Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. júni 1981
Námskeið RK í skyndihjáp
Ekki komust allir aö sem
vildu á skyndihjálparnám-
skeið Reykjavikurdeildar
Rauða krossins á sl. viku og
verður þvi efnt til annars
námskeiðs á morgun, fimmtu-
dag, ef nógu margir þátt-
takendur gefa sig fram. Til-
kynna má þátttöku til bæki-
stöðva Rauða krossins á öldu-
götu 4.
Eldsmiðurinn er Ámundason
Þau leiöu mistök urðu i viötali
við Loft Ámundason eldsmið i
Landsmiðjunni i Þjóðviljan-
um i gær, aö hann var rang-
feðraður og sagður Ásmunds-
son. Blaðið biöst velvirðingar
á þessum mistökum.
Hjörtur er hreint ekki að norðan
Blaöamanni varð heldur
betur á i messunni i h'-’ðinu i
gær þegar sagt var frá r riöar-
göngunni 1981. Þrátt fyrir
mikinn ættfræöiahuga og sér-
fræðinga i ættfræði hér á blað
inu urðu þ • mistök að Hjört-
ur Hjartarson sem tók lagið
við Straum var sagður vera af
þeirri söngelsku ætt frá Tjörn i
Svarfaöardal, sem alið hefur
margan góðan vinstri mann-
inn og herstöðvaandstæðing-
inn Hinn rétti Hjörtur býr á
Selfossi og neitar alfariö að
vera að norðan, heldur er
hann fæddur i Hvitársiðunni.
Þar sem ætið skal hafa það
er sannara reynist leiðréttist
þessi ruglingur hér með.
Mjólkin við rétt hitastig
Næstu daga koma á mark-
aðinn hitamælar, sem fluttir
hafa veriö inn á vegum
„Mjóikurdagsnefndar” og
veröa til sölu I öllum helstu
matvöruverslunum landsins
þar sem mjólkurvörur eru
seldar.
Tilgangurinn með sölu hita-
mælanna erað stuðla aö því aö
fólk geti fylgst meö hitastigi i
kæliskápum. Veröa mælarnir
seldir undir kostnaðarverði.
Undanfarið hafa verið á
markaðnum mjólkurumbúðir
með leiðbeiningum um
geymslu mjólkur. Segir þar
m.a.: ,,Er þér kunnugt um að
mjólk, sem stendur i stofuhita
i u.þ.b. 3 klst. verður allt að 12
gr. heit? Sé hún siðar sett I
kæli tekur það hana um 20
klst. að ná réttu hitastigi, sem
er 4 gr. C”.
Ef mjólkin er geymd við
4—5 gr. C þá er gert ráð fyrir
aö hún haldist óskemmd nokk-
uð fram yfir ástimplaðan sið-
asta söludag. Það er þvi þýð-
ingarmikið að geta fylgst
nákvæmlega með hitastiginu i
kæliskápnum.
Eftirlit með gæðum mjólk-
urinnar er mjög strangt hjá
öllum m jólkurbúunum. Frá
þeim á ekki að geta borist
skemmd mjólk á markaðinn. I
mjólkurbúunum og hjá bænd-
um er mjólkin geymd við 4 gr.
hita og er þannig send á mark-
aðinn. Þá er komið að smásal-
anum að gæta þess að hita-
stigið sé rétt þar sem mjólkin
er geymd og að lokum neyt-
andanum, að setja mjólkina
strax i kæli þegar komið er
með hana heim.
—mhg
Fyrirtækið Snjóferðir hf.
hefur nýlega hafið ferðir um
Langjökul með vélsleöum.
Fastar ferðir eru alla laugar-
daga og sunnudaga frá Húsa-
felli, farið með duglegum
fjallabil aö jöklinum og þar
stigið á sleðana. Siðan er ferð-
ast vitt og breitt um jökulinn
allan daginn, sumir aka sleð-
unum en aðrir geta látið draga
sig á skiðum.
