Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 23. júni 1981 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 3
Neytendafræðsla:
80
norrænir
hússtjórnar-
kennarar á
námskeiði
Norræn samstarfsnefnd um
hússtjórnarfræðslu heldur nám-
skeið um neytendafræðslu i skól-
um. Einnig verður fjallað um við-
horf atvinnurekenda og félaga-
samtaka til neytendamála.
Norræni menningarmálasjóður-
inn styrkir námskeiðið, scm verð-
ur I Menntaskólanum á Akureyri
29. jdni—3. jiíli n.k. og sækja það
um 80 hússtjórnarkennarar frá
öllum Norðurlöndunum.
Aðalleiðbeinandi verður cand.
merc. Hans Rask Jensen, lektor
við háskólann i Arósum og aðal-
fulltrúi Danmerkur i umhverfis-
og neytendanefnd Efnahags-
bandalags Evrópu. H.R. Jensen
stjórnaði sl. ár rannsókn og
kennslutilraun i neytendafræöum
i 9. bekk grunnskóla bandalags-
landanna.
Auk H.R. Jensen flytja sérfræð-
ingar frá öllum Norðurlöndum
erindi á fundinum og fulltrUar isl.
atvinnurekenda og félagasam-
taka flytja erindi og taka þátt i
umræðum.
Norræna samstarfsnefndin hef-
ur eflt Norræna HUsstjórnarhá-
skólann, sem starfar i 2 löndum
eins og er, deild i næringarfræði
viðOslóarháskóla og i Gautaborg
deild i textilfræði og sjUkrafræði.
NU er unnið að þvi að koma á fót
deild i neytendahagfræði. Visir að
þeirri deild er nU þegar við há-
skólann i Arósum.
Hópur Grænlendinga er nú staddur hér á landi i kynnisferð og ætlar að feröast víða um og skoða ólíklegustu hluti. 1 gær hlýddu þeir á erindi
um sjávarútveg á tslandi og um Samvinnuhreyfinguna á Hótel Esju áður en þeir héldu til Akureyrar. —Ljósm. — eik —
Sameiginleg yfirlýsing:
Borgaraflokkarnir norsku
búa sig undir stjómarmyndun
Þrir helstu borgara-
flokkar i Noregi hafa ný-
lega komið sér saman
um yfirlýsingu um lág-
markssamstöðu til
undirbúnings þvi, að
þeir myndi samsteypu-
stjórn i haust ef þeim
tekst að hnekkja veldi
Verkamannaflokksins
eins og skoðanakannan-
ir benda reyndar til að
þeim kunni að heppnast,
Flokkarnir eru Hægriflokkur-
inn, sem á mesta möguleika á að
auka fylgi sitt, Kristilegir og Mið-
flokkurinn. Þau helstu atriöi sem
fram eru tekin i yfirlýsingunni
eru reyndar sérstæð blanda af
hægrisjónarmiðum og einhverju
þvi sem á að milda miðjumenn
eða reikula kjósendur Verka-
mannaflokksins. Hægristefnan
kemur skýrast fram i atriðum
eins og þeim, að berjast skuli
gegn verðbólgu m.a. með skatta-
lækkunum, ekki skuli neinar
breytingar verða á samsetningu
stjórna fyrirtækja (andsvar við
vinstrihugmyndum um atvinnu-
lýðræði) og svo þvi, að Utgjöld til
hermála skuli aukast á ári hverju
um 4%, en Nató hefur óskað mjög
eindregið að aðildarriki opni
hernum fjárhirslurnar sem mest.
Þá er lýst andstööu viö sam-
þykktir Verkamannaflokksins
um kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum, með þvi að leggja
áherslu á að ekki skuli Noregur
eiga neinar sérviðræður um þau
mál við lönd Austur-Evrópu.
Aðrir kjósendur munu svo eiga
að hugga sig við mjög almennt
orðuð stefnumál eins og að gam-
alt fólk, barnafólk, öryrkjar og
sjUkir eigi að hafa forgang þegar
skipt er Utgjöldum hins opinbera.
(Byggtá Noriform)
Skattskrá Vestjjaröakjördæmis:
Byggð á Egilsstöðum:
Þjónustumiðstöð
fyrir þroskahefta
Jón Fr. Einarsson og
Hrönn hf. enn hæst
Undirbúningi má nú heita lokið
að opnun þjónustumiðstöðvar
fyrir þroskaheft fólk á Austur-
landi, sem nefnd er Vonarland og
reist er á Egilsstöðum, á vegum
Styrktarfélags vangefinna á
Austurlandi.
Byggingaframkvæmdir hafa
verið undir yfirumsjón fram-
kvæmdadeildar Innkaupastofn-
unar rikisins en fjármagn til
verksins hefur komið Ur Fram-
kvæmdasjóði öryrkja og þroska-
heftra, sem heyrir undir félags-
málaráðuneytið. Mun Vonarland
vera fyrsta stofnun sinnar teg-
undar, sem frá byrjun býður upp
á þjónustu i samræmi við lög frá
Alþingi um aðstoð við þroska-
hefta er tóku gildi 1. jan. 1980.
