Þjóðviljinn - 14.05.1981, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 14.05.1981, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. mai 1981 Fimmtudagur 14. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Fyrir stuttu birtist hér I blaðinu viðtal, sem blaðamaður átti við Indriða Aðalsteinsson, bónda á Skjaldfönn við tsafjarðardjúp. En aðeins fyrri hiutinn. En er nú ekki nóg komið? Þannig kann sá stóri hluti þeirrar þjóðar að spyrja, sem varð til fyrir ævintyra- mennsku eina saman og álitur nú, að timanleg og eillf velferð sin sé undir þvi komin hvort hún fær óáreitt að anda að sér hollustu- háttum áburðarverksmiðjunnar og reka þá merkilegu mannlifs- og vistfræðistarfsemi, sem fram fer á Keldum út i hafsauga eða að horfa á lognkyrrt Rauðavatnið áður en farið er I háttinn. En út- verðir baráttunnar um ,,IIf og land” eru ekki innan þessa „skammsýna markaða baugs”, heldur norður við tsafjarðardjúp, á Melrakkasléttu og á öðrum út- skögum þessa lands, og þvi biðjumst við engrar afsökunar á þvi, að láta rödd Indriða á Skjald- fönn enn heyrast i þessu blaði þótt fyrir þvi kunni að þoka „frétt” um eitt eða tvö „böll” I Reykjavik eða einhverskonar „sýningar” á þeim slóðum. A Nauteyri er nú verið að byggja félagsheimili og þar er ýmis önnur starfsemi fyrirhuguð. Þeir minntu á Glám og Skrám Félagsheimili á Nauteyri — Og við spyrjum Indriða: Hvernig er félagslifið hjá ykkur? — Vegalengdir og fámenni setja þvi miklar skorður. A sumrin eru dansleikir sitt á hvað I ögri, Djúpmannabúð og Dalbæ. Kvenfélögin héldu vel heppnaða I7.-júni samkomu I Reykjanesi s.l. vor, I fyrsta skipti I langan tima, og þorrablót eru haldin á hverjum vetri. Spilakvöld eru haldin til skiptis I heimahúsum nokkrum sinnum á vetri hér I sveit. I sumar var hafin bygging félagsheimilis að Nauteyri og má það heita fokhelt. Hreppurinn er aöaleigandi en kvenfélagiö og ungmennafélagiö Djúpverji, sem einnig nær yfir Snæfjallahrepp, eiga lika hlut I þvi. Stærö þess er sniðin við okkar þarfir, eða um 150 rúmm. en auðvelt að byggja við þaö, ef fólki fjölgar hér. Fiskeldisstöð — Hvernig hugsið þið til fram- tiöarinnar; vill ungt fólk setjast að hjá ykkur? — Það fer eftir svo mörgu, t.d. þvi hver verður framvinda i land- búnaöi og þeim kjörum, sem bændafólk kemur til með að njóta i náinni framtiö. Nú, og þá er það ekki siður hitt hvort hægt verður að fjölga atvinnutækifærum hér. Við bindum töluveröar vonir við aö fjármagn fáist til að hefja i vor byggingu stórrar fiskeldis- stöðvar á ,■ Nauteyri, en það mál er nú á leiöinni gegnum „kerfið”, og óvist hvenær niðurstöður liggja fyrir. I haust stóð hreppurinn fyrir borun einnar holu á Nauteyri til aukningar á heitu vatni og er talið að sú hola gefi með dælingu 15 sekl. af 44—45 gráðu heitu vatni, sem er yfirdrifið fyrir fiskeldis- stöðina. Undirbúningsrann- sóknum vegna stöðvarinnar er nú lokið og ýtarleg skýrsla komin út, gerð I samvinnu við Veiðimála- stofnun, en i henni er taliö að mjög góð skilyrði fyrir hafbeitar- stöð séu á Nauteyri. Stöðin er talin kosta fullbúin 790 milj. gkr. og þar I tvær