Þjóðviljinn - 04.04.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Qupperneq 7
Helgin 4.— 5. april 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 U ndrin í smiðjunni á Sléttaleiti Árið 1890 lést að Sléttaleiti i Suðursveit nafntogaður sóma- maður, Þorsteinn Sigurðsson skipasmiður frá Steig i Mýrdal, og var þá nær áttræður að aldri. Þorsteinn var kvæntur Guðnýju Einarsdóttur frá Skógum undir Eyjafjöllum, en hún var alsystir séra Þorsteins á Kálfafellsstað og Guðrúnar konu Stefáns alþingis- manns Eirikssonar i Arnesi. Þorsteinn Sigurðsson fluttist austur i Suðursveit um 1854 að undirlagi Þorsteins mágs mins til að taka við formennsku á staðar- skipinu og annast bátasmiðar fyrir Austurskaftfellinga. Var hann fremsti skipasmiður i sýsl- unni um sina daga, völundur jafnt á járn og tré. Um hann kvað ein- hver þessa bögu: Þorsteinn smíðar þar á grund, þiggur viða hrósið; áfram liður alla stund eins og bliða ljósið. Fljótlega eftir fráfall Þorsteins varð hljóðbært um Suðursveit og barst þaðan viða um byggðir, að einatt heyrðust högg úr smiðjunni á Sléttaleiti, likt og þar væri ein- hver að iðja, þó óskyggnir sæju engan að verki. Liðu svo árin. Ragnhildur hét dóttir Þorsteins og bjó að Sléttaleiti. 1 skjóli hennar dvaldist Þorsteinn siðustu ævistundirnar. Hún var móðir Stefáns bónda i Skaftafelli, föður Ragnars i Skaftafelli og þeirra systkina. Meðal barna Ragn- hildar var Guðný, móðir Sveins Einarssonar á Höfn i Hornafirði og móðuramma Einars Braga, sem báðir koma hér nokkuð við sögu. Sveinn keypti Sléttaleiti og fluttist þangað vorið 1935. Var Einar Bragi það sumar hesta- strákur hjá honum og hefur ritað um veru sina þar i bókinni ,,Þá var öldin önnur”, 1. bindi. Þegar Sveinn fluttist frá Sléttaleiti 1952, seldi hann bændum á Breiðaból- staðartorfu jörð sina, og fór hún þá i eyði. Þó að hann vissi, að þar yrði ekki búið um sinn, setti hann það skilyröi að smiðjunni yrði haldið sómasamlega við. Sveinn er dálitið mýstiskur að sögn Þór- bergs en sjálfur hafði Sveinn um þetta þau einföldu orð, aö ein- hvern veginn hefði sér fundist sem smiðjan mætti fá að standa. Eins og stundum hendir i dægr- anna amstri fyrntist yfir ákvæðið um viðhald smiðjunnar, og stóð hún óhreyfð uns niöur féll þekjan i tóttina. Þó ógnarlegir hamrar gnæfi yfir bæinn á Sléttaleiti, varð aldrei svo vitað sé slys á fólki né fénaði af völdum grjót- flugs þau 130 ár og rúmlega þó, sem þar var búið. Þeim mun undarlegra þótti, að jafnskjótt og smiðjan var fallin tók fjallið að senda feiknarleg björg ofan á grundir eins og til aö minna á, að misbrestur væri orðinn á efnd sáttmálans. Suðursveitungar eru kunnir að þvi að bregðast hvorki guði né mönnum af ráðnum hug, hvað sem óviljaverkum liöur. Þegar þeim varö alvara málsins ljós, brugðu þeir skjótlega við, söfnuðu liði, hlóðu upp veggi smiðjunnar, reistu við þekjuna og tyrfðu. Nú er þar til að taka að Einar Bragi finnur hvöt hjá sér að leggja góðu máli lið. Tók hann sér ferð á hendur austur i Suðursveit á öndverðum septembermánuði 1976 og réð til fylgdar með sér arftaka eldklerksins Jóns Stein- grimssonar: séra Sigurjón Einarsson á Klaustri. Komu þeir við i Skaftafelli i öræfum og fengu hjá Ragnari bónda steðja ágætan sem á hvildi orðrómur um, að Þorsteinn smiður hefði einhvern tima heilsað á með hamarsskalla. Steðjanum fylgdi fótur vænn: rekadrumbur sem fyrir margt löngu bar á Skafta- fellsfjöru og var þá ristur rúnum sem sýndu að hann var upprunn- inn á Finnmörk, þó nú væru fáðar orönar. Hér með lagði Ragnar valinn jökulleir úr landareign- inni, sem 13 ættliðir höfðu notaö til þess eins að forma eldskál á afli. Fisibelg gaf Sveinn Einars- son, og hafði sá áður verið notaður til að blása að eldi i þess- ari smiðju. A heiðbjörtum morgni hófust þeir handa, Torfi skólastjóri Steinþórsson á Hala og Einar Bragi, um að hlaða afl úr hellu- grjóti, setja við hann fisibelginn góða og grafa steðjafótinn alin niður i smiðjugólfið. Að þvi loknu lögðu þeir valið smiðajárn úr ströndum á vegglægjur og bjuggu að öllu leyti um sem likast þvi, er kunnugir töldu verið hafa i óbrotnum smiðjum smábænda, sem lögðu meiri