Þjóðviljinn - 04.04.1981, Page 28
DJOÐVIUINN
Helgin 4,— 5. april 1981.
Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
nafn
víkunnar
Guðrún
Jónsdóttir
í siðustu viku hefur átt sér
stað mikil umræða um nýtt
borgarskipulag, sem lagt
hefur verið fram. Flestir eru
hrifnir af þvf en allnokkrir
hafa lýst sig andviga ýmsu i
þvi. Guðrún Jónsdóttir veitir
forstöðu borgarskipulagi
Reykjavikur og hún er þvl
nafn vikunnar að þessu sinni.
Guðrún var fyrst innt eftir
þvi hvort hún hefði átt von á
þeirri gagnrýni, sem fram
hefur komið á nýja skipulag-
ið.
— Ég átti að sjálfsögðu von
á gagnrýni. Mér var ljóst
þegar ég tók við þessu starfi
að ég myndi ekki sitja á
neinum friðarstóli. En ég
verð að játa það, að ég átti
von á málefnalegri gagn-
rýni, en ekki þessum
baráttuaðferðum gegn nán-
ast öllu sem gert hefur verið,
en svo lengi lærir sem lifir.
Enþegar þú litur á starfið I
heild, er það áhugavert?
— Að flestu leyti er starfið
ákaflega áhugavert, einkum
vegna þess að það snertir svo
mörg svið mannlegra sam-
skipta. Þess vegna er það
llfandi og skemmtilegt.
Hvað hafið þið unnið lengi
að gerð skipulagsins?
— Að þessu tiltekna verk-
efni höfum við unnið I rúmt
ár eða frá þvi samþykkt var i
borgarstjórn að endurskoða
aðalskipulagið, en áður höfð-
um viðeyttumhálfuári I að
fara yfir drögin að eldra
skipulaginu. Það má þvi
segja að við höfum unnið við
þetta I 18 mánuði eöa svo.
Fyrir utan þá aðila sem
eru andvigir bókstaflega öllu
i skipulaginu og láta tilgang-
inn helga meðalið i gagnrýni
sinni, þá hafa nokkrir aðilar
eins og hestamenn i Fáki og
fólk I Árbæjarhverfi verið
með gagnrýni á- hluta úr
skipulaginu. Áttirðu von á
sliku?
— Já, að vissu marki,
vegna þess að þegar maður
fer að skipuleggja og ræða
um svæði sem eru i svona
mikilli snertingu við núver-
andi byggð, þá tel ég að
gagnrýni eins og sú sem þú
minntist á sé eðlileg. Og ég
vil einnig taka það fram, að
þögn og afskiptaleysi eru
óskemmtilegustu viðhorf til
verka sem ég get hugsað
mér.
Höfðu einhverjir aðilar
samband viö ykkur á meðan
þið unnið að skipulaginu?
— Já, framfarafélögin i
Arbæ og Breiðholti buðu mér
á fundi til sin; að vlsu er ekki
mjög langt siðan, en þau
sýndu áhuga. örlitið var um
það að einstaklingar kæmu
tilokkar, einkum I sambandi
við þéttingu byggðar,en það
var ekki mikið um það.
Tekurðu gagnrýnina nærri
þér?
— Nei, alls ekki.
Maöur sækist kannski ekki
eftir deilum um það sem
maður gerir, en þær sýna
manni þó að verkið er um-
ræðnanna virði*og hafi mað-
ur lagt sig fram og unnið
samkvæmt bestu sannfær-
ingu, þá snertir gagnrýnin
mig ekki. —S.dór
Þessir gluggar horfðu áöur út á
svalan Patreksfjörö og slöan
Ingólfsfjörö á Ströndum.
við
Laugaveg
Babylon frá Patreksfiröi er meö stærstu og myndarlegustu timburhús-
um bæjarins.
Babylon frá
Patreksfirði
Innarlega við Laugaveg-
inn stendur geysistórt
gamalt timburhús og í
kjallara þess er pulsu-
sjoppa sem flestir kannast
við. Hún er nefnd Barón,
líkiega í höfuðið á barónin-
um frá Hvítárvöllum sem
Barónsstígur er kenndur
við. Þetta er húsið nr. 86.
Þótt ótrúlegt megi virðast
var þetta hátimbraða hús á
hálfgerðu landshorna-
flakki á fyrri hluta aldar-
innar og reyndar á það
uppruna sinn vestur á
Fjörðum eins og fleiri
merkar byggingar í höfuð-
borginni.