starfsmannaibúðir og varaaflsstöð. I fyrsta áfanga, sem talið er að kosti rúml. 300 milj., er gert ráö fyrir seiöaeldis- stöð, sem framleiddi fyrir inn- lendan markað og til útflutnings og vonast til að saian geti að nokkru leyti fjármagnað seinni byggingaráfanga. Talað er um 300.000 eldisseiði. Ekki er ennþá búið að stofna fiskeldishluta- félagið, en þvi mun hafa verið valiö nafniö Islax. Forgöngumenn um þetta mál eru nokkrir áhugamenn um fiski- rækt, ættaðir héðan frá Djúpi, og stefna þeir að þvL að hluthafar, auk þeirra, verði Nauteyrar- hreppur, svo og veiðifélög og ein- staklingar á Vestfjörðum. Von okkar hér er að þetta geti oröiö fyrsti visirinn aö þéttbýlis- myndun I hreppnum, en i þessu máli kemur auðvitað til með að reyna á hvort stjórnvöld og lána- stofnanir meina nokkuð með fögru orðunum um stuðning við fiskeldi og aðra atvinnuupp- byggingu i sveitum landsins. Sláturhús — Fyrir 2—3 árum var talaö um að byggja sláturhús á Naut- eyri, ef ég mai) rétt. Hvaö er að frétta af þvl máli? — Það er enn á umræðu- og undirbúningsstigi, en þokast þó. Engilbert á Mýri, formaður undirbúningsstjórnar, sagði mér nýlega, að lokið væri gerð ýtar- legrar skýrslu, sem sérfróðir aðilar hefðu annast, um rekstrar- grundvöll sláturhúss, og er þar miðað við að slátraö sé 8000 fjár á hausti og 20 manns vinni aö þvi. Sá rekstur á að bera sig og vel það, þó að engin önnur starfsemi sé i húsinu. Ætlunin er þó aö hafa þar kjötvinnslu o.fl. af þvi tagi. Máliö snýst þvi um byggingar- fjármagn svo og að nægjanlegur fjöldi fjáreigenda standi saman um þetta mál og á þvi virðast vaxandi likur. Ekkert frambærilegt sláturhús er hér við Djúp, aðeins léleg undanþáguhús á Isafirði og i Bolungarvik. Talið er að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins sé þessari staðsetningu nýs húss andsnúið og vilji aö þaö sé i þétt- býli. Kemur þaö mörgum spánskt fyrir sjónir, þegar haft er i huga allt tal forystusauöa bænda um nauðsyn á atvinnuuppbyggingu til sveita. Býdur upp á misnotkun — Hvað segirðu um ráð- stafanir þær, sem gerðar hafa verið til takmörkunar á búvöru- framleiðslunni? — Fátt gott eins og þeim er beitt, enda hafa fulltrúar okkar Norður-lsfirðinga á aðalfundum Stéttarsambandsins og Búnaðar- þingum yfileitt verið andsnúnir almennu kvótakerfi og fóður- bætisskatti. Fóðurbætisskatti vegna þess, að hann bitnar fyrst og fremst á bygðarlögum, sem búa við öryggisleysi um heyöflun, hátt kjarnfóðurverö og örðugar samgöngur. Hann er þvi hreint tilræöi við okkur hér. Það skrif- finnskubákn, sem honum og kvótakerfinu fylgir er uggvænlegt og framkvæmdin öll viröist vera aö springa úr böndunum og margskonar mismunun og vit- leysa veöur uppi. Nýjasta hneyksliö I þessum efnum er eialdafsláttur á fóöur- bæti til hrossa, ég held 50 kg. á framtaliö hross og 125 kg. á reið- hross, jafnt til þéttbýlisbúa og bænda. Min skoðun er sú, aö ef hrossaeigendur telja sig þurfa að gefa fóðurbæti, geti þeir greitt fyrir hann fullt verð. Hross eru of mörg i landinu og má fækka. Fóðurmélsafsláttur til þeirra býður upp á auðvelda leið til misnotkunar: