Þjóðviljinn - 24.06.1981, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN i Miðvikudagur 24. júnl 1981
TILKYNNING
til diselbifreiðaeigenda
Frá og með 1. júli n.k. fellur niður heimild
til þess að miða ákvörðun þungaskatts
(kiiómetragjalds) við þann fjölda ekinna
kilómetra, sem ökuriti skráir, nema þvi
aðeins að þannig sé frá ökuritanum gengið
að hann verði ekki opnaður án þess að
innsigli séu rofin, sbr. reglugerð nr.
264/1981. Af þessum sökum skulu eigendur
þeirra bifreiða, sem búnar eru ökuritum,
fyrir 1. júli n.k. snúa sér til einhvers
þeirra verkstæða, sem heimild hafa til
isetningar ökumæla, og láta innsigla öku-
ritana á þann hátt sem greinir i nefndri
reglugerð. Að öðrum kosti skulu þeir láta
. útbúa bifreiðar sinar ökumælum, sem sér-
staklega hafa verið viðurkenndir af fjár-
málaráðuneytinu, til skráningar á þunga-
skattsskyldum akstri.
Fjármálaráðuneytið, 22. júni 1981.
TILKYNNING
um skattskrár í Vestfjarðaumdæmi,
sbr. 2. mgr. laga nr. 40 1978.
Skattskrár sveitarfélaga 1980 (vegna árs-
ins 1979) liggja frammi 22. júni til og með
6. júli 1981.
Heildarskrá og skattskrá ísaf jarðar liggja
frammi á skattstofunni, Skólagötu 10, á
venjulegum skrifstofutima.
Skattskrár annarra sveitarfélaga liggja
frammi á vegum hvers umboðsmanns,
eins og hann auglýsir.
ísafirði, 19/6 1981,
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir mai mánuð 1981, hafi hann
ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%,
en siðan eru viðurlögin 4.5% til viðbótar fyrir hvern byrj-
aðan mánuð, talið frá og með 16. júli.
Fjármálaráðuneytið, 18. júni 1981
A Bílbeltin jf* hafa bjargað ||UMTERÐAR
^
Lausar stöður
Nokkrar kennarastöður viö Fjölbrautaskóla Suðurnesja
eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar sem um er aö
ræöa eru: eðlis- og efnafræöi, liffræði, sagnfræði, sálfræði,
stærðfræði og sérgreinar á vélstjórnarbraut. Æskilegt er
aö umsækjendur geti kennt fleiri en eina námsgrein.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og
störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, 101 Reykjavik, fyrir 19. júli n.k. Umsóknareyðu-
blöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
22. júní 1981.
Staöa fræöslustjóra i Norðurlandsumdæmi eystra er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt itarlegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 101 Reykjavik, fyrir 15. júli n.k.
Menntamálaráðuneytið,
23. júni 1981.
Aðalfundur
Skáksambandsins:
Skorað á
FIDE og
sovéska
skáksam-
bandið
Eftirfarandi tiilaga var sam-
þykkt á aðaifundi Skáksambands
tslands hinn 30. mai s.l.:
„Eftirtalin skáksambönd, sem
eiga aðild að Skáksambandi
Noröurlanda minna á einkunnar-
orð FIDE: „GENS UNA SUM-
US”. 1 tilefni þess, að heims-
meistaraeinvigiö i skák stendur
senn fyrir dyrum og reglugerð
þess kveður á um, að aðstaða
keppenda skuli i hvivetna vera
jöfn, lýsa stjórnir skáksamband-
anna yfir þvi, að þær álita ekki,
aö svo geti talist, á meðan banda-
menn annars keppandans hefta
fjölskyldu hins i að fara ferða
sinna.
Þvi skora skáksambands-
stjórnirnar á FIDE og Skáksam-
band Sovétrikjanna aö gera allt
sem i þeirra valdi stendur til að
tryggja áskorandanum leyfi til
þess að fá fjölskyldu sina til sin,
svo að hún geti búið saman þar
sem hún kýs, og gera þar með
heimsmeistaranum kleift að
heyja einvigið við áskorandann
við heiðarlegar og jafnar aðstæð-
ur”. Tillaga þessi var fyrst lögð
fram á stjórnarfundi Skáksam-
bands Norðurlanda i Herning i
Danmörku 7. mars s.l., og var
henni þá visað til aöildarsam-
bandanna. Skáksamband Islands
hefur þvi nú samþykkt áskorun
þessa einróma á aðalfundi sinum,
eins og fyrr greinir, og hefur
stjórn S.í. sent hana i enskri þýö-
ingu til stjórnar Skáksambands
Norðurlanda. Norska skáksam-
bandiö hefur þegar samþykkt
tillögu þessa.
Sjálfur
Sjóðurínn
á sýnlngu
Silfursjóðurinn, sem fannst á
Miðhúsum i Egiisstaðahreppi sl.
sumar, verður hafður til sýnis i
afgreiðslu útibús Búnaðarbanka
lslands á Egilsstöðum i sumar.