Á jöklinum er ýmislegt
skemmtilegt að skoða eins og
til dæmis Þursaborg, og
Kirkjuna, fyrir utan það
geysilega viðsýni sem er af
jöklinum í allar áttir. Að
kvöldi er svo ekið að Húsafelli
þar sem gisting er fáanleg.
Skiöalyfta er einnig starfrækt
á jöklinum.
Einstaklingar og fyrirtæki
geta leigt sleðana hvaða daga
vikunnarsem er ef leigðir eru
minnst 5 sleðar. Vanur maöur
frá Snjdferðum er með i öllum
ferðum. Feröaskrifstofa rikis-
ins veitir allar nánari upplýs-
ingar.
Vélsleðaferðir á Langjökul
Félagshjúkrunarfræðingar ásamt starfsliði Nýja hjúkrunarskólans. Fremsta röð til vinstri: Auöur
Sigurðardóttir, Gróa Sigfúsdóttir, Sigurveig Georgsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Bjarney J. Sigur-
leifsdóttir, Sigriöur Brynja Einarsdóttir og Una O. Guðmundsdóttir. Miðröð frá vinstri: Þóra A. Arn-
finnsdóttir, kennari, Sigriður Halldórsdóttir, kennari, Ragnheiður ó. Guömundsdóttir, Rannveig Sigur-
björnsdóttir, Laufey Aðalsteinsdóttir, Svava Ingimarsdóttir, Guðrún Eygló Guömundsdóttir, Soffia
Siguröardóttir, ritari og Maria Pétursdóttir, skólastjóri. Aftasta röð frá vinstri: Hanna Maria
Kristjánsdóttir, Jónina Nielsen, Jóhanna J. Thorlacius, Auður Hauksdóttir, Auöur Angantýsdóttir og
Laura Sch. Thorsteinsson, kennari.
Nýi hjúkrunarskólinn:
Fyrstu félagshjúkrunar-
fræðingarnir brautskráðir
Nám í öldrunarhjúkrun á næsta skólaári
Fyrstu félagshjúkrunarfræö-
ingarnir, öðru nafni heilsuvernd-
arhjúkrunarfræðingar, útskrifuð-
ust hér á landi nú i vor, alls 17
taisins, frá Nýja hjúkrunarskól-
anum. Auk þeirra brautskráöust
frá skólanum fyrr á vorinu 8 geö-
hjúkrunarfræöingar og 12 Ijós-
mæður iuku hjúkrunarnámi sinu.
í lok þessa mánaðar verða síð-
ustu nemendurnir brautskráöir á
þessu ári og lýkur þar með 9.
starfsári skólans, sem einkum
annast framhaldsnám fyrir
hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar-
nám fyrir ljósmæður.
Samkvæmt þeirri viðleitni Nýja
hjúkrunarskólans að starfa i
samræmi við þarfir heilbrigðis-
þjónustu og kröfur hvers tima til
hjúkrunarfræðinga hefur veriö
ákveðið að gefa næsta haust kost
á sérfræðinámi i öldrunarhjúkr-
un, enda ljós nauðsyn bættrar
hjúkrunarþjónustu fyrir sjúk
gamalmenni. Auk þessarar nýju
greinar hefst að nýju i skólanum
næsta haust nám i geðhjúkrun,
gjörgæsluhjúkrun, hand- og lyf-
Iækningahjúkrun, skurðhjúkrun
og svæfingahjúkrun.
Þess má geta til gamans að þar
sem i skólanum er að ræða fram-
haldsnám hjúkrunarkvenna og
ljósmæðra, sem margar hverjar
eiga lengri eða skemmti starfs-
feril að baki, hafa nemendur skól-
ans verið á öllum aldri, flestar
mæður ungra eða stálpaðra
barna og þó nokkrar ömmur sem
höfðu mikla ánægju af aö verða
barnabörnunum samferða i skóla
og skiluðu engu lakari náms-
árangri en þær sem yngri voru.
