Þjóðviljinn - 14.05.1981, Síða 15
Fimmtudagur 14. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
frá
Hringiö í síma 81333 kl. 9—5 alla
virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
Hengifoss í Fljótsdal
„Kæri Þjóðvilji” get ég ekki
sagt, þvi að mér er blað ykkar
ekki kært. — Samt langar mig
til að biðja ykkur um að skila
þakklæti til Hjörleifs Guttorms-
sonar, ráöherra, fyrir að hafa
ekki gengið i flokk með virkj-
unaræðismönnum.
Efég hef skilið rétt, þá hefur
hann ekki verið fús til að setja
Hengifoss í Fljótsdal á dauða-
skrá hjá Landsvirkjun.
Ég tel ekki að raforkuskortur
í vetur hafi verið ráðherra að
kenna. ísland sýndi sjálft þjóð
sinni, að miklar virkjanir i fljót-
um þess með stóriðjuver að
markmiði og þai með
„stórgróða” eru varasamar.
Þær stórvirkjanir eru stórtap á
einum hörðum vetri. Harðari
vetur hefur stundum komið á
tslandi en þessi siðasti vetur.
Vitur bóndi á Jökuldal sagði
mér eitt sinn, aö Jökulsá á Dal
hefði orðið likari læk en fljóti
frostaveturinn 1918. Svipaða
sögu minnir mig að Theódór
Gunnlaugsson hafi sagt um
Jökulsá á Fjöllum. Hún minnk-
aði þá mjög mikið.
Ég geri ekki ráð fyrir að stór-
virkjanir séu gerðar til vara, ef
hinar virkjanimar anna ekki
eftirspurninni (sökum frosta og
snjóa). Menn eru' eingöngu aö
skipta á dýrlegum fossi fyrir
málmsuðu, glóandi eldsviti
stóriðjunnar með öllu þvi eitri
og mengun, sem er að sjúga
blóðið, kraftinn og kjarnann úr
öðrum þjóðum.
Ég skora á Hjörleif Guttorms-
son, ráðherra, að standa vörð
um Hengifoss með Fljótsdæl-
um. Þettasegi ég eftir mynd að
dæma og lýsingu á umhverfi
fossins, rauðu bergi. Ég hef enn
ekki séð þetta djásn f jallanna á
þvi fagra Austurlandi. Ég hef
þvi miður heldur ekki séð
Lagarfoss. Látið Hengifoss ekki
fara sömu leið og Lagarfoss!
Islands Fagurskinna er fögur
bók. En það er með fegurð foss-
anna eins og Guðs Orð, menn
verða aðleitaþangað sjálfir. En
Orðið og fossinn biða á sinum
stað.
Það var fyrst brotið b!að i
Náttúrverndarsögu Islands
þegar Mývetningar brutu Lax-
árstifluna forðum.
Sumir Náttúruverndarfélags-
menn hafa harmað þann atburð,
bæði í ræðu og riti. Það geri ég
ekki. Þar var stolt samfélag að
verki með sterkri, einstæðri
forystu. Þá skildu stjórnvöld
fyrst að náttúruverndarmönn-
um var alvara og þá var farið að
taka tillit til þeirra. Siðan hefur '
marg áunnist. En stjórnvöld
eiga ekki að þrjóskast svo við
óskum náttúruverndarmanna
og almennings, hvort heldur um
er að ræða friðun fossa ellegar
hvalastofna, að óyndisúrræöi sé
það eina sem veki þau af alda-
svefni.
Ég harma að stjórnvöld
hundsa t.d., hvalfriðun og
friðun annarra dýrastofna, sem
eiga á hættu að verða útrýmt, og
sérstakra fossa, nema ofbeldi sé
beitt.
Þau eiga ekki að biða eftir
þvi.
Mývetningar stóðu þannig
saman i Laxárfriðun að
stórkostlegt var. Lærið af
Mývetningum. Það er hægara
að brjóta stiflur sem enn hafa
ekki verið gerðar. Látið engar
stórvélar granda Hengifossi.
