Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. júni 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalid Vissirðu að það er ekki hægt að rista kara- mellur í brauðristinni? »OKAOKMIJUIi\i\ Tímaritið Bókaormurinn: Mitterrand er skilst mér prýöi- legur kommi, krati, sjálfstæöis- maöur, Natóvinur og byltinga- vinur. Mér þætti gaman aö vita hvaö hann heföi oröiö ef hann heföi tapaö? Margir vildu skipta upp á hrdkum, en fleiri kusu aö leika 45... -IIa3. Þvi svarar Helgi meö 46. Hb8+ og er þá staöan þann- ig: Þiö eigiö leikinn. Hringiö á milli kl. 9 og 18 i dag, i sima 81333. Ahrifin eru alltaf góð „Þaö er eins meö bækur og brennivin, einhverjum finnst kannski ein tegundin annarri betri, en áhrifin eru alltaf góö. ; Þaö vita aö visu aöeins þeir sem hafa drukkiö” Svo segir Olafur Jónsson bók- menntafræöingur og gagnrýn- andi i viötali i nýju timariti sem nýlega sá dagsins ljós. Viðtalið heitir „stigiö á bókaorm” — en timaritiö heitir einmitt þvi göfuga nafni, Bókaormurinn. Þarna eru greinar um bækur, frásögn frá trlandi og irska skálfinu Heaney eftir Þórhall GÚttormsson, smásaga eftir Tsjekhof i þýðingu Sveins Páls- sonar, kvæöi eftir óskar Arna Óskarsson, pistlar ýmsir um bækur og menn. Ritstjóri og út- gefandi er Páll Skúlason sem kemst svo aö oröi i formála aö ritinu: „Það er gamall og góöur siöur aö senda vinum sinum bréf og þetta hefti Bókaormsins má skoöa sem sendibréf útgefand- ans til vina sinna...Ég hefi gert mér far um aö birta efni sem ég hefiséö hjá vinum minum og tel aö hafi varanlegt gildi. Einnig vænti ég þess aö i þvi sé aö finna sitthvaö um bækur frá ýmsum sjónarhornum, viðhorf manna til bóka og fréttir af bókaút- gáfu.” Bókaormurinn á heima á Só- vallagötu 41, Reykjavik. —áb Spjallað við Guð íði Þorsteinsdóttur, formann Jafnréttisráðs Betur má ef duga skal Guörlður Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur, er formaður Jafn- réttisráös. Okkur lék forvitni á þviaö fræðast ofurlitiö um ráöiö og starfsemi þess og hringdum þvi í Guöriði Þorsteinsdóttur. Og mér, sem á nú aö heita karl- maður, fannst, á þessu viötali, að það væri hreint ekkert hættu- spil fyrir mig eða mina kyn- bræður að tala við hana Guöriöi þó að sjálfsögðu teiji hdn þaö ekki eðlilegt né sanngjarnt aö þegar konum tekst aö stiga eitt skref fram á viö þá taki karl- menn tvö. Ogég held, aö okkur, sem störfum viö Þjóöviljann, finnist þaö ekki heldur. Við spuröum Guöriöi Þor- steinsdóttur fyrst hvenær Jafn- réttisráöi hafi verið komiö á fdt. — Jafnréttisráö var stofnaö með lögum 1976. — Hvaöa aðilar standa aö þvi? — Það eru 5 fulltrúar i Jafn- réttisráöi: Kristin Guömunds- dóttir, tilnefnd af Alþýöusam- bandi íslands, Einar Amason, tilnefndur af Vinnuveitenda- sambandi Islands, Gunnar Gunnarsson, tilnefndur af Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, Asthildur ólafsdóttir, til- nefnd af félagsmálaráöherra og svo er formaöurinn, sem ég er nú þessa stundina, skipuö af Hæstarétti. Ráöiö er þannig skipaö 3 konum og 2 körlum. — Þaö er nú náttúriega ekki ýkja gáfulegt aö spyrja aö þvi hver tilgangurinn hafi veriö meö stofnun ráösins, en þaö „dregur enginn meira en Drott- inn gefur” svo ég snúi viö ljóöi i Dægradvöl Gröndals og þvi læt ég spurninguna flakka. — Tilgangurinn meö þessari lagasetningu var náttúrlega að stuöla aö jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla og ráöiö er skipaö til þess aö annast framkvæmd laganna. — Hver finnst þér aö hafi oröið árangurinn af störfum Jafnréttisráös? — Ég held, að það hafi nú orö- iðþróun i'jafnréttisátt á þessum 5 árum en þaö er