Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Harald Ofstad Alva Myrdal Jens Evensen Norræni fridarfundurinn hefst í dag: j./Vý viðhorf í öryggis■ Imálunt Norðurlanda i dag hefst í þinghúsinu á [ Álandseyjum norrænn friðar- Ifundur með þátttöku 300 áhuga- manna um friðarmálefni hvað- ' anæva að af Norðurlöndum. | Fundurinn hefst með setningar- ■ ræðu Martin Isaksson lands- ■ stjóra á Alandseyjum og ávarpi , ölvu Myrdal fyrrum ráðherra Iog sendiherra Svia i afvopnun- arviðræðum i Vin. Þá flytur i Jens Evensen sendiherra og I fyrrum hafréttarmálaráðherra ■ Noregs erindi um kjarnorku- | vopnalaus svæði frá sjónarmiði m alþjóðarcttar. Mikill áhugi er fyrir þessum • friðarfundi á Alandseyjum sem j heimamenn standa fyrir. Fyrir- I lesarar og málshefjendur eru ■ allir þekktir af störfum sinum | og eru framarlega i baráttu fyr- ■ ir hugmyndinni um kjarnorku- ■ vopnalaust svæði á Norðurlönd- J um, eða þátttakendyr i þeim Ifriðarhreyfingum sem nú berj- ast gegn kjarnorkuvopnum i ■ Evrópu. Fundurinn stendur fram á sunnudag og gefa heiti fyrir- lestra nokkra hugmynd um við- fangsefni hans. Johan Galtung, prófessor við Háskóla Samein- uðu þjóðanna i Genf, flytur er- indi um ný viðhorf i öryggis- málasamvinnu Norðurlanda. Ólafur Ragnar Grimsson for- maður þingflokks Alþýðu- bandalagsins ræðir um Island, Grænland og Færeyjar innan kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Jytte Ilelden, þingmaður jafnaðarmanna i Danmörku, fjallar um norræn stjórnmál sem framlag til frið- ar. Eva Nordland, dósent við Oslóarháskóla og einn af leið- togum friðargöngunnar i Evr- ópu, flytur erindi um varnir og mannréttindi. Maj Wechsel- man, blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður i Sviþjóð, fjallar um hervæðingu og hagþróun. Harald Ofstad prófessor i heimspeki við Stokk- hólmsháskóla ræðir um hervæð- ingu, strið og gagnaðgerðir frið- arsinna. Maj-Britt Theorin, þingmaður jafnaðarmanna i Sviþjóð, talar um frið og af- vopnun á Norðurlöndum. Göran von Bondsdorf, prófessor i stjórnmálafræðum og formaður friðarhreyfingarinnar i Finn- landi heldur tölu um friðar- stjórnmál. Helena Allahwerdi einn af framámönnum Félaga sameinuðu þjóðanna ræðir um friðarhreyfinguna i Finnlandi, og Ilka-Pyhetela, aðalritari fé- lags Sameinuðu þjóðanna i Finnlandiflyturað lokum erindi um framlag kvenna til alþjóð- legrar friðarbaráttu. A fundin- um fara einnig fram svokallað- ar panelumræður og önnur skoðanaskipti. Eins og áður sagði verða á fjórða hundrað manns á friðar- fundinum. Blaðamaður frá Þjóðviljanum fylgist með um- ræðum á fundinum og munu les- endur væntanlega sjá þess stað i blaðinu á næstu vikum.-ekh Ólafur Kagnar Grimsson Jytte Helden Johan Galtung I Þörunga- vinnslan . í Reykhólum '*<m «&.«t y ■■■ ■■■ i-. '*mw. mmhm wm ; Allgóðar horfur þrátt fyrir samnmgsrof Aðalfundur Þörungavinnsl- unnar hf. var haldinn að Reyk- hóluni 20. junisl. Fundinn sóttu 50 manns, hluthafar og starfslið. Samkvæmt reikningum fyrir- tækisins varð heildarveltan 983.8 m.gkr. á árinu 1980 og er það 56% aukning I krónutölu frá árinu áður. Verulegur samdráttur varð i þangvinnslu vegna samnings- rofs Alginate Industrics Ltd., en það var bætt upp að hluta með aukinni þaravinnslu fyrir aðra marltaði, en þó sérstaklega með þurrkun á loðnu, þorskhausum og kolmunna fyrir Nigeriumarkað. Rekstrargjöld hækkuðu mun minna en tekjur og rekstrarhagn- aður án fjármagnsgjalda nálega þrefaldaðist, þ.e. hann hækkaði úr nálega 50 m.kr. i um 147 m.kr. árið 1980. Hafa innviðir fyrir- tækisins því styrkst verulega. Vegna mikilla vaxta- og verð- breytinga á verðtryggðum lán- um, hækkar fjármagnskostnaður um 114% á milli ára en verðmæti eigna aðeins um 51% samkvæmt heimild skattyfirvalda. Af þess- um ástæðum sýna reikningar reikningslegan halla um 98 m.gkr., en árið 1979 varð