Þjóðviljinn - 10.04.1981, Page 15
frá
El
Hringiö i sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eöa skrifiö Þjóöviljanum
lesendum
Þröngsýnismeinvörp og
fordómasmíð kirkjunnar
Nú fyrir skömmu lauk i sjön-
varpi þátturruim hin ýmsu trúar-
brögð mannkynsins, sem báru
nafnið Leitin mikia. i iokaþætt-
inum komst stjórnandi þáttar-
ins svo að orði, eftir að hafa rætt
við flesta andans menn á jarð-
kringlunni: ,,Ef aliir stofn-
endur trúarbragða og helstu
mikiimenni þeirra væru
samankomnir hér inni i þessu
herbergi þá er ég viss um að á
milli þeirra myndi rikja gagn-
kvæm virðing. Kyrrlátar sam-
ræður myndu eigá sér stað eða
. jafnvel rikja þögn. Ef hingað
væru hinsvegar komnir fylgj-
endur þessara manna og helstu
umboðsmenn þeirra, myndu
þeir innan skamms vera komnir
i hár saman, fara að slást og aö
lokum skjóta hver á annan úr
vélbyssumi’.
Meðan þessi orð lifa ennþá
fersk i huga landsmanna, þorir
kirkjan að bjóða hingað dönsk-
um klerki, Johannes AgSrd að
nafni, sérfræðingi i yfirburðum
kirkjunnar yfir öllum öðrum
trúarbrögðum og öðrum and-
legum visindum. Þessir yfir-
burðir kirkjunnar eru fengnir
með þvi að súrra saman óhróðri
um alla aðra sem hafa látið ein-
hver andleg spakmæli sér um
munn fara. bessi vinnubrögð
minna óneitanlega á kristni-
fræðikennarann hans Andra i
sögunni..., — „betta er yndis-
legasti sálmur islenskrar tungu,
andvarpaði séra Uni dasaður.
Siðan byrjaði hann að gera ýmis
trúarbrögð hlægileg:
,,í Búddasið trúa menn j>vi að
þeir geti breyst i ánamaðk, Mú-
hamestrúarmenn mega eiga
margar konur en ekki borða
svin”. Þegar önnur trúarbrögð
voru orðin óæt rann kristindóm-
urinn ljúflega ofan i þau”.
Aðgreining og sjálfsupphafn-
ing er andstæð heimspeki An-
anda Marga. Við teljum að and-
leg visindi og ýmis trúarbrögð
séu af þvi góða. Þau öfl sem
greina mennina að, þ.e. flokka
þá i bása eftir gæðum og trúar-
brögðum, eru i grundvallar-
atriðum slæm. Þannig vinnur
kirkjan gegn þvi að almenn-
ingur fái að sjá hlutina i sam-
hengi og reyni að finna skyld-
leika allra andlegra kenninga
en vinnur i stað þess við aö
draga imynduð landamæri milli
kenninga Krists og annarra
fræðara. Það er helst gert með
skitkasti. Þetta heitir þröng-
sýni. Hér fylgja nokkur dæmi
um glósur sem hinn danski
doktor lét fjúka i þvi helga húsi
Hallgrimskirkju, i garö þeirrar
hreyfingar sem mér er annt
um: „Félagsþjónusta Ananda
Marga er lymskulegt herbragð
til þess að koma heiminum
undir stofnanda hreyfingar-
innar, Shri Shri Anandamurti.
Sammerkt með öllum félögum i
Ananda Marga er að þeir hafa
fengið brenglað uppeldi. An-
anda Marga hreyfingin er
fasisk. Stofnandi hreyfingar-
innar er hommi. (Hið siðast-
nefnda er enn eitt dæmið um að-
för að homosexualistum.) Siðan
vék „visindamaðurinn” máli
sinu að Andlegum fræðurum
(guru) á Indlandi. „Þar þykir
heiður aö fá að drekka baðvatn
þeirra”, sagði hann. Þá sá
biskup Islands sig knúinn til
þess að risa úr sæti og bæta við
„Og hlandið úr þeim lika”.
Þessi málefnalegi fræði-
maður var að miklum hluta til
kostaður af Háskóla tslands. —
Hinar ýmsu deildir Háskóla Is-
lands þurfa árlega að bitast um
7 dýrmæta styrki sem nota á til
þess að bjóða virtum fræöi-
mönnum hingað til fyrirlestrar-
halds i Háskólanum. Þurfa
sumar deildirnar að biöa árum
saman eftir að styrkurinn falli i
þeirra hlut. Þennan styrk notaði
Guðfræðideildin og þjóðkirkjan
til þess að sinna eiginhags-
munasnatti og skltkasti úti i bæ.
Þessi maður er fenginn
hingað til lands af þeirri stofnun
sem sér um menntun flestra
þeirra manna sem kenna hina
hlutlausu og viðsýnu trúar-
bragðafræði i grunnskólum
landsins. (Trúarbragðafræði er
þó viða ekki kennd þó svo að hún
hafi verið á námsskrá um nokk-
urt skeið.)
Það er stefna' Ananda Marga
að gagnrýna ekki trúarbrögð,
en okkur þykir það miður ef-
skynsemi er bannorð i andleg-
um visindum og ef kirkjunnar
menn kunna ekki að greina milli
hagnýtra æfinga til hugarskýr-
leiks, annars vegar, og yfirlýs-
inga og játninga i fjölmenni
um trú á þetta eða hitt, hinsi-
vegar.
