Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
íþróttir(3 íþróttirg) iþróttir [
3 leikir
í kvöld
Þrir leikir verða i 1. deild
knattspyrnunnar i kvöld og
hefjast þeir allir ki. 20. Á Kópa-
vogsvelli leika Breiðablik og KA
og gæti þar orðið skemmtileg
rimma, enda eru hér tvö
baráttuglöðustu lið deildarinn-
ar. Erkif jendurnir, Valur og
Fram, mætast á Laugardals-
vellinum. 1 þeim leik má segja,
að Framararnir fái sinn siðasta
séns... Loks er það ieikur 1A og
KR á Akranesi og má vlst bóka
öruggan sigur heimamanna i
þeirri viðureign.
1 3. deildinni verður einnig
sparkað og hlaupið af miklum
krafti f kvöld, en þar eru 10 leik-
ir á dagskránni.
Hópurinn sem heldur til Svlþjóðar. Mynd: —eik —
Aftur sigra
Hafnfirðingarnir i FH klóra sig
hægt og bitandi frá botni 1. deild-
ar fótboitans. I gærkvöidi sigruðu
þeir Þór norður á Akureyri, 1-0 I
liflegum leik.
Þórsararnir sóttu mun meira i
fyrri hálfleiknum, en tókst ekki
að koma boltanum i netið. I seinni
FH-ingar
hálfleik jafnaðist leikurinn, FH -
ingarnir fóru að verða ágengari i
sókninni. Sigurmarkið skoraði
siöan Magnús Teitsson eftir góða
sendingu frá Tómasi Pálssyni. A
lok;; minútunum fengu bæði liðin
upplögð markfæri, sem þeim
tókst ekki aö nýta, 1-0 fyrir FH.
-IngH
Ágætt hjá
steipunum
tsienska kvennaiandsiiðið I
frjálsum iþróttum hafnaði I
fjórða og neðsta sætinu i
Evröpubikarkeppninni, sem
fram fór i Barcelona á Spáni um
helgina siðustu. Stelpurnar okk-
ar fengu 28 stig, en efst og jöfn
urðuSpánn og Grikkland með 44
stig. Portugal varð i þriðja sæti
með 34 stig.
Besta afrek islensku stúlkn-
anna vann Helga Halldórsdóttir
þegar hún sigraði i 100 m
grindahlaupi á 14.14 sek.
Portugölsk stúlka varð i öðru
sæti á 14.38 sek. Þá setti
Geirlaug Geirlaugsdóttir telpna
og meyjamet i 100 m hlaupi,
12.35 sek, en það dugði henni þó
aðeins til f jórða og slðasta sætis
i hlaupinu.
Sigriður Kjartansdóttir hafn-
aði i öðru sæti i 400 m hlaupi
á ágætum tfma, 56.33 sek. I 800
m hlaupi krækti Ragnheiður
ólafsdóttir i silfurverðlaun,
hljópá 4:28.84 min. Sigurvegar-
inn frá Spáni var á 4:26.99 min.
Þórdi's Gisladóttir náði góðum
árangri i'hástökki, stökk 1.76 m
oghafnaði i 2. sæti. Sigurvegar-
inn stökk 1.79 m.
25 fötluð börn frá islandi keppa
um næstu helgi á miklu íþrótta-
móti, sem haldið verður i
Ronneby i Blekinge i Suður-
Sviþjóð. Börnin eru á aldrinum 12
til 16 ára.
Víkingarnir Gunnlaugur og Þórður fagna marki félaga sins Ragnars Gislasonar (yst t.h.). Fremst stendur Eyjamaðurinn ómar Jóhannsson
ekki ánægður með framvindu mála. Mynd: — eik —
Afgerandi forysta
Víkings 1 1. deild
eftir sigur liðsins gegn IBV í gærkvöldi, 1:0
að marki IBV, en Eyjamönnum
tókst i bæði skiptin að forða marki
á siðustu stundu. Nokkru seinna
átti Óskar Tómasson, sem nú var
i byrjunarliði Vikings í fyrsta sinn
i langan tima, gott skot úr þröngu
færi, en það fór yfir. Á 41. min var
dæmd aukaspyrna á Eyjamenn.