hagn- aður 112.5 m.gkr. Greint frá samningum við Alginate Industries Ltd., um skaðabætur vegna uppsagnar á fyrri sölusarriningi. Jafnframt var gerð grein fyrir nýjum sölu- samningi um 1500 tonn á ári til 3ja ára, og horfum á sölu þangmjöls til annarra notenda. Fram kom að heldur bjartara er nú um sölu- horfur en áður. Þörungavinnslan nýtur aðstöðu útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins við sérstakt markaðsátak fyrir sölu þörunga erlendis. A fundinum var skýrt frá þvi að samþykkt hefði verið að breyta hluta af skuldum fyrirtækisins við rikissjóð og rikisábyrgðarsjóð i hlutafé i samræmi við heimildar- ákvæði i fjárlögum. Að öðru leyti verður nú hægt að gera skil á skuldum fyrirtækisins við lána- sjöði. A þessu ári hafa verið þurrkuð 1250 tonn af þorskhausum i skreið og nýlega var lokið við að þurrka 500 tonn af frystum kolmunna sem keyptur var af russnesku verksmiðjuskipi. Úr honum hefur fengist afbragðsvara og hefur vinnsla gengið vel. Búið er að af- skipa verulegum hluta kolmunn- ans. Tilraunir Þörungavinnsl- unnar með skreiðarverkun hefur orðið hvatning að nýjum fyrir- tækjum I þessari grein. Nú er að hef jast þangvinnsla og er stefnt að því að framleiða verði 2500 tonn af mjöli i sumar, en i haust verður þari þurrkaður til sölu á Japansmarkað og viðar. Alitlegasti markaðurinn fyrir þörungaafurðir er i Japan og hefurtekist gottsamstarf við jap- anskt sölufyrirtæki. A sl. ári hafa verið seld rúmlega 200 tonn þang- að tilreynsluog búist er við veru- legri aukningu á næstunni. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: Sumarstarf aldraðra er hafið Sumarstarf eldri borgara i Reykjavik er nú hafið og hefur verið gefinn út sérstakur kynn- ingarbæklingur um sumarstarfið ú vcgum Félagsmálastofnunar- innar, sem liggur frammi I hús- um félagsstarfsins þ.e. að Norð- urbrún 1, Lönguhlíð 3 og Furu- gerði 1. Sumarstarfið verður fjölbreytt að vanda. Um er að ræða 10 dags- ferðir og er lagt af stað i þær aliar frá Alþingishúsinu, eina tveggja daga ferð til Akureyrar, og 4 dvalarflokkar verða á Löngumýri sumarið 1981. Þegar hefur verið farið i 3ja vikna sólarlanda-ferð og gert er ráð fyrir annarri að hausti. Opið hús verður i sumar á eftir- töldum stöðum: Að Norðurbrún 1, kl. 13 á mið- vikudögum, Lönguhlið 3 kl. 13 á föstudögum og Furugerði 1 kl. 13 á mánudögum. Allar nánari upp- lýsingar eru veittar að Norður- brún 1, frá kl. 9-12 i sima 86960. Húsmæðra- orlof Kópa- vogs að Laugarvatni Orlof húsmæðra i Kópavogi verður að Laugarvatni dagana 6.-12. júli 1981. Vegna fjárskorts verður að takmarka fjölda orlofs- kvenna, en þær konur sem eru að fara i fyrsta sinn verða látnar ganga fyrir. Eru konur vinsam- lega beðnar að koma á skrifstof- una og greiða þátttökugjaldið. Skrifstofan verður opin dagana 29,-30.júni milli kl. 16-18 i Félags- heimili Kópavogs 2. hæð. Nánari upplýsingar eru gefnar i sima 40689 (Helga), 40576 (Katrin) og 41111 (Rannveig). Hvað hækkaði vísitöluna? Húsnæðis- liðurinn veg- ur þyngst 1 mai' byrjun var visitala framfærslukostnaðar HOstig og hafði þá hækkað um 8 stig sið- an i' febrúarbyrjun. Fróðlegt er að athuga hvernig hækkun ein- stakra liða vegur i visitölu- hækkuninni. Stærstiþátturinn er húsnæðis- liðurinn sem veldur 2.82% hækkun visitölunnar. Það er einkum 50-60% hækkun fast- eignagjalda sem þar veldur en einnig mikil hækkun á fjár- magnshluta húsnæðiskostnaðar að þvi er fram kemur i nýjasta hefti Hagtiðinda. Verðhækkanir á matvöru ollu 1.7 % hækkun visitölu en verö- hækkanir á innlendum landbún- aðarvörum 0.75%. Verðhækkan- ir á fatnaði ollu 0.62% hækkun visitölu, hreinlætisvörur o.fl. 0.40%, og hækkanir á liðnum „eigin bifreið” veldur visitölu hækkun upp á 0.87%. Hækkun opinberra þjónustugjaida olli 0.80% hækkun visitölunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.