Þjóðviljinn - 14.04.1981, Side 16
DJODV/UINN
Þribjudagur 14. april 1981
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná I afgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Náttúruverndarráð:
Mællr
ekki gegn
virkjun í
Blöndu og
í Fljótsdaf
NáttúruverndarráO mælir ekki
gegn virkjunaráformum i Biöndu
og I Fljótsdal en hefur sett fram
ýmsa fyrirvara og ábendingar,
einkum hvaö varðar Fljótsdals-
virkjun en náttúruverðmæti eru
þar fremur i hættu en á virkjun-
arsvæði Blöndu.
I umsögn Náttúruverndarráðs
um virkjun Blöndu sem sam-
þykkt var 16.3. 1978 kemur fram
að ekki viríast i húfi sérstæð eða
fágæt vistkerfi og að fram-
kvæmdir virðast ekki þurfa að
raska svæðum eða stöðum sem
varðveita bæri frá sjónarmiði
náttúruverndar. Hins vegar
bendir Náttúruverndarráð á,að
mikil eftirsjá sé i þvi viðfeðma
gróðurlendi og beitarlandi sem
færi undir vatn á stæði fyrirhug-
aös miðlunarlóns. Þá eru settar
fram ábendingar varðandi fram-
kvæmdir og óskað samráðs um
þær.
Hins vegar er svæði það sem
fórnað yrði vegna virkjunar
Jökulsár í Fljótsdal mun áhuga-
verðara frá sjónarmiöi náttúru-
verndar. Einkum er þar um að
ræða Eyjabakkana, sem eru
gróskumikið flæðiland sem fara
myndu undir vatn. Þeir eru á
náttúruminjaskrá og segir i áliti
Náttúruverndarráðs sem sam-
þykkt var 26. mars s.l. að á há-
lendinu séu fá gróðurlendi á borö
viö Eyjabakka. Fyrst og fremst
séu það Þjórsárver, Hvitárnes og
örfáir staðir á Möðrudalsöræfum.
Siðan segir: „Allir þessir staðir
eru hentugir fyrir miðlunarlón
vegna virkjana, en jafnframt er
náttúruverndargildi þeirra mik-
ið. Náttúruverndarráð telur ekki
annað koma til mála en þyrma
einhverjum þessara svæða og þvi
þarf að lita á þau f samhengi þeg-
ar áformað er að taka eitthvert
þeirra undir miðlunarlón. Þjórs-
árver hafa tvimælalaust mest
verndargildi þeirra og viðfriölýs-
ingu þeirra telur ráðið verjanlegt
að samþykkja miðlunarlón á ein-
hverju hinna svæðanna, þvi
tæpasl er þess að vænta að hægt
verði að halda i þau öll til lengdar
vegna mikilvægis þeirra fyrir
raforkuvinnslu i landinu.”
Þá kemur fram i áliti Náttúru-
verndarráðs að nokkrir litt þekkt-
ir en tilkomumiklir fossar i
Jökulsáhyrfu meö virkjuninni en
,,þar sem Náttúruverndarráð
leggur meiri áherslu á að nokkrir
þekktari stórfossar landsins verði
varðveittir, getur það frekar sætt
sig viö að þessir hverfi.”
Abendingar, fyrirvarar og ósk
um samráð vegna Fljótdalsvirkj-
unar eru sett fram og mun
Náttúruverndarráð nefna til
eftirlitsmann af sinni hálfu ef'til
virkjunar kemur. Jafnframt er
þess óskað aö yfirmönnum fram-
kvæmda og rannsókna veröi sett
erindisbréfum aðgát vegna um-
hverfisáhrifa og um samráð við
eftirlitsmann Náttúruverndár-
ráös. — AI
Sáttanefnd í
flugmannadeiluna
Steingrimur Hermannsson
samgönguráðherra hefur skipað
sáttanefnd i flugmannadeiluna
um starfsaldurslistann hjá Flug-
leiöum hf. og var fyrsti fundur
nefndarinnar i gærkvöldi. Ef
nefndin hefur ekki náö sáttum
eftir 4 vikur, mun Hæstiréttur
skipa 3 menn i gerðardóm, sem
kveður þá upp endanlegan úr-
skurð i málinu.
