Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mibvikudagur 24. júni 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjódfrelsis
litgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eíður Bergmann.
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
olafsson.
Auglýsingastjöri: Þorgeir olalsson
Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: GuÖjón Friðriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþor Hlóðversson
Blaöamenn: Allheiftur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
iþróttafréttamaður: Ingollur Hannesson.
Útlil og hönnun: Guðjon Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Kristin Fétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: olöí Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: SigrUn Baröardóttir.
I'ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Keykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Alþjóðleg
yfirstétt?
• Um síðustu mánaðamót var gef in út sameiginleg til-
kynning frá f jármálaráðuneytinu og Læknafélagi ís-
lands þar sem m.a. var tekið f ram að báðir aðilar myndu
stuðla að því að starfsemi sjúkrahúsanna gæti gengið
snurðulaust fyrir sig og að yf irstandandi deila bitni ekki
á sjúklingum.
• I' þessari sameiginlegu yfirlýsingu var líka kveðið
skýrt á um það, að grunnkaupshækkanir til lækna væru
alls ekki á dagskrá/heldur önnur kjaraatriði. Um 10. júní
tókst síðan samkomulag í deilunni milli samninganef nda
ríkisins og Læknafélagsins og stóðu 8 af 9 samninga-
nefndarmönnum Læknafélagsins að þessu samkomu-
lagi. Á fundi í Læknafélaginu varð niðurstaðan hins
vegar sú að ganga ekki að svo stöddu að þessu samkomu-
lagten halda þess í stað áfram samningaþóf i.
Samkvæmt þeim fréttum sem nú berast af sjúkrahús-
unum stefnir þar í hreint neyðarástand fyrr en varir, ef
læknar sitja fast við sinn keip og neita áfram að mæta til
vinnu.
• Sannleikurinn er sá, að enda þótt ekki haf i verið gert
ráð fyrir beinum grunnkaupshækkunum, þá hafa lækn-
um nú þegar verið boðnar það miklar kjarabætur í ýmsu
formi að óhugsandi er að ganga lengra í eðlilegum
kjarasamningum.
• Því verður að treysta að meginþorri lækna kjósi
fremur að ganga til samkomulags nú þegai; um þær
kjarabætur sem boðnar hafa verið/heldur en valda hér
neyðarástandi.
• Að sjálfsögðu eiga læknar að f á greidd góð laun f yrir
þá yfirvinnu sem þeir vinna, en kröfur um meiriháttar
greiðslur fyrir svokallaða ,,fasta yf irvinnu" til viðbótar
við fullar greiðslur fyrir unna yfirvinnu eru ósvtfni.
Slíkt þekkist hvergi í okkar launakerfi.
• Þótt læknar vinni ein hin þýðingarmestu störf í þjóð-
félaginu gefa þau þeim engan rétt til að beita samfé-
lagið f járkúgun í skjóli umráða yfir lífi og heilsu fólks.
Og því skal ekki trúað að sá hópur lækna reynist f jöl-
mennur, sem albúinn er til þess.
• Til eru þeir, sem eru svo ,,stéttvísir" að þeir taka
undir allar launakröfur hverjar sem þær eru og hverjir
sem þær gera. Slíkt er öfugsnúin „stéttvísi". Kröfur
lækna um háar greiðslur fyrir „fasta yfirvinnu" ofan á
þaðsem greitt er fyrir unna yfirvinnu eiga ekkert skylt
við kjarabaráttu láglaunafólks. Það eru kjör láglauna-
fólksins sem fyrst og fremst þarf að bæta, m.a. lág-
launafólksins á sjúkrahúsunum, en það er ekki hægt að
gera allt fyrir alla.
• Takist þeim kröf uhörðustu í hópi lækna að kúga
ríkisvaldið til hreinna nauðungarsamninga, þá eru það
illa fengnir peningar sem þeir gleðja sig við.
• Við kærum okkur ekki um lækna sem líta á sig sem
alþjóðlega yfirstétt með engar skyldur við það samfé-
lag, sem hefur lagt þeim til menntun og aðstöðu alla.
