Þjóðviljinn - 14.04.1981, Page 13

Þjóðviljinn - 14.04.1981, Page 13
Þriðjudagur 14. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Kortsnoj sigraði 1 Lone Pine Kortsnoj Opna skákmótið i Lone Pine trekkir enn. Verðlaun þar eru með þeim bestu sem gerast og stórmeistararnir flykkjast til smáþorps i Kaliforniu, sem varla telur meira en eitt þúsund ibúa. Þorpshöfðinginn, Statham drottnar yfir ibúunum með miljónum sinum i dollurum, og munar litið um aö fjármagna eitt skákmót á ári. Þessi mót hafa verið haldin i u.þ.b. 10 ár og Stat- ham hefur lagt u.þ.b. 1 miljón dollara samtals i verðlaunafé og annað. Það sér samt ekki högg á vatni. Hjá honum hefur ameriski draumurinn ræst. Hann býr i kyngimagnaðri höll langt i burtu frá skarkala heimsins. Auðurinn kemur frá uppfinningu i læknis- fræðimekanisma sem nú þykir ómissandi. Hin siðari ár hafa tslendingar, einir Norðurlanda- búa (fyrir utan Larsen sem varla getur talist Norðurlandabúi þar sem hann býr á Kanarieyjum), verið iðnir við aö tefla þarna enda alltaf von að ná i hluta úr titli eöa einhverju þess háttar. íslands- meistarinn, Jóhann Hjartarson náði i sinn fyrsta áfanga aö þessu sinni. Hann hlaut 4 1/2 vinnig af 9 mögulegum. Aðrir þátttakendur islenskir voru Guðmundur Sigur- jónsson sem hlaut 5 vinninga og Jón L. Árnason sem hlaut 4 1/2 vinninga. Frammistaða Guð- mundar og Jóns var hvorki betri né verri en við var að búast i svo sterku móti, en þeir geta vissu- lega betur. Sú var tiöin að menn gerðu sér ekkert annaö að góðu en að vinna eins og 3 stórmeistara i röð i Lone Pine mótum og þar er átt við þann mikla skákskelfir Hauk Angantýsson, en i Ameriku er hann sá íslendingur sem menn skak Umsjón Helgi ólafsson óttast mest. I mótinu 1978 hafði honum gengið slælega i upphafi, en tók að leiðast þófið og vann stórmeistarana Westerinen, Res- hevski og Christiansen alla i röð! 1 siðustu umferð var meiningin að vinna Timman en þá var Hollend- ingurinn búinn að fá sig fullsadd- an á að tapa fyrir Islendingum og lagði Hauk að velli eftir mikinn darraðardans. Stórmeistara- árangur islenska togarajaxlsins fór þvi fyrir bi. Ýmsar góðar skákir voru þó enga að siður tefldar að þessu sinni. Guðmundur vann t.d. Res- hevski rétt eins og að drekka vatn og Jóhann Hjartarson var með gjörunnið á móti Ivkov, en tókst að klúðra skákinni niður i jafn- tefli i endatafli. Jón L. Ámason, sem vann tvo stórmeistara á þessu móti i fyrra, tefldi ekki af Tilbúnir rétt- ir frá Kjötiðn- aðardeild SÍS Eins og kunnugt er hóf Kjöt- iðnaðardeild StS á Kirkjusandi framleiðslu á frystum, tilbúnum réttum árið 1976. Veruleg aukning hefur orðið á sölu þeirra að undanförnu. Að sögn Sigurðar Haraldssonar hjá Kjötiðnaðar- stöðinni nam framleiðslan á sið- asta ári aö jafnaði 1200—1500 matarskömmtun á dag fimm daga vikunnar. Mötuneyti hafa sýnt þessum málum mikinn áhuga og er nú mötuneyti Sambandsverksmiðj- anna á Akureyri fariö að bjóöa þessa rétti. Sér Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri um dreifingu nyröra. Rikismötuneytin hafa sýnt málinu áhuga. Nefna má, að 'hinir tilbúnu réttir eru taldir henta vel fyrir fiskiskip. Einn togari er nú með þá til reynslu en trúlega eru þeir ekki siður hentugir fyrir smærri