eöa má ekki bú- ast við þvi, svo að dæmi sé tekiö, að Rangæingar og Skagfirðingar, með sin 11.000 útigangshross, laumi svona einni og einni lúku af hrossaskammtinum sfnum I kýr og fé? — Hvað hafið þið helst út á kvótakerfið að setja? — A kjörmannafundi hér I N-ls. i sumar var lýst andstöðu við að skerðingargjaldiö næði til 400 ærgilda búa og minni og talið aö draga bæri úr framleiðslu með þvi, að setja lög um búfjárrækt sem atvinnugrein og þar yrðu ákvæði um hámarksstærö, m.ö.o. aö leggja byrðarnar á breiöu bökin I stéttinni, I þeirri von, að þó að fáeinir stærri bændur flosn- uðu upp af jörðum sinum um stundarsakir væri það minni skaði og óllklega eins varanlegur og ef jaöarbyggðir i hinum harö- býlli héruöum eyddust af fólki. Varla veröur bændum með 400 ærgilda bú og minni kennt með réttu um offramleiðsluna, þar verður að leita annarra söku- dólga. En útkjálkahéruð og meðalbændur, hvað þá smá- bændur, eiga sér fáa eða enga málsvara i röðum bænda- forystunnar, þvi miður. Þar sitja fulltrúar kjötkatlabænda góð- heraðanna og láta fara vel um sig. Svo er afar uiidarlegt aö i kvótaútreikningi á lögbýii er ekkert tillit tekið til hlunninda, sem oft eru veruleg og stundum það mikil að viökomandi bændur geta sem best lifað eins og blómi i eggi af þeim einum. Ég held að sálrænu áhrifin af þessum ófögnuði öllum séu þó hvað verst. Ranglætið og mis- muninin innan stéttarinnar er svo augljós og alltaf er ráðist á garöinn þar sem hann er lægstur. Ég syng þvi ekki I „Halelúja- kór” bændaforystunnar að svo stöddu. — Hvað segirðu um áróðurinn gegn bændum? — Ut frá þeim sjónarmiðum, sem ég hef verið að greina frá, finnst mér liggja beinast viö að svara: „Guð varðveiti mig fyrir vinum minum; á óvinum mlnum vara ég mig sjálfur”. „Góda, besta Guörún mín” — Viltu segja eitthvaö um þjóðmálin almennt? — Jú, þvi ekki það. Fólki hér um slóðir þykir ákaflega vænt um rikisstjórnina, en hefur að sama skapi litla samúð með stjórnar- andstööunni. Þvl lögðust hér margir i þunglyndi um hátið- arnar þegar hún Guðrún okkar Helgadóttir tók upd á beim skratta, að vilja standa við orð sin. Það var von að svoleiðis hegðun kæmi flatt upp á þjóöina, sem er löngu hætt aö taka mark á loforðum stjórnmálamanna. Maður var nú svona að hugsa sér Guðrúnu sem gyðju réttlætisins, vegna ráöherranna 10 á móti Gervasoni og auðvitaö var hann þyngri. Líf ríkisstjórnarinnar hékk á blá’þræði. Það er annars leitt með hann Friðjón, sem á þó að vera æðsti yfirmaður guðs kristni 1 landinu, hvaö hann virðist vera farinn að sljóvgast I fræðunum. Þegar ég var I barnaskóla og lærði Bibliu- sögurnar hjá honum sr. Baídri I Vatnsfirði, var náungakærleikur og hjálpsemi við smælingjana það megin inntak kristinfræði, sem enn situr i mér. En kirkju- málaráðherra var ekkert að rif ja Síöari hluti viðtals mhg við Indriða Aðalsteinsson, bónda á Skjaldfönn það upp, hvernig frelsarinn sagöi hér I eina tið, að kristnir menn ættu að umgangast sina minnstu bræður, og þaöan af siður virtist hann finna til skyldleika við Frakkann þótt sjálfur sé hann „liðhlaupi” úr Sjálfstæðis- flokknum og geti allt eins átt von á þvl að fá þar aldrei landvist framar. Nei, úr landi skyldi kauði, hvað sem A.S.l.