Þjónustugreinar Vonarlands
verða i' meginatriðum fjórþættar.
Þar geta foreldrar þroskaheftra
barna fengið ráðgjöf um meðferö
og þjálfun barna sinna. Einnig, ef
á þarf að halda, vistaö þau i dag-
vist, skammtímavist eða lang-
timavist, eftir þvi sem við á
hverju sinni og samkomulag
verður um.
I dagvist er aðstaða til þess að
taka á móti 10 einstaklingum á
dag,i' langtimavist 6og i skamm-
tímavist 4 hverju sinni.
Hámarksdvalartimi I skamm-
timavist eru 3 mánuöir á ári.
Þannig geta verið allt að 20 ein-
staklingar i þjálfun samtimis.
Þau hds Vonarlands, sem nU
veröa tekin i notkun, eru aöeins
fyrsti áfangi þeirra hUsa, sem
fyrirhugað er aö reisa til þjónustu
við þroskaheft fólk á Austurlandi.
Markmið Vonarlands er, að
hæfa þroskahefta einstaklinga
sem þar njóta þjónustu, að sam-
félaginu eftirþvi, sem geta þeirra
og aðstæður leyfa.
Forstöðumaöur Vonarlands er
Bryndi's Simonardóttir, þroska-
þjálfi.
—mhg
Skattskrá Vestf jarðarkjör-
dæmis 1980 hefur verið lögö fram.
Nema heildargjöld einstaklinga
miöað viö afgreiddar breytingar
og kærur 6.672 milj. gkr., þar af 43
milj. gkr. hjá börnum. Hækkun
heildargjalda'frá fyrra ári nemur
65.7% Barnabætur eru 717 milj.
gkr. og er hækkun frá fyrra ári
74.8% og persónuafsláttur til
greiðslu útsvars og sjúkratrygg-
ingagjalds nemur 212 milj. gkr.
Hækkun frá fyrra ári er 224.5%.
Meðaltalsálagning i einstökum
sveitarfélögum i kjördæminu er
þessi:
Bolungarvik 1.228.249 gkr., Isa-
fjörður 1.183.206, Tálknafjörður
1.126.186, Flateyri 1.049.328, Suð-
ureyri 1.048.267, SUÖavik 1.001.053
og Þingeyri 1.000.066 gkr.
Hæstu gjaldategundir einstaki-
inga eru tekjuskattur og útsvar
en hjá fyrirtækjum tekjuskattur,
aðstöðugjald og lifeyristrygg-
ingagjald.
Hæstu einstaklingar eru:
Jón Fr. Einarsson, Bolungarvik
Hrafnkell Stefánsson, Isafirði
Siguröur Bernódusson, Bolungarvik
Finnbogi Jakobsson, Bolungarvik
Guðfinnur Einarsson, Bolungarvik
Guðbjartur Asgeirsson, Isafirði
Þórður JUliusson, Isafirði
Vagn Margeir Hrólfsson, Bolungarvik
Guðjón Kristjánsson, Isafirði
Bernharööverby, Isafirði
21.0 milj. gkr.
16.2 milj. gkr.
12.8milj. gkr.
12.lmilj.gkr.
11.9milj.gkr.
11.9 milj. gkr.
11.8 milj. gkr.
11.3 milj. gkr.
10.7 milj. gkr
10.4milj.gkr.
Fyrirtæki i Vestfjarðarkjördæmi sem bera hæstu gjöldin eru:
Hrönn h.f., Isafirði 83.7 milj. gkr., IshUsfélag Bolungarvikur h.f. 83.3,
Hraðfrystihús Tálknafjarðar h.f. 75.7, Hraðfrystihúsið Norðurtangi
h.f., tsafiröi 71.6, Einar Guðfinnsson h.f., Bolungarvik 66.4, Samstarfs-
félag, Jaröýtur h.f. og Gunnar og Ebenezer h.f. Isafirði 66.1, Miðfell
h.f., Hnifsdal 55.0, IshUsfélag Isfirðinga h.f. 54.9, Kaupfélag Dýrfirö-
inga 50.0 og Freyja h.f., Suðureyri 45.6 milj. gkr.
Skattskrár annarra sveitarfélaga hafa einnig verið lagöar fram og
liggja þær frammi frá 22. jUni til og með 6. jUli. Heildarskrá Vest-
fjarðakjördæmis og skattskrá Isafjarðar liggja frammi á skrifstofunni
Skólagötu 10 á venjulegum skrifstofutima.
Hollond
flug til Amsterdam 25. júní ISCARGO
si*
; Cv-S' '
Austurstræti 3
Simar 1C542 og 12125