á nokkrum stöðum á landinu. Þessar megináherslur laganna koma i stað þess framtíðarmark- miðs aö iána 80% af byggingar- kostnaði allra ibúða og mest var auglýst þegar lagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi. Það stefnumið hljómar vel i áróðri en er óraunhæft við þær aðstæður sem við búum við þar sem helm- ingur þeirra sem byggja nýjar ibúðir eruíað byggja i annaö sinn og eiga i'búð til þess að selja. 1 öðru lagi verður aö viðurkenna þá staðreynd að llfeyrissjóðirnir hafa byggt upp annað veðlána- kerfi við hliðina á húsnæðismála- stofnuninni og vilja viðhalda þvl. A meðan lánsfjármagn er tak- markaö i þjóðfélaginu verður að beina þvi þangað sem þörfin er mest og til þeirra þátta i upp- Húsnæðismálin ráða miklu um lífskjörin kvæmd þeirra en áður hefur verið. Engin ákvæði eru lengur um stærð ibúða, sem lántakendur mega byggja ef þeir aðeins fara eftir byggingarsamþykktum sveitarfélaga. Einn þátturinn i þvi að opna lánakerfið gagnvart almenningi er það ákvæði lag- anna að færa afgreiðslur lánanna og innheimtur þeirra út i lána- stofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði. Bankarnir hafa verið nokkuð seinir í samningum um þá þjónustu, en væntanlega nást þó samningará næstu dögum. Þegar þeir samningar takst verður um verulega bætta þjónustu að ræða við landsbyggðina. Markmið laganna um að efla húsnæðisstofnunina er nú aö koma til framkvæmda með þvi áð stjórnvöld hafa samþykkt að ráða 2 nýja starfsmenn á lánadeild stofnunarinnar og heimilað fast- ráöningu á starfsfólki taékrfi- deildar, sem búið hefur við óvið- unandi ráðningarkjör um margra ára skeið. « , < Mikið starf hefur verið unnið á siðustu mánúöum i húsnæðis- málastjdrn og af húsnæöisstofn- uninni við aðmóta reglurum nýja lánaflokka samkvæmt hinum nýju lögum. Má þar sérstaklega nefna lánaflokk til orkusparandi endurbóta á Ibúðarhúsnæði, endurbyggingu á heilsuspillandi Ibúðum og viðbyggingar og endurbætur á eldri húsum. Auk þess er áætlað að lána á þessu ári til framkvæmda á vegum sveitarfélaga við leigu- ibúðir og verkamannabústaði, sem ljúka á við samkvæmt eldri lögum 42 milj. Aætlaðar lánveit- ingar Byggingasjóðs eru þvi 307 miljónir króna en voru á siðasta ári 215 miljónir. Hækkun á milli ára er því áætluð 42,7% eða nokkru minni en hækkun bygg- ingarkostnaðar. A móti þvi kem- ur að áætlað er að lánveitingar Byggingasjóðs verkamanna auk- ist úr 10 miljónum i 100 miljónir og með þvi dragi nokkuð úr útlánaþörfinni til annarra íbúða- bygginga. Miðað við óbreytta fram- kvæmdagleði landsmanna er af þessu ljóstaðlánsþörfinni tilíbúða- bygginga verður ekki fullnægt á þessu ári. Almennt er spáð nokkrum sam- drætti i fbúðabyggingum á þessu ári en eftirspurn eftir lánum til viðgerða og endurbóta á ibúðum er mjög mikil. Til þeirra fram- kvæmda má húsnæðismálastjórn ekki lána nema um hreinar end- urbyggingar sé að ræða eða orskusparandi endurbætur á oliu- kyntum húsum. Lánveitingar til viðhalds og endurbóta á húsum verða viðskiptabankarnir að annast. Nýjar lánareglur Frá síðastliðnum áramótum koma til framkvæmda nyjar reglur um lánveitingar til nýrra sú að nú hækkar fjárhæö iána i samræmi við byggingarkostnað staðalibúðar fjórum sinnum á ári. Lánsréttur er miöaður við þann ársfjórðung þegar húsið verður