-þing, Amnesty og kommapakkið segöi. Og nú geta allir „guöhræddir” og „sannir” íslendingar verið hreyknir af ráðherra sinum. Forsætisráðherra bliökaði svo Guðrúnu eins og kunnugt er og má af þvi sjá hversu persónu- töfrar hans og sannfæringar- kraftur má sin mikils. Llklega hefur hann hjalaö við hana m.a.: Varla trúi ég þvi á þig þekkilega kona, að þú viljir auman mig yfirgefa svona. Orðaflóð er ekkert grin, eru þess hálir vegir. Góða, besta Guðrún mln, gættu að hvað þú segir. „Heyr mina bæn” — Mér finnst lika rétt a6 minna á orð Starra i Garöi á landsfundi Alþbl. I vetur, er hann varaði viö Ólafi Jóhannessyni, utanrikisráð- herra. Raunar þarf nú ekki að minna okkur, gamla húskaria Framsóknar, á þann mann, en hálsliðamýkt hans við Nató og Bandaríkin hefur liklega I engu minnkað frá þvi á árunum 1973—1974, er hann var að bola burt úr Framsókn öllum þeim, sem ekki vildu dansa eftir hans nótum I herstöövamálinu. Og nú er það stóraukið oliu- geymarými i Helguvik og sprengjuheld flugskýli á Vellinum sem hann ber fyrir brjósti, biessaður maðurinn. Ég held nú að „óbreytt ástand” i herstöðvarmálinu væri alger ' lágmarkskrafa ef Alþbl. á að vera vært i rikisstjorn, og raunar ekki svo litið fengiö ef óbreytt ástand héldist út kjörtimabilið, þegar þess er gætt hverskonar vopna- skakarar eru komnir til valda i Bandarikjunum. Ef Ólafur fer sinu fram I þessu máli getur Aiþbl. auðvitað ekkert annað gert en sagt sig úr rikis- stjórninni og látiö Framsókn sitja uppi með skömmina. En talandi um ólaf kemur upp i hugann visa Tómasar Guömundssonar: „Heyr mlna bæn, ó, herra minn. Haltu mér frá þvi enn um sinn að lesa VIsi og versia I Kron og vera ólafur Jóhannesson.” Ég sagði áðan að stjórnarand- staðan væri á fáa fiska metin hér um slóðir, varla nema 1—2 heim- ili, sem aðhyllast fiokksbrot Geirs. Um krata er ekki að tala hér og svo er að heyra að fólki finnist sá flokkur hafa farið úr öskunni I eldinn við formannsskiptin i vetur. Ég verð að segja, að ég sárvor- kenndi formönnum stjórnarand- stöðuflokkanna þegar þeir voru að reyna að bera sig mannalega i sjónvarpinu eftir áramótin. „Þeir eru alveg eins og Glámur og Skrámur, bara leiöinlegri”, sagði einn nágranni minn. Það kom mér ekki á óvart þegar skoðanakönnun Dag- blaðsins sýndi að meiri hluti Sjálfstæðismanna styöur Gunnar og rikisstjórnina-, og með lands- fund flokksins I huga, — hvenær sem hann nú veröur, — varð mér þetta að orði: Er nú Gunnsi út að má angaskinniö Geira? Þaö er alveg af og frá að hann þoli meira. Svo er ekki úr vegi að láta I ijdsi ánægju yfir glæsilegri frammi- stöðu forsetans okkar á danskri grund og vonandi endurskoða þeir ágætu einstaklingar afstöðu sina, sem höfðu viö orð á siöasta vori að flytja úr landi ef Vigdis næði kjöri. , — Eitthvaö svo að endingu? — Mér finnst nú að ég sé búinn að segja alveg nóg, og best aö slá botninn i þetta á svipaðan hátt og gert er I „Vikuskammtinum”, sem sé með visu I anda Flosa Ólafssonar og sem hann gæti veriö