Hann er álika djásn
Austurlands og Dynjandi i
Amarfirði er Vestfjarða. Um
báða þessa fœsa ætti að gera
þjóðgarð.
Rósa B. Blöndals.
Barnahornið
Hún Bryndís Gunnarsdóttir teiknaði fyrir okkur þessa f allegu mynd af rall-bíl sem
er alveg að koma í mark.
/3'
,IS
/4
/É>*
43 •
42 41«
26
•
■"•ís r
.34 38 39
.33 • •
Krakkar< hver gæti þetta verið? Ef þið fylgið línunum f rá 1 til 43 komist þið að því.
Fllharmóniuhljómsveitin
Síðdegistónleikar
Fílharmoniuhljómsveitin i Berlin leikur „Les Preludes” eftir
Frans Liszt og „Moldá” effir Bedrich Smetana-, Herbert von
Karajan stjórnar.
Pol Tortelier og Bournemouth hljómsveitin le'ika sellókonsert
nr. 1 i Es-dúr ópus 107 eftir Dmitri Sjostakovitsj; Paavo Berg-
lund stjórnar.
Agatha Christie
Óvæntur
Útvarp
kl. 20.30
Kl. 20.30 veröur flutt leik-
ritið „Óvæntur vinur” eftir
Robert Thomas, byggt á
skáldsögu eftir Agötu Christie.
Þýðinguna gerði Asthildur
Egilson, en leikstjórinn er
Gisli Alfreðsson. Með helstu
hlutverk fara Margrét
Guðmundsdóttir, Gunnar
Eyjólfsson og Þóra Borg.
Leikritið tckur 90 min. i fluln-
ingi og var áður á dagskrá út-
varps I mai 1974.
Verkfræðingur nokkur,
Michel Staro, kemur óvænt i
gamalt hús úti i sveit i ná-
grenni Parisar. Það vill svo
Útvarp
%"# kl. 22.35
Hindurvitni
og trjáatrú
I kvöld kl. 22.35 flytur
Þórarinn Þórarinsson, fyrr-
verandi skólastjóri á Eiöum,
erindi um hindurvitni og
trjáatrií.
Bendir Þórarinn á nýjan
skilning á orðinu „hindur-
vitni” sem oftast er notað i
merkingunni hjátrú. Telur
flutningsmaður að orðiö hafi i
upphafi þýtt „vitnisburður,
eða eitthvað sem býr á bak
við”, sbr. t.d. þýska orði
„hinter” sem þýðir „á bak
við”á þýsku. Ennfremur talar
flutningsmaður um átrúnað á
tré sem hefur fylgt mann-
Gísli Alfreðsson
vinur
einkennilega til að þar er
nýbúið að fremja morð. Ung
kona liggur undir grun og
verkfræðingurinn býðst nú til
að hjálpa henni úr klipunni
með þvi að „finna” liklegan
morðingja. Og hvernig haldið
þið að hann fari að þvi?
Agatha Christie fæddist i
Torquay i Devon 1891, stund-
aði tónlistarnám i Paris og var
hjúkrunarkona i fyrri heims-
styrjöldinni. A þritugsaldri fór
hún að skrifa sakamálasögur
þar sem aðalpersónan var
hinn frægi Hercule Poirot, eða
ungfrú Marple sem einnig var
snjöll að leysa morðgátur.
Vinsælasta leikrit Agötu
Christie, „Músagildran”,
hefur slegið öll sýningarmet
leikhúsa i London. Agatha lést
árið 1976.
kyninu frá örófaaldri. 1 þvi
sambandi verður bent á, að
likur séu fyrir þvi að kristnin
hafi fest rætur sinar hér á
landi löngu fyrir landnám.
Mun kenning Þórarins um
trjáatrú styðja þessa skoðun.
Vafalaust er þetta hið fróðleg-
asta erindi og þess virfá aö
leggja hlustirnar við.
Þórarinn Þórarinsson fyrr-
verandi skólastjóri á Eiöum.