Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. jiíli 1981 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Hlaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guðni Kristjánsson. íþrótta frétta maöur: Ingóifur Hannesson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ujósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Heykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Söngurinn um viðskiptafrelsið • Frjáls samkeppni og frelsi í viðskiptum eru hugtök með fallegan hljóm. Flestir eru einnig í orði kveðnu hlynntir frjálsri samkeppni. Að afneita henni væri næstum jafn slæmt og að af neita f relsinu sjálf u. Það er ekki fyrr en út í veruleikann kemur að menn átta sig á því að þessi fallegu orð „frjáls samkeppni" eru í reynd byggðá lögmálum f rumskógarins, eru réttur hins sterka til að éta hinn veika. Og þegar hinn sterki hef ur haft sig- ur lýkur allajafna hrifningu hans á frjálsri samkeppni. Þannig eru hinir sterku f jölþjóðlegu auðhringar jafnan í fremstu röð þeirra sem halda vilja frjálsri samkeppni utan við daglegan stórbísness, og haf a hana aðeins upp á punt í afmælum og aðalfundum. • Frjáls og óheft milliríkjaverslun er að sjálfsögðu einn af hornsteinum í áróðri þeirra sem halda frjálsri samkeppni hvað hæst á lofti. Niðurfelling tolla, niður- felling á styrkjum og niðurgreiðslum eru lykilorð. Látum hagkvæmustu fyrirtækin framleiða fyrir alla heimsbyggðina. Þegar á reynir fer glansinn fljótt af tollfrelsinu, og mjög oft eru það fyrirtækin, sem á tylli- dögum mæra viðskiptaf relsið, sem kref jast tollverndar af stjórnvöldum, þegar samkeppnin er farin að ógna tilveru þeirra. Af þessu tagi eru t.d. kröfur evrópsks fataiðnaðar um að enn f rekari hömlur verði settar á inn- flutning á ódýrum fatnaði frá þróunarlöndum til Evrópu. Af sama toga er krafan um að Japanir haldi aftur af bílasölu sinni til Bandaríkjanna og Evrópu. Viðbrögð atvinnurekenda í iðnríkjum sýna að það sem þeir raunverulega eiga við, þegar þeir mæra viðskipta- frelsið er: frelsiðer gott ef ég græði á þvi, en vont þegar ég fer aðtapa. • En þótt söngurinn um frjálsu viðskiptin hljómi annarlega úti í heimi, verður hann fyrst verulega falsk- ur þegar farið er að kyrja hann í íslenskum veruleika, og likist þá fáu meira en sönglist Garðars Hólm. Þannig er blygðunarlaust sungið framan í almenning að frjáls álagning sé til hagsbóta fyrir neytendur, þótt það blasi við hverjum þeim sem auga hef ur og sjá vill að álagning er lang-hæst á þær vörur sem kaupmönnum leyfist að smyrja á að vild. • Því er einnig haldið fram að niðurfelling tolla og frjáls milliríkjaverslun sé öllum til hagsbóta, meðan það blasir við að innflutt og niðurgreidd húsgögn frá Evrópulöndum eru á góðri leið með að knésetja íslensk- an húsgangaiðnað, meðan sælgæti frá Cadburys— (flutt inn á vegum f yrirtækis Geirs Hallgrímssonar) er að kaf- færa innlendan sælgætisiðnað— (sem einnig er á vegum fyrirtækis Geirs Hallgrímssonar). • Nýjasta vísan í grínkvæðinu um viðskiptaf relsið og hag íslendinga er innf lutningur á svokölluðum soda-stream vélum, sem auglýstar eru hvað mest þessa dagana. Ef innflytjendur ná markmiði sínu að koma þessum tækjum inn á þriðja hvert heimili í landinu fer ekki hjá því að þessi innf lutningur gangi ákaf lega nærri íslenskum gosdrykkjaiðnaði, hvað sem menn annars vilja segja um ágæti hans. Grátbroslegast af öliu er þó, að innflytjandinn er enginn annar en formaður Félags íslenskra iðnrekenda. • Heittrúaðir aðdáendur viðskiptaf relsisins láta svona röksemdir ekki á sig f á og svara sem svo: það dugar ekki að vera að halda uppi ósamkeppmsfærum fyrirtækjum. Neytendur eiga kröfu á að geta keypt ódýrustu vöruna, hvort sem