Þjóðviljinn - 14.05.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.05.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. mai 1981 Fjörugar umræður um skarkolaveiðar með dragnót í Faxaflóa Verðmæti að upphæð 40-50 miljónum kr. segir Garðar Sigurðsson Eitt af þeim málum sem liggur fyrir Alþingi hefur skemmt þing- mönnum og áheyrendum konung- lega slöustu vikurnar. Þetta er frumvarp Steingrims Hermanns- sonar, sjávarútvegsráöherra, um breytingu á lögum um veiöar I fiskveiöilandhelgi tslands sem hann flytur I eigin nafni vegna þess aö ekki náöist samkomulag um aö flytja þaö sem stjórnar- frumvarp. Frumvarpiö felur í sér aö dragnótaveiðar á skarkola eru heimilaöar I Faxaflóa. Frumvarp þetta hefur reynst vera mjög eldfimt I sölum al- þingis, ef svo má að oröi komast, og er hart deilt um þaö. Afstaöa manna til frumvarpsins byggist eingöngu á kjördæmahags- munum og klýfur þaö allar flokks linur. T.d. eru allir þingmenn Vesturlandskjördæmis, þar meö talinn dómsmálaráöherra, á móti frumvarpinu, en auk þeirra hafa greitt atkvæöi gegn frumvarpinu er það hefur veriö afgreitt milli umræðna, Karvel Pálmason (A), Ingvar Gislason menntamálaráö- herra, Eggert Haukdal, og einn þingmaöur Reykvikinga, Bene- dikt Gröndal, en taliö er aö af- staöa hans mótist nokkuö af þvi að hann var lengi þingmaöur Vestlendinga. Garðar Sigurðsson (AB) form. sjávarútvegsnefndar mælti fyrir nefndaráliti meirihl. nefndar- innar um þetta frumvarp I siöustu viku og fer hér á eftir hluti af ræðu hans. Illa gekk i fyrstu aö koma málinu á dagskrá þar sem andstæöingar þess fóru fram á frestun hvaö eftir annaö. Garöar fjallar fyrst um þaö atriöi. Þá hafa menn heyrt það, hverj- ar abferöir postular þessa ein- kennilega trúarsamfélags, sem eru á móti þvi aö drepa kola, vilja beita I þingmálum, ofbeldi og aftur ofbeldi. Þaö eru einkenni- legar röksemdir, sem þessir menn beita fyrir sér. Fyrst er það, aö I gær er komiö i veg fyrir, aö málið hvorki megi koma fyrir meö þvi aö segja þaö, aö sjávar- útvegsráöherra sé ekki viðstadd- ur. Hann hefur þegar talaö fyrir þessu máli og látiö þar koma fram sinar skoöanir og hann þarf ekkert aö vera hér viöstaddur sem ráöherra vegna þess aö fyrir hann gegnir auövitað annar störf- um auk þess sem hann hefur tekiö inn fyrir sig varamann, þannig aö þar eru i rauninni komnir tveir menn i staöinn fyrir einn. Kannske eigum viö ekkcrt ao vera að veiöa þennan kola. Af hverju eru tslendingar að fiska svona voöalega mikiö,- ekki éta þeir allan þennan fisk. Og hver er ástæöan? Og hvaöa fiska má drepa? Okkur ber skylda til þess aö reyna aö stunda útgerö og aöra atvinnustarfsemi meö sem hag- kvæmustum hætti. Þar hefur oft auðvitaö oröiö mikill misbrestur á, þvi miður Ég ætla ekki aö fara að rekja þaö hér. En þaö er auö- vitaö alveg ljóst, aö i sambandi Þingsjá viö skarkolann hér i flóanum er hér um mjög hagkvæmar veiöar aö ræöa á afar dýru hráefni og ég vil fullyrða þaö, aö þau tonn, sem fiskifræðingar telja aö veiöa megi úr þessum stofni hér i flóanum, séu a.m.k. 4—5 miljaröa gkr. viröi og þau er hægt aö sækja á litlum bátum stutta vegalengd meö ódýrri útgerö, sem er afar hagkvæm veiöi auk þess sem þetta gefur fólki auövitaö atvinnu i landi. Þaö er þess vegna óskiljanlegt, hvernig menn leyfa sér aö hamast á móti þessum málum hreinlega af trúar- ástæöum, þvi aö engin rök þess- ara manna halda. Þau eru byggö á misskilningi, þau eru byggö á vanþekkingu og ýmsum öörum ástæöum. Ég held aö þaö sé full ástæða til að lesa frumvarpsgreinina eins og hún er. Hún hljóðar svo: „Leyfi til dragnótaveiöa i Faxaflóa skulu bundin við veiöar á skarkola. Skal Hafrannsókna- stofnunin gera tillögu til ráöherra um skipulag þeirra veiða, m.a. um aflamagn, veiöitima, veiöi- svæöi og fjölda veittra leyfa.” Sjávarútvegsnefnd hefur að visu gert tillögu um breytingu, sem er fólgin I þvi aö Hafrannsókna- stofnuninni, sem er visindastofn- un sem annast fiskifræöileg mál- efni, segi ekki til um f jölda veittra