fokhelt. Nýlega ákvað félagsmála- ráðherra, samkvæmt tillögu húsnæðismálastjórnar, að lán til nýrra íbúða skuli hækka á milli ára sem næst i sama hlutfalli og byggingarkostnaður hefur hækkað á sama tima. Ef gert er ráð fyrir sömu verðbólgu og lögð er til grundvallar við gerð fjárlaga þ.e. 42% hækkun frá fyrra ári þá verða lán til nýrra ibúða á þessu ári sem hér segir i þúsundum króna: Staöall I einstaklingar Staðall II 2ja til 4 m. f jölsk. Staðall III 5 til 6. m. f jölsk. Staöall IV 7 m. f jölsk. og stærri Við ákvörðun lána til kaupa á eldri fbúðum verður einnig miðað við fjölskyldustærð umsækjanda. Þar verður einnig tekið tillit tii þess hvort umsækjendur eiga ibúð til aö selja. Þeir sem eiga ibúð eiga geta fengið allt aö 50% af láni til nýrra ibúða miðað við sömu fjölskyldustærö, en þeir sem eiga Ibúð geta vænst þess að fá 25 til 30% af sama láni. Meö þessum reglum er verulega bættur hlutur þeirra umsækjenda sem eru meö stóra fjölskyldu og sveitarfélagi og sveitarstjórnum er ætlað frumkvæðið að fram- kvæmdum og til þess að auka áhuga þeirra á framkvæmdum var þátttaka sveitarfélaganna i byggingarkostnaði minnkaður mjög verulega eða úr 25 til 30% I 9% af byggingarkostnaði. Hafa nú verið skipaðar 30 stjórnir verkamannabústaða samkvæmtnýju lögunum og und- irbúningur framkvæmda hafinn i allmörgum sveitarfélögum. Margvisleg og sterk rök eru fyrir þvi að leggja svo mikla áherslu á að byggja verkamanna- bústaði og leiguibúðir sveitar- félaga eins og gert er með nyju lögunum. Verða þau ekki talin hér svo að tæmandi sé, en aðeins minnt á nokkur atriði. Talið er samkvæmt þvi sem næst verður komist að nokkuð yfir 80% af f jöl- skyldum i landinu búi i eigin ibúðum. Nokkur hluti af þeim sem búa I leiguibúðum eða við ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu geta byggt sjálfir með þeirri lánafyrirgreiðslu sem allir eiga rétt á, en verulegur hluti af þeim sem ekki eiga ibúð hafa enga möguleika á þvi að byggja eða kaupa ibúð á hinum almenna markaði. Til þess liggja fjölmargar ástæður og er fjarri lagi að tala þar um ódugnað eða óreglu nema I undantekningatilvikum. Ung hjón sem eignast 2 til 4 börn áður en þau kaupa sér íbúö safna ekki fjármagni tilkaupa á ibúð um leið og þau greiða húsaleigu, þó aö þau séu hraust og dugleg. Svo eru ekki allir fullhraustir eða jafn hæfir I samkeppninni um gæði lifsins, en þurfa þó húsnæði eins og aðrir.Ef okkur er alvara að aðstoða alla til þess að eignast eigin Ibúð, llka þetta fólk, þá verður að gera það með skipu- lögðum hætti og meiri fjárhags- legri fyrirgreiðslu en við höfum 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 84.000 91.000 99.000 108.000 107.000 116.000 126.000 137.000 127.000 138.000 150.000 163.000 147.000 160.000 174.000 189.000 fjármagn til að veita öllum. Til þsss að rétta hlut þessa hóps sem sennilega er minna en 10% þjóðarinnar og jafna aðstöðu hans gagnvart okkur, sem eigum ibúðir, þá verður aö gera átak sem um munar eins og nýju lögin um verkamannabústaði gera ráð fyrir. Sveitarstjórnir um allt land eiga aðhafa frumkvæðið og mega ckki undan þvl vlkjast. Það er ótviræð lagaskylda að kjósa „stjórn verkamannabústaða” i Gömlu verkamannabústaöirnir við Hringbraut I Reykjavlk.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.