erfitt að dæma um hvaö er vegna laganna og ráösins annars vegar og hins vegar vegna almennrar þró- unar i þjóðfélaginu. En þaö hefur mjög aukist, aö fólk leiti til Jafnréttisráös. Fólk er fariö aö átta sig á þvi aö ráöiö er til og að þaö getur leitaö til þess ef þaö telur aö brotiö sé á sér vegna kynferöis. Og þaö eru alls ekki eingöngu konur, sem til dckarleita heldur einnig karlar. Þaö er leitað ásjár okkar út af launamálum, stööuveitingum, lifeyrismálum og karlmenn hafa t.d. leitað til okkar vegna þess aö þeir hafa ekki fengið dagheimilispláss o.s.frv. — Hefur Jafnréttisráöi fundist þungt fyrir fæti meö aö fá fram O, þessi sumur. þær leiöréttingar, sem þaö hefur óskaö? — Þaö hefur nú veriö svona upp og ofan. Stundum náum viö þvi fram, sem viö viljum en i öörum tilvikum litt eöa ekki. — En finnst ykkur þó ekki aö skilningur fari vaxandi á jafn- réttisbaráttunni, fólk sé al- mennt jákvæöara gagnvart henni en áöur? — Jú, mér finnst þaö nú þó aö auövitaö vanti mjög mikiö á aö jafnrétti sé náö. En ég held aö fólk sé betur vakandi oröiö i þessum efnum en áöur. Þetta þokast þó i áttina. — Er hægt aö segja að þaö sé eitthvaö eitt, sem telja megi erfiöastan þröskuld i þessari baráttu? — Það er þá kannski þetta, aö meginábyrgðin á heimilinu og barnauppeldinu hvilirá herðum kvennanna 'og þær eiga af þeim sökum erfiöara meö aö taka að sér störf úti I þjóðfélaginu. Konur, sem vinna úti og eru jafnframt með börn á heimil- unum, eiga t.d. erfitt með að taka virkan þátti stjórnmálum. Jafnréttiö þarf að byrja inni á heimilunum. — Eru það einhver sérstök verkefni, sem þið eruð, venju fremur, að fást viö núna? — Já, við erum með ákveðin verk i takinu, fyrir utan þaö, aö afgreiöa ýmsar beiðnir, sem berast. Við höfum t.d. núna, sent út spurningalista til allra skólastjóra grunnskóla, þar sem viö óskum eftir upplýsing- um um, hvort jafnrétti riki þar. Þaöer sérstaklega tekiö fram i jafnréttislögunum, aö i skólum skuli veita fræðslu um jafnrétti kynjanna og kennslubækur og - tæki skuli vera þannig, aö kynj- unum sé ekki mismunað. Nú viljum við gjarna vita hvernig þessu ervarið I skólunum og þvl sendum viö út þennan spurn- ingalista. Þess má og geta, að við erum aö láta vinna bækling sem á að fjalla um barniö sem þjóðfé- lagsþegn, Tilgangurinn með honum er aö vekja áhuga og athygli foreldra á jafnri ábyrgð þeirra á uppeldi barna. í þennan bækling skrifabæði læknar, sál- fræöingar óg einn lögfræðingur. Þarna er reynt aö undirstrika mikilvægi þess, að báöir for- eldrar taki þátt i umönnun og uppeldi barnsins. Þvi má svo að endingu bæta við, að fjárskortur hefur alltaf háö starfsemi okkar. Viö höfum aöeins einn starfsmann en verk- efnin vaxa stööugt. Viö höfum nú veriö hógvær I kröfum, óskaö eftir hálfum starfsmanni i viö- bót nú í mörg ár en ekki fengiö. Enviö breyttum til nú viö gerö nýrrar fjárhagsáætlunar og óskum eftir aö starfsliöiö verN stór aukiö. Viö fórum t.d. fram á aö fá aö ráöa lögfræöing og viö- skipta- eöa hagfræöing þvi eitt af verkefnum okkar er aö fylgj- ast meö þvi aö launajöfnuöur sé rikjandi og þaö er út af fyrir sig svo stórt verkefni aö þaö verður ekki unniö nema i þvi sé sér- stakur maöur. — Þiö sjáið sem sé ekki fram á neinn verkefnaskort? — Nei, þaö er alveg áreiðan- legtaö hjá Jafnréttisráði er ekki verkefnaskortur, hitt er fremur, að verkefnin vaxi okkur yfir höfuömeöþvi starfsliði, sem viö höfum á aö skipa. —mhg —-1 haust kemur út ný bók eftir Mikka: Hvernig „Elskan” breytist i „Sami klaufi og vant er”. Lestu þjáningasögu hans!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.