hún er íslensk eða útlend. • Þá er því aftur til að svara að með þessari rök- semdafærslu má í raun sýna fram á fáránleika þess að halda uppi íslensku efnahagslífi. Nær allar vörur má fá ódýrar annarsstaðar frá. Við eigum hér ekki að fram- leiða annað en fisk, samkvæmt hreinum frjálshyggju- röksemdum. Ellegar lækka laun það mikið að vörurnar verði hér jaf n ódýrar og vörur erlendis f rá. • Annar handieggur er síðan það að fslendingar virðast vera eina þjóðin í vestur Evrópu sem tekur yf ir- lýsingarnar um frjáls viðskipti alvarlega. Allar aðrar þjóðir halda uppi f jölbreyttri verndarstarfsemi fyrir sitt atvinnulíf, meðan (slendingar þora varla að stynja upp úr sér bón um að mega leggja nokkurra prósentna aðlögunargjald á innfluttan iðnvarning til að vernda íslenskan iðnað og koma í veg fyrir atvinnuíeysi í þeirri atvinnugrein. — eng. klippf ! Tuðið ekki I í hornum I Dularfullir atburðir virðast * nú vera i gjörningi tjaldabaks i I Alþýðuflokki. (Jtvarps- og ■ blaðaneytendum er tjáð að það I komi þeim ekki við þótt Utgáfu- * stjórn Alþýðubiaðsins hafi I stöðvað Utkomu þess f einn dag, I og þeir kratar segjast gera upp I sin mál á vettvangi flokks- ■ stjórnarinnar. Hér er þvi um I stórmál að ræða, einsdæmi i I blaðasögunni, jafnvel málfrels- I ið. ■ Ekki verða menn fróðari af I þvi að lesa véfréttir i forystu- I greinum Alþýðublaðsins. A I þriðjudag upphefst leiðarinn ■ með þessum orðum : „Alþýðublaðið hefur fregnað I að fjórir eða fimm jafnaðar- I menn tuöi um það f skúmaskot- ■ um, að Alþýðublaðið fýlgi | ..einkaskoðunum” þeirra I þriggja blaðamanna sem við I Alþýðublaðið starfa, en fylgi ■ ekki sjálfri lýðræðisjafnaðar- I stefnunni. Við þessa jafnaðar- I menn vill Alþýðublaðið segja I eftirfarandi: Tuðið ekki I horn- ■ um og skúmaskotum. Komið I fram i dagsbirtuna. Lesið I stefnuskrá Alþýðuf lokksins.” | Siðasta ábendingin var að ■ sönnu þörf, en gæti reynst sum- I um erfið að lifa eftir. Að I minnsta kosti tókst klippara | ekki að finna hana, þegar hann ■ gerði itrekaðar tilraunir til þess I að hafa upp á henni um daginn. I Stefnuskráin hefur verið næst- | um betur varðveitt leyndarmál, ■ en afstaða Alþýðuflokksins til l kjarnorkuvopnalauss svæðis á | Norðurlöndum, sem ólafur I Ragnar og Þjóöviljinn særðu ■ loks f ram. I Fjólum prýtt En Alþýðublaðið kom ekki Ut i ■ gær, miðvikudag, „af I óviðráðanlegum ástæðum”. I Samt var forystugrein lesin i' út- , varp úr blaðinu i gærmorgun. ■ Var það raunar sama forystu- I grein og birst hafði á þriðjudag, I enda sagði i formála að svo , mikill tfmi hefði farið i hjal við ■ „tuðandi” jafnaðarmenn, að I ekki hefði unnist timi til þess að I skrifa nýjan leiðara. Enda var , sá gamli vel nothæfur i annað Isinn. Mikil synd er það annars að útgáfutjórn skuli bregða fæti * fyrir útkomu Alþýðublaðsins, [ eins og það hefur verið fjólum [ prýtt að undanförnu. ; Höfundagróðinn j — nýtt böl J Milliliðastarfsemi rithöfunda I er stærsta afreksmál Alþýðu- [ blaðsins í rannsóknar- * blaðamennsku á þessu sumri. J Það kemur nefnilega upp úr [ dúrnum aö rithöfundar eru i [ þessum óþurftar milliliðahópi, i sem rakar að sér gróöanum á 1 leið vörunnar til neytandans. [ Menningarstefna Alþýðu- | blaðsins virðist reist á þeirri trú l að best sé að láta setjarana um ■ að skrifa textann f bækur út- [ gefanda. Með þvi að þeir settu [ af fingrum fram gullaldartext- I ana, þá væri einum óþarfa ■ millilið færra. Alþýöublaðið hef- | ur komist að þvi að Prentara- [ félagiö sé lýðræðislegt félag og í fyrir miklu treystandi. Þjóð- * viljinn hefur lika mikla trú á [ prenturum og þeirra félagi, og | eitt og annað hefur sú ágæta I stétt samið i eyðurnar. En * samt... I Vinnuhópur ■ / máliö Vandamálið með gróða rit- ,i!iin» NIIKID fjðLMENNI VID ÖTV ORLÖFSHÖSA v.r. ir Það var þröngl á ,^'jX 1 un^n rTCby4riaðUBvarTð" útbluta i-- ^vcr .... .