Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SlDA 11 1. maí ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1981 Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki 1. maí minnast hundruð milj- óna verkamanna um heim allan liðinna tfma. Þeir hugleiða þá ftílagslegu þróun, sem orðið hefur á siðustu tiu, fimmtán eða hundrað árum. Þeir þakka afkomuskilyrði foreldra. Þeir bera þau saman við stöðu sina nú og eru sór meðvitandi um þær gífurlegu umbætur, sem skipulögð verkalýðshreyfing hefur náð fram með þrotlausri baráttu við forréttindahópa i heiminum fyrr og nú. 1. mai minnast margir þeirra sem orðið hafa að þjást fyrir verka- lýðsfélag sitt eða stjórnmála- skoðanir og starf, þeirra sem hafa verið reknir úr starfi eða i útlegð, brottreknir, fangelsaðir og pyntaðir og jafnvel myrtir. 1. mai lysa verkalýðsfélög um heim allan yfir, með lögmætum eða ólögmætum hætti, þeim kröfum sem þau gera til vinnu- veitenda og rfkisvalds. Þau setja fram hugmyndir sinar um réttlátara, lýðræðislegra og frjálsara þjóðfélag og nýja skipan alþjóðlegra efnahags- og félagsmála. 1. mai standa hundruð miljóna verkamanna saman um heim allan, og i trausti á mátt sinn horfa þeir vongóðir til betri framtiðar. Fyrir 6 mánuðum samþykkti stjórn Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélags stefnu- yfirlýsingu fyrir 9. áratuginn. 1 sambandinu eru nú 128 aðildar- sambönd með yfir 70 miljónir meðlima i 91 landi. í stefnuyfir- lýsingunni er bent á að frum- markmið sambandsins, sem dregin eru saman i slagorðinu „brauð, friður og frelsi” séu hvert öðru háð, og séu i fullu gildi. En efnahagslegar, félags- legar og st jórnmálalegar aðstæður til að ná þeim fram hafa breyst. Heimurinn sem við lifum i einkennist af vaxandi ágrein- ingi og kreppu vegna þess að hagvexti eru takmörk sett. Fáein risavaxin fjölþjóðafyrir- tæki verða sífellt aðsópsmeiri i efnahagskerfi heimsins, og þau stjórna oft bæði heimsmarkað- inum og hráefnaöflun vegna einokunaraðstöðu sinnar. Tekjumunur þjóða á milli fer stöðugt vaxandi. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans búa átta- hundruð miljónir manna i þriðja heiminum við aðstæður sem ekki uppfylla nein réttlætanleg skilyrði um mannsæmandi lif. Atvinnuleysi i öllum heims- hlutum er hrikalegt. Nú þegar eru 23 miljónir manna i OECD- löndum einum saman atvinnu- lausar. Ráðstefna Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga um „Hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar i þróunar- málum”, sem haldin var i Nýju-Delhi i marslok sl., sýndi að óhjákvæmilega fer efnahags- legt og félagslegt ástand i heiminum versnandi, eins og margir hafa spáð. Við lifum öll i sama heimi. Fátækt, hvar sem hún er, stefnir almennri velferð i hættu. Þess vegna verður að ná jafn- vægi i hagvexti og bilið milli rikra og fátækra verður að minnka. Hér fara á eftir nokkrir þættir úr stefnuyfirlýsingu samtak- anna um þróunarlöndin: • 1 nýrri efnahags- og félags- legri skipan verður að viður- kenna frjáls verkalýðssamtök og hlutverk þeirra i þjóðfélag- inu. • Með endurskipulagningu alþjóðlegs f já rm ál akerfis verður að færa stóraukið fjár- magn tQ þróunarlanda og lækka vexti. • Gera þarf orkuáætlun fyrir allan heiminn og hafa eftirlit með