Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 14
MSÍÐA — Þ.IÓÐVIL.JINN Fimmtudagur 30. júli 1981 Félagsfundur Torfusamtakanna: Stuðnlngur við stjórnina Torfusamtökin héldu almennan félagsfund i gærkvöldi þar sem sam- hljóöa var samþykktur stuöningur viö stjórn félagsins og störf hennar að uppbyggingu Bernhöftstorfunnar. 30 félagar sátu fundinn þegar mest var og stóö hann framundir miö- nætti. A fundinum uröu miklar umræöur um útitaflið á torginu, fjármál samtakanna og aöra uppbyggingu á torfunni. 1 fundarlok var felld tillaga frá Ernu Ragnarsdóttur um aö skora á borgaryfirvöld að stöðva framkvæmdir viö gerð útitaflsins á torfunni þar til viöunandi lausn væri fengin á málinu. Tillaga Ernu hlaut aðeins 4atkvæöi. Hins vegarsamþykkti félagsfundurinn samhljóða tíllögu þar sem fyllsta stuðningi er lýst viö störf stjórnarinnar að uppbyggingu torfunnar og skoraði fundurinn á borgaryfirvöld og rikisstjórn að sýna starfi samtakanna verðugan stuðning með auknu f járframlagi til upp- bygginguna. Laus staða Við Fjölbrautaskólann á Akranesi er laus til umsóknar staða kennara i stærðfræði. Æskilegt er að umsækjandi geti kennt forritun og töivufræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. ágúst n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEVTIÐ 23. júli 1981. ALÞVÐUBANDALAGIÐ Niðurstöður Framhald af 16 siðu. þannig að leýfilegur fjöldi gerla verði mun lægri en nú er. Auknir verði möguleikar til að verðbæta og verðfella mjólk eftir gæðum hennar, fræðsla verði aukin, og reglur um þrif endurskoðaðar. Bent er á fleiri aðgerðir, en að lokum er lagt til að endurskoðun mjólkurreglugerðar verði flýtt og tekið mið af þeirri reynslu sem fengist hefur og fást mun á næstu mdnuðum. I nefndinni sátu Ingimar Sig- urðsson, Guðjón Magnússon, Hrafn V. Friðriksson, Guðlaugur Hannesson og Þórhallur Hall- dórsson. Heimsfrétt Framhald af bls. 3 hvenær hann teldi að að vænta mætti nýrra kartaflna á markað- inn að þessu sinni. — Ef ekki koma til veðurfarsleg áföll má reikna með nýjum kart- öflum á markaðinn svona eina til tvær vikur af ágúst. Ég á hins- vegar ekki von á þvi að gömlu kartöflurnar hættiþá að seljast. í hitteðfyrra áttum við t.d. gamlar kartöflur á markaðnum til miðs ágústs. Þótt jafnhliða væru nýjar kartöflur til sölu, — á mun hærra verði að sjálfsögðu, — þá gengu þærgömlu útog ég á voná þvi, að sú saga endurtaki sig nú, sagði Jóhann Jónasson, forstjóri Græn- metisverslunar landbúnaðarins. — mhg Alþýðubandalagið á Suðurnesjum — FJÖLSKYLDUFERÐ verður farin á Krókavelliá Reykjanesi laugardaginn 8. ágúst ef veður leyfir. Lagt verður af stað kl. 10 um morguninn, unað við náttúruskoðun og leiki um daginn og endaö á þvi að griila sameiginlega og syngja yfir glóðunum svo lengi sem fjörið endist. — Fólk á öllum aldri á að gefa haft þarna nokkra skemmtan. Þátttakendur iáti skrá sig hjá Sigriði i sima 2349 eða Jóni i sima 7647. steypusÉin hf Sími: 33 600 Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra 15. til 16. ágúst: Flateyjardalur við Skjálfanda Einn fegursti staðurinn á Norðurlandi er Flateyjardalur við Skjálfanda. Dalurinn er i éyði og þangað hafa heldur fáir komið. Flateyjardalur er girtur hömrum og háum fjöilum og gengur i norður út frá Fnjóskadal og Flateyjardalsheiði. Þar er gróður mikill og kjarr fagurt, en úti fyrir liggur Flatey. Vegna f jölbrey tileika i landslagi og gróðri er dalurinn á náttúruminjaskrá Náttúru- verndarráðs. Þangað liggur leiðin helgina 15.—16. ágúst n.k. og verður lagt upp frá Varmahiið kl. 10.00 á laugardagsmorguninn. Ferðir verða skipulagðar til Varmahliðar frá öllum þétt- býlisstöðum á Norðurlandi vestra. Ekið verður á fjallabilum um Akureyri og Svalbarðsströnd til Grenivikur, en siðan haldið um Dalsmynni yfir Flateyjardalsheiði A Flateyjardal: Fr.v. Selfjail, Hánefur og Mosahnjúkur. — Ljósm.: Asg. Asg. og niður i dalinn. Tjaldað verður á fögrum stað og efnt til kvöldvöku við varðeld. Frá Varmahlið á áfangastað eru aðeins tæpir 200 km. og þótt leiðin sé torsótt seinasta spölinn ætti góður timi að gefast til skoðunarferða. Að sjálf- sögðu þarf fólk að hafa viðlegubúnað með sér. Eftir hádegi á sunnudag verður haldið heim á leið með viðkomu i Vaglaskógi. Þátttökugjaid vcrður 200 kr. — Börn innan 14 ára aldurs greiða hálft gjald. Þátttaka tilkynnist eftirtöldum, sem jafn- framt veita nánari upplýsingar: Elisabet Bjarnadóttir, Asbraut 6, Ilvammstanga, simi 95-1435 Sturla l>órðarson, Blönduósi, simi 95-4356 og 4357. Eðvarð Ilallgrimsson, Skagaströnd, simi 95-4685. Hallveig Thorlaeius, Varmahlið, simi 95-6128. Rúnar Baehmann', Sauðárkróki, simi 95-5684. Sigurður Hlöðversson, Siglufirði, simi 96-71161 (vinnusimi). Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Siglufirði, simi 96-71310. Gisli Kristjánsson, Hofsósi, siini 95-6341. Rut Konráðsdóttir, Þórunnarstra:ti 83, Akureyri, simi 96-24987. Þáttaka er öllum heimil. Undirbúningsnefnd. Sumarferð Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi: í Kerlingarfjöll 7. til 9. ágúst Sumarferð Alþýðubandalagsins verður að þessu sinni í Kerlingar- fjöll 7. til 9. ágúst. Farið verður frá Borgarnesi föstudaginn 7. ágúst kl. 15 og ekið um Uxahryggi og Þing- völl, eða um „linuveginn” norðan Skjald- beiðar ef aðstæður leyfa. Ekið verður beint i Keriingarfjöll og gist- ing tekin i húsum Skiðaskólans eða tjöldum ef menn vilja. Á laugardag verður setið um kyrrt og um- hverfið skoðað, en á sunnudag haldið heim á ieið með þeim krókum og útúrdúrum sem veður og timi gefa tilefni til. Þátttöku þarf að tilkynna i siðasta lagi miðvikudagskvöldið 5. dgúst, til einhvers neðangreindra. Akranes: Jóna Kr. ólafsdóttir, simi 1894, Jón Hjartarson, simi 2175 og 2675, Hvanneyri: Rikharð Brynjólfsson, 7013, Borgarnes: Halldór Brynjólfsson, 7355, Hellissandur: Svanbjörn Stefánsson, 6688, ólafsvik: Kjartan Þorsteinsson, 6330, Grundarfjörður: Kristberg Jónsson, 8798, Stykkishólmur: Einar Karlsson, 8239, Dala- sýsla: Kristjón Sigurðsson, 4175. Hellnanes Friðarganga Stokksnes-Höfn 9. ágúst Friðargangan Stokksnes — Höfn verður farin sunnudaginn 9. ágúst 1981. Samtök herstöðvaandstæðinga á Austurlandi efna til göngunnar. Kl. 9.30 að morgni 9. ágúst verður lagt upp frá Stokksnesi að loknu ávarpi Sævars Kristins Jónssonar, Rauðabergi, Mýrum A hinn tæplega 20 km göngu til Hafnar verður að einu sinni við Hellnanes. Þar talar Sigurður Ó. Pálsson á Eiðum. Göngunni lýkur við Fiskhól með útifundL Þar munu Torfi Stein- þórsson, Hala i Suðursveit, og Pétur Gunnarsson rithöfundur ávarpa fundarmenn. Laugardaginn 8. ágúst, daginn fyrir friðargönguna, efna her- stöðvaandstæðingar til kvöldvöku i Mánagarði i Nesjum. Þar verður fjallað um stöðina i Stokksnesi, tækjabúnað hennar og hlutverk. Frummælendur verða Ólafur Ragnar Grimsson al- þingism., Guðmundur Georgsson læknir og Jón Asgeir Sigurðs- son blaðamaður. A kvöldvöku verður einnig flutt ýmislegt skemmtiefni af heimamönnum. 1 tengslum við göngunafrá Stokksnesi 9. ágúst verða skipulagð- ar ferðir frá Austfjörðum og Reykjavik. Er stefnt að þvi að vænt- anlegir þátttakendur verði komnir til Hafnar siðla dags laugar- daginn 8. ágúst. Eru allir hvattir til að koma með nesti og góða skó ásamt svefnpokum. Svefnpokapláss verður i Mánagarði, Nesjum, en þeir sem þess óska geta komið með tjöld og gist á tjaldsvæði. Frá Reykjavík verður farið kl. 8 árdegis laugardaginn 8. ágúst. Ferð til baka verður frá Höfn kl. 15.30 á sunnudag 9. ágúst. Þeir sem vilja komast með i ferðina frá Reykjavik eru hvattir til þess að skrá sig timanlega i sima 17966 alla virka daga milli 17 og 19, kl. 5 - 7 e.h. Samtök herstöðvaandstæðinga á Austurlandi. GÖNGUM MEÐ FRIÐI GEGN ATÓMVOPNUM Sandgerðingar athugið! Þjóðviljann vantar umboðsmann i Sandgerði frá næstu mánaðamótum að telja. Þeir sem áhuga hafa á starfinu snúi sér vinsamlega til framkvæmdastjóra Þjóðviljans i sima 81333. Siðunnila 6 s. 81333 ... « Utför Friðjóns Vigfússonar frá Siglufirði er lést á Hrafnistu hinn 25. júli s.l. verður gerð frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 4. ágúst kl. 3 e.h. Börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurínn minn, faöir og tengdafaðir, Gisli Guðmundsson, skipstjóri frá Súgandafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 32. júii kl. 13.30. Þorbjörg Friðbertsdóttir Sesselja Gisladóttir Viggó Vilbogason Jóhannes Gislason Guðrún Skúladóttir Erla Kristjánsdóttir Lilja Eiriksdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.