leyfa. Þaö er hins vegar pölitiskt atriði, fyrirkomulagsatriöi, sem á auövitaö miklu fremur heima I höndum ráöuneytis. Hvaö segir siðan þessi grein? Hún segir þaö, aö þaö megi leyfa tilteknum báta- fjölda að stunda dragnótaveiöar I flóanum til þess aö veiöa skarkola og ekki annaö. Og hvi hræöast þá menn svo þessa breytingu? Mér er þaö óskiljanlegt. í annan staö hafa menn verið aö tala um þaö, aö þetta eyöi ung- fiski, drepi hann, misþyrmi honum, skemmi botninn o.s.frv. Allt er þetta meira og minna mis- skilningur, þvi miöur. Möskva- stæröin i dragnótinni er 155 mm. Þaö var að visu samþykkt hérna um áriö aö leyfa aöeins aö nota 170 mm möskva i dragnót, en sannleikurinn er sá, aö það er orðinn svo stór möskvi, að hann heldur varla nokkrum fiski. Þaö vill svo til, aö 170 mm eru 17 cm og þá geta menn séö það I hendi sér, hvers konar möskvi þaö er og hvaða kvikindi veröa þá eftir i þessu. Þaö borgar sig hreinlega ekki aö stunda veiðar meö svona risastórum möskva. Það syndir bara allt þar í gegn. 155 mm möskvi er nokkuð auðvitað minni, en samt er það svo, aö eins og dragnót er, eins og gerö drag- nótar er háttað, þá er þaö nú oröinn býsna stór fiskur, sem veröur eftir i veiöarfærinu. Þaö er óliku saman aö jafna viö trolliö, hvernig netiö er I drag- nótinni, þannig aö veiöarfæri með svona stórum möskva, sem veiðir meö þeim hætti sem dragnót gerir, drepur ekki smáfisk. Hugsiö ykkur þaö, aö einmitt þessa dagana nú á þessu vori er allur togarafloti landsmanna eða svo gott sem á veiöum fyrir Aust- fjöröum á Hvalbakssvæðinu og þar i grennd við þaö aö drepa smáþorsk og smáfisk, smáýsu raunar núna einnig, þar sem hver fiskur er kannske ekki nema eins og 1.5 kg aö meðaltali. Þaö er ekki stór þorskur meö haus og hala og öllu saman. Þaö er afar smár fiskur, fiskur, er ættiaöfá aö lifa lengur og fá aö stækka og verða feitur og myndarlegur og veröa bara aö meira gagni, þegar hann hefur náö svolitiö meiri þroska en nú er. Þetta er auðvitaö hreint hneyksli að stunda slikar veiöar. Þaö er full ástæöa til þess aö vara viö slikum veiöiskap, einkum meöan hann er stundaöur af svo mörgum og afkastamiklum skipum. —þig Hjörleifur Guttormsson mælir fyrir orkufrumvarpinu Víðtækasta helmlld til bygginga raforkuvera til þessa Frumvarp þetta felur í sér stefnumótun um uppbyggingu raforkuvera í landinu á næstu 10—15 ár- um allt að 820 MW að afli, þar af 720 MW í vatnsafls- virkjunum, 50 MW i jarðvarmavirkjunum og 50 MW í varastöðvum auk heimilda til að reisa og reka orkuveitur til að tengja þessi orkuver við núverandi landskerfi og styrkja landskerfið að því marki sem nauðsynlegt er talið tiI að f lytja orkuna tiI afhendingarstaða út frá landskerf inu. Þannig mæltist Hjörleifi Guttormssyni, iðnaöarráðherra við upphaf framsöguræðu sinnar við frumvarp rikisstjórnarinnar um orkuver, en 1. umræöa fór fram um þetta frumvarp i neðri* deild Alþingis igær. Hjörleifur sagði jafnframt að hér væri um viðtækustu heimildir -sem leitaöhefði verið til þessa við uppbyggingu raforkuvera i land- inu, aö ræöa en áformin fela i sér meir en tvöföldun raforkufram- leiöslunnar i landinu. Aðdragandinn og rannsóknir Iðnaöarráöherra rakti þvi næst aðdragandann að þeim tillögum sem nú liggja frammi og kom þar fram að nú væru liðin 10 ár siöan samþykkt hefðu verið á Alþingi meiriháttar heimildarlög fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir, en það voru heimildir fyrir byggingu Sigölduvirkjun og Hrauneyjar- fossvirkjun. Ráðherra rakti þá ákvæði st jórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar sem fela i sér þá stefnumörkun að næsti virkjunarkostur sem yrði fyrir valinu skyldi vera utan eldvirkra svæöa og jafnframt þvi skyldi gerö framkvæmdaáætlun um raf- orkuframkvæmdir til næstu 5-10 ára og mörkuö samræmd orku- stefna til langs tima jafnvel til næstu aldamóta. Hjörleifur fjallaöi siöan nokkuö um rannsóknir og kannanir sém fram hafa fariö á virkjunarkost- um við Fijótsdal og Blöndu, þar á meöal