oliugróða. Stofna þarf orkuþróunarsjóð fyrir þróunar- löndin. • Með samræmdri hagstjórn vcrða iðnrikin að koma á fullri atvinnu, auka rauntekjur, auka opinbera þróunaraðstoð, aðlaga sig nýjum aðstæðum i heimsvið- skiptum og vinna bug á verð- bólgunni. • Gera þarf áætlun til að upp- fylla frumþarfir fólks í þróunar- rikjunum. • Afnema verður viðskipta- hömlur. • Stofna þarf alþjóðlegan sjóð til að standa straum af endur- skipulagningu. A lþjóðsam ba nd frjálsra verkalýðsfélaga leggur áherslu á að efnahagsaðgerðir verði ekki eingöngu til hagsbóta fyrir forréttindaklikur og fjölþjóða- fyrirtæki; þær verði aö ná til fátækrahverfanna og hinna hungruðu miljóna, umfram allt i dreifbýlishéruðum þriðja Sumarbúðlr að Úlfljótsvatni fyrír börn og unglinga 7-14 ára Innritun hefst mánudaginn 4. mai á skrifstofu B.í.S. i Hagaskóla. Opin kl. 13—18, simi 23190. Ath.: Sérstakt tilboð fyrir 12—14 ára. Úlf 1 j óts vatnsráð Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts eiginmanns mins og föður okkar Einars Jóelssonar, Sundstræti 25, isafirði. Torfhildur Torfadóttir og börn heimsins. Það er þess virði að berjast fyrir stefnu Alþjóða- sambands frjálsra verkalýðs- félaga til að stuðla að réttlæti og friði. í mörgum löndum eru nú við- hafðar aðferðir eins og mann- rán, pyntingar, morð, kúgun, útlegð og innilokun á geðveikra- hælum, tilþess að þagga niður i talsmönnum verkalýðsfélaga og öðrum þeim, sem eru á önd- verðum meiði við rikjandi stjórnvöld. 1. mai láta hundruð miljóna verkamanna i ljósi áhyggjur yfir versnandi stjórnmála- áátandi í þessum löndum. Þeir lýsa yfir samstöðu með öllum þeim sem hætta lifi sinu fyrir frelsi og lýðræði. Þeir munu halda áfram að veita fullan stuðning þeim sem hafa hugrekki til að berjast gegn ólýðræðislegum rikisstjórnum og ómannúðlegum aðgerðum þeirra. Ekkert vandamál er óleysan- legt, og þegar allir verkamenn innan vébanda frjálsra verka- lýðsfélaga og bandamenn þeirra vinna að þvi að ná fram hinum réttlátu kröfum okkar, komumst við áreiðanlega nær þvi takmarki að allir fái brauð, að friður riki i heim inum og allir njóti frelsis. Lengi lifi 1. mai. Ljósmóður vantar til sumarafleysinga frá 1. júni. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjórinn, simi 95-5270. ÚTBOÐ Byggingasamvinnufélagið Vinnan óskar eftir tilboðum i undirstöður, fyllingu i grunn, grunnlagnir, grunnplötu 10 ein- býlishúsa, 7 parhúsa og 24 bilskúra við Kleifarsel Rvk. Útboðsgögn verða afhent frá og með 5. mai á skrifstofum okkar að Höfðabakka 9 og Laugavegi 42 gegn 1000,- króna skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 12. mai. hönnun hf verkfræðisioía. LODA1600 CANADA Með sérstökum samning- um við LADA-verksmiðj- urnar hefur tekist að fá af- greidda til íslands Lada 1600 sem sérstaklega hefur verið framleiddur fyrir Canada markað. Lada 1600 Canada er að auki búinn nýja „OZON" blöndungn- um sem sparar bensín- notkun um 15% án nokkurs orkutaps. Verð til öryrkja ca. kr. 43.700.— Munið! Varahlutaþjónusta okkar er i sérf/ok/ i. Það var staðfest i könnun Verð/agsstofnunnar. Verð ca. kr.67.890 Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. jíióaTafN Sudurlandsbraul 14 - llrykjaúk - Simi .'IIUMNI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.