fullsæmdur af; Nú er orðin ansi lág hjá ihaldinu sólin, og kratar ekki komust á klósettið um jólin. —mhg á dagskrá m Verði afleiðing fóstrudeilunnar sú, að verkalýðsstéttin heyi linnulausa borgara- styrjöld innbyrðis um það hver starfshóp- M urinn fái ögn meira en hinn og beiti hver M því afli sem hann má, hygg ég að verr hafi verið af stað farið en heima setið. Um fóstrudeiluna Hálfur mánuður er nú liðinn siðan fóstrur hjá rikinu sögðu upp störfum sinum og lögðu niður vinnu. Þrátt fyrir marga samn- ingafundi hefur litið sem ekkert þokað til samkomulagsáttar i þessari deilu. Kröfur fóstra eru þær, að ríkiö gangi að og undirriti sams konar samning við þær og Reykjavfkurborg gerði við fóstrur sem starfa á vegum borgarinnar. Eins og eflaust flesta rekur minni til var geröur samningur við Bandalag starfs- manna rikis og bæja I ágústmán- uði s.l. og siðan sérkjarasamn- ingur við aðildarfélög þess nokkru seinna. 1 sérkjarasamn- ingi þeim, sem Reykjavikurborg gerði við starfsmannafélag Reykjavikurborgar var um það samið að fóstrur fengju eins launaflokks hækkun. Þessari niðurstöðu, sem stéttarfélag fóstra hafði náð i samningum gátu fóstrur ekki unað og hófu uppsagnir hjá Reykjavikurborg en einnig hjá riki. Kröfðust þær mun meiri hækkunar en þessa eina launa- flokks, og mun meiri hækkunar en almennt gerðist hjá sambæri- legum og öðrum stéttum i síðustu samningum. I sérkjarasamningi rikisins og starfsmannafélags rikisstofnana var samþykkt bókun á þá leiö að beðið yrði með röðun fóstra i launaflokka þar til gert hefði veriö samkomulag við fóstrur hjá Reykjavikurborg. Þetta er ekki óeðlilegt, vegna þess að hjá Reykjavikurborg starfar miklu meiri fjöldi fóstra en hjá rikinu. En þrátt fyrir þessi ákvæði um opinn sérkjarasamn- ing, þá sögðu rikisfóstrur upp störfum eins og áður er sagt á sama hátt og fóstrur hjá Reykja- vikurborg. Þann 30. april s.l. var siðan undirritaður samningur milli fóstra og Reykjavikur- borgar sem fól i sér verulega hækkun fyrir fóstrur og mun meiri hækkun en aðrar stéttir höfðu fengið I samningum sinum á s.l. ári. Meginatriði þessa nýja sam- komulags voru tvö: annars vegar að almennar fóstrur flyttust upp i 12. flokk, væru þar i eitt ár og færðust siðan i 13. launaflokk. Hins vegarað starfstimiá náms- tima verði metinn til starfs- aldurshækkunar sem þýddi að fóstrur flyttust strax upp i 2. þrep i 12. launaflokki. 1 þeim samn- ingaviðræðum sem átt hafa sér staö að undanförnu hafa fóstrur lagt á það megináherslu að fá sams konar samning og undir- ritaður var við fóstrur hjá Reykjavikurborg, og lagt á það meiri áherslu en að fá sambæri- leg kjör.Deilan snýst þvi meira um „prinsip” en launakjör og út- gjöld. A þessu samkomulagi Reykja- vikurborgar og fóstra eru þrir megingallar. I fyrsta lagi er það sú aöferð sem beitt er til þess að ná fram hækkun f launaflokki á samnings- tlmabili. t öðru lagier sú mikla hækkun sem þetta leiddi til og þeir erfið- leikar sem þetta leiðir af sér fyrir aðra starfshópa og stéttir, sem taka beint eða óbeipt mið af launum fóstra og eru stórar starfsstéttir sem eru um