þær samningaviðræöur sem fram hafa farið við land- eigendur og annað fólk heima i héraði. Hjörleifur tók þaö skýrt fram aö þaö væri mikill misskilningur sem fram hefði komið i máli þeirra sem gagnrýnt hefðu svonefndan seinagang viö undir- lljörlcifur Gutlormsson. búning þessa frumvarps. S.l. haust var ákveðið að stefna að þvi að leggja fyrir yfirstandandi þing virkjanafrumvarp og átti það reyndar að koma fram fyrr en nú er, en margir þættir hafa tafið framganginn. Rikisstjórnin ákvað hins vegar aldrei að um þessi mál yrði tekin endanleg ákvörðun fyrir siðustu áramót. Mesginstefna framkvæmdaröðunar Iðnaðarráðherra vék þvi næst að einstökum yirkjanakostum. I þvi sambandi sagði hann að eftir- farandi meginstefna um framkvæmdaröð væri nú sett fram : 1) Hrauneyjafossvirkjun verði byggö i fulla stærð á næstu ár- um meö 3ju vélasamstæöu, sem hér er leitað heimildar fyrir, en 40 MW vantar til að fullnægjandi heimild sé fyrir 210 MW virkjun. 2) Hafist verði handa um að auka orkuvinnslugetu og að tryggja rekstur raforkuveranna við Þjórsá og Tungnaá með vatna- veitum til Þórisvatns (Kvisla- veita), aðgerðum til aö auka miðlunarrými þess og gerö stiflu við Sultartanga. Slikar aðgerðir kæmu til framkvæmda á næstu 4—5 ár- um. 3) Undirbúningi vegna Fljóts- dalsvirkjunar og Blönduvirkj- unar verði lokið sem fyrst og framkvæmdir við fyrri áfanga F ljótsdalsvirkjunar og við Blönduvirkjun skarist nokkuö. Veröi við það miðað að önnur þessara virkjana geti hafið rekstur á árunum 1986—97, en hin um 1990 eftir þvi sem markaðsaðstæður leyfa. 4) Framkvæmdir við siðari áfanga Fljótsdalsvirkjunar viö Sultartangavirkjun og Villinganesvirkjun hafa ekki verið timasettar, en orku- vinnslugeta þeirra til viðbótar gæti rúmast innan efri marka orkuspár á næstu 15 árum. Ákvarðanir um framkvæmd hljóta hinsvegar að ráðast af aðstæðum i landskerfinu og markaði er þar aö kemur.” Meö þessu er mörkuð um það stefna, að i framhaldi af byggingu Hrauneyjafossvirkjunar og ann- arra aðgerða i Þjórsár-Tungna- ársvæöinu jafnhliöa þeim veröi ráðist i tvær stórvirkjanir utan Suðurlands og að þvi stefnt að þær komist i gagnið innan 10 ára. Með frumvarpinu er þannig i fyrsta sinn leitað heimildar fyrir meiriháttar virkjunum utan Suðvesturlands og mörkuð sú stefna að dreifa virkjunum um landið og virkja utan eldvirkra svæða i samræmi við stjórnar- sáttmála núverandi rikisstjórnar. Slik dreifing virkjana býður upp á aukið öryggi fyrir hina ýmsu landshluta og traustari rekstur kerfisins, en rikir við núverandi aöstæður, þar sem allar helstu virkjanir landsins eru á tiltölu- lega litlu svæði sunnanlands. Með slikri dreifingu virkjana gefst einnig færi á að nýta mismunandi rennsliseiginleika islenskra fall- vatna eftir landshlutum, þar eð lágrennslistimabil fylgjast yfir- leitt ekki að um allt land vegna mismunandi veðráttu. Hin sam- tengdu raforkuver sem dreifð eru um landið geta einnig samanlagt unnið meiri raforku en væru þau einangruð eða öll i sama lands- hluta, vegna þess að rennslis- sveiflur jafnast nokkuð út yfir landið i' heild. A mikilvægi þessa atriðis vorum við rækilega minnt á sl. vetri. Fávísleg nauðhyggja stjórnarandstöðu Undir lok ræðu sinnar fjallaði ráðherra nokkuð um orkunýtingu og hugsanlegan verksmiðju- rekstur i þvi skyni. M.a. komst hann þannig að orði: Þegar þannig er mörkuð stefna eins og með þessu frumvarpium byggingu stórra virkjana Norðanlands og á Austurlandi og jafnframt er gert ráð fyrir að þróa hagkvæm fyrirtæki, sem Islendingar geti staðið að einir i flestum tilvikum, þótt ekki sé úti- lokuð samvinna við útlenda aðila um vissa þætti ef aðstæður bjóða, þá hlýtur að verða til álita að koma upp slikum fyrirtækjum i viðkomandi landshlutum. Þetta á ekkert skylt viö þær hugmyndir semstundum heyrast, m.a. hér á háttvirtu Alþingi, að ekki sé skyn- samlegt eða hagkvæmtað ráðast i stórvirkjanir eins og þær sem hérerleitað heimilda fyrir, nema Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.