báta. Litið hefur hinsvegar verið af þvi gert, enn sem komið er, að selja réttina fyrir almennan markað i verslunum. Henta þess- ir réttir þó mjög vel til heimilis- nota. Þá má hita upp i venjuleg- um bakarofni beint úr frysti á 50—60 minútum. Nú eru 32 réttir á boðstólum frá Kjötiðnaðarmið- stöðinni, þar af 10 fiskréttir. Upp- gefið geymsluþol i frysti eru 3 mánuðir. Mjólkurframleidslan: Undir innan- landsneyslu Innvegin mjólk hefur minnkað um 13,2 milj. ltr. eða 11% á sl. tveimur árum. Svarar samdrátt- ur til þess að allri mjólkurfram- leiðslu heföi verið hætt i Vestur- landskjördæmi eöa i Skagafiröi og Þingeyjarsýslum. Þessar upp- lýsingar komu fram i skýrslu framkvæmdarstjóra Osta- og smjörsölunnar, Óskars Gunnars- sonar, sem hann flutti á aöalfundi hennar. Orsakirnar fyrir minnk- andi mjólkurframleiöslu taldi Óskarvera fóöurbætisskattinn og fyrirhugað kvótakerfi. Að áliti Óskars er sennilegt að mjólkurframleiðslan I ár verði um 100 milj. ltr. Nær það ekki innanlandsneyslu. Hann taldi, aö i góðum árum yrði framleiðslan að vera 110—112 milj.ltr. en það væri 3—4% umfram árlega innan- landsneyslu, miðað viö 10 ára timabil. Það er ódýrt fyrir þjóð- félagiö aö greiða þá tryggingu i útflutningsbótum, sagði Óskar. A sl. ári fóru um 105,2 rnilj. ltr. af mjólk til innanlandsneyslu en innvegin mjólk hjá mjólkursam- lögunum var 107 milj. ltr. mhg sama krafúnum nú. Hann tefldi þó nokkrar góðar skákir. Hér kemur eitt dæmið: Hvítt: Jón L. Arnason Svart: Brooks (Bandarikin) Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-a6 6. Be2-e5 7. Rb3-Be7 8. 0-0-Be6 9. Be3-Rbd7 10. f4-Hc8 (Fischer lék þessu einhverju sinni. Bókin með skákum hans er biblia bandariska (flóð...) skák- mannsins.) 11. Khl-0-0 13. Bxc4-Hxc4 12. f5-Hc8 14. Rd2 (Jón hefur teflt þannig nokkr- um sinnum gegn Najdorf-afbrigð- inu. Riddarinn stendur betur á d2 en á b3. Hann valdar ýmsa mikil- væga reiti i stöðunni.) 14. .. Hc8 17. g4-Rfd7 15. Df3-b5 18. Dg2-h6 16. a3-Rb6 19. Hadl-Rc5 (Svartur hefur teflt byrjunina ómarkvisst og það er t.d. eftir- tektarvert að riddarar hans standa illa og eru i litlum takt við vanda stöðunnar.) 20. Rf3-Rca4 22. c3! 21. Rxa4-Rxa4 (Svarta staðan er sennilega þegar töpuð. Mótspil er ekkert að finna á drottningarvængnum og það er kominn fiðringur i hvita g- peðið.) 22. .. Dc7 25. Bh6-Hf7 23. g5-hxg5 26- Hgl 24. Bxg5-f6 (Jón er kominn með myljandi sókn. Hann teflir lokin sérlega skemmtilega.) 26. .. Bf8 28. Rg6-Db7 27. Rh4-Hd8 29. Be2-Rxb2 (Svartur bauð jafntefli eftir þennan leik, sem auðvitað ber að skoða sem lélegan brandara.) 30. Hd5! (Hvftur þarf ekkert með ridd- arann að gera.) 30. .. Ra4 32. Hg4 31. Dh3-Hfd7 ((Onnur vinningsleiö var 32. Dh8+ Kf7 33. Rxf8 Hxf8 34. Hxg7+ Ke8 35. Hg8 Hf7 36. Bh6 Hxg8 37. Dxg8+ Ke7 38. Bf8+! o.s.frv., en þetta dugir einnig.) 32. .. Rxc3 34. Hh8 + -Kf7 33. Hh4-Rxe4 35. Dh5! (Fallegt og afgerandi.) 35. .. Rg3 + (Eða 35. — Rg5 36. Re5+ Ke7 37. Df7 + ! Rxf7. 38. Rg6 og mát i næsta leik. 35. — Dxd5 strandar á 36. Rf4 + .) 