óku ser > EKKI RÚSSNESKAR BIÍÐIR Á STALÍNSTÍMANUM — HELDUR VERSLUNARMANNA FÉLAG REYKJAVÍKUR KJ] SVEIK HEÐINN - EÐA SVIKU HINIR? höfunda og ráðstöfun hans er hins vegar alveg spánýtt vandamál, sem enginn nema Alþýðublaðið og Rolf Jo- hannesson hafa komið auga á. Klippari verður að viðurkenna að hann stendur fullkomlega á gati þegar vinnulaun islenskra rithöfunda eru orðin að þjóðfélagsböli. En rétt er það sem Rolf Johansen segir i viðtali við Helgarpóstinn að merkishöfundurinn Harold Robbins gæti haft alla íslend- inga i vinnu. Og kannski verðum við að gera ráð fyrir að slikur ofsagróði geti orðið hlutskipti einhvers islensks rithöfundar. Sjálfsagt er að koma þvi á fram. færi viö Alþýðubandalagið að það setji marxiskan vinnuhóp i málið til þess að botna i gróða- málum rithöfunda i tima. Rolfismi í stað kratisma Rolfismi hefur annars verð hjartans mál i Alþýðublaðinu i sumar. Hefur það einkum kom- ið fram i hjartanlegri umf jöllun um islenska verkalýðshreyfingu i félagi við uppgjafa Maóista- marxist-leninista, sem liklega verður að nefna Dengista i dag.. Ekki nóg með það- að Verslunarmannafélag Reykja- vikur með Jóhönnu Sigurð- ardóttur alþingismann i toppinum hafi haldið hallæris- legasta blaðamannafund norðan Alpafjalla, heidur er gengið skrefi lengra: „Alþyðublaðið birtir i dag á forsiðu frétt um fyrirlitlegasta- verka lýðsfélag á landinu, Verslunarmannafélag Reykja- vikur.” Það er sem sagt sjón- armun verra en Dagsbrun að mati Alþýðublaðsins. Til áréttingar er þess getið i' fyrir- sögn að ekki sé hér um að ræða „rússneskar búðir á Stalinstím- anum”, heldur „Verslunar- mannafélag Reykjavikur.” Og meðan ástandið fari skánandi i Rússlandi versni það i VR. Barnatrúin og Lúter Og úr þvi á annað borð farið er að stunda slikar sögusveiflur i tima og rúm i er Alþýðublaðinu ekkert að vanbúnaði að leggja tilatlögu við baratrúna og Lúter þann, sem Weber segir að hafi skapað „anda kapitalismans”. Alþýðublaöið upplýsir I tilefni biskupskjörs að Lúter hafi verið Kómeni sinnar tiðar. Aja- tollarnir Pétur og Ólafur vita semsé hvaða kross þeir bera á herðum. Hver sveik? Og enn er ekki komið að rúsinunni i pysluendanum, sumsé uppgjöri við fjörtiu ára opinbera söguskoðun innan Alþýðuflokksins. Erþað i formi ritdóms um bók þeirra Gylfa Gröndal og Jóhönnu Egilsdótt- ur. Og þar segir i niðurlagi: „Það hefur verið opinber söguskoðun i Alþýðuflokknum i fjörtiu ár, að Héðinn hafi verið svikari, sem gekk á hönd kommúnistum og sveik lýðræð- isjafnaðarstefnuna. Tónninn I frásögn Jóhönnu er hins vegar annar en sá, sem við eigum að venjast. Og er það cndilega rctt sögu- skoðun að Héðinn hafi gert rangt? Gerðu þeir ekki einmitt rangt sem voru svo litlir kallar aö fýlgja honum ckki? Hefði ekki islandssagan oröið ööruvisi, kjörin jafnari og betri, ef Alþýðuflokksforingjarnir á árunum fyrir stríð hof ðu haft vit á aðfylgja Héðni, mvnda stóran vinstriflokk, þar sem lýðræðis- jafnaðarmenn hlutu að verða i meirihluta, en fámennur kommúniskur og heiðarlegur minnihlutahópur hefði fengið að ráða i hlutfalli við höfðatölu? Viöteknar söguskoðanir þurfa ekki endilega aö vera re'ttar.” Ja, satter orðið. Og okkur er spurnr Hversvegna i ósköpunum eru nokkrir „tuðandi” kratar að stöðva útgáfu svona fjörlegs rits sem skrifað er af jafnvægi og yfirvegun á þessari súru sumar- tlð? Gæti það verið að þegar Alþýðublaðið endurreisir Héðin Valdimarsson eftir 40 ára nið þyki mælirinn fullur og ti'mi til kominn að stöðva sumarritstjórann? — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.