Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 10
10 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. júni 1981 ✓ Þorsteinn Pásson, framkvæmdastjóri VSI Fræðimennska fellur pólitísku hafti Vinnuveitendasambandiö hefur nýlega sent frá sér spá um þróun verðlags og gengis fram til 1. fe- brúar 1982. Spá þessi hefur vakið talsverða athygli fyrir þær sakir, að hún bendir til þess að verð- bólgan verði á þessu ári heldur lægri en almennt hefur verið búist við. Jafnframt sýnir spáin vax- andi veröbólguhraða seinni hluta ársins og i byrjun ársins 1982. Þjóðviljinn gerir þessa spá að umræðuefni á þjóðhátiðardaginn 17. júni. Rauði þráðurinn i um- fjöllun Þjóðviljans eru staðhæf- ingar um óheiðarlegan pólitiskan tilgang Vinnuveitendasambands- ins með reglulegri útgáfu af slik- um spám. Jafnframt er þvi haldið fram að spárnar hafi reynst rangar i grundvallaratriðum. Með þvi að allur málflutningur Þjóðviljans er órökstuddur og á miklum misskilningi byggður er óhjákvæmilegt að gera þar við nokkrar athugasemdir. Greinarhöfundur Þjóðviljans leitaði að visu upplýsinga og skýringa hjá hagdeild VSI áður en hann ritaði greinina. Við þá upplýsingaöflun kynnti hann sig sem lektor við Háskóla Islands. En af einhverjum ástæðum koma þær ekki fram, en tæplega vegna ónógrar og litillar þekkingar greinarhöfundar á þessu sviði. Þeir sem fjalla um spár af þessu tagi verða að gera sér grein fyrir þvi, að til grundvallar þeim liggja fyrst og fremst þekktar forsendur á þeim tima, sem þær eru gerðar, og þekkt áhrif, er breytingar á tilteknum þjóðhags- stærðum hafa i för með sér. Loks getur reynst nauðsynlegt að leggja mat á breytingar á ýmsum ytri aðstæðum i þjóðarbúskapn- um, svo sem oliuverði og afurða- verði á erlendum mörkuðum eða styrkleikabreytinga á erlendri mynt eða gera spárnar án tillits til hugsanlegra breytinga af þessu tagi. Þetta er öllum ljóst, sem fjallað hafa um þessi mál án pólitiskra sólgleraugna. Vera má að hagdeild VSI hafi ekki tekist að skýra þessi undirstööuatriöi fyrir blaðamanninum þannig að hann meðtaki þau til framsetningar i Þjóöviljanum. Skilningur á þessu grundvallaratriði hefur þá þýð- ingu að spárnar verður jafnan að meta út frá aðstæðum á þeim tima, sem þær eru gerðar. Greinarhöfundur Þjóðviljans reynir að sýna fram á, að mis- munur á nóvemberspá 1980, janúarspá 1981 (sem hann segir vera febrúar spá) og júnispá 1981 stafi af óáreiðanleika og einhvers konar pólitiskum klofbrögðum hagdeildar VSl. 1 þessu sambandi er rétt að minna á, að október- spáin 1980 var gerð skömmu fyrir kjarasamninga og sýndi hver verðbólgan yrði, ef sáttatiilaga, sem þá var komin frarrvyrði sam- þykkt. Spáin sýndi að verðbólgan færi vel yfir 80% frá 1. nóvember 1980 til 1. nóvember 1981. Spá Þjóðhagsstofnunar skömmu siðar sýndi yfir 70% verðbólgu á þess- um tima. I þessum spám var ekki gert ráð fyrir að kauphækkunin yrði tekin aftur með lögum. Eftir að rikisstjórnin lækkaði laun um 7% með bráðabirgöa- lögum á gamlaárskvöld gaf Vinnuveitendasambandið út nýja spá miðað við þær breyttu for- sendur. Sú spá hefur aö mestu leyti staðist. Þegar janúarspáin var gerð voru ekki ljós þau já- kvæðu áhrif á islenskt atvinnulif, sem stjórn Reagans i Banda- rikjunum hefur haft. Innflutn- ingsverð