Flug hjá Flugleiðum mun hafa
gengið samkvæmt áætlun i gær.
Þjórsárver friðlýst
Þessa mynd tók Erling Ólafsson upp eftir verunum og sér til Hjarðarfells, Múlajökuls og Arnarfells.
Samkomulag hefur tekist um friöun Þjórsárvera f
samstarfsnefnd Náttúruráðs og Iðnaðar-
ráðuneytisins og skýrðu forsvarsmenn Náttúru-
verndarráðs frá þessum tíðindum á blaðamannafundi
i gær. Þjórsárverin eru talin meðal einstæðustu
náttúruverðmæta í heimi/ — svæðið stendur undir við-
komu 2/3 hluta íslensk-austur-grænlenska heiða-
gæsastof nsins/ sem að hausti telur 80 þúsund fugla og
er það stærsta gæsabyggð sem vitað er um á sögu-
legum tíma.
Landslagsfegurð veranna er
óvenjulcg og mikil Þau mynda
vota,fagra,græna sléttu sem er
umgirt auðnum, jöklum og
fögrum fjallahring. Þessi atriði
sem gefa Þjórsárverum ótvi-
rætt gildi hafa nú verið sett ofar
hagkvæmnissjónarmiðum, en i
ein tuttugu ár hafa verin veriö
litin hýru auga sem tilvalinn
staður fyrir uppistöðulón stór-
virkjana i Þjórsá.
1 samþykkt um friðlýsinguna
kemur fram að Náttúru-
verndarráð telur að til greina
gcti komiö að nokkuð svæði I
suöur jaðri veranna verði lagt
til miðlunar siðar ef rannsóknir
sýna að það sé óhætt.
Þjórsárverin eru að mestu
gróið land, um 100 ferkiló-
metrar að stærö, nær 600
metrum yfir sjávarmáli.
Umfangsmiklar liffræðirann-
sóknir fóru fram i Þjórsár-
verum 1971-1974. Voru þær að
mestu kostaðar af Orkustofnun
en framkvæmd önnuðust
Náttdrufræðistofnun og Lif-
fræðistofnun auk erlendra sér-
fræðinga.
Loftslag i Þjórsárverum er
svipað og á Hveravöllum.
Meðalhiti 1971-1974 var — 0,1
gráða, meðalhitii júli 7,8 gráður
og meðalhiti köldustu mánuðina
— 5,4 gráður. 1 verunum eru
margar jökulkvislar, fáeinar
bergvatnskvislar og lækir, fjöl-
margar tjarnir, litil stöðuvötn,
volgar og kaldar lindir en- vatns-
rennsli er mjög breytilegt eftir
árstima. Mýrlendi er viðast
hvar rikjandi, dýjagróöur, svo
og flæðimýrar eru viða en þurr-
lendisgróöur er litt stöðugur
sökum vatnságangs.
Varplöndin i Þjórsárverum
urðu kunn áriö 1951 i leiðangri
dr. Finns Guðmundssonar,
Péturs Scott og James Fisher.
Þau voru nytjuð fyrr á öldum
alltfram undir 1700 en heimildir
benda til aö fækkað hafi i stofn-
inum á 18. og 19. öld. Þéttleiki
stofnsins: eitt par á hektara,
virðist vera meiri en annars
staðar er þekkt fyrir nokkra
gæsabyggð. Er talið liklegt að
stofninn sé nú um það bil kom-
inn yfirsittnáttúrulega hámark
á svæðinu og fækkun sé aö byrja
að gera vart við sig.
Arni Reynisson, fram-
kvæmdastjóri Náttúruverndar-
ráðs sagði i gær að friðlýsing
Þjórsárvera væri mikill sigur
fyrir íslenska og alþjóðlega
náttúruvernd. Nefnd þeirri, sem
samkomulag um friðunina tókst
i, er einmitt ætlað að leysa
fyrirséð deilumál áður en til
ákvörðunar kemur.