36. hxg3-Dxd5 + 37. Kgl-Ddl + (Álika lélegur brandari og jafn- teflistilboðið i 29. leik.) 38. Dxdl — svartur gafst hpp. Þessi sigur dugði þó skammt. Þegar upp var staðið kom i ljós að Kortsnoj hafði hreppt 1. verð- launin, 15 þúsund dollara. Hann teflir af miklu öryggi og ætti að geta veitt Karpov harövitugt viðnám i Merano i sumar. Seira- wan, Sosonko og Gligoric komu þar næst með 6 1/2 vinning. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Borgarnesi og nærsveitum Skirdagsfagnaður Hin árlega skirdagskvöldvaka Alþýðubandalagsins I Borgarnesi og nærsveitum verður haldin i Valfelli 16. april n.k. kl. 20.30. Ýmislegt verður til skemmtunar. Kaffiveitingar. — Stjórnin. Alþýðubandalag Héraðsmanna Almennur félagsfundir i hrepps- skrifstofu Egilsstaðahrepps laugardaginn 18. april kl. 16. Umræður um orku- og iðnaðar- mál. Framsögumenn Sveinn Jónsson og Stefán Thors. — Kaffi. — Stjórnin. Sveinn Stefán Aðalfundir félagsdeilda ABR Aðalfundir félagsdeilda Alþýðubandalagsins I Reykjavik verða haldnir i aprilmánuði. Þegar hafa eftirtaldir fundir verið ákveðnir: í. deild: Miðvikudaginn 15. april. II. deild: Miðvikudaginn 22. april. III. deild: Fimmtudaginn 30. april. IV. deild: Miðvikudaginn 22. april. Hver fundur verður nánar auglýstur siðar. — Stjórn ABR. Aðalfundur I. deildar ABR (Vesturbær-miðbær) Aðalfundur I. deildar ABR verður haldinn miövikudaginn 15. april kl. 20:30 aö Grettisgötu 3. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kosning nýrrar stjórnar og fulltrúaráðs. 3. Adda Bára Sigfúsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Siguröur G. Tómas- son ræða borgarmálin. 4. Almennar umræður. Mætið vel og stundvislega. — Stjórnin. Æskulýðsfélag sósíalista Stjórnarfundir Stjórnarfundir félagsins eru opnir öllum félögum. Næsti stjórnarfundur verður haldinn miðvikudag- inn 15. april kl. 17.00 að Grettisgötu 3. — Stjórnin. Samkomulag Framhald af bls. 3 Aðalatriði málsins er hámarks- vinnustundafjöldi 14 stundir og lágmarkshvildartimi 10 stundir og frávik frá þessu. 1 samkomu- laginu er gert ráð fyri, að heimilt sé aö láta vinna allt að 16 stundir ef um er að ræða verk sem verður aö ljúka. 1 þvi tilviki er samt sem áður gert ráð fyrir 10 tima hvild án þess að dagvinnulaun skerðist. Tök Jón sem dæmi ef unnið er i fiskmóttöku til kl. 24.00, þá þarf viðkomandi ekki að byrja aftur að vinna fyrr en kl. 10.00 næsta morgun en hefur kaup frá kl. 8.00. Þá er og heimilt að stytta hvildartimann niöur i 8 stundir og erþá 16stunda vinna hámar.k en 8 stunda hvild lágmark og skal greiöa tvöföld laun fyrir þann tima sem á vantar 10 tima hvild, jafnt virka sem helga daga. Varöandi fridaga segir, aö á hverju 7 daga vinnutimabili skuli vera einn frfdagur. Heimilt er að fresta frídegi en þá skal veita tvo fridaga næst. — S. dór. Hjólum ávallt hægra megin « — sem næst vegartonin hvort heldur/ viö erum í þéttbýli eða á þjóðvegum.y Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveituteng- ingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og logeftirkl. 7á kvöldin). • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hvérskonar blikksmiði. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 LAUS STAÐA Dósentsstaða i raforkuverkfræði við rafmagnsverkfræði- skor verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavfk, fyrir 31. mai n.k. Menntamálaráðuneytið 6. april 1981.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.