Gunnlaugur renndi knettinum til
Ragnars og hnitmiðað skot hans
fór framhjá öllum varnarmönn-
um IBV og i mark, 1-0.
Vikingarnir héldu orrahrið
sinni áfram i upphafi seinni hálf-
leiks og á 55. min voru þeir nærri
búnir að skora. Eftir laglegt
hraðaupphlaup barst boltinn út á
kantinn til Lárusar og hann gaf
viðstöðulaust fyrir mark IBV.
Þar kom Óskar á fullri ferð, en
kollspyrna hans hrökk i stöng og
út. Afram héldu Vikingar undir-
tökum sinum án mikillar fyrir-
hafnar, einkum vegna þess aö
leikur Eyjamanna var af meira
kappi en forsjá. Höröur og Lárus
fengu ágæt markfæri, en mistókst
að skora. Einu virkilega góðu
sóknartilþrif Vestmannaeying-
anna i leiknum komu á 89. min.
Ómar lyfti knettinum á Valþór
eftir aukaspyrnu, en Magnúsi
tókst að sparka kenttinum frá á
siðustu stundu, áður en Valþór
gæti skorað af stuttu færi.
Valþór var algjör yfirburða-
maður i liði IBV að þessu sinni,
sterkur, yfirvegaður og baráttu-
glaöur leikmaður, hvort sem
hann lék á miðjunni eða i vörn-
inni. IBV-liöið lék ákafiega
ómarkvisst að þessu sinni og það
fór mikill kraftur i tilgangslitil
hlaup og kýlingar út i loftið. Með
meiri yfirvegun eiga Eyjamenn
aö geta nælt i mörg stigin, en til
þess þarf vilja.
Styrkleiki Vikingsliðsins er
einkum fólginn i sterkum, jöfnum
og vel samæfðum strákum, sem
ávallteru að reyna að byggja upp
spil. Það er óþarfi að telja einn
öðrum betri, en Gunnlaugur vakti
athygli undirritaös. Hann er óð-
um að ná forminu sem hann tap-
aði fyrir nokkrum misserum.
Hvað um það, Vikingur er á
toppnum, verðskuldað.
—IngH
/«v
'W
staöan
Staðan i 1. deildinni er þessi:
Vikingur........ 86 11 12-4 13
Breiðablik...... 7 2 5 0 6-3 9
Valur ............. 7322 12-6 8
IBV.............. 7 3 2 2 9-7 8
Akranes.......... 7 2 3 2 4-5 7
Fram ............ 7 1 4 2 5-8 6
KA............... 5 2 1 2 7-4 5
FH.............. 8 2 15 10-15 5
Þór ............. 7 1 3 3 3-9 5
KR............... 7 1 2 4 4-10 4
Víkingur er á góðri leið með að
stinga alla keppinauta sína af i 1.
deildinni í knattspyrnu. I gær-
kvöldi lögðu Hæðargarðspiltarnir
Eyjamenn að velli á Laugardals-
velli 1-0, og var sá sigur fyllilega
verðskuldaður. Víkingarnir voru
mun ákveðnari, allt spil þeirra
markvissara.
Vikingur var mun meira með
boltann i upphafi leiksins, en
tókst illa að finna glufu á hinni
sterku vörn IBV. A 25. min gerðu
Vikingarnir i tvigang harða hrið
Erþetta i annað sinn sem þessi
keppni fer fram og verður nú
keppt i Boccia, borðtennis, sundi,
frjálsum íþróttum og reið-
mennsku. Siðastfórkeppnin fram
i Danmörku. A leiðinni til
Ronneby munu börnin dveljast
einn sólarhring i Kaupmannahöfn
og verður þar m.a. farið i Tivoli.
25 fötluð börn á
íþróttamóti í Svíþjóð