1 henni eiga sæti af hálfu
Náttúruverndarráðs Arni
Reynisson, Arnþór Garðarsson
og Vilhjálmur Lúöviksson og af
hálfu Iðnaðarráðuneytisins
orkumálastjóri, forstjóri Rarik
og ráðuneytisstjóri iðnaðar-
ráöuneytisins. Aundanförnum
árum hefur nefndin haldið 9
fundi.
—AI
Tugþusundir heiðagæsa verpa og alast upp I Þjórsárverum. Þessa mynd af nokkrum þeirra með einni
fjölskyldu I forgrunni tók Erling Ólafsson, dýrafræðingur. Gassinn stendur vörð og teygir hálsinn
^ meðan aðrir I fjölskyldunni bita.
Atvinnu-
ástand gott
á Norður-
landi
565 manns voru á atvinnu-
leysisskrá i mars á iandinu öllu,
þaraf 211 á Norðurlandi eystra,
en 203 á höfuðborgarsvæöinu.
Skráðir atvinnuleysisdagar voru
12.239 og i heild talsvert færri i
mars en mánuðinn á undan nema
á Norðurlandi eystra, þar fjölgaði
þeim um 389, urðu 4.564.
Hér munar mestu að atvinnu-
ástand er enn m jög erfitt á Akur-
eyri, en þar fjölgaöi atvinnuleys-
isdögum i mánuðinum um 610 og
komust i 2.900 i heild. Þá fjölgaði
skráðum atvinnuleysisdögum á
Kópaskeri, Raufai’höfn og á Þórs-
höfn, samtals um 501 dag, þannig
að fjölgun atvinnuleysisdaga á
þessum stöðum reyndist vera
1.111 dagar.
A öðrum stöðum á landshlutan-
um fækkaði hins vegar skráðum
atvinnuleysisdögum um 722
þannig að nettóaukning varð 389
dagar. A Akureyri voru skráðir
atvinnulausir i marsmánuði 134,
tólf á Kópaskeri, tuttugu á
Raufarhöfn og fimmtán á Þórs-
höfn.
Fjallfoss
friðaður
Akveðið hefur verið að friðlýsa
Fjallfoss i Dynjandi I Arnarfirði
en um miðjan siðasta áratug voru
uppi áform um að virkja hann. 2.
janúar 1978 samþvkkti Náttúru-
verndarráð umsögn um virkjun-
aráformin, óskaði eftir þvi að þau
yrðu lögð til hliðar og fossinn frið-
aður. 1 framhaldi af þvi sneru
menn sér að öðrum leiðum i raf-
orkuöflun fyrir Vestfirði, Mjólk-
ár voru virkjaðar og linulögn
vestur siðar hraðaö. Nú hafa
Orkubú Vestfjarða og Rafmagns-
veitur rikisins samþykkt friðun-
ina. Hún tekur til Fjallfoss og
allra fossa i Dynjandi auk
Dynjandisvogsins. — AI
Kappræðu f undir
ÆnAb og SUS
Æskulýðsnefnd Alþýðubanda-
lagsins skoraði nýlega á Sam-
band ungra Sjálfstæðismanna i
kappræðufundarherferð um land-
ið. Samband Sjálfstæðismanna
hefur þekkst þessa áskorun
Æskulýðsnefndar Alþýðubanda-
lagsins. Fundimir verða haldnir
á timabilinu 29. april.til 9. mai á
eftirtöldum stöðum-. Reykjavik,
Akranesi, Akureyri, Egils-
stöðum, Selfossi, Vestmanna-
eyjum og i Hafnarfirði.
Umræðuefni kappræðufund-
anna verður „Hvert stefnir á Is-
landi, hverju þarf aö breyta.”
A hverjum fundi verða þrir
kappar frá hvorum aðila og mun
hver þeirra tala þrisvar sinnum
þ.e. i fyrstú umferð 10 min. en I
annarri og þriðju umferö 5 min.
Leyfðar verða fyrirspurnirá milli
annarrar og þriðju umferðar.
Kappræðufundirnir verða nánar
auglýstir siðar.