Ég vona að ég hafi engan
kristinn mann sært með þessum
skrifum.
Andrés Magnússon.
Svör við
gátum
1. Á n.
2. Hægri olnboginn.
3. Tíminn.
4. Lífið.
5. Leyndarmál.
Barnahornid
<irnro
Pappa eða þykkan pappir.
Liti og blýant.
Sand.
Lim.
Dagblöð.
1. Breiddu dagblöð yf ir borðið sem þú vinnur á.
2. Teiknaðu einfalda mynd á blaðið eða pappann.
Ákveddu á hvaða hl uta sandurinn á að vera.
3. Litaðu það sem sandurinn á ekki að vera á. Láttu
þorna vel ef þú notar vatnsliti.
4. Berðu lím á það ólitaða.
5. Stráðu sandinum á blautt Ifmið og reyndu að þekja
fletina jafnt. .Láttu límið þorna.
6. Hristu myndina létt svo lausi sandurinn fari af.
7. Hreinsaðusvoallt
vel eftir þig.
Föstudagur 10. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
ymsum
löndum
Hasar í Líbanon
Meöal viöfangsefna Frétta-
spegils ikvöld veröur ástandiö
i Líbanon, senv mjög hefur
verið i fréttum aö undanförnu.
Blóðug átök hafa nýlega bioss-
að þar upp rétt eina feröina.
Ögmundur Jónasson frétta-
maöur kvaöst ætla aö ræöa úm
Libanon viö Arnór Sigurjóns-
son, Isiending sem er i norska
hernum og hefur veriö i
Libanon i hálft ár meö gæslu-
liði Sameinuöu þjóöanna.
Geimferjan bandariska,
sem skotið er á loft i dag,
verður erlent viðfangsefni
númer tvö. Ferja þessi á sér
skrautlega sögu, hún er 3 ár-
um á eftir áætlun og kostnað-
urinn hefur lika farið fram úr
öllum áætlunum. Flestir eru
A M Sjónvarp
f"F kl. 21,15:
sammáia um að hún boði
miklar framfarir i geimvis-
indum, en jafnframt eru menn
uggandi um hernaðarhlutverk
hennar, og telja sumir að til-
koma hennar sé fyrsta skrefið
i átt að geimstriði.
Af Islenskum vettvangi
verða tvö mál tekin fyrir:
dragnótaveiði i Faxaflóa og
jafnréttisfrumvarp Jóhönnu
Sigurðardóttur alþingis-
manns. Ingvi Hrafn Jónsson
sér um Islandshliðina á
Fréttasþegli.
Tónlist
Tónlistin i útvarpinu I dag er
af ýmsum toga spunnin. 1
morgunútvarpinu fáum viö
t.d. aö heyra tvö verk eftir
Woifgang Amadeus Mozart:
Fiautukvartett I D—dúr og
Dúó i B—dúr fyrir fiðlu og
víólu. Þaö veröa ljúfir tónar.
Fyrir hádegi fáum viö lika
aö heyra spænska gitartónlist,
sem ætti að örva blóðrásina og
hrista úr fólki sleniö. Spán-
verjar hafa áttmárga frábæra
gitarista gegnum aldirnar,
enda er gitarinn þeirra þjóö-
arsál. Eftir hádegi kynnir
Margrét Guðmundsdóttir
óskalög sjómanna, og blessuö
börnin fá lika að heyra sin
uppáhaldslög kl. 17.20 þegar
Helga Þ. Stephensen kemur að
hljóðnemanum. Þá verða
reyndar afstaðnir siödegistón-
leikar þar sem gefur að heyra
tónverk eftir Weber, William
Jón Múii — rúsínan i pylsu-
endanum
Boyce og Jan Ladislav
Dussek.
Poppið kemur eftir kvöld-
mat, i umsjá Gunnars
Salvarssonar, og siöar um
kvöldið verður útvarpað dag-
skrá frá Berlinarútvarpinu.
Þar leikur útvarpshljómsveit-
in i Berlin undir stjórn David
Shallons frá ísrael, og einleik-
ari á fiðlu er Kolja Blacher frá
Berlin. En rúsinan I pylsu-
endanum kemur ekki fyrr en
kl. 23.05: djassþáttur Jóns
Múla.
Atök hafa nú blossaö upp aftur íl Libanon. Þessi mynd er frá
höfuöborginni, Beirút.
Ekki eru allar f eröir til f jár, gæti Leó litli veriö aö hugsa.
Krakkaormarnir
Hefur ykkur aldrei langaö
til aö gera at i löggunni, les-
endur góöir? Aöalpersónan I
föstudagsmynd sjónvarpsins,
11 ára strákur aö nafni Leó, er
uppfuliur af þessari löngun, og
hann lætur þaö eftir sér, sem
er þó nokkuð sjaldgæft.
Myndin heitir Krakkaorm-
arnir, og er svotil ný, bresk
sjónvarpsmynd. Handritið er
eftir S. Poliakov, en leikstjóri
er Stephen Frears. Jack
Douglas og Derrick O’Connor
leika löggur, og Richard
\ Sjónvarp
kl. 22,25:
Thomas og Peter Clarke leika
Leó og vin hans, sem tekur
þátt i atinu. Þetta grin hefur
þó aðrar og meiri afleiðingar
en þá félagana hafði órað
fyrir.
Þýðandi er Jón O. Edwald.
—ih