Vilhjáimur Rafnsson
Varði doktorsritgerð
Rannsókn
á blóðsökki
— vh
Varði doktorsritgerð í Uppsölum
Jarðfræði Markarfljóts-
svæðisins jmk
Þann 3. júnl s.I. varði Hreinn
Haraldsson doktorsritgerð til Fil.
dr. prófs við Uppsalaháskóla i
Svlþjóð. Heiti ritgeröarinnar er
„The Markarfljót sandur area,
southern Iceland: Sedimento-
logical, petrographical and
stratigrapical studies.” Ritgerðin
fjallar um ýmsar jarðfræðirann-
sóknir á Markarfljótssvæðinu á
Suöurlandi, m.a. setfræðilegar og
bergfræðilegar athuganir á fram-
burði Markarfljóts, frá Þórsmörk
til sjávar.
Könnuð var jaröfræöi- og nátt-
úrusaga svæðisins, bæði með
rannsókn á gerö og landslagi
berggrunnsins undir lausu setlög-
unumogá upphafiog breytingum
á gróðurfari á svæðinu, einkum I
Austur-Landeyjum. Þá voru, með
hjálp skráöra heimilda og rann-
sókna á jarölögum, kannaðar
breytingar á rennsli og farvegum
Markarfljóts ILandeyjum frá þvi
á landnámsöld þar til I dag, þar
sem m.a. Njáls saga kemur viö
sögu.
Dr. Hreinn er fæddur i Reykja-
vík 1949, sonur hjónanna Harald-
ar Sigfdssonar og Ragnheiðar Jó-
hannesdóttur. Hann lauk
stddentsprófi frá Menntaskólan-
Ilreinn Haraidsson.
um IReykjavikl971 og B.S. prófi I
jaröfræði frá Háskóla Islands
1974. Haustið 1975 hélt hann til
framhaldsnáms við Uppsalahá-
skóla og hefur dvalið þar siðan
viö nám og störf nema á sumrin,
þegar hann hefur unnið að rann-
sóknarstörfum á Islandi. Dr.
Hreinn er kvæntur Ólöfu Emu
Adamsdóttur, kennara og eiga
þau tvær dætúr. Hann mun bráð-
lega hefja störf hjá Vegagerð
rikisins.
Hinn 27, mai siöast liðinn varði
Vilhjálmur Rafnsson, læknir
doktorsritgerö við læknadeild
Gautaborgarháskóla. Ritgerðin
heitir „The erythrocyte sedi-
mentation rate. Observations in a
population sample of women and
male and female patients”, sem
er í lauslegri þýðingu: Blóðsökk,
athuganir byggðar á Urtaki
kvennahóps, og sjúklinga bæði
körlum og konum. Andmælandi
var prófessor Lars Erik Böttiger,
Karóllnska sjúkrahúsinu Stokk-
hólm.
Blóðsökk, eöa sökk er
rannsóknaraðferö, sem notuö
hefur veriö I meir en fimmtiu ár,
og á enn tiltrú sjúklinga, og
lækna. Það er alkunna að sökkið
stigur við suma smitsjúkdóma og
bólgusjúkdóma. Markmiðiö með
þessum athugunum var að auka
þekkingu á gildi blóðsökks við
hóprannsóknir, svo og við rann-
sóknir og umönnun sjúklinga.
Niðurstööur doktors Vilhjálms
hafa vakið mikla athygli i Sviþjóð
og hefur verið greint frá þeim i
dagblöðum og sjónvarpi. vil-
hjálmur er sonur hjónanna Huldu
Olgeirsson og Rafns Jónssonar
tannlæknis. Hann lauk læknaprófi
frá Háskóla Islands 1973 og er
sérfræðingur i heimilislækning-
um. Hann leggur um þessar
mundir stund á atvinnusjúk-
dómafræöi viö Sahlgrenska
sjUkrahúsið i Gautaborg. Vil-
hjálmurerkvæntur Onnu Ingólfs-
dóttur og eiga þau þrjú börn.