hefur af þeim sökum ekki hækkað eins og búast hefði mátt við með hliðsjón af þekktum forsendum um áramót. Það er meginskýringin á þeirri breyt- ingu sem orðið hefur frá janúar- spánni. Það sem greinarhöfundur Þjóð- viljans kailar óstöðuglyndi i verð- bólguspám VSl á alfarið rætur að rekja til ófyrirséðra ytri breyt- inga i þjóðarbúskapnum og þeirrar launalækkunar, sem rikisstjórnin ákvað um áramót. Hagdeild VSl hefur talið rétt og skylt að endurnýja spárnar með hliðsjón af slikum breytingum. Ég get ekki séð, hvernig þaö getur talist þáttur i pólitiskri ref- skák. Miklu fremur ber það vott um vandvirkni. Reynsian hefur sýnt að meiri áreiðanleiki hefur málaflokkanna var VSI algjör- lega óviðkomandi. Segja má að með launalækkuninni um ára- mótin hafi rikisstjórnin staðfest þá fullyrðingu Vinnuveitenda- sambandsins i samningunum, að kauphækkanir yrðu aðeins gerðar með aukningu verðbólgunnar. Rikisstjórnin hefði varla gripið til þessara aðgerða, nema þessi væri skoöunhennar. En VSI benti á, að með þvi að rikisstjórnin ákvað að auka verðbótagreiðslur á laun siöari hluta árs myndi það m.a. auka hraöa verðbólgunnar á ný þegar frá liöi. Sú spá er þegar að verða að raunveruleika. Til marks um það hvernig spá hagdeildar VSl um siðasta ár kom út i samanburði við raun- veruleikann er rétt að draga fram tölurúr spá frá 15. nóvember 1979 ásamt með tölum raunveruleik- ans: Þorsteinn Pálsson F-visitala Febrúar 1979 — febrúar 1980.. Mai 1979 — mai 1980 Agúsl 1979 — ágúst 1980 Nóvemberspá 1979. .66% 64% 60% Dollaragengi. Febrúar 1980. Mai 1980 Agúst 1980 Nóvemberspá 1979 .425 455 496 Raunveruleiki. 61.4% 62.6% 57,7% Raunveruleiki. 403 448 497 komið fram i spám hagdeildar VSl en flestra annarra, er unnið hafa svipuð verkefni. Þau dæmi, ’sem greinarhöfundur tekur úr verðbólguspám VSl sýna bæði hækkandi og lækkandi verðbólgu- stig i tið núverandi rikisstjórnar, eftir efnislegum aðstæðum á hverjum tima. Fullyrðingar hans um að VSl gefi út spár um hátt verðbólgustig i tíð rikisstjórna sem vinnuveitendur telja sér ekki nægjanlega vinveittar eru þvi jafn fjarri raunveruleikanum eins og Plútó sólinni. Greinarhöfundur segir að VSÍ virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir nánari athugun, að áramótaaðgerðir rikis- stjórnarinnar jafngiltu 31% lækkun verðbólgu. 1 þessu sam- bandi minnir greinarhöfundur á að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur hafi taiið aðgerðirnar hálfkák eitt. Vegna þessa er rétt að minna greinarhöfund á, að Vinnuveitendasambandið tók sérstaklega fram i umsögn um efnahagsaðgerðirnar strax i janúar að þær myndu draga úr verðbólgu á fyrri hluta ársins. Það var ekkert sem VSl komst að raun um siðar, og afstaða stjórn- Astæður þess að spá VSl er nokkru hærri i upphafi ársins 1980 en raun varð á má einkum rekja til þess, að i þvi óvissuástandi, . sem þá rikti i stjórnmálum i tið bráðabirgða minnihlutastjórnar, var haldiö aftur nauðsynlegum verðlagshækkunum og gengið skráð lægra en staða útflutnings- greina gaf tilefni til eins og ráð- herrar i núverandi stjórn hafa oft bent á. Þegar á árið leið varð ekki komist hjá leiðréttingu þessara þátta til að hindra stöðvun at- vinnufyrirtækja. Munurinn á spánni og raunveruleikanum er hins