Hingað til hafa íslenskir læknar flestir litið á sig sem
bandamenn og hjálparhellur alþýðu landsins og talið sig
hafa skyldur sem slíkir. Því skal ekki trúað fyrr en í
fulla hnefana að þar haf i breyting á orðið.
• Á sjúkrahúsum landsins hafa verið hafðar uppi
nokkrar áætlanir um viðbúnað, ef neyðarástand kynni að
skapast vegna stórslysa, náttúruhamf ara eða hernaðar.
• En það mun hins vegar ekki hafa verið reiknað með
því að vænta mætti neyðarástands á sjúkrahúsunum
vegna þess að læknar hlypu f rá störf um sinum og skyld-
um við sjúklinga.
• Slíkt eru ódæmi.
• Verkfallsrétturinn hefur verið og er þýðingarmikið
vopn í kjarabaráttu láglaunafólks, en þetta vopn er
vandmeðfariðfyrir alla/Og misbeiting verkfallsréttarins
af hálfu einstakra hálaunahópa er fordæmanleg hver
sem í hlut á.
• Við skorum á lækna að ganga til hóf legra samninga
þegar í stað.
- k.
Hua í endurmenntun
Prklac. 18 )<•■! AP.
IIUA KuofenK. formaður
kinvcrska kommúnista-
flokksins útskrifaðist ný-
loKa úr skóla flokksins eftir
átta mánaða stjórnmálaieKt
endurmenntunarnám. Ilann
situr nú fundi þar sem
miðstjórnarfundur flokks-
ins er undirbúinn. að þvi er
| diplómatiskar heimildir
herma.
Sem formaður kommún-
istaflokksins er Hua einnig
yfirmaður skólans. Heimild-
irnar senja aö hann hafi
numið við skólann vegna
þess að hann hafi ekki verið
talinn iðrast vinstri villna
sinna nægjanlega.
Heimildirnar segja einnig
að búast megi við því að Hua
£
Hua Kuo-fenjt
verði lækkaður mjög í tign í
flokknum. Hann verði líklega
settur í framkvæmdanefnd
stjórnmálaráðsins en fái
ekki stöðu varaformannsins
eins og áður hefur verið
álitiö. Þessar upplýsingar
eru sagðar koma úr röðum
háttsettra embættismanna í
Kína.
Skóli kínverska kommún-
istaflokksins er fyrir eldri
embættismenn flokksins og
unga embættismenn sem
þykja lofa góðu. Stundum er
það heiðursvottur að fá að
setjast þar á skólabekk en
stundum er hann notaður til
að kenna mönnum aga og
endurmennta þá í hug-
myndafræði.
klippt
l 1 siöustu viku fékk dagblaöiö
Visir nokkra kunna menn til aö
segja álit sitt á úrslitum frönsku
þingkosninganna, og þá fyrir-
sjáanlegum sigri franskra sós-
ialista. Er þar margt fróölegt á
feröinni, en fróölegast þó aö sjá
útleggingu ritstjóra Alþýöu-
blaösins á vinstri sveiflunni i
Frakklandi:
„Franskir kommúnistar eru
aö deyja út og þaö er Ijóst aö
sósialistar sækja stóran hluta
fylgis sins til yngra fólks i
Frakklandi. Ég vil ekki kenna
óvinsældum Giscards um, þvi
ég tel hann einn gáfaöasta og
fjölhæfasta stjórnmálamann
samtimans.
Þaö er ljóst aö sósialistar í
Frakklandi eru jafnvel enn
haröari fylgismenn vestrænnar
samvinnu en fyrirrennarar
þeirra i valdastóli og i mikilli
andstööu viö Sovétrikin. Þetta
mun aö sjálfsögöu setja hvaö
sterkastan svip á utanrikismál
þeirra. Innanlands held ég aö
stærsta hættan felist i of örri
umbótaviöleitni, sem leiöi til
mikillar veröbólgu og þar gætu
þeir vist lært af þróun efnahags-
mála hér á Islandi siöasta ára-
tuginn, hvaö varast ber.”
