Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.07.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júll 1981 Landslagið alveg nýtt fyrir okkur Fatlaðir Norðmenn í heim sókn í boði Sjálfsbjargar „Þetta eru búnir að vera indælir dagar, og við höfum ferðast viða og séð og kynnst mörgum góðum isiendingum. Mér finnst gott að vera með is- iendingum, þeir eru opinskáir og glaðværir félagar”, sagði Berit Soistad frá Þelmörk I Noregi, þegar Þjóðviljinn hitti hana að máli i Hagaskólanum á dögunum. Berit er fyrirliði fyrir hópi 30 Norðmanna sem nú dvelja hér á landi I boði Sjálfsbjargar. Landssamband fatlaðra i Noregi og Sjálfsbjörg hafa um nokkurt skeið staðið fyrir skipti-heimsóknum milli tslands og Noregs, og er þetta annar hóp- urinn sem dvelur á tslandi á þessu sumri. Samskiptin hófust fyrst fyrir tveimur árum, en þá fóru 126 tslendingar utan til Noregs og á sama tima komu til tslands jafn- margir Norðmenn frá N-Noregi. I ár er siðan aftur skipst á heim- sóknum og fóru tveir 30 manna hópar utan til Noregs fyrr i sumar og tveir jafnstórir ferðahópar hafa komið hingað frá Noregi i sumar. Fyrr: hópurinn dvaldi hér i júnimánuði og sáu Sjálfs- bjargarfélögin á Norðurlandi um móttökur hans. Gestirnir i siðari hópnum sem dvelst hér þessa dagana eru frá Þelmörk og nágrenni en það eru Sjálfs- bjargarfélögin á Suðurlandi og i Vestmannaeyjum sem sjá um móttökur. Vilborg Tryggvadóttir hefur haft yfirumsjón með þessari heimsókn og sagði hún að þessi kynningarskipti milli landanna hefðu tekist afskaplega vel og hugmyndin væri að halda þessum skiptum áfram og þá jafnvel i samráði við fleiri Norðurlönd. Norsku gestirnir hafa farið viða, m.a. til Vestmannaeyja, að Heklu og um Suðurnes, auk þess sem þau hafa skoðað sig um i Reykjavik. „Mig hefði ekki getað dreymt um að til væri landslag likt þvi sem við höfum séö á ferðalögum okkar um landið,” sagði Berit. „Hraunin, auðnirnar, og svo gróskufullir dalir, þetta eru undursamlegar andstæöur. Alveg nýtt umhverfi fyrir okkur, og við höfum sannarlega haft gaman af, að kynnast þvi.” — Ig. Það er ekki að sjá annað en frændurnir hafi gaman af ferðalaginu til tslands. Vilborg Tryggvadóttir á miðri myndinni, hefur haft veg og vanda af heimsókn Norðmannanna. Myndir Norsku gestirnir eru á öllum aldri. Sá elsti verður bráðum 75 ára og sá yngsti 27 ára. tslendingar eru opinskáir og glaðværir félagar, segir Berit Solstad. Samtök herstöðvaandstæðinga á Austurlandi Göngum gegn atómvopnum Samtök hers töðvaand - stæðinga á Austurlandi gangast fyrir Friðargöngu 9.ágústnæst- komandi. Gengið verður frá Stokksnesi til Hafnar. Gangan mun mótast mjög af hinni nýju friðarhreyfingu i Evrópu, sem heldur uppi viðtækum aðgerðum i sumar til að andæfa vigbúnaði og kjarnorkuvopnum. Þær aðgerðir ná hámarki i Friöargöngunni 81 sem hófst i Kaupmannahöfn 21. júni og lýkur i Paris með fjöldaað- gerðum og fundahöldum dag- Ávarp í dreifiriti sem gefið hefur verið út vegna Friðargöngunnar Stokksnes-Höfn sunnudaginn 9. ágúst n.k. ana 6.—-9. ágúst. Verður þá meðal annars minnst kjarn- orkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki 6. ágúst 1945. Ný friðarhreyfing hefur á undanfórnu ári vaknað til lifsins i mörgum löndum Evrópu og hefur hún á örskömmum tima náð ótrúlegri útbreiðslu. 1 Bret- landi og Hollandi hefur friðar- hreyfingin náð miklu fylgi og skapað slika umræðu að allir stjórnmálaflokkar verða að taka tillit til markmiða hennar. Æ fleiri gera sér grein fyrir þeirriglfurlegu hættu sem stafar af linnulausu vigbúnaðarkapp- hlaupi og hugmyndum stjórn- valda Bandarikjanna og Sovét- rikjanna um að fórna allri Vestur- og Mið-Evrópu, til að komast hjá árásum á heima- byggðir si'nar. Þrátt fyrir afvopnunarviðræður hefur i rauninni enginn árangur náðst i þeim efnum undanfarinn ára- tug. Aðalkrafa Friðargöngunnar 81 er kjarnorkuvopnalaus Evrópa frá PóIIandi til Portú- gal. Jafnframt verða aðilar Friðargöngunnar 81 i ýmsum löndum með sérkröfur sem falla undir aðalkröfuna. Til dæmis hafa samtök i Danmörku, Finn- landi, Noregi og Sviþjóð sam- einast um kröfuna kjarnorku- vopnalaus Norðurlöndog er átt við Skandinaviu og Finnland. Samtök herstöðvaandstæðinga taka þátt i göngunni i Evrópu eftir þvi sem mögulegt er og leggja áherslu á kröfuna um kjarnorkuvopnalaust tsland. Sérstaða íslands Friðargangan 81 frá Stokks- nesi til Hafnar mótast eins og áður segir af nýju friðar- hreyfingunni i Evrópu og jafn- framt af sérstöðu okkar. A þessu ári eru 40 ár liðin siðan bandariski herinn kom hingað fyrstog 30 árfrá þvi hann settist hér að aftur. A Stokksnes kom herstöð árið 1953. Meginmark- mið Samtaka herstöðvaand- stæðinga er barátta gegn her- stöðvum hér á landi og þvi hernaðarbandalagi sem við lslendingar erum flæktir i. Við minnum á það stóraukna hlutverk sem herstöðvarnar á tslandi hafa fengið i hernaðar- neti Bandarikjanna og NATO. ísland gegnir lykilhlutverki. sem gæti haft i för með sér hörmungar og dauða fyrir meirihluta þjóðarinnar, kæmi til styrjaldar. Verður þetta aug- ljóst þegar viö gefum gaum að tækjabúnaði herstöðvanna hérlendis: Dufla- og hlustunar- búnaður, fjarskiptabúnaður og flugvélakostur. Ber sérstaklega að nefna AWACS-flugvélarnar, en tvær slikar voru staðsettar á Keflavlkurflugvöll 1978. Kunnur, óháður sérfræðingur á sviði hernaðartækja, Owen Wilkes, segir byggðarlög i ná- grenni flugvalla þar sem AWACS-fhigvélarnar eru stað- settar vera einna hættulegustu staði I Evrópu. Hvað Stokksnes- stöðina varðar þá er tækja- búnaður hennar með þeim hætti að hún er ekki eingöngu saklaus eftirlitsstöð heldur einnig varnar- og árásarstöð. Skapar hún þannig aukna hættu fyrir sitt nánasta umhverfi komi til átaka stórveldanna. Þörfin á virkri baráttu gegn herstöðvum hér á landi hefur aldrei verið meiri. Þessibarátta er lífsnauðsyn. Stærsti skerfur sem tslendingar geta lagt fram til afvopnunar og friðar i heim- inum er land án herstööva, án þátttöku i hernaöarbanda- lögum. HERINN BURT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.