stund á að lýja járn en safna auði. Dagur var að kveldi kominn, og verkinu mátti heita lokið. Þó var smáhola i eldskálina á einum stað, og brá Torfi sér frá að sækja leir til að fylla hana. Einar Bragi var fyrir dyrum úti að helluleggja stéttina framan við smiðjuna. Hvað ætli heyrist þá nema högg likast þvi, að létt væri slegið hamri á steðja? Smiðjan hefur með vilja verið höfð ólæst, þvi ekki þyrfti meira til en bill bilaði eða sæti fastur i skaíli, svo að lif manns gæti oltið á, hvort hann kæmist þar i húsaskjól eða ekki. Hefur siðustu ár verið allt eins gestkvæmt á Sléttaleiti og þá er þar var búið. Munu þeir sem réttu hugarfari eru gæddir hafa heyrt þar dáfagran söng i steðja og fagnað viö. En nú hafa önnur undur gerst og ekki jafngæfuleg ef rétt er það sem Þjóðviljinn hefur heyrt á skotspónum. I septembermánuði 1979 var Einar Bragi á ferð i Lapplandi. Þar hitti hann er- lendan mann, sem á Islandi hafði verið um sumarið, og tóku þeir tal saman. Varð útlendingnum tið- rætt um undur tslands og nefndi sem dæmi, að hann hefði komið á stað einn (sem að yfirlögðu ráði verður eigi nefndur i bráð), þar sem sér hefðu borist til eyrna greinileg högg frá steðja, án þess nokkur kæmi nærri honum svo Smiðjan á Sléttaleiti séð yrði. Þetta þóttu Einari Braga mikil tiðindi, þvi hann vissi ekki um nema einn stað á tslandi, þar sem slikt hafði gerst. Hann fór þvi á fund völvu einnar af- gamallar og skýrði henni frá málavöxtum. Hún starði i gaupir sér stjörf á svip, uns getið var rúnanna á steðjafætinum: þá var sem fjörfiskur færi henni um hægri hvarm og var jafnskjótt horfinn. Bað hún um evktarfrest „til skyggnikönnunar á vett- vangi”, eins og hún komst að orði. Að þrem stundum liðnum lýsti hún nákvæmlega, hvar steðji þessi hefði áður staðið, og var ekki um að villast: allt kom heim við smiðjuna á Sléttaleiti og ein- stætt umhverfi hennar. Kvað hún mann nokkurn (nafngreindan þó ekki verði getið að sinni) hafa tekið steðjann ófrjálsri hendi. ,,Og er lánleysi hans dapurlegt”, sagði völvan, ,,þvi fáheyrðir at- burðir munu yfir hann ganga og alla hans ætt, nema hann skili steðjanum ótilkvaddur”. Einar Bragi vildi ekki trúa að Islendingur hefði framið þvilikt ódæði og þagði yfir orðum völv- unnar. A kosningadaginn 2. desember 1979 átti hann leið um Suðursveit og kom þá við á Slétta- leiti. Dagur Var að kveldi kominn og skammdegismyrkur skollið á. Hann lét það ekki aftra sér, en gekk i smiðju viö annan mann og þreifuöu um húsið hátt og lágt. Breyttist þá illur grunur i enn verri vissu: steðjinn var á bak og burt, og varð honum þó ekki náö nema rifa steðjafótinn upp úr gólfinu og drösla svo öllu á brott meö ærinni fyrirhöfn. En allt þetta hafði ljóti karlinn lagt á ve- sælan þjón sinn. Það fylgdi sögunni, að Einar Bragi hefði verið beðinn að benda á sökudólginn, en hann færst undan og sagt, aö þjófnum yrði engin gleði að steðjanum, þvi hann væri auðþekktur af ytri ein- kennum og þar viö bættist náttúra hans, sem koma mundi upp um handhafann. ,,Ég trúi þvi ekki heldur”, haföi hann bætt við, ,,aö hér hafi verið um ásetningssynd að ræða, miklu fremur óskaplegt gáleysisverk. En hvaö sem þvi liður, er refsing afglapans ærin, ef hann kallar álög yfir sig og sina með þvi að skila ekki steðjanum ótilkvaddur. Þess vegna mun ég að minnsta kosti biða átekta i trausti þess, að hann sé ekki svo heillum horfinn”. Við fórum á fund Einars Braga og spurðum hvort saga þessi væri sönn. Hann kvaðst ekki vita betur en flest væri hárrétt hermt; um afganginn mætti viöhafa orð al- kunns austfirsks sjósóknara og Seleyjarformanns: „Þetta er eins satt og ljósið skin yfir okkur”. Að svo mæltu gekk hann að slökkvaranum og kveikti. Nýtt frá GEÐA hádegispylsa reykt, soðin og sérlega ljúffeng! Hádegispylsan frá Goða er enn ein skemmtileg nýjung - kryddaðri, bragð- meiri og pattaralegri en gengur og gerist! Gerðu þér góðan mat úr hádegispylsum, berðu þær t.d. fram með hvítu brauði eða grófu, grænmeti, ávöxtum, hrærðum kartöflum eða öðru því sem til fellur og hugurinn gimist. Láttu GKÐA koma þér enn einu sinni á óvart

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.