Sjóðnum, sem er stangasilfur
og skartgripir frá vikingaöld, er
komiö fyrir undir glerhjálmi
ásamt skýringum og verður til
sýnis á venjulegum afgreiðslu-
tima bankaútibúsins.
Visnavinir á plötunni „Heyröu
jVr/
yCjZ
Heyrðu... með Vísnavinum
Fyrir skömmu kom út þrettán
laga hljómplata sem ber heitið
Heyröu... Aö útgáfunni standa
átta félagsmenn, þau Aðalsteinn
Asberg Sigurösson, Bergþóra
Arnadóttir, Eyjólfur Kristjáns-
son, Gisli Helgason, Hjalti Jón
Sveinsson, Ingi Gunnar Jóhanns-
son, Jóhannes Hilmisson, og
Orvar Aðalsteinsson. Oll lögin ut-
an eitt eru samin af þeim félögum
og er allur flutningur árangur
samstarfs þeirra síðastliöinn vet-
ur. Til aöstoðar viö söng og hljóð-
færaleik var fengið eftirtaliö
heiðursfólk: Bergþóra Ingólfs-
dóttir, Egill Jóhannsson, Erna
Guömundsdóttir, Helgi E.
Kristjánsson, Kristján Þ.
Stephensen, Pálmi Gunnarsson,
Sigurður Karlsson, Sigurður Rún-
ar Jónsson og Wilma Young.
Visnavinir hafa starfað meö
töluveröum blóma siðastliðin tvö
ár og hafa haldið visnakvöld á
Borginni i hverjum mánuði yfir
vetrartimann. Ut hafa komið hjá
þeim tvær snældur með tónlist
sem tekin hefur verið upp á
kvöldum þessum.
Hljómplatan Heyrðu... var
hljóðrituð i Stúdió Stemmu i
dymbilviku 1981. Um hljóðritun
sáu þeir Guðmundur Arnason og
Sigurður Rúnar Jónsson.
Knadspyrnuskóli Vals
1 gær hofst á vegum knatt-
spyrnudeildar Vals, knatt-
spyrnuskóli félagsins, en
hann hefur verið haldinn
nokkur undanfarin ár. A
vegum skdlans verða haldin
fjögur tveggja vikna nám-
skeið og hofst það fyrsta i
gær. Þeirsem vilja vera með
eiga þrátt fyrir það hæg
heimatökin, þvi annað nám-
skeiöið hefst 6. júli og stend-
ur til 18. júli, hið þriðja hefst
svo 20. júlí og stendur til 1.
ágústog það siðasta fer fram
á tfmabilinu 4. — 18. ágúst.
Hverju námskeiði er skipt
í tvo hópa. Eldri hópurinn
verður fyrir hádegi og munu
börn fædd 1969, 1970 og 1971
verða i' þeim hóp en yngri
hópurinn börn fædd 1972,
1973 og 1974 verða eftir há-
degi.
t knattspyrnuskólanum að
þessu sinni verður farið i öll
undirstöðuatriði knattspyrn-
unnar og mun verða kennt á
grasvelli allan timann. Þá
verður notast við VIDEO-
tæki við kennsluna og skoð-
aðar myndir sem teknar
hafa verið i leikjum með
mörgum frægustu knatt-
spyrnumönnum heims.
Einnig verður fylgst með
leik meistaraflokks i Is-
landsmötinu og munu þátt-
takendur heilsa upp á leik-
menn og ræða við þá i bún-
ingsklefa bæði fyrir og eftir
leik.
Skólastjóri og aðalleið-
beinandi verður ólafur
MagnUsson iþróttakennari
og markvöröur meistara-
flokks Vals. Meistaraflokks-
mainirnir Guðmundur Þor-
björnsson, Njáll Eiðsson og
Hilmar Harðarson munu
leiðbeina með honum. Einn-
ig munu leiðbeina þeir Sævar
Tryggvason, marg-reyndur
unglingaþjálfari og Brynjar
Nielsson.
Verð fyrir hvert námskeið
er kr. 180,00.
Innritun fer fram daglega i
Valsheimilinu við Hliðar-
enda og i' sima 11134 milli kl.
16.00-18.00.
ALÞVÐU b and al ag ið
Sumarferð ABR
Keflavík-Suðurnes
Þeir Suðurnesjabúar sem vilja slást i för með félögum
sínum úr ABR í Þórsmörk um helgina eru beðnir að skrá
sig hjá Einari Ingimundarsyni í sima 1407.
Áætlað er að bíll sæki farþega f rá Suðurnesjum kl. 7.00
á laugardagsmorgun á Rútustöðina í Keflavik, ef næg
þátttaka fæst.
Sláist í för með ABR í Þórsmörk um helgina.
Skjót vióbrögð
Þaö er hvimleitt aó þurfa aö
biöa lengi meö bilaö rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónusluna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
ATH. Nvff simanúmer: 8595b