Þrennt er athyglisvert viö út-
leggingu toppkratans isienska. 1
fyrsta lagi hin mikla aödáun á
hægri manninum Giscard. 1
ööru lagi sú merka útlegging aö
úr þvi Jóni Baldvin lýst vel á
Giscard d’Estaing þá geti þaö
ekki veriö Giscard aö kenna aö
vinstri öflin unnu sigur i Frakk-
alndi. Og i þriöja lagi er merki-
legur óttihins islenska krata viö
aö franskir kratar fari nú aö
sýna umbótaviöleitni, en ávöxt-
ur slikra hluta á vist aö vera
veröbólga.
Manni veröur á aö hugsa sem
svo, aö liklega hafi skeytiö sem
Kjartan Jóhannsson sendi, þeg-
ar Svavar Gestsson var búinn
aö senda Mitterrand skeyti,
bara veriö misskilningur.
Raunverulega hafi átt aö senda
Giscard samúöarskeyti frá
skoöanabræörum i íslenska
bróöurflokknum. Enda eiga
Giscardistar og islenskir kratar
þaö sameiginlegt, aö vera eins-
konarsveppirsem vaxiö hafa út
úr stóra ihaldinu.
Aörar
skoðanir
En þaö eru fleiri sem leggja
orö i belg um ósigur hægri afl-
anna i Frakklandi. Þannig segir
Ernir Snorrason t.d. „Giscard
d’Estaing reyndist ekki vera sá
efnahagssérfræöingur sem
hann gaf sig út fyrir aö vera”og
„Menn misstu trú á hans per-
sónu”.
Og Loftur Guttormsson, sagn-
fræöingur setur fram vinstra
mat á atburöunum:
„Þaö er óvirætt aö með sós-
ialistann Mitterrand i forseta-
stóli, hafa vinstriöfiin nú náö
sterkari aöstööu i þjóöfélags-
breytinga en nokkru sinni hefur
gerst síöan þingbundnu lýöræöi
var komiö á i landinu. Sjálfsagt
hefur kjör Mitterrands út á rót-
tæka stefnuskrá, leyst úr læö-
ingi öfl vona og hugsjóna sem
blunda meö franskri alþýöu og
brjótast fram ööru hverju eins
og dæmin sanna. En hér valda
vitanlega miklu um aöstæöur
Ilöandi stundar: veik forysta
hægri aflanna, hin alþjóölega
auövaldskreppa meö tilheyr-
andi atvinnuleysi og félagslegu
ójafnræöi og margra ára staö-
festing almennings á þvi aö
hægri öflin reyna aö leysa
kreppu efnahagslífsins á hans
kostnaö.
Vist er aö áhrif þessara tiö-
inda veröa mikil og viötæk
næstu árin, ekki aöeins innan
Frakkiands, heldur og á alþjóö-
Iegum vettvangi. Góöar horfur
eru á aö Mitterrand takist aö
hrinda i framkvæmd megin
stefnumálum sinum og þar meö
yröi franskt þjóðfélag ekki hiö
sama og áöur. Fylgisspekt viö
Moskvuvaldiö á ekki uppá pall-
boröiö lengur hjá þorra franska
vinstri manna og eru þessi úr-
slit, ásamt því sem er aö gerast
i mörgum öörum Evrópulönd-
um, til marks um það aö „hægri
bylgja” áttunda áratugsins var
stundarfyrirbæri, sem almenn-
ingur er farinn aö draga lærdóm
af.”
Frelsishetjur
skattsvikanna
Þaö eru fleiri en Jón Baldvin
sem óttast umbóta öflin. Sveinn
H. Skúlason ritar i Morgunblaö-
iö og kvartar þar undan skatt-
píningunni sem eins og ihalds-
menn vita er mikiö áhugamál
umbótapostula, einkum i Al-
þýðubandalaginu. Gefum Sveini
orðiö:
„Þaö er Ijóst, aö skattaáþján
ýtir undir skattsvik. Háir skatt-
ar lama vilja einstaklingsins til
aukinna afkasta og þá um leiö
til aukinna tekna fyrir þjóöar-
búiö. Frjálst framtak (einka-
fyrirtæki) hættir aö laöa og si-
fellt fjölgar þeim er vilja koma
sér fyrir i þægilegum stólum í
opinbera geiranum. Þetta lög-
mál á viö um fjöldann en þó ekki
alla. Til er fólk sem haldiö er
frelsishvöt, vill vera sjálf-
bjarga, viil foröast veldi og
krumlur rikisins. Þessu fólki
finnst ekki eölilegt aö hiö opin-
bera hiröi allan afrakstur þess
af mikilli vinnu og oft einnig af
mikilli fjárhagslegri áhættu.