vegar óverulegur þegar litið er á timabilið i heild. Allt þetta sýnir að greinarhöf- undur Þjóðviljans hefur heldur betur kastað steinum úr glerhúsi. Fræöimennska greinarhöfundar fellur um sjálfa sig á pólitisku hafti hans sjálfs. Um kostnað af starfsemi VSl er það að segja að hann er greiddur af meðlimum VSl en ekki laun- þegum. Þau fjölmörgu fyrirtæki og opinberu stofnanir sem stuðst hafa við spár VSl halda áfram að hagnýta sér þær einfaldlega fyrir þá sök að þær hafa yfirleitt kom- ist nær raunveruleikanum en aðr- ar spár, eins og hér hefur verið sýnt fram á. Aðalfundur Leigjenda- samtakanna: Húsaleiga brunar fram úr kaupinu A aöalfundi Leigjendasamtak- anna, sem haldinn var i Fellahelli i Reykjavik 11. júni s.l. var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Leigjendasam- takanna mótmælir harðlega þeirri árás á kjör leigjenda, sem rikisstjórnin heimilaði með 44% hækkun allrar húsaleigu 1. mai s.l. Aðalfundurinn bendir á, aö meðal leigjenda eru láglauna- menn fjölmennastir. Hækkun húsaleigu um 44% er nær tvöfalt hærri en kaupgjaldshækkanir frá 1. okt. 1980 til 1. mai 1981. Fyrirheit fjármála- og félags- málaráðherra við forsvarsmenn Leigjendasamtakanna i vor, þess efnis, að rikisstjórnin myndi halda húsaleiguhækkunum jöfn- um á við kaupgjaldshækkanir, hafa reynst orðin tóm Verðstöðvunin hefur reynst leigjendum skammvinn frestuná leiguhækkunum. Aðalfundur Leigjendasamtakanna skorar á rikisstjórnina að hefjast þegar handa um að ráða bót á þvi ófremdarástandi, sem rikir i málefnum leigjenda”. —mhg. Norsk lúðrasveit heimsækir Garðabæ Fjörutiu og sjö manna lúðra- sveit frá Sandnes i Noregi heim- sækir nú Garðabæ og dvelur þar dagana 24. júni til 1. júli. Hafa fé- lagasamtök bæjarins sameinast um móttöku hópsins. Hljómsveitin mun haida hljóm- leika i iþróttahúsinu Asgaröi fimmtudaginn 25. júni kl. 21.00. Allir Garðbæingar og aðrir, sem áhuga hafa á góðri hljómlist, eru hvattir til að mæta. Þá heldur hljómsveitin og hljómleika i Stykkishólmi, sunnu- daginn 28. júni. —mhg Sumarferd Alþýdubandalagsins í Reykjavík er á laugardag • Sumarferð Alþýdubandalai, Sumarferð í Þórsmörk! Fariö verður frá Um- ferðarmiöstöðinni kl. 8 f.h. laugardaginn27. júní. Farþegar í eins dags ferð koma í bæinn um kl. 20 á laugardag, en farþegar í tveggja daga ferðinni koma í bæinn um kl. 20.00 á sunnudagskvöld. Skráning farþega og sala farseðla er að Grettisgötu 3, sími 17500. Skrifstofan er opin frá kl. 9-19.00 Verð er kr. 200 fyrir fullorðna og kr. 100 fyrir börn í tveggja daga ferðina og kr. 150 fyrir fullorðna og kr. 80 fyrir börn í eins dags ferðina. Glæsilegt ferðahapp- drætti Fjölbreyttar göngu- ferðir um Þórsmörk Kvöldvaka á laugar- dagskvöld í Litlaenda, sem er aðaláningar- staður ferðarinnar. Aðalfararstjóri er Jón Böðvarsson skóla- meistari, en valinkunnir farastjórar verða í hverjum bíl. SKRÁNINGU LÝKUR Á HÁDEGI Á FÖSTUDAG. LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX. FARMIÐA ÞARF AÐ VITJA Á SKRIFSTOFU ALÞYÐUBANDALAGS- INS í REYKJAVí K I SÍÐASTA LAGI Á FÖSTUDAG. Stjórn ABR 0 4 < 1 Básunum, skáli útivistar i bakgrunni. Sumarferd Alþýdubandalagsins í Reykjavík er á laugardag • Sumarferð Alþýdubandala

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.