Árið 1896 réðist ungur maður til
Vatneyrarverslunar á Patreks-
firði, sem Björn Matthiasson
Olsen nefndist. Eftir fjögurra ára
vist sem verslunarþjónn hjá ölafi
Jóhannessyni faktor var honum
sagt upp störfum og mislikaði
honum það stórlega ef rétt er
lesið i heimildir. Hvarf hann frá
Patreksfirði um hrið en árið 1903
kom hann til baka og haföi nú um-
boð til að kaupa fisk frá Pike
Ward hinum enska.
Leist faktorunum, sem öllu
féðu á Patreksfirði, ekki meira en
svo á kauöa og reyndu allt hvað
þeir gátu til að grafa undan hon-
um. Hér er átt við þá Ólaf Jó-
hannesson á Vatneyri og Pétur A.
Ólafsson á Geirseyri. Um það
vitnarbréf frá ólafi til yfirboðara
sins, Pétúrs J. Thorsteinssonar,
sem þá sat i Kaupmannahöfn.
Hann segir:
„Við P. ólafsson höfum talaö
um að reyna að steypa undan 01-
sen með þvi að kaupa Wardfisk,
þvi hann stendur og fellur með
þeirri forretning.”
BjOTn Olsen var um þessar
mundir heitbundinn Margréti
dóttur Vlglundar Ólafssonar dag-
launamanns sem átti gott hús á
Vatneyri. Varð hún siðar kona
hans en Björn settist að i húsi
tengdaföður sins og byrjaði að
versla kaupmönnum til sárrar
armæðu.
Brátt varð vaxandi völlur á
Birni og voriö 1906 fékk hann út-
mælda lóð við hliðina á húsi
tengdaföður síns og hóf að reisa
stórhysi. Skyldi það vera allt i
senn búð, pakkhús og ibúöarhús.
Þóttu Patreksfirðingum þetta
Þegar inn er komiö blasa viö fagurlega renndir pllárar I stigahandriöi.
Þeir eru sennilega jafngamlir húsinu. (Ljósm.: gel)
Um þennan huröarhún hefur
Björn gamli Olsen vafalaust oft
tekiö vestur á Patreksfiröi, siöan
sildarstúlkur noröur á Ingólfsfiröi
og loks reykviskir borgarar I 60
ár.
undur og stórmerki og þegar
smiði hússins var lokið fékk það
strax nafnið Babylon I munni
þeirra. Slikt þótti óhófið. Og lik-
lega var það orð að sönnu þvi að
árið 1908 gekk Björn Olsen á fund
sýslumanns og gaf verslun sina
upp sem þrotabú. Stórhýsið
Babylon var selt á uppboði og
slegið einum stærsta skuldunaut-
inum Christiansen og Wedel.
Næstu árin gekk á ymsu i sögu
hússins og m.a. bjó þar um hrið
sr. Magnús Þorsteinsson, prestur
hinnar nýju Patreksfjarðar-
sóknar. Siðar mun það hafa kom-
ist i eigu Péturs A. ólafssonar
kaupmanns á Geirseyri og lét
hann rifa það spýtu fyrir spýtu og
flytja það norður á Strandir. Þar
var það endurreist á Eyri við
Ingólfsfjörð. Pétur A. Ólafsson
tók þátt i sildarævintýrinu mikla,
átti svokallaða Kleifastöð á Eyri
ásamt fleiri athafnamönnum og
Babylon var notuð sem verbúð og
hefur þá liklega verið glatt á
hjalla þar stundum.
í krakkinu mikla 1919 fór
Kleifastöðin á hausinn og þá var
húsið enn rifið til grunna, en hver
fjöl merkt vandlega, og nú lá leið
hússins til Reykjavikur og var
það endurreist innarlega við
Laugaveginn.
Og þar stendur þetta forna hús
sem Björn Olsen reisti i mikillæti
sinu fyrir þremur aldarfjórðung-
um og er meö mýndarlegustu
timburhúsum bæjarins.
Þess má aö lokum geta að
Björn Olsen var faðir kaupmann-
anna Magnúsar og Asmundar 01-
sená Patreksfirði, og sonarsonur
hanser Viðar Olsen lögfræðingur.
— GFr