Þessir aöilar fara oft aö leita
leiöa til að svikja undan skatti.”
Æ undarlegri gerast rök-
semdaleiöir ihaldsins. Ýmislegt
hefur maður mátt heyra af
snjöllum rökum frá sanntrúuö-
um ihaldsmönnum, en þaö er
undirrituöum þó nýnæmi aö sjá
skattsvik flokkuö undir frelsis-
hvöt. Kannski á maður eftir aö
upplifa þaö aö forseti tslands
fari ekki aöeins aö náða þá sem
dæmdir hafa verið fyrir skatt-
svik, heldur sæmi þá oröu á 17.
júni svo sem frelsishetjur eiga
skiliö.
En burtséö frá skringilegheit-
um á borö viö þessa röksemda-
færslu, þá er aö finna I grein
Sveins fullyrðingu sem ihalds-
menn hafa jafnan uppi og er hún
i upphafi þess sem vitnaö er hér
til: „Þaö er ljóst aö skattaáþján
ýtir undir skattsvik”.
Nú skal þaö fyrst tekiö fram
aö á tslandi er alls engin skatta-
áþján. Skattar hér eru mun
lægra hlutfall af vergri þjóöar-
framleiöslu en i nálægum lönd-
um, og eru þá allir óbeinir
skattar og jafnvel gróöinn af
„Rikinu” tekinn meö.
En burtséö frá þvi dregur
klippari mjög i efa að samhengi
sé milli skattprósentu og þess
hve skattsvik eru mikil. Ekkert
hefur t.d. komiö fram sem
bendir til þess aö skattsvik séu
meiri i háskattalöndum eins og
Sviþjób en i lágskattalöndum
eins og íslandi. Ætli skattsvik
séu ekki hvaö mest háö þvi hve
auövelt er aö fremja þau afbrot.
Og athyglisvert er, aö sá
skattstofn sem taliö er aö hvaö
mest skattsvik séu tengd hér á
landi er söluskattur, sem er
óbeinn skattur, og þeir sem
ástunda skattsvikin eru ekki
þeir sem i raun greiöa skattinn,
þ.e. neytendur, heldur eru þaö
innheimtumennirnir, verslunin
fyrst og fremst.
Þegar grannt er skoöab hygg-
ur klippari aö menn geti verið
sammála um aö vandamál
skattlagningar á tslandi sé ekki
aö hún sé of mikil, heldur aö
byröunum er ekki dreift af
sanngirni.
En úr þvi menn kvarta undan
háum sköttum á tslandi i dag,
þá væri gaman aö heyra hvaöa
hljóö hátekjumenn gæfu frá sér
ef þeir þyrftu aö fara aö greiöa ■
allt upp i 75% jaöarskatt af há- I
um tekjum sinum, og þaö I stab- ■
greiöslugerfi. Einhver yröu J
óhljóðin þá.
Geir i
og Hua !
Sú var tiðin aö menn skömm- I
uðu Albaniu þegar koma átti I
gagnrýni á Kinverja á fram- ]
færi. Ekki veröur betur séö en .
aö nýtt afbrigði þessarar hern- I
aöarlistar sé að finna i Morgun- I
blaöinu nú fyrir helgina. Þar er *
sagt frá þvi i rammafrétt aö j
Hua formaöur hafi veriö sendur I
i endurhæfingu i stjórnmála- I
skóla kommúnistaflokksins. ]
Klippari telur aö hér sé um dul- J
búna endurhæfingarkröfu aö I
ræöa til handa Geir formanni. I
Og hver veit nema aö við sjáum ,
þann merka mann i stjórnmála- >
skóla Sjálfstæöisflokksins á I
næstunni?
— eng.
sfiio9*id
i___________________