miðbik launaskaia BSRB og rikisins. t þriðja lagieru það ákvæði um starfsaldur sem samið er um i aðalkjarasamningi rikisins og BSRB og eru ekki til neinar undanþágur frá þvi ákvæði i sér- kjarasamningum ef undan eru skildir hjúkrunarfræðingar, en þar eru um sérstök tilvik að ræða þar sem störf hjúkrunarfræðinga á námstima eru almenn hjúkr- unarstörf á sjúkrahúsum og þvi launuö. Ég ætla hér á eftir að gera frekari grein fyrir þeim þremur atriðum sem ég hefi nú talið upp, og þeim erfiöleikum sem sam- þykkt þeirra eða framkvæmd myndi hafa i för með sér. Um aðferðinamá út af fyrir sig margt segja, en hún er sú að heyja kjara- og stéttarbaráttu utan sins stéttarfélags. Hér er farið út á þær brautir að segja upp störfum, leggja niður vinnu og slita sig úr samhengi og sam- stöðu við aðra hópa innan sins stéttarfélags og innan sinna heildarsamtaka en fara út i bar- áttu sem eingöngu er bundin einum hóp og láta aðra vera eftir. Ef þessi aðferö yrði almenn, hlyti hún að leiöa til uppsagnar allra þeirra stóru verkalýðsfélaga, sem hafa marga og stundum ósamlynda hópa inna sinna vé- banda. Ég tel slika þróun mjög varhugaveröa og hættulega ekki sist fyrir verkalýðsstéttina, ef einstakir hópar brjóta sig út úr þvi heildarsamhengi sem alltaf verður að reyna að ná á hverjum tima. En þetta samhengi og jafn- vægi á milli hópa og starfsstétta er einmitt eitt erfiðasta viðfangs- efnið i stéttar- og kjarabaráttu. Flestar starfsstéttir áltta sitt eigið starf mikilvægara en önnur störf og má færa mörg og fögur rök fyrir þvi að svo sé að ein- hverju leyti. Þvi á, svo dæmi séu nefnd, aö launa verksm iðjustörf lægra en afgreiðslustörf i verslun, og af hverju á kennari að fá hærri laun en sjúkraliði? Af hverju er lögreglan hærra launuð en gæslu- menn eöa á járnsmiður að fá sömu laun og bifreiðastjóri? Þessihlutföll á milli starfshópa og stétta hafa verið I mótun i mörg ár og eru enn i breytingu. A bak við þessi launahlutföll liggur hinn flókni vegur þjóðfélagsins með allri sinni valdabaráttu, markaðslögmálum og aðstöðu- mun einstaklinga og stétta. Meðan þjóðfélagið var einfaldara og gagnsærra þá var þessi munur starfshópanna ekki eins áberandi og kjarabaráttan tóku á sig mynd meiri heildarbaráttu stéttar- félaga en nú gerist. A siðari árum hefur stéttarrig- urinn orðið mun meira áberandi. Með stéttarrig á ég við þá stað- reynd, aö farið hefur mjög i vöxt aö hópar einblina meira á stööu sina innan launþegahreyfingar- innar fremur en stöðu hreyf- ingarinnar I heild gagnvart at- vinnurekendum og þjóöfélaginu. Samstaða á milli starfshópa innan verkalýðsstéttarinnar sem heildar er að bresta. Og þeir sem kynda undir þessa stéttar- legu eigingirni flýta fyrir upp- lausn innan hreyfingarinnar og breytaþarmeð félagslegu inntaki hennar. 1 stað félagslegrar sam- stöðu og stéttarlegrar baráttu kemur tillitslaust sérhyggjupot sem leiðir til þess að þeir hópar sem sterkasta markaðsstöðu hafa munu ná slnu fram en hinir sem veikari eru munu sitja eftir. Sem dæmium hópa sem láta stjórnast af stéttarlegri eigingirni eru flug- menn, læknar og flugumferða- stjórar svo nokkur dæmi séu tekin. Og nú hafa fóstrur bæst i þennan iriöa hóp og ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá, að fleiri munu fylgja á eftir. Þvi er aðferð fóstra fordæmanleg frá stéttarlegu sjónarmiði séð. Annað atriðið var launaflokks- röðunin. Það er að sjálfsögðu skylt hinu fyrra og raunar af- leiöing þess. Ef fóstrur hjá rikinu fá sama launaflokk og þær fengu hjá borginni, þá þýðir það i reynd 2-3 flokka launahækkun fyrir þennan hóp. Nú fer þvi viðsf jarri að ég áliti fóstrur ofhaldnar af þeim launum sem þær fá i 12. launaflokki. Um það snýst þessi deila alls ekki og i reynd snýst hún ekki lengur um fóstrur einar. Hún snýst ekki siður um launa- kjör þeirra starfsstétta sem eru i starfslegum tengslum við fóstrur og taka mið af þeim launakjörum sem fóstrur búa við. Ef aðrir hópar innan BSRB fara aö dæmi fóstra og knýja fram tveggja launaflokka hækkun með uppsögn eða verkföllum, þá hljóta menn að sjá að félög innan Alþýðusam- bands tslands geta ekki horft að- geröarlaus upp á slikt á miðju samningstimabilinu og hljóta að gripa til ráðstafana sem tryggja stöðu þeirra launþega. Það er samanburöarpólitikin sem riöur hér húsum og skyggir á stéttar- legt útsýni. Meðan rikið treystir sér ekki til að láta sambærilega aukahækkun ganga yfir allt launakerfið hljóta forsendur fyrir aukahækkun til fóstra að vera veikburða. Verði afleiðing fóstrudeilunnar sú, að verkalýðsstéttin eygi linnu- lausa borgarastyrjöld innbyrðis um það hver starfshópurinn fái ögn meira en hinn og beiti hver þvi aflisem hann má, hygg ég að verr hafi verið af stað farið en heima setið. Ein afleiðing hennar gæti t.d. orðið sú, að I haust komandi yrðu engir heildarsamn- ingar gerðir af Alþýðusambandi Islands, heldur muni hvert sér- samband, jafnvel hvert einasta félag fara eitt og óbundið öðrum samherjum út i stéttarbaráttuna og sjá þá allir i hvert óefni komið er. Þá hefur Alþýðusambandið glatað sinu meginhlutverki að samhæfa, samstilla og sameina krafta hinna einstöku verkalýðs- félaga til sameiginlegrar baráttu um kaup og kjör. Þegar svo er komið, eru það fyrst og fremst at- vinnurekendur sem ákveða hlut- föllin á milli hópanna en ekki verkalýðshreyfingin i heild, en fram að þessu hefur það einmitt verið hún sem hefur reynt með samningum innbyrðis og við at- vinnurekendur að ákveða launa- hlutföll á milli stétta, hversu vel sem það hefur tekist. Þegar at- vinnurekendur einir eru farnir aö ráða þessum hlutföllum þá er ég hræddur um að ýmsir segi: Vont var þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Síðasta atriöiðvar sú ákvörðun að láta starfstima á námstima fóstra teljast þegar starfsaldur þeirra er ákveðinn. Þetta færir fóstrum eitt starfsaldursþrep, sem jafngildir 3-4% launa- hækkun. Nú eru það fleiri stéttir en fóstrur sem skila hluta af námi sinu með verklegu námi, allar starfsstéttir iðnaðarmanna, margar starfsstéttir háskóla- manna og ýmsir fleiri þurfa að hafa stundað störf I grein sinni meðan á